Dagur


Dagur - 25.08.1922, Qupperneq 2

Dagur - 25.08.1922, Qupperneq 2
110 DAOUR 34. tbl. Fregnmiði „Dags“. 22 ágúst 1922. Talning Iandkjörsatkvæða fór fram í gær og var lokið kl, 11 lh e. m. Úrslit: A-Iistinn 2035 B-listinn 3196 C-listinn 2675 D-listinn 3259 E-listinn 633 ógild 151 Eftirfarandi listar koma að einum manni hver. D-listinn (Jón Magnússon) B-listinn (Jónas Jónsson) C-listinn (Ingibj. H. Bjarnason) Ótalið á listunum en líklegt að pessir efstu menn séu kjörnir. Akureyrarkaupstaður 60 ára. Akureyringar sóttu um það til kon- ungs 8. okt. 1855, að bærinn væri skilinn frá Hrafnagiishrepp og fengi bæjarmálefna stjórn út af fyrir sig, en stjórnin svaraði þessari málaleitan 28. apríl 1856 á þá leið, »að hún gæti ekki sagt neitt víat um það, fyr en hún fengi ítarlegt frumvarp um málið.« Amtmaðurinn ( Norður- og Austuramtinu setti 7 manna nefnd á Akureyri nokkru síðar til þess að semja slíkt frumvarp (til reglugerðar um stjórn bæjarmálefna á Akureyr). Lagði nefnd þessi til grundvallar reglugerð um bæjarmátefni og stjórn f Reykjavfk. — Frumvarp Akureyringa var svo sent Alþingi 1859. Voru nöfn 42 bæjarmanna undir bænarskránni. Var Sveinn Skúlason ritstjóri »Norðra« á Akureyri flutningsmaður málsins; sat hann þá á þingi sem fulltrúi Norður-Þingeyinga. Nefnd var sett í málið, og áttu þessir þingmenn sæti í henni: Stefán Jónsson á Steinstöðum (þm. Eyf.), formaður, Sveinn Skúlason ritstjóri (þm. N-Þing.), Halldór Kr. Friðriksson (þm Rvlk), framsögum., Vilbjálmur Finsen land og bæjarfógeti (kgkj. þm.) og Gfsli Brynjólfsson frá Khöfn. (þm. Skagf ), skrifari. Engin veruleg mótmæli komu fram, helzt andaði kalt frá þm. Gbr.- og Kjósarsýslu, Guðmundi Brandssyni. Hann segir við 3. umræðu málsins, áð »það lfti nú út fyrir, að Akureyr- arbúum ætli að takast að kreista upp kaupstað* bjá sér með frumvarpi þessu . . .« — Þingið afgreiddi frum- varp nefndarinnar til konungs, og 1861 var það eitt af konunglegu frumvörpunum, er lögð voru fyrir þingið. Var nú enn kosin nefnd í málið, þeir Stefán, Sveinn og Halldór og auk þeirra Jón Sigurðsson á Gautlönd- um (þm. S.-Þing.) og Jón Pétursson yfirdómari (kgkj. þm ). Var frv. sam- þykt af þinginu, en 29. ágúst 1862 gaf konungur út lagaboð um kaup- staðarréttindi Akureyrar (Anordning angaaende Handelsstedet Akureyris Oprettelse til Kjöbstad og Sammes ökonomiske Bestyrelse), sbr. Lovsaml. for Isl. 18. bindi, bls. 385—412. * Lcturbreytingin mín. B. T. Akureyrarkaup3taður er því sextfu ára 29. þ. m. »3. dag febrúarmánaðar 1863 setti sýslumaður Stefán Thorarensen, sett- ur amtmaður, rétt á skrifstofu sinni hvar hann samkvæmt áður uppfestri auglýsingu hér í bænum birti bæjar- búum REGLUGERÐ um að gera verzlunarstaðinn Akur- eyri að kaupstað og um stjórn bæj- armála þar, sem er dags. 29. ág. 1862; voru þá flestir heimilisráðend- ur mættir.