Dagur - 01.06.1922, Side 3
22. tbf.
DAOUR
75
um. Bráðabirgðarsparnaðurinn dregur
alloft aldaeyðslu f för með sér og
svo mundi hér verða.
Seyðfirsku málin.
Niðurl.
EFTIRRIT
Skrifstofu Norður-Múlasýslu
og Seyðisfjarðarkaupstaðar
Seyðisfirði, 2Q. marz 1922.
Bréf yðar, dags. 23. þ. m., viðvíkjandi
grun og líkum, sem stúkan »Hvöt< hafi
um bannlagabrot, hefi eg meðtekið í dag,—
Út af því skal fyrst tekið fram, að grun-
ur sá, sem stúkan »Hvöt« hefir um það,
að bannlögunum hafi eigi verið framfylgt
um innsiglun vínbirgða við komu skipsins
»La Paimpolaise* hingað til Seyðisfjarðar
er gjörsamlega ástæðulaus. — Innsigiun
vínbirgða þessa skips, eins og annara
skipa, sem hingað hafa komið, hefir að
öllu leyti verið framfylgt eftir fyrirskip-
unum baunlaganna. — Tel eg því í bréfi
yðar algjörlega ástæðulausar dylgjur um
vanrækslu í embættisfærslu minni í þessu
efni, sem þér verðið að bera ábyrgð á. —
Annars ber bréf yðar með sér furðu mik-
inn misskilning á skyldum samkvæmt
bannlögunum í þessu efni, þar sem þér
viljið leggja á mig skyldur, sem alls ekki
eru til samkvæmt bannlögunum. Hvorki
samkvæmt bannlögunum né öðrum lögum
gat stúkan »Hvöt« skyldað mig til að
innsigla vínbirgðirnar í skipinu »La
Paimpolaise< fyr en gjört var, snemma á
mánudaginn, þessvegna var fundarályktun
stúkunnar »Hvöt< kvöldið áður fáránlega
fljótfærnisleg. Þar að auki skal það tekið
fram, að vínbirgðirnar í »La PaimpoIaise<
voru geymdar í skipinu undir 7 feta {sykku
saltlagi og var því ekki hægt að komast
að þeim fyr en eftir nokkra daga upp-
skipun. í sambandi hér við ráðlegg eg
stúkunni »Hvöt< að kynna sér betur gild-
andi ákvæði og aðrar ástæður, áður en hún
gjörir samþyktir framvegis, því ella virðist
hún ekki starfi sínu vaxin. —
Þar næst skal tekið fram, að þar sem
bréf stúkunnar til mín er að öðru leyti
fult af grun og líkum um bannlagabrot,
þá tel eg skyldu mína sem lögreglustjóra
að taka til greina þessa tilkynningu og að
láta félagsmenn í stúkunni »Hvöt< tilgreina
ástæður fyrir umræddum grun og líkum,
sérstaklega að færa ástæður og rök fyrir
þeim orðum í bréfinu, að stúkan telji
líklegt að drykkjuskapur hér í bæ stafi af
ólöglegum innflutningi áfengis' Út af
þessu ber hverjum einum að finna stað
orðum sínum, svo að annaðhvort upplýs-
ist hverjir eru brotlegir eða orðin reynist
óábyggilegt fleipur. —
Vegna væntanlegs lögregluréttarprófs út
af þessu, þyrfti eg að fá lista yfir nöfn og
heimili félagsmanna í stúkunni »Hvöt< og
vænti eg að æðsti templar stúkunnar sendi
þennan lista hingað á skrifstofuna á
morgun. —
Arí Arnalds,
EFTIRRIT
Seyðisfirði, 30. rnarz 1922.
í tilefni af bréfi yðar, herra bæjarfógeti,
dags. í gær, til stúkunnar >Hvöt< nr. 177,
skal eg leyfa mér að skýra yður frá, að á
næsta fundi stúkunnar, væntanlega 2. n.
m., mun eg birta stúkunni bréfið og niun
stúkan þá taka þær ákvarðanir gagnvart
efni þess, sem henni virðast heppilegastar.
Virðingarfylst.
F. h. stúkunnar »Hvöt< nr. 177
Sig. Baldvinsson
(Æ. t.)
f:ftirrit
---------- t
Skrifstofu Norður-Múlasýslu
og Seyðisfjarðarkaupstaðar
Seyðisfirði, 30. marz 1922.
Með bréfi mínu í gær fer eg fram á að
þér, herra æztj templar, sendið í dag
hingað á skrifstofuna lista yfir nöfn og
heimili allra félagasmanna í stúkunni
»Hvöt<, svo eg geti sent þeim fyrirkall
fyrir lögreglurétt. — Nú samstundis fæ eg
bréf frá yður, þar sem þér virðist eigi
vilja sinna þeim tilmælunr mínum, að
senda mér umræddan lista t dag, en
skýrið frá því, að þér munið birta stúk-
unni »Hvöt< bréf mitt á næsta fundi stúk-
unnar, væntanlega 2. n. m. og að sfúkan
muni þá taka þær ákvarðanir gagnvart
efni bréfsins, sem henni virðast heppi-
legastar-
Þelta svar yðar virðist mér mjög furðu-
legt af eftirgreindum ástæðum:
í fyrsta lagi takið þér það fram í bréfi
yðar frá stúkunni >Hvöt< dags. 23. þ. m.
að stúkan teiji sér rétt og skylt að vera í
samvinnu við mig um vernd bannlaganna
og veita mér alla þá aðstoð, sem stúkan
megnar, En þetta loforð yðar ætlið þér
svo ekki að standa við, nújþegar nokkrum
dögum á eftir, þegar ræða er um, að fá
frá yður táfarlaust upplýsingar um heimili
og nöfn væntanlegra vitna í lögreglnréttar-
haldi út af grun og líkum um bannlaga-
brot. —
í öðru lagi þykir mér það furðulegt, að
þér skuluð fresta að gefa lögreglustjóra
upplýsingar, sem krafist er af honum
vegna lögregluréttar, þar sem yður ætti að
vera innanhandar að gefa umræddar upp-
lýsingar og virðist það vera einstakt dæmi
þrjózku og vanhyggju. —
í þriðja lagi er það furðuleg hugmynd
um skyldur til að gefa lögreglustjóra
upplýsingar, að ætlast til þess, að lögreglu-
réttur bíði eftir fundarhöldum í félögum
eða stúkum til þess að fá upplýsingar um
ástæður fyrir grun eða líkum um lögbrot,
hvers kyns sem eru. —
Að lokum skal hér með lagt fyrir yður,
að senda mér tafarlaust í dag lista yfir
nöfn og heimili félagsmanna í stúkunni
»Hvöt< vegna væntanlegs lögregluréttar-
halds á morgun eða næsta dag út af grun
og likum fyrir bannlagabrotum.
Ari Arnalds.
EFTIRRIT
Seyðisfirði, 30. marz 1922.
Hér nreð leyfi eg mér að senda yður
herra bæjarfógeti, meðlimaskrá stúkunnar
»Hvöt< nr. 177. Jafnframt skal taka það
fram, að mér er það sérstök ánægja eftir
að hafa séð það í bréfi yðar frá í dag, að
þér munuð taka boði stúkunnar um sam-
vinnu til eflingar bannlögunum. Tel eg
mér sð fresta engu sem til heilla megi
verða bannlögunum og bindindinu og
hefi ekki ætlað mér að bregða nein-
um loforðum um samvinnu í því efni,
sem þannig sé vaxin, að málstað vorum
templara megi til blessunar verða, en fyrsta
skilyrði til þess tel eg friðsamlega sam-
vinnu og veit eg að það er í samrænii við
óskir stúkunnar.
Virðingarfyist.
F. h. stúkuunar »Hvöt< nr. 177
Sig. Baldvinsson
(Æ. t.)
Á víðavangi.
D-Iistinn. Að sögn er mikil óánægja
með D-listann meðal þeirra, sem fram-
bjóðendurnir á honum gera sér von
um stuðning hjá. í bæjunum er uppi óá-
nægja með Sigurð ráðunaut og honum
ekki treyst og er gert ráð fyrir, að
nafn hans verði miskunarlaust strykað
út af listanum. Ur Skagafirði hefir
blaðið frétt með góðum heimildum að
þeir, sem ætli sér að greiða þessum
lista atkvæði, telji sér jafnframt skylt,
að stryka út nafn Jóns Magnússonar.
Tveir efstu menn listans eru í svo
miklu óáliti hjá kjóiendum, að gera
má ráð fyrir að þeir falli báðir, enda
þótt listinn kunni að koma manni að.
Þá tekur við Sveinn á Búðum, sem
er í þessum kosningaumræðum kall-
aður hr. X., þ. e. hin óþekta stærð,
þvl maðurinn er lftt kunnur um landið
og þykjast menn því ekki geta gert
sér um hann neinar ákvéðnar vonfr,
né vita hvers má af honum vænta.
GeitnasjúKdómar á íslandi. Gunn-
laugur Classen læknir hefir ritað grein í
Tfmann og Mbl. um geitnasjúkdóma á
íslandi og mælst til þess, að önnur
blöð gætu þeirrar greinar. Lækna-
stéttin átti á afðastliðnu sumri fund
með sér til þess að ræða stéttarmál
og heilbrigðismál, er ' auka mættu
vfsindalega þekkingu á heilbrigði og
sjúkdómum eða gætu greitt fyrir
21
Verzlunareinokuninni var létt af með auglýsingu
18. ágúst 1786 og tilskipun 13. júní 1787. En
það voru aðeins þegnar Danakonungs, sem fengu
leyfi, til þess, áð verzla við ísland. Þess vegna
varð breytingin ekki eins mikil og annars liefði
orðið. Svo komu hin miklu stríð, sem kend eru
við Napoieon, og þá teptust því nær alveg sigl-
ingar til íslands. Árið 1809 komu aðeins 10
— tíu — skip til íslands og þau báru ekki nema
429 smálestir1) af vörum. Einhversstaðar hefir
verið þröngt í búi á þeim tímum og óskiljanlegt
hvernig' fólkið hefir getað dregið fram lífið. Pað
má.líka sjá þess dæmi, og þau ekki allfá, þegar
kirkjubækurnar eru rannsakaðar, að hungurdauð-
inn hefir gert vart við sig í Eyjafirði á tveimur
fyrstu áratugum nítjándu aidarinnar.
Á árunum kring um 1840, voru 5 verzlanir á
Akureyri og ein á Siglufirði. Langstærstar voru
verzlanir Chr. Thyrrestrups og J. Gudmanns. Pá
kom Örum & Wulf, sem líka átti hina einu verzl-
un á Siglufirði. Loks voru tvær lítilfjörlegar smá-
verzlanir, sem Madama Vilhelmína og W. Levers
áttu.
Auk hinna föstu verzlana voru vanalega ein-
hverjir lausakaupmenn (Spekúlantar), sem komu á
vorin, seldu vörurnar við skipshlið og keyptu ís-
lenzkar vörur, einkum ull, í staðinn. Þessi verzl-
un lausakaupmanna hafði ákaflega mikla þýðingu
>) Hér er átt við »Kommerce< lestir=2600 kíló eða
hérumbil 2lh smálest eftir nútíma reikningi.
• 22
fyrir landið. Vegna hetmar gátu fastakaupmenn
ekki okrað eins og þeir annars myndu hafa gert
og auk þess komu meiri vörubirgðir inn í landið.
Þetta var mjög mikilvægt atriði, því kaupmenn
stóðu mjög illa í stöðu sinni, með að sjá fólkinu
fyrir nægilegum vörum. Því nær á hverju ári
kvörtuðu sýslumenn í flestum héruðum iandsins,
yfir algerðum skorti á nauðsynjavörum, þegar
kom fram um nýjár. — í þessu efni var Eyja-
fjarðarsýsla betur sett, en nálega öll önnur héruð
landsins, Á Akureyri voru nærri því æfinlega
nægar vörubirgðir. l£om það til af því, að höfn-
in var góð, og héraðið framleiddi mikið af land-
vöru, einkum ull og prjónles, sem var ákaflega
eftirspurð vara á þessum tímum. Saltkjöt var enn
ekki orðin útflutningsvara svo teljandi væri. Sjáv-
arafurðir fluttust ekki út úr sýslunni, að neinum
mun, nema hákarlslýsi. Fiskiveiðarnar voru enn
á svo lágu stigi.
Verzlunin var heldur ekki mikil í samanburði
við það sem nú gerist. Það er til skýrsla, sem
sýslumaðurinn sendi Rentukammerinu, um þær
vörur, sem voru fyrirliggjandi á Akureyri og
Siglufirði 1. október 1842, og er hún næsta lær-
dómsrík. Þar eru þó aðeins taldar hinar helztu
nauðsynjavörur og skulu þær hér tilíærðar.
Af rúgi, ómöluðum, voru til 1893 tunnur, af
rúgmjöli 136 tn., bankabyggi 258 tn., baunum
397 tn., hörðu brauði 275 lýsipund, af 60 faðma
'línum 325 st., 40 faðma 1. 429 st., hampi 36
lýsipund, bjálkum 7 st., plönkum 202 st., borð-
23
um 576 tylftir, járni 396 lýsipund, salti 169 tn.,
tjöru 12 tn., 224Ú3 tn.
Svo mörg eru þessi orð. Hér er ekki talið
annað en það sem nauðsynlegast var til þess að
fólkið gæti dregið fram lífið og stundað atvinnu
sína. Allir sjá hve örlitlar þessar vörubirgðir voru.
Að vísu hafa flestir bændur verið búnir að flytja
heim megnið af vörum sínum, þegar þessi skýrsla
var samin, en alt af var þó nokkur verzlun á
vetrum. Svo kemur líka hér til greina, að það
var ekki Eyjafjarðarsýsla ein, sem átti að lifa af
þessum vörum, heldur einnig mikill hluti af Þing-
eyjar- og Skagafjarðarsýslum. Húsavík og Höfða-
kaupstaðir voru jafnan matarlausir um miðjan vet-
ur. Það hafa því verið nærri því 10,000 manns,
sem áttu að lifa af þessum vörum að meira eða
minna leyti. Næstu vörur gátu ekki komið fyr en
með vorskipum eftir 8 — 9 mánuði og ef að haf-
ísinn kom, svo sigling teptist, stóð hungrið og
dauðinn fyrir dyrum. Oss finnast þessar vörubirgð-
ir svo litlar, að vér getum varla skilið annað, en
að hungursneyð hafi komið í þessum héruðum,
þegar kom. fram á útmánuði, eða jafnvel fyr. En
samtímamenn litu öðruvísi á. Sýslumaðurinn, sem
bæði var greindur og sannorður maður, segir í
bréfi til Rentukammersins dagsettu 8. október 1842
»að hann verði að álíta, að verzlanirnar séu nægi-
lega birgar af nauðsynjavörum og verzlunin hafi
yfirleitt verið hagstæð fyrir fólkið*. Þetta skulu
menn, athuga þegar minst verður á verð á ís-
lenzkum og útlendum vörum í Akureyrarkaupstað