Dagur - 14.07.1922, Síða 2

Dagur - 14.07.1922, Síða 2
82 DAGUR 24 tbl. Enn verður það að telja, að um svipað Ieyti og Jónas tekur að sér íorstöðu samvinnufræðslunnar, ger- ist hann ritstjóri Tímarits íslenzkra Samvinnufélaga. Með þessi vopn í höndum beitir Jónas sér meðal annars fyrir því máli, að með lögum verði kveðið á um gjaldskyldu samvinnufélaga til ríkis og sveita. Samvinnufélög höfðu hér á landi búið við stórum verri skattakosti en samskonar félög í nágrannalöndunum og voru að öllu háð geðþótta andstæðinga sinna í því efni. Pótti sýnt, að bæði Sam- bandið í Rvík og félög í stærri kauptúnum mætti, hvenær sem væri, beita slíku geræði að ekki yrði und- ir því risið. Jónas ferðaðist til út- landa, til þess að safna gögnum og undirbúa úrslitabaráttu í því máli, og varð grundvöllur málsins svo sterkur og svo kappsamlega að málsflutningi unnið, bæði af Jónasi og öðrum, að jafnvel andstæðing- arnir sáu sér ekki annað fært, en að ljá málinu fylgi. En úrslit máls- ins munu þó jafnan mest þökkuð eða vanþökkuð Jónasi eftir því sem menn líta á það mál. Enn ermargs ógetið af störfum Jónasar, en hér verður þó numið staðar. Ritmenska og ritháttur. Hið fyrsta sem vakti eftirtekt al- mennings,á Jónasi, var áður um- getin grein um Lýðháskólann í Askov. Áður er og getið ritstjórnar hans á Skinfaxa. Áður en Tíminn hóf göngu sína, dreifðust greinar hans í tímarit og blöð. Með því merkasta af því tagi er grein um Samgöngur í Rétti. Síðan Tíminn byrjaði^ að koma út, hefir hann skrifað blaðið að mjög miklu Ieyti, auk Tímarits ísl. Samvinnufél. að mestu Ieyti. Of snemt er að leggja úrsiitadóm á skrif Jónasar. Um það munu þó flestir vera á einu máli, meðhaldsmenn og andstæðingar, að yfirleitl sé þar afburða vel haldiö á penna. Samtíðarmenn munu æfilangt minnast með þakklæti herferðar hans gegn og fullum sigri hans á rusl- bókaútgáfu Jóhanns Jóhannessonar. Lengi mun og minst áreksturs hans og Einars Arnórssonar og afleiðinga hans. Mætti nefna marga fleiri, sem gengið hafa með skaröan skjöld úr viðskiftum við hann og ekki hafa aukvisar verið kallaðir. Óhikað tel eg hann ritfærastan allra manna, sem nú gefa sig við íslenzkri blaða- mensku. Um rithátt Jónasar skiftast skoð- anir meira. Enda orkar hann frekast tvímælis. Segja mætti að hann hafi stundum verið helzti veiðibráður og óhlffinn. Ekki hefir skort áfellisdóma yfir honum fremur en öðrum, sem við blaðamensku fást. Slíkir dómar eru oft á iitlum skilningi bygðir og vegna of lítilla tilrauna að skilja að- stöðu þeirra, sem standa út við Iandamerkin fyrir ágengni og að- köstum. Væri betur, ef sú kristilega hógværð og góðfýsi, sem almenn- ingur heimtar, að stjórnmálaandstæð- ingar sýni hver öðrum, kæmi í Ijós hjá almenningi sjálfum og réði orð- um og athöfnum, þegar nábúakritur og brigður á viðskiftum reyna á þær dygðir í fari hans. Getur hver stungið hendinni í sinn eigin barm til hollrar sjálfsrannsóknar í þessu efni. • *StarfsþreK. Þeir, sem gefa sér tíma til athug- unar um það, að Jónas er skóla- stjóri Samvinnuskólans og hefir þar einskonar frumsmíð með höndum og líta jafnframt yfir ritverk hans, mikinn hluta af öllu iesmáli Tím- ans óg Tímaritsins og meta það, þó ekki sé nema að vöxtum, munu að sjálfsögðu hugsa sér hann sískrifandi og lesandi í frístundum. Þessu er þó ekki svo varið. Þvert á móti sést hann aldrei lesa né skrifa á þeim tímum sólarhrings- ins, sem allur þorri manna vinnur verk sitt. Svo að segja öllum frí- stundum sínum ver Jónas til þess að tala við menn. Alt af virðist hann hafa nógan tíma, til þess að taka á móti géstum, enda er á heimili hans óslitinn >1jestastraumur. Ráðning á þeirri gátu, hvernig Jón- as fær afkastað svo mikilli vinnu er ekki nema ein: Hann ver nótt- inni til lesturs og skrifta og er sér- staklega mikilvirkur á hvorttveggja. Það er bókstaflega satt að um mörg undanfarin ár hefir hann, meðan þjóðin svaf, vakað yfir málum henn- ar. Aðeins fáum afburðamönnum þjóðanna er gefin slík starfsorka. ís- lendingar geta tæplega vænst þess^ að eiga á öllum tímum mann, sem aldrei þykist geta lagt á sig nógu mikið af ólaunuðum störfum i þágu þjóðarinnar. Framfarir og menning alls mannkynsins á aö mestu rætur sínar að rekja til fárra einstaklinga, sem ekki hafa metið tíma sinn til peninga, heldur til þjóðarheilla, sem ekki hafa skrifað akta- skrift, heldur látið orku ráða. Leyndardómur allra mannkynsframfara liggur í hug og hjarta tiltölulega fárra einstaklinga, þar sem kyntur er heilagur eldur áhugans og ósíngirninnar. Fylgis- mönnum Jónasar mætti vera það hvatning að hugleiða þetta. Þeim mætti verða það áhugaefni, að orku Jónasar og starfi yrði ekki kastað á glæ vegna slælegrar fylgdar eða nærsýnnar smámunasemi. Andstæð- ingum hans má vera það hugnun, að hann hefir þurft mikið á sig að leggja. Fjölhæfni og víðsýrji. Þjóðin á marga nýta menn í öll- um stéttum og stigum. Hún á af- burðamenn, sem skara fram úr hver á sínu sviði. Hún á ennfremur menn, sem bera af í fleiri greinum en einni. En engan maiin á hún svo fjölhæfan, jafnvígan og frumhugsandi sem Jónas frá Hriflu, þegar þeir menn eru taldir, sem nú fást við íslenzk stjórnmál. Engin mál þjóðarinnar, sem nokkru verulegu skifta, læturjónas afskifta- laus. Sjaldgæf er jafnalhliða meðferð þjóðmálanna í höndum eins manns. Hann ber jafnt fyrir brjósti at- vinnuvegi, verzlun, fjármál, sam- göngumál, stjórnarfar, mentamál, listir, bókmentir og skáldskap. Meðfæddir hæfileikar Jónasar, sjó- næmi hans og stálminni, ásamt mentun hans og ferðalögum hefir gefið honum yfirsýn út yfir þjóð- málin meiri en öllum öðrúm, sem fást við opinber mál hér á landi. Vegna þess að honum hefir verið gefið, það sem kalla mætti skipu- lagsgáfu, á hann tiltölulega hægt með, að raða ósamstæðum hlutum í kerfi og skapa í eyðurnar. Hann getur tínt saman brotasilfur almenn- ings hugsana og gert úr því álit- lega gripi. Fyrir því er hann sá is- lenzkur stjórnmálamaður sem um þessar mundir hefir á takteinum úrlausnarráð og tillögur í hverju máii. Enginn frambjóðenda þolir samanburð við hann í þessu efni. Hann einn hefir gert grein fyrir víð- tækri og alhiiða stefnuskrá sinni. Fyrir þessu mætti færa mjög ítar- leg rök. Ríkasta heimildin fyrir þess- ari staðhæfingu er skrif Jónasar í Tímanum, sem hann kallar Komandi ár, svo og öll hans skrif seint og snemma. Vinir og óvinir. Eg hefi hér að framan haldið því fram að Jónas sé afburða maður, sem ástæða sé til að gera sér mikl- ar vonir um, ef hann hlýtur við- unandi stuðning. Eg vil nú enn að lokum færa fyrir þessu algild rök. Meðalmenskan á jafnan miklu af því svo kallaða heimsláni að fagna, 'að vinna sér alþýðuhylli. Jafnan er það talið dauðum mönnum til gild- is fyrst og seinast, að þeir hafi ver- ið elskaðir og virtir af öllum. En mundi ekki sú „virðing" og »vin- sældir" meðalmannsins mega stund- um fremur kallast tómlæti og hlut- leysi? Meðalmaðurinn orsakar sjald- an mikið hugarrót í kringum sig. Hann grípur ekki á neinum kýl- um. Hann hefir enga sára brodda í orðum og athöfnum. Líf hans er hversdagsganga að vísu stórmikils- verö í lífi þjóðarinnar, en á leið hans verða eftir aðeiris grunn og skammæ spor, sem hverfa fljótt í stormi tímans. Alþýðu hylli, sem meðalmaðurinn nýtur í dag, er all- oft ekki annað en gleymska morg- undagsins. Hún er auk þess vafa- samt heimslán. Eða mundi það ekki mega teljast vafasamt lán, þegar alt er skoðað, að hljóta einróma hylli almennings, svo misjafn sauður sem þar er í mörgu fé, að gáfum og mannkostum? Afburðamenskan á síður þessu láni almennra vinsælda að fagna. Mannkynssagan geymir ótal dæmi því til sönnunar. Hún skiftir um sig liði í gersamlega aðgreindar sveitir. Vinsældir og óvinsældir skiftast í tvö horn og því meir sem meira kveður að manninum. Þetta er mjög skiljanlegt. Þeir, sem eru sannfæröir um, eða af einhverjum ástæöum telja sér trú um, að af- buröarnaðurinn sé á skakkri ieiö, óttast hann því meira, sem meiri að- gerða má af honum vænta. Hinir, sem eru gagnstæðrar skoðunar, reisa á honum því meiri vonir og aðhyllast hann því meir, sem meira er í hann spunnið. Vin- og óvin- sældir afburðamannsins standa í beinu hiutfalli við hæfileika hans. Jónas frá Hriflu fellur inn undir þessa umgerð. Enginn maður á um sig jafn þéttskipaða sveit dáenda og ótrauðra fylgismanna. Æska lands- ins sprettur upp til fylgdar með- fram götu hans. Engan mann ótt- ast andstæðingarnir jafnmikið. Yfir- austurinn, sem hann verður fyrir frá þeirra hendi, er ekki annað en hálfkveðnar vísur við það, sem þeir vildu vera Iáta. Aldrei munu þeir þykjast geta, né heldur geta, upp- hugsaÖ nógu sterk ráð, til þess að koma honum á kné. Jafnvel þó Jónas sætí þessura óvinsældum, þó hann hafi jafnan átt við ínikla fá- tækt aö stríða og sé líklegur, til þess að eiga við hvorttveggja að búa til æfiloka, mun hann ekki verða talin ólánsmaður. Að yfirsýn komandi alda verður sá maður talinn lánsmaður, sem hefir átt jafn- ríkan þátt í, að auka lífsdjörfurig þjóðar sinnar. Og sá sem á líkan hátt slöngvir geislastaf á hamra- vegg tómlætis og svefnþyngsla, svo að fram spretta lífslindir hugsjón- anna, mun eiga svip sinn og minn- ingu geymda í huggróðri síungrar þjóöar. Blaðið Tíminn er beðinn að birta þessa grein, Jónas Þorbergsson. Símskeyti. Reykjavik, 13. júní. Amundsen norðurfari ætlar að fjúga frá Alaska yfir Norður- heimsskautið til Norður-Oræn- lands. Sendiherrar Breta og Itala hafa fallið í ónáð í Washing- ton fyrir aðfinslur um tollpóli- tík Bandaríkjanna. Bandamenn virðast ætla að sætta sig við að miða skaða- bótakörfurnar við raunverulega getu pýzka ríkisins; , Börsen ritar um fjármál Is- lands og telur horfurnar batn- andi. Arne Möller, Islandsvinurinn danski, varði nýlega doktors- ritgerð um Hallgrím Pétursson, Finnur og Valtýr voru aðaldóm- og luku lofsorði á bókina.' Gert ráð fyrir að Sveinn Björns- son leggi niður starf sitt um nýjár n. k.; pyki Iaunin vera of lág. Móðir hans frú Elisabet, háöldruð kona, er nýlátin. Fréttaritari Dags.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.