Dagur - 01.06.1922, Blaðsíða 2

Dagur - 01.06.1922, Blaðsíða 2
74 DAGUR 22. tbl. Skittavinnusfofan í ReykjavíK tekur að sjer að mála skilti af ýmislegri gerð og allskonar letri (t. d. í umgerð með gullletri). — Pöntunum má koma til V. Knudsen, skrifstofu Nathan &. Olsen Akureyri, þar til Ooðafoss fer 10. n. m. — Reykjavík 31. maí 1922. r Osvaldur Knudsen. Ludvig Einarsson. T ulinius^-verzlun hefir á boðstólum margskonar nauðsynjavörur, svo sem allar venjulegar matvörutegundir og nýlenduvörur; emailleruð eldhúsgögn: suðupotta, kaffikönnur og katla af ýmsum stærðum, mjólkurfötur, herbergisfötur, þvottastell, steikarapönnur 0. s. frv. Skótau af ýmsri gerð handa börnum sem fullorðnum. Oalvaniserað plötujárn (slétt) og ýmislega smærri járnvöru. — Ennfremur fjölbreytta álnavöru 0. m. fl., sem hér væri oflangt að telja, Akureyri 1. júní 1922. Tuliniusar-verzlun. N V M | O L K til sölu á Eyrarlandsvegi 8 (Æsu- stööum). vera, því margir bændur eru orðnir mjög tæpir með hey og jafnvel hey- lausir þrátt fyrir gæði vetrarins. Frifz Boesen, leikari, sem bæjar- búum er kunnur frá fyrri árum, hefir dvalið hér í bænum um tíma í erind- um fyrir Gyldendals bókaverzlun í Khöfn. Hann selur bækur nýjar og gamlar og mörg ágætisverk með. góð- um kjörum þannig, að kaupendur geta fengið bækurnar gegn mánððar- legum afborgunum. . SfrokufanganSi sem getið var hér f blaðinu sfðast, varð að sögn vart hér f bænum fyrir nokkrum dögum og slapp úr greipum lögregiunnar en misti staf og poka. Enn fréttist til hans á Hjalteyri og eru gárungarnir að segja að hann muni ráða sig f kaupavinnu hér f nærsveitunum f sumar. Skólaslit. Gagnfræðaskólanum sleit skólameistarinn kl, 2 f gær með merki- legri ræðu. Allir 43 nemendurnir stóðust prófið. í gærkvöld kvaddi skólam. gagnfræðingahópinn með sam- sæti og sátu það jafnframt kennarar, prófdómendur og nokkrir gestir. Marg- ar ræður voru fluttar og var stundin ánægjuleg. Ósannar fregnir eru nú á gangi með meira móti. í gær fréttist að kona vestur f Fljótum sem hefði átt mann sinn á Mari Anne hefði fyrir- farið tveimur börnum sínum. Þetta er ósatt. Börnin dóu úr barnaveiki hvern daginn eftir annan. Maðurinn var á Hektor og kom heim jarðarfarardag barna sinna. Hjón þessi, sem búa í Hólakoti, áttu ekki fieira barna. Ennfremur fréttist, að togarinn Draupnir hefði sprungið og farist með allri áhöfn fyrir ógætilega kyndingu á flótta undan varðskipinu. Þetta er lfka tilhæfulaust. Fregnir um að skip þau, sem vanta, hafi sum sézt eða komið fram eru 'sömuleiðis tilhæfulausar. í dag hefir enn ekki orðið vart við þau þrátt fyrir mikla teit, sem áður er getið um. Þúfnabaninn. Eftir upplýsingum frá Búnaðarfél. íslands að dæma eru horfur á, að þúfnabaninn komi hingað til Akureyrar áður langt líður og ef til vill með Goðafossi næst (10. júnf til Akureyrar). Einnig eru miklar líkur til að Ræktunarsjóðslán fáist svo að Akur- eyrarbær verði bundinn við sámþykt sfna um að ábyrgjast J/3 kaupverðsins. Presfvígslan fór fram á sunnu- daginn var. Fjöldi fólks var við staddur og urðu margir frá að hverfa. Prest- arnir sr. Stefán á Völlum og sr. Björn f Laufási aðstoðuðu vfgslubiskupinn. Að lokinni vígslu sté séra Sveinn Víkingur f stóiinn og flutti vígsluræð- una og þótti hún afbrigða góð og vel flutt. Hann valdi sér að texta: >Fremur ber að hlýða guði en mönnum* ? Sveinn var vfgður til aðstoðarprests sr. Halldórs Bjarnasonar að Piesthól- um ðg Skinnastað í Axarfirði. Barnavagn óskast tii leigu eða kaups — R. v. á. Athugið augl. Vilhj. Þ. Þór hér í blaðinu. Símskeyti. Reykjavík, 31. maí. Amerískir fjármálamenn ræða um að lána Þýzkalandi stórfé. Frakkar hóta að herkvía Ruhr- héraðið ef Þjóðverjar greiði ekki skaðabæturnar á réttum tíma. Sagt að Englendingar láni Þjóð- verjum fé til greiðslunnan Þrír flugmenn lögðu af stað frá London 24. f>. m. í flugferð kringum hnöttinn. Viðkomust. eru Mikligarður, Indland, Japan, Alaska, Nýfundnaland, Græn- land, Island, Færeyjar. Eftir umræður í brezka ping- ingu um Genúafundinn hlaut Lloyd George traustsyfirlýsingu með 239 atkv. gegn 26. Loforð fjármálaráðherrans pýzka til skaðabótanefndarinnar um greiðslu setur alla stjórnina. í mesta vanda. Kaupmannafél. í Bergen skip- ar nefnd til að undirbúa bein verzlunarsambönd við Island. Búist við að norsk verzlunar- skrifstofa verði bráðum opnuð í Reykjavík. Stjórnir Islands og Noregs semja um lækkun burðar- gjalda. Morgunbl. hamast á móti sam- vinnuflokknum; afsakar legáíana, krossana, Spánarvínið, landráða- málið og Siglufjarðarsjóðpurðina. Fréttaritari Dags. Strandferðirnar. iii. Nú er Sterling úr sögunni. Saga þess sklps fékk svipaðan enda og margra annara skipa á hættulegum siglingaleiðum meðfram ströndum ís- lands. Afleiðingin er sú, að við stönd- um uppi strandferðaskipslausir I bráð- ina. Villemoes, sem tekur við af Sterl- ing, er gersamlega óhæft skip til þeirra ferða vegna rúmleysis fyrir far- þega. En við þann kost Verðum við samt að una fyrst um sinn. En þessi atburður markar ný tíma- mót f sögu íslenzkra strandferða og þau tfmamót ættu að geta orðið merki- leg, ef vit og framsýni verða látin ráða aðgerðum. Sagt er að skipið hafi verið vátrygt fyrir rúma milljón króna. Upphaflegt kaupverð var öoo.ooo kr., en skip stigu eftir það ákaflega f verði. Nú eru þau aftur fallin mjög. Er því ekki ósennilegt, að fyrir and- virði Sterlings gefist okkur kostur á að eignast skipakost, sem kemur okk- ur að betra haldi til strandferða, en Sterling gerði. Þegar ráða skal fram úr málinu, geta fjórar tillögur komið til álita: 1. Að kaupa svipað skip og Sterl- ing var og haga strandferðunum á sama hátt og verið hefir undanfarin ár; 2. að láta skipið koma við á ail- mörgum beztu höfnum landsins, en styrkja ríflega flóabáta, til þess að selfæra vörur og fólk milli betri hafna og lakari; 3. að kaupa tvö skip til strandferð- anna, minni 'en Sterling var, láta þau hvort um sig flytja fólk og vörur í senn og skifta landinu milli sfn lfkt og Vestri og Austri gerðu, með enda- stöðvum í Rvík og á Akureyri; 4. að kaupa tvö skip hæfilega stór, er hagi göngu sinni likt og Sterling, ann- að hraðskreitt póst- og fólksflutninga- skip, sem rúmi 150—200 farþega og fari umhverfis land á 6—7 dögum, hitt vörufiutningaskip, hægskreiðara, sem beri hæfílega mikið af vörum og hagi ferðum sfnum meira eftir atvikum. Væri málinu ráðið til lykta sam- kvæmt fyrstu tiliögunni, «æti alt við það »ma, sem verið hefir, Áður hefir verið nokkuð á það drepið, hvað ástandið hefir verið fit og blátt áfram ósæmiiegt hverri menningarþjóð. Þess- vegna er einsætt, að Dagur gæti aldrei faliist á hana. Ekki gæti hann heldur faliist á aðra tillöguna. Á þann hátt yrði tillhögunin litlu betri; Örlftið ynnist á um far- flýti en aðeins lftið. Skipið þyrfti að dvelja þvf lengur á stærri höfnunum, sem það hefði þar meiri vörur til um- skipunar. Umskipunarkostnaður yrði gffurlegur og flóabátarnir verða alt af vandgæfur og jafnvel hættulegur far- kostur. Miklu nær væri að fallast á þriðju tillöguna. Væru skipin tvö þyrfti það aldrei að koma fyrir, að t. d. maður úr Hornafirði, sem þyrfti til Rvfkur, væri neyddur til að fara alla leið norður um land. Tvö skip mundu fara sem svaraði hringferð eins skips á mun skemri. Þó hefði sú tilhögun þann óbærilega annmarka að fólkið yrði flutt eins og væri það dauðir hlutir. AUir, sem reynt hafa, eru búnir að fá sig fullsadda af þvf sleifarlagi. Á sfðustu tillöguna felst Dagur óhikað. Hér á landi þarf að fullnægja einhverri ákveðinni fólks- og vöru- flutningaíerð með ströndum fram. Væru skipin tvö, sem gera verður ráð fyrir, að öllum virðist æskilegt og sjálfsagt er ekki unt að sjá, hvað við það vinst að láta bæði skipin káka við hvort- tveggja ferðamönnum tii ósegjanlegrar skapraunar og skaða og þjóðinni til minkunar. Borgi fólks- og póstflutn- ingar sig ver en vöruflutningar, ynnist skaðinn, sem fólksflutningaskipið biði, upp á vöruflutningaskipinu, sem gæti varið öllu rúmi sfnu til þeirra flutn- inga. Reksturskostnaðurinn hlyti að verða þvf nær sá sami en samgöng- urnar stórum betri, hagkvæmari, hættu minni og samboðnari siðaðri þjóð. Á þenna hátt gætum við því nær á öllum tfmum árs haft vikulegar ferðir með fólk og póst umhverfis landið. Alt annar bragur kæmi á við- skiftalffið. í landinu yrði meira unnið og framfleitt. Úreltir, dýrir og sein- legir póstflutningar yfir fjöll og firn- • indi, sem oft eru næstum þvf drep- andi fyrir menn og skepnur, gætu að mestu fallið niður, en f stað þeirra kæmu tfðari og auðveldari póstferðir f manna bygðum, — frá höfnum upp yfir héruðin. Jafnan er okkur núið þvf um nasir, íslendingum, að lftil framsýni ráði úr- siitum máiá okkar. Úrslit þessa máls, hver sem þau verða, eru mörgu fremur til þess kjörin, að sanna eða ósanna þenna áfeliisdóm. En oft hefír það ver- ið að fátækt og úrræðaleysi hefir valdið því, að málum hefir verið ráðið til lykta einungis með það tvent fyrir augum, að fullnægja bráðabirgðarþörf á einhvern hátt með sem minstum kostnaði. tVið tjöldum oft til einnar nætur, þar sem til alda skyldi vera. Húsabyggingar okkar frá öndverðu bera sorglegan vott um þetta. Á þessu þarf vitanlega að verða breyt- ing. Við úrslit slíkra mála sem þessa, þurfum við að átta okkur á þvf, hvað muni borga sig bezt til frambúðar fyrir þá þjóð, sem gerir ráð fyrir að lifa og byggja þetta Iaad á komandi ár-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.