Dagur - 29.06.1922, Síða 2
90
DAOUR
26. tbl.
1. júlí halda Framsóknar-
flokksmenn almennan fund við
Þjórsárbru í sambandi við í-
joróttamót ungmennafélaganna.
Miklir kuldar í Danmörku og
slæmar uppskeruhorfur.
Fréttaritari Dags
t
Frú
Sigurlaug Jialigrímsdóíiir.
í gær barst sú sviplega harmfregn
um bæinn, að frú Sigurlaug Hall-
g{ímsdóttir, kona Brynleifs kennara
Tobíassonar.væri látin af barnsförum.
Dagur leitaði sér upplýsinga hjá
læknunum um það, hvernig atburð-
ur pessi, sem veldur svo mikilli um-
hugsun, umtali og ágizkunum, væri
að höndum borinn. Og hann fékk
þessar upplýsingar:
t>að bar nauðsyn til að greiða
fyrir skjótri fæðingu vegna einkenna,
sem bentu á yfirvofandi fæðingar-
krampa. Stgr. læknir gerði því svo
nefndan „minni keisaraskurð" þ. e.
legopið víkað, til þess að komið
verði við taungum. Fæðingin gekk
að óskum og fæddist drengur. En
er læknirinn var að enda við að
ganga frá sinni aögerð, gerðu dauða-
mörkin skyndilega vart viö sig og
lífið fjaraði út, þrátt fyrir alt, sem
gert var,' því til varnar.
wÞað er sárt, að hafa slíkt tilfelli
milli.handa. En einhver verður aö
gera það," sagði Steingrímur læknir
með óvenjulega mikinn sársauka í
svipnum.
Það er samhljóða álit læknanna
Stgr. og Jónasar Rafnars, að dauð-
anum hafi valdið eitrun frá óhraust-
um nýrum.
Sigurlaug sáluga var fædd 22.sept.
1893 og því langt komin á 29. árið;
25. september 1920 giftist hún eftir-
lifandi manni sínum. Sá, sem þetta
ritar, hafði enga persónulega kynn-
ingu af þessari konu. Hann veit
aðeins, að hún var einkabarn aldr-
aðra foreldra, eiginkona í ungu
hjónabandi og móðir síðustu augna-
blik æfi sinnar. Hann veit, að miss-
irinn er því gifurlega mikill fyrir
foreldra, eiginmann og barn og að
hann er óvenju sár, vegna þess
hve óvæntur hann var.
Brynleifur Tobíasson er ungur
maður, en á óvenju mikla reynslu
að baki sér. Dauðinn hefir verið
stórhöggur í ætt hans. Hann hefir
mist þrjár systur sínar alIarT blóma
lífsins, foreldra sína, stjúpföður sinn
og nú síðast konu sína eftir tæpra
tveggja ára hjónaband.
Tilætlunin með þessum línum er
ekki sú, að bera upp kveinstafi
þessa manns, heldur aðeins sú, að
lyfta undir þá miklu samúð, seth
ríkir f bænum vegna þess harms,
sem að honum og öðrum aðstand-
endum er kveðinn. Tilgangurinn er
ekki sá, að bera harm hans á al-
menningstorg, heldur sá, að gefa
almennri hluttekningarþögn andar-
drátt orðanna.
Hvert þeirra högga, sem harmar
lífsins slá, verður þeim mun þyngra,
sem það er óvæntara. Mörgum
hættir við, að láta hallast, þegar
ekkert svigrúm hefir verið gefið til
viðbúnaðar áhlaupi dauðans. Hér
er þó ekki um óviðbúnað einn að
ræða, heldur vírðist lífið breytást við
slíka átburði i ömurlega ranghverfu.
Þegar almesti fögnuður jarðarinnar
barna streymir í móðurhjartað, er
það stöðvað. Þegar hamingjuvon
ungra hjóna dregur andann dýpst,
er fyrir hann tekiö með dauðans
þunga andvarpi. Þegar foreldragleðin,
ömmu- og afagleðin verpur bjarma
eftirvæntingar yfir heimilisarinn
langrar framtíðar, fellur hula harms-
ins á áugun og blindar útsýn til
næsta augnabliks. Sá harmur verður
aldrei skilinn, en hann verður skynj-
aður með öllum mætti mannlegra
tilfinninga.
Þó eru til geislar, sem sundra
öilum skuggum eftir stundarskin.
Syrgjendum Sigurlaugar hefir verið
gefinn slíkur geisli, sem dimma
dauðans veitir aukið ljósmagn. Við
gröfina rís upp vagga, sem bendir
fram á leið. í óvitans æskugleði og
hlátrum er lifsdjörfung, sem Iyftir
þyngstu byrðum.
25. júní 1922.
Ritfregnir.
Jón Helgason biskup:
Islands Kirke fra
Reformationen til vore
I)age.
Framhald.
Yfirleitt má það helst að bókinni
finna, að ofmikið sé um það hugsað,
að hrúga saman sögulegum fróðleik.
Biskuparnir eru aðalviðfangsefnin, æfi-
ferill þeirra og afrek, þótt ekki sé
gengið fram hjá öðrum merkismönnum,
sem eitthvað liggur eftir f bókmentum
eða öðrum andlegum afrekum. Helst
til lítið virðist að því gert að draga
upp Ijósar og lifandi myndir af trúar-
Kfinu, mentunarástandinu, menningar-
stefnum eða andlegum straumum á
ýmsum tfmum. Alt slfkt verður les-
andinn að mestu leyti að ráða af at-
burðunum og æfilýsingum þeirra manna,
sem við stjórnvölinn stóðu. Nú er
þess að gæta, að svo vel má sögu
segja, að atburðirnij lýsi sjálfir þeim
hugaröldum, sem bærast f brjóstum
mannanna, og Jón biskup Helgason nær
einmitt oft þessum tökum á frásögn-
inni. En skemtilegri hefði bókin verið
aflestrar, ef fleiri kaflar hefðu verið
skrifaðir Ifkt og kaflarnir um Jón Vída-
lín og um fræðslustefnu Magnúsar
Stephensens.
Það setr. gerir niðurlag bókarinnar
einkum veigalítið er það, að höfund-
urinn virðist veigra sér um of við að
sýna muninn á þeim ólíku andans
stefnum, sem nú krefjast rúms innan
þjóðki’rkjunnar islensku. Furðulegt er
það næstum, að varla skuli nefnd á
nafn þau áhrif, sem hingað hafa borist
frá biblíurannsóknunum þýzku. Og
þegar höfundurinn segir að baráttan
milli eldri og yngri skoðana f trúmál-
um sé í þann veginn að hverfa, þá
finst mér, og líklega fleirum með mér,
an hann horfi meira inn f si'nn eigin
barm en út yfir björðina. Sennilega
afáakar höíundurinn sig með þvf, að
þeir stormar, sem nú standa um trú-
málin og líklegir eru til að vara
nokkuð enn, séu ekki milli hinna svo-
nefndu gömlu og nýju guðfræði, heldur
séu það aðrar stefnur, sem kyljunum
valdi, og þær stefnur komi ekkert
kirkjunni við (guðspeki, spiritismi o.
s. frv.). En of mikinn þátt eiga stefnur
þessar f trúarlffi núlifandi kynslóðar
á landi hér, til þess að hægt sé að
ganga svo að segja þegjandi fram
hjá þeim, þegar sögð er saga fslcnsku
kirkjunnar á voium dögum.
En þarna virðist einmitt liggja
veilan í öllum þessum kirkjulegu sam-
vinnutilraunum. Eftir því sem rit
hinnar dönsku kirkjunefndar bera
með sér,. virðist þar af ásettu ráði
gengið fram hjá þvf róti, sem nýjustu
sálarrannsóknir og kenningar guð-
30
Stjórnmálalíf.
Hinar miklu frelsisöldur, sem gengu yfir Norður-
álfuna laust fyrir miðju síðustu aldar, náðu til-
tölulega fljótt til íslands og þar var jarðvegurinn
orðinn talsvert undirbúinn, svo veruleg frelsis-
barátta gat hafist. Þjóðin fann fjötrana, sem að
lienni krepptu og nú hafði henni vaxið kjarkur
og bjartsýni á þessum óvanalegu árgæzkutímum.
En eins og hreyfingin kom frá útlöndum, eins
var baráttunni stjórnað frá öðru landi, frá íslend-
ingum í Danmörku. Hin mikla persóna Jóns Sig-
urðssonar ber svo hátt yfir samtíðina, að stjórrt-
málasaga íslands á hans tímum, er mestmegnis
frásögn nm það, hvernig íslendingar tóku á émóti
tillögum hans og reyndu að koma þeim í fram-
kvæmd.
Eyfirðingar tóku mikinn þátt í stjórnmáiabar-
áttunni og tillögur þeirra og bænaskrár voru
stundum hinar beztu og ítarlegustu, sem fram
komu. Aftur á móti sóttu þeir lítið Þingvalla-
fundina; mun fjarlægðin hafa verið þess valdandi.
í sýslunni var engin stjórnmálaskörungur til á
þessum tímum. Þingmaðurinn, Stefán Jónsson á
Reistará, var greindur maður o^ gætinn, en engin
sérlegur atkvæðamaður. Ekki gengu heldur em-
bættismennirnir í fararbroddi. Þeir voru sumir
hverjir andvígir öilum frelsiskröfum. Er þar fyrst
að nefna Grím amtmann. Prestarnir voru í sum-
um sýslum, hinir helztu leiðtogar bænda í bar-
áttunni, en í Eyjafirði var öðru máli að gegna.
31
Þeir virðast hafa verið áhugalitlir og áhrifalausir
í opinberum málum. Bændurnir urðu því ein-
göngu að treysta á sjálfa sig og skulum vér nú
athuga hvað þeir lögðu til málanna.
Á þessum tímum, þegar ’engin blöð og -engin
prentsmiðja var til í sýslunni, var það næsta erfitt
fyrir leiðtogana að útbreiða skoðanir sínar. Funda-
höld voru eini vegurinn. En stórir mánnfundir
voru sjaldan haldnir, heldur komu nokkrir af hin-
um heldri bændum saman og rökræddu málin,
bjuggu til bænarskrár og samþyktu tillögur. Síðar
voru bænarskrárnar sendar um sýsluna og safnað
undirskriftum. Vanalega voru menn fúsir til þess
að skrifa undir þær, svo þegar þær komu til
stiftamtmanns eða Alþingis, bentu þær á einhuga
vilja sýslubúa.
Stundum voru þó haldnar fjöimennar sam-
komur til pess að ræða um stjórnmál. Helzt
voru þær haldnar á Akureyri, Grund í Eyjafirði
og Skriðu í Hörgárdal.
Þau mál, sem mest var hugsað um á þessum
tímum, voru stjórnarskipunarmálið, fjárhagsmálið
og verzlunin. Þegar 1845 sendu Eyfirðingar svo-
hljóðandi bænarskrá til hins fyrsta Alþingis í
Reykjavík.
1. Að kosningarréttur sé veittur ölltim mynd-
ugum mónnum, með óspiltu mannorði og í
hverri stétt, sem þeir eru, sem eiga finim hundruð
í tíundbæru fé, föstu eða lausu, eða hvorttveggja
til samans, eða hús í verzlunarstöðum, sem metið
sé þar á borð við eftir tiltölu.
32
2. Að kjörgengi verði látin óbundin með öllu.
3. Að Alþingi fái 42 þjóðkjörna þingmenn.
4. Að alþingiskostnaðurinn verði fyrirfram tek-
'inn af gjaldasjóð landsins, þangað til færi gefst á
að lagfæra skattalögin og útvega sjóðnum rífari
tekjur.
Þessar tillögur eru einkar frjálslegar samanborið
við tíðarandann og víst má telja, að bænarskráin
hafi birt nokkurnveginn greinilega vilja sýslubúa,
því undir henni stóðu 284 nöfn. Þeir héldu líka
fast við þessár skoðanir á hinum hörðu baráttu-
tímurn, sem nú fóru í hönd.
Þá v.oru Eyfirðingar fyrstir allra landsbúa til
þess að heimta af stjórninni, að hún gerði reikn-
ingsskil fyrir fjárhag landsins. Á hinu fyrsta Al-
þingi lagði Stefán Jónsson fram bænarskrá úr
Eyjafirði, þar sem stjórnin er beðin um reiku-
ingsskil fyrir
1. koilektupeningunum,
2. mjölbótapeningunum,
3. andvirði seldra stólsjarða,
4. andvirði seldra klausturs- og konungsjarða.
Um þetta urðu harðar deilur í þinginu. Kon-
ungsfulltrúinn Bardenfleth reyndi að eyða málinti
og hélt því fram, að þessi atriði væru að mestu
afgreidd og úr sögunni. Samt var sett nefnd í
málið og þó ekki kæmi strax í Ijós neinn árang-
ur af starfi hennar, þá var nú sú hreyfing vakin,
sem ekki varð stöðvuð. Þessi nefnd fékk einnig
til meðferðar aðra bænarskrá úr Eyjafjarðarsýslu.
Hún fór fram á, að fyrir Alþing væru lagðir ár-