« (Norðanfari.) Bæjarfulltrúar voru 5 fyrst framan- af, og kusu þeir gjaldkera kaupstað- arins ásamt bæjarfógeta. Kírkjan hér er á svipuðum aldri og kaupstaðurinn, var reist 28. maí 1862 eða miðvikudaginn næstan fyrir upp- stigningardag. Annars er það eigi ætlan mfn að segja sögu kaupstaðarins, en úr því að eg pára þessar línur á annað borð, ætla eg að bæta dálitlu við um stofn- un prentsmiðju hér á Akureyri. Það eru um þessar mundir 70 ár liðin frá þvf prentsmiðja var fyrst sett hér á laggirnar. Stjórnin veitti félagi í Norður- og Austuramtinu leyfi til að stofna prentsmiðju á Akureyri 14. apríl 1852, sbr. Lovs. for Isl. 15. bindi, bls. 226—227. — Prentun byrjaði samt ekki fyr en eftir nýár 1853. Norðri hóf þá göngu sína. En íyrsta bókin, sem prentuð var hér, var Bœnir og sálmar, úlg. og kostað af Grfmi L' xdal bókbindara. — Það virðist hafa verið töluverð- ur áhugi hér norðanlands á stofnun prentsmiðju; má nokkuð marka það af fjársöfnun til prentsmiðjunnar. Akureyri 19. ágúst 1922. Brynleifur Tobiasson. Mannshvarf enn. A mánudagsnótt- ina hvarf enn einn maður hér f bæn- um, Sigtryggur Sigurjónsson, bróðir Sveins Sigurjónssonar kaupm. Hann hafði verið heilsuveill undanfarið af hjartabilun. Gekk hann út um nóttina og kvaðst mundi ganga stuttan spöl sér til hressingar, en hefir ekki sést sfðan, þrátt fyrir mikla leit. Sigtryggur var fyrrum póstur til Grenivíkur, gæíur maður og góður drengur og hinn mesti iðjumaður jafnan. Símskeyti. Reykjavik, 23. ágúst. Austurríki er svo aðþrengt að hrun þess er fyrirsjáanlegt. Það vill sameinast Tjekkoslovakíu. Hindenburg hefir verið heiðr- aður mjög í Suður-Þýzkalandi. Italía vill koma á tollbanda- lagi milli Italíu, Austurríkis og Þýzkalands. Iðnaðarfélög og jafnaðarmenn í Berlín héldu mikla samkomu, til að glæða samvinnu Breta og Þjóðverja. Kolaverkfalli, sem staðið hefir í Bandaríkjunum er lokið. Noregsbanki hefir lækkað út- lánsvexti ofan í 5°/o. Hundrað pýzk mörk fást nú fyrir 48 aura danska. Northcliffe lávarður, blaðakon- ungurinn breski, er látinn. Fréttaritari Dags. Félagslíf. Samkvæmislff og samstarf í fram- kvæmd er eitt með öðru, sém hefur fólk yfir dýr merkurinnar og villimenn, sem eta hverjir aðra. Hver sá maður, sem ekki tekur þátt í samstarfi meðbræðranna, grefur pund sitt í jörðu og hvert það fólk, sem ekki starfar f sameiningu er á lægsta stigi menningar og hverfur úf sögunni, sem dögg fyrir vindi. Þjóð f einu landi, hvort hún er stór eða smá getur ekki talist þjóð án félagsskapar. En félagsskapurinn er á misjöfnu stigi bæði að fyrirkomulagi og vfðtæki. Eitt af því, er tilfinnanlegast hefir staðið — og stendur enn f dag — fyrir vexti og viðgangi okkar þjóðar, er það, hversu félagsviljinn — einlægur og traustur — á eifitt uppdráttar. Tökum nokkur dæmi. Fyrsta búnaðaríélag hér til sveita er myndað 1843 f (Svínavatnshreppi). Þessi félög hafa f hendi sér að geta bætt búnaðinn að miklum mun, bæði er viðkemur jarðyrkju og búpenings- rækt og meira að segja: komast að niðurstöðum— fleiri eða færri, — sem hafa mætti til undirstöðu fræðigrein þeirri sem á að heita: íslenzk búvfs- indi. En 3VO er högum háttað fyrir þess- um félögum enn i dag, að þau mega teljast aðeins nafnið tómt og jafnvel verra en það, þar sem svo er háttað að íélögin eru við lýði aðeins til að hirða þá aura, sem miðlað er úr rfkis- sjóði á dagsverk, unnin til jarðabóta f félögunum. Hér er ekki verið að finna að þvf, þótt styrkur þessi sé veittur, heldur hinu, að félagsmenn skuli ekki sjá lengra nefi sfnu og ná útsýni yflr gagnsemi þá sem öflug starfsemi búnaðarfélaga mundi færa fