Dagur - 08.06.1922, Blaðsíða 2

Dagur - 08.06.1922, Blaðsíða 2
78 DAOUR 23 tbl. minsta kosti þangað til hælið kemst upp. E( það þá reyníst vera óþarf- lega stórt er altaf hægt að draga samfin segiin, minka það eftir vild og leigja út nokkurn hluta þess til í- búðar. Hvað sem þessu líður, tel eg eins og áður mikla nauðsyn á að reist verði heilsuhæli hér norðanlands, því enginn efi er á, að Vffilsstaðahælið er ófullnægjandi fyrir landið alt. En hafi ríki vort ekki ráð á að. byggjá slíkt hæli, þá finst mér réttast, að numin verði úr gildi mörg helstu ákvæðin í hinum nýju berklaveíkislögum. Eg hefi á öðrum stað (( skýrslu C og blaðinu Dagur, janúar þ. á.) getið um hinar rausnarlegu gjafir, sem sjúkrahúsinu áskotnuðust fyrir for- göngu nokkurra kvenna hér í bænum. Gjafir þessar námu nálægt, 18000 kr. Voru það sumpart ýmsir þarfir munir, en mest peningar, þar af um 12000 kr. frá íslendingum f Amerfku. Fyrir þetta fé hefir sjúkrahúsið eignast mörg játnrúm, vandaðan rúmfatnað, ýms húsgögn 0. fl. Af gjafalénu frá Ameríku voru iooo kr. frá ung- mannafélögum í Únítarasöfnuði f Winni- peg gefnar til minningar um föður minn og ætlaðar til að prýða og út- búa vandlega eitt herbergi í sjúkra- húsinu. Eina einbýlisstofan í sjúkra- húsinu hefir í þessu skyni verið skraut- máluð og prýdd myndum og áletrun og góðum húsgögnum og kallast nú Matthiasarherbergið. Þó sjúkrahúsið sé nú miklu ríkara en áður og betur útbúið að rúmfatn- aði öllum, vantar þó enn á að til sé nóg af ábreiðum og lökum þegar að- sókn er mikil og mundi oft horfa til vandræða ef ekki sjúklingarnir sjálfir kæmu með yfirsængur með sér. 60 ullarábreiður vantar okkur enn og margt fleira ef vel á að vera. Vonandi bætist úr þessu smám saman. Því eg hygg að þeir séu margir, sem kunna þá og þegar, ef þeir hugsa sig um, að minnast þakklætisskuidar við spftal- ann fyrir sig eða sína og vilji gjarnan greiða hana eða að minsta kosti ein- hverjar rentur. Á árinu sem leið sýndu konur i Svarfaðardal þá rausn að senda sjúkrahúsinu 15 góðar ábreiður unnsr f verksmiðjunni »Gefjun«. Var þetta að þakka duglegri forgöngu frú Sólveigar Pétursdóttur á Völlum. Fjárhagur sjúkrahússins hefir lengi verið örðugur svo að nauð- syn hefir knúð til að daggjöld sjúkl- inga hafi verið hækkuð hvað eftir annað síðast 1920 og eru þau síðan þannig: kr. 5 fyrir sýslubúa, kr. 6 utansýslu- búa, kr. 10 fyrir útlendinga. Vonandi verður gjörlegt á næsta ári að lækka daggjöldin, en þó verður það því að- eins að hærri árstyrkur verði veittur úr landsjóði en hingað til, því ekki má reiða sig á að greiðvikni einstakra mannn gagnvart stofnuninni haldist frarrvegis eins og undanfarið ár, og bæði bæjarsjóður og sýslusjóður hafa nú veitt svo ríflegan styrk að varla má búast við meiru (þ. e. kr. 4000 00 hvor fyrir 1921, en kr. 5000.00 hvor fyrir 1922). Ur landsjóði hefir enn ekki komið styrkur fyrir 1921, en verði hann ekki rfflegri enn árið á undan — þ. e. kr. 4257,00 — vefða gjöldin að haldast óbreytt. Mikill hluti þessa styrktarfjár, ef ekki allur, fer tií að borga rentur og afborganir af hinni miklu byggingarskuld frá 1920, sem nemur rúmum 80 þúsund krónum. Hjúkrunarkensla fór fram þetta ár eins og nokkur undanfarin ár. 6 stúlkur nutu tilsagnar um 6 mánaða tfma, bjuggu allar á sjúkrahúsinu . og gegndu hjúkrunar- störfum. Auk verklegra æfinga fengu þær munnlega fræðslu hjá frú Júlfönu Friðriksdóttur fyrverandi hjúkrunar- konu og mér, en þar að auki tilsögn í dönsku hjá ungfrú Elisabet Eirfks- dóttur. Við kensluna var notuð Heilsu- fræði mfn og vélritað handrit af bjúkrunarfræði, sem eg er langt kominn ntíeð að semja, ennfremur Sóttvarna- bókin. Víðsvegar í sveitum hér norðan- lands hafa verið stofnuð hjúkrunarfélög með því markmiði, að hafa fast ráðna bjúkrunarstúlku til hjálpar sjúklingum f sveitunum. Mikill þorri þessara fé-' laga hefir sent okkur stúlkur til náms um þriggja til sex mánaða tfma. Yfir- leitt hafa stúlkurnar reynst vel þrátt fyrir altof stutta tilsögn og æfingu og hefir hjálp þeirra bætt úr brýnni nauð- syn. Vér höfum þó nú tekið upp þá stefnu við sjúkrahúsið, að taka engar stúlkur til styttra náms en eins árs f senn og er það í samræmi við ákvörð- un Hjúkrunarkvennafélags íslands og þá ennfremur til ætlast, að stúlkurnar eftir veru sfna hér, Ijúki fullnaðarnámi á sjúkrahúsum syðra og ef til vill f Kaupmannahöfn ef þær vilja kallast fullnuma hjúkrunarkonur. Sóttvarnarhúsið. Með leyfi stjórnarráðsins notaði eg sóttvarnarhúsið tvfvegis til einangrunar barnaveikissjúklinga. Annars hefir það staðið ónotað og mannlaust að þvf undanteknu að f kjallaranum er stöð- ugt starfrækt rafstöð sjúkrahússins og þar fara einnig jafnaðarlega fram sótthreinsanir f sótthreinsunarkatli héraðsins. í bréfi til stjórnarráðsins dagsettu 30 janúar 1921 gerði eg grein fyrir áúgkomulagi hússins og þeim endur- bótum, sem það þarfnaðist. Skal eg stuttlega gera grein fyrir því einnig bér. Húsinu fylgja nú.12 rúm með þar til heyrandi rúmfatnaði, sjúkraborðum og nauðsynlegustu hjúkrunargögnum. Þar að auki eru 5 laus rúm til vara. Þetta má nú teljast gott það sem það nær, en þar með er Iangt frá því að alt sé fengið; t. d. vantar góða frá- ræslu, vatnssalerni og laugarker. Þetta , þrent má teljast bráðnauðsynlegt. Enn- fremur þarf að þilja húsið uppi á lofti og gera baðklefa og hjúkrunar- konuherbergi f norður endanum. Nokkur hluti vesturveggsins er farinn að fúna og verður bráðlega að endurbæta það. Þarf þá um leið að klæða þá hliðina með tjörupappa eins og hinar og helst klæða alt húsið utan með bárujárni, svo að það verði varanlegt. Bréfinu til stjórnarráðsins hef eg enn ekki fengið svarað og verð þvf sennilega að skrifa betur. Um sótthreinsanirnar 1 sótthreins- unarkatlinum á þessu ári skal eg gefa þessa skýrslu. Sótthreinsanir i sótthreinsunarkatli sóttvarnarhússins árið 1921. Sótthr. Sjúkd. Ur Akureyrarhér. 52 Berklaveiki — —»— 7 Taugaveiki —- —»— 3 Barnveiki — Svarfdælahér. 2 Berklaveiki — —»— 2 Taugaveiki — Höfðahverfishér. 2 Berklaveiki — Húsavíkurhér. 5 Taugaveiki — Þistilfjarðarhér. 1 Taugaveiki — Blönduóshér. 1 Berklaveiki Akureyri 31. maf 1922. Steingrimur Matthiasson, héraðslæknir. Fæði. 3—4 reglusamir menn geta fengið kcypt fæði á góðum stað f bænum. R.v.á. 24 25 26 hér á eftir. Pess má einnig geta, að þetta ár var Rbd. Skildinga Rbd. Skildinga ársæld mikil til lands í Eyjafirði, en fiskveiðar Ull mislit, pd. 18 — hæst 20. Léreft, — — 24 — tæplega í meðallagi Peysur, stykkið 80 - Brennivín, potturinn 20 — Pað er erfitt að fá ítarlegar skýrslur um vöru- Sokkar (tvinnab.) par. 24 - - 28. Munntóbak, pundið 64 — verð á fyrri hluta 19. aldar. Skýrslurnar eru ó- Sokkar (eingirnis) — 20 - - 22. Kaffi 24 — fullkomnar og óáreiðanlegar. Er helzt að byggja Vetlingar — 6 — - 9. Melís — 24 — á skýrsiu'm sýslumanna til Rentukammersins1) (því Vaðmál (alinin) 32 - • Kandís 24 — bækur kaupmanna eru oft miður áreiðanlegar í Pess er getið í skýrslunni, að fiskur hafi ekki Púðursykur — 20 — þessum efnum). Nú vill svo til, að embættisskjöl eru betri að tiltölu úr Eyjafirði, en flestum öðr- um héruðum og er því hægt að fá óvenju góðar upplýsingar um verzlunarástandið í sýslunni. Hér fylgja verðljstar fyrir árið 1842, teknir úr skýrslu sýslumanns dagsettri 8. október það ár. Verð á útfluttum vörum, var: Hákarlslýsi, tunnan 20 Rbd. Rorska- og seiiýsi — — — Saltkjöt, pundið Tólg Gærur, stykkið Lambsk. — Æðardúnn, pd, 3 — Fiður — Ull hvít — skildinga. 4 18 48 6 4 24 20 hæzt 20. - 66. - 16. 22. Þessar skýrslur eru nú í skjalasafni Rentukammers- ins í Ríkisskjalasafninu danska og heita pakkarnir Uslandske Handels Reretninger, Jslands Ökonomiske Indberetninger, Varelister og Tabeller«, 14 bindi í Folio, >Protokol over det isl. Söpas«. í ölluni þess- um skjalabunkum er óþrjótandi fróðleikur um hið efnalega líf íjlendinga á fyrri hluta 19. aldar. vara Eyjafjarðar langt fram eftir öldinni, var tó- varan. Mátti heita svo sem nærri því öll tóvara, sem fluttist út úr landinu um þessar mundir, kæmi frá Akureyrarkaupstað/ Nú skulum vér athuga verðið á útlenda varn- ingnum og var það á þessa leið: Rúgur, tunnan 8 Rbd. ' Skildinga Rúgmél — 8 — Bankabygg— 10 — Baunir — 8 — »Skonrok,« pundið 10 — Skipsbrauð — .8 — Salt, tunnan 4—48 — Járn, pundið 6 — 12 — Bjálkar, alinin 28—64 — Kol, tunnan 3 — Stál, pundið 16—32 — Plankar, stykkið 1-2 — Hampur, lýsipuud 4 — Tjara, tunnan 10 — Klæði, meðalgott, al. 2 — Indigo — ■ f 5 — Petta voru hinar helztu vörutegundir. Ekki var mikið um óþarfavarningin (nema brennivínið), hvert heimili keypti eins lítið og mögulegt var af útlendum vörum, en þess má þó geta, að á þessum tímum keyptu bændur meira af járni og ýrnsu, sem haft var til smíða, heldur en nú er gert. Nú er alt þesskonar keypt af smiðunum, en í gamla daga reyndu bændur að smíða sjálfir. Yfirleitt má segja, að bændur fjrrir 80—100 árum síðan væru miklu sjálfstæðari og óháðari verslun- inni og siglingunum, en þeir eru nú á tímum. Kornmatur, járn, salt, kol og timbur voru því að- alinnflutningsvörurnar á þessum tímum. Af nautn- avörum var brennivín langhelzt, Árið 1849 flutt- ust til Akureyrar 16893 pottar af brennivíni, eða rúmlega 4 pottar handa hverjum manni í sýslunni að börnum meðtöldum. Auk þess fluttust þangað 750 pottar af víni, 829 pottar af rommi og loks 720 pottar af púnsextrakti. Pað verður því ekki annað sagt, en að Eyfirðingar hafi fengið séc vel í staupinu á þessum árum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.