Dagur - 08.06.1922, Blaðsíða 1

Dagur - 08.06.1922, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á liverjum fimtudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júli. Innheimtuna annast ritstjóri blaðsins. V. ár. | AFGREIÐSLAN er hjá Jónl l>. l>ór, Norðurgötu 3. Talsími 112, Uppsögn, hundin við áramót, sé kornin til afgreiðslumanns fyrlr 1. des. Akureyri, 8. juní 1922. 23. blað. B Þ-E-I-R S-E-M B-Y-G-G-J-Á íbúðarhús, verzlunarhús eða hvaða hús sem er, þar sem hitunartæki þurfa, »miðsföðvar<- vélar, ofna eða eldavélar, ættu að snúa sér til undirritaðs. Jón Stefánsson. Talsími 94. 3^- Akureyri. D.-listinn. Stefnur D.-listans þykjast menn geta ráðið af því, hverjir að honum standa. Það er vitanlegt, að hann er studdur af eigendum og umráða- mönnum MbL, Lögréttu og ísl., en það Ii& eru þorri kaupmanna í Rvík og á Akureyri og þeir aðrir sem eru þeim skyldir í skoðunum og eiga svipaðra hagsmuna að gæta, Um leiö og Mbl. og Lögréttu var steypt saman, bar pólitíski örlaga- straumurinn Jón Magnússon yfir í þá fylkingu. Honum þykist því kaupmannaliðið mega treysta. Öðru máli er að gegna um Sigurð ráðu- naut. Hann er í augum kaupmanna viðsjálfsgripur á þessum lista og liggja til þess þau drög, sem ekki verður fjölyrt. um hér, ‘ en sem eru þannig vaxin, að kaupmönnum verður tæplega láð, þó þeir þykist ekki eiga sér vísan öruggan liðs- mann, þar sem hann er. Þó málstaður kaupmannaliðsins hafi sínar veiku hliðar, þar sem hann er hagsmunapólitík í þrengstu merkingu, virðist svo, að ógæfu- samlega hafi tekist til um manna- valið á listann, þar sem svo ósam- stæðir menn tveir eru efstir, sem hljóta að draga hvor úr annars fylgi. En að sjáifssögðu á þessi ógæfa sínar rætur í málsstaðnum. Þessu liði mun ekki hafa þótt ráðlegt, að sína hreinan Iit. Lengi framan af undirbúningstímanum heyrðust hin- ir og aðrir til nefndir, hreinir og beinir kaupmenn, til þess að verða efstir á Mbl.-listanum. Siíkt hefði verið að vonum, ef við fullkomlega virðingarvérða andstæðinga hefði verið að eiga. í þess stað er það ráð tekið, að draga við liún stórkross- riddarann af sjálfs-náð og láta Sigurð ráðanaul bera flaggstöngina, til þess að ginna bœndur. Þar sem D. listinn er, siglir nærsýn hagsmunastefna undir fölsku flaggi. Bændum og búaliði og sjávar- útvegsmðnnum einnig hefir virzt, að á síðustu árum hafi verið í- skyggileg miðsókn í öllu okkar stjórnarvafstri. Síðan amtmannaem- bættin voru lögð niður, fara allar stjórnargerðir fram f höndum skrif- stofumanna.suöur i Reykjavík, sem margir hverjir eru lítt kunnir Iands- högum. Það er kvartað um afarsein- láta afgreiðslu stjórnargerða. Þeir, sem um mál Og framkvæmdir fjalla, eru ekki knúðir af innri hvöt fram- faramannsins. Amtmennirnir höfðu það fram yfir. Jafnframt því, sem þeir voru' tulltrúar æðsta valds í landinu og höfðu sjálfir ákveðið framkvæmdavald, voru þeir menn- ingarfrömuðir, sem báru fyrir brjósti hagsmuni og blómgun þess lands- hluta, er þeir höfðu til yfirsóknar. Nú er í öllum greinum komin stein- dauð og seinlát skriffinska, þar sem áður var lifandi framkvæmdaáhugi. Er það íhugunarefni mikið, hvort ekki sé ráðlegt, að breyta til um stjórnarskipulag okkar. Á stríðsárunum varð Reykjavík miðstöð svo að segja allrar verzl- unar landsins. Ollu því samgöngu- vandræði og aðrar orsakir. Á þeim árum óx upp í Rvík heildsalastéttin og þeirra manna, sem Iögðu fyrir sig ýmiskonar stórgróðabrask. Síð- an hægðist um vöruflutninga, hefir S. í. S. lagt niður heildsölu sína þar, því allir sjá, að umskipun og geymsla vara í Rvík er óhæfilegur skattur á landsbúa. Hitt er skiljan- Iegt, að heildsölum og stórgróða- mönnum höfuðstaðarins sé óljúft, að sleppa því taki, sem þeir hafa náð á verzlun landsins. Á síðustu árum hefir þótt mjög gæta áhrifa Reykvískra kaupmanna á úrslit mála á Alþingi. Nægir í því efni að benda á úrslit verzlunarhafta- málanna á tveimur síðustu þingum, íslandsbankamálið, togaraábyrgðina o. s. frv. Það liggur í augum uppi, að frá þeim fiokki manna má jafn- an vænta öflugastrar hagsmunabar- áttu í þinginu. Rvík er að hlutfalls- legri fólkstölu borgar og þjóðar jafn- stór eða stærri en New York. Hún er bygð upp, að ákaflega mikly Iefti, af þeim viðskiftaarði, sem þjóðin, al- þýða manna, geldur milliliðunum og stórgróðamönnunum. Þaðan má jafnan vænta sterkra átaka á alla þjóöina. Of mikil miðsókn viðskifta, fjármála og stjórnargerða á þessum stað leiðir til meiri eða minni þrælk- unar annara Iandshluta. t Degi virðist því ekki ástæðulaust fyrir kjósendur, að hugsa sig tvisvar um, áður en þeir ljá atkvæði band- vönum taglhnýtingum Reykjavíkur- kaupmanna á næstu árum. Einkum er ástæða til að hugsa sig um nú, hvort rétt sé að kjósa D-Iistann. Af tveim efstu mönnum hans er lftils að vænta annars en leiðitemi í hönd- um pólitískra aðstandenda. Báöa Eefir þjóðin reynt sem þingmenn og fengið nægju sína. Annan hefir hún reynt sem ráðherra og fengið meira en nægju sína. Úr ársskýrsiu Akureyrarlæknishéraðs 1921.1) Sjúkrahúsiö. Aðsóknin var meiri enn nokkru sinni áður. Sjúklingatalan var 227. Legudagar 10466. Af sjúklingunum voru 57 frá Akur- eyri, S3 úr Eyjafjarðarsýslu utan Akureyrar, 82 úr öðrum sýslum og 5 útlendingar. Árangur af spftalavist þessara sjúkl- inga var þannig: 129 fengu fullan bata, 39 nokkurn bata, 7 engan bata, 21 dóu og 31 urðu eftir við áramót. Þar að auki sóttu 16 sjúklingar spftalann til Ijóslaekninga, en bjuggu úti í bæ. Þeir voru allir fótaferða- færir. (9 heimilisfastir f bænum 1 úr Eyjafjarðarsýslu utan Akureyrar, 6 úr Skagafjarðarsýslu, 2 úr Húnavatnssýslu, 1 úr Þingeyjarsýslu og 2 úr öðrum sýslum.) 54 meiriháttar skurðir voru gerðir og 31 minniháttar aðgerðir. Árangur- inn *hf þessum aðgerðum varð sá, að 70 féngu fullan bata, 2 fengu nokk- urn bata, 1 engan bata, 7 dóu og 5 urðu eftir við áramót. (Dauðamein voru þessi: Stffkrampi 1, tæring I, lífhimnubólga 1, barnaveiki 2, æða- kökkur 1, lifrarbólga 1 ) ' Árangurinn af Ijóslækningunum var þessi : 13 fengu fullan bata 2 nokk- urn bata og 1 var eftir við áramót. . Af sjúkdómum þeim sem til meðferð- ar hafa verið á sjúkrahúsinu þetta ár hefir berklaveikin upptekið mestan rúmafjölda Og meir en áður. Hafa berklarnir löngum skipað breitt rúm hjá okkur, en fer þó stöðugt f vöxt að sjúklingar langt að, séu sendir hingað og þá margir þungt haldnir, og hingað sendir af þvf, að ekki er f annað hús að venda. Þeir færri af þessum, sem hafa batahorfur, eru venjulega sendir frá sjúkrahúsinu suður til Vífilsstaða ef um lungnaberkla er að ræða. Til, fróðleiks set eg hér hve legu- dagar berklaveikra hafa verið margir >) í blaðinu íslendingur, 2. júní.þ. á. er . birtut annar kafli úr þessari skýrala. f hlutfalli við alla legudaga ár hvert á tfmabilinu 1908 til 1921. Legndagar berklaveikra og'sjúklinga yfirleitt á Akureyrarsjúkrahúsi 1908 til 1921. Ár Legud. berkláv. Legud. alls, 1908 1322 3250 1909 I IOI 3954 1910 1108 4082 1911 290 3489 1912 194-3 4856 1913 1479 4890 1914 1310 5789 1915 1088 5040 1916 1 861 4906 1917 1308 5582 1918 1024 4522 1919 1170 5607 1920 3454 7095 1921 5587 10466 Samtals 23045 73520 Yfirlitstafla þessi sýnir, að aðsókn berklasjúklinga hefir oftast verið mikil f hlutfalli við aðsókn yfirleitt, en eink- um hefir þó aðstreymi berklasjúklinga vaxið á hinum sfðustu tveim árum sfðan ljóslækningar byrjuðu og spítal- inn var stækkaður; og eru þó ekki á töflunni taldir þeir berklasjúklingar, sem dvalið hafa utanspftala en gengið þangað til Ijóslækninga, en þeir voru 18 árið 1920 en 16 1921. Ennfremur skal geta þess til fróð- leiks, að á ofannefndu tfmabili 1908 — 1921 voru það alls 274 berklasjúkl- ingar, sem lágu á sjúkrahúsinu í nefnda 23045 legudaga. Af þessum sjúklingum höfðu. 112 berkla einungis í iungum. Af þeim dóu 43. • Árangurinn af spftalavist þessara 274 sjúklinga var þessi: 105 fengu fullan bata; 73 nokkurn bata; 20 engan bata; 63 dóu og 13 eru enn á sjúkrahúsinu. Sumir hafa spáð þvf, að aðsóknin mundi minka að mun, og tekjur spftal- ans rýrna ef berklahæli kæmi f Eyjafirði. Nokkuð kann að vera hæft f þessu, en þó hygg eg að aðsóknin að spftal- anum mundi verða sæmileg þrátt fyr- ir það. Stöðugt fer í voxt að sjúkling- ar með hverskonar sjúkdómum séu sendir á sjúkrahús f stað þess að liggja heima. Þar að auki mun mikill þorri sjúklinga með útvortis berkla sækja fremur til sjúkrahússins en heilsuhælisins, þar eð venjulega er fremur kostur handlækcisaðgerða á spftala en á heilsuhæli. Þó fer þetta nokkuð eftir ákvæðum landstjórnar- innar t. d. um legukostnað á hælinu o. fl, En útlit er fyrir, að sjúkrahús- ið verði fjöUetið af berklaveikum, að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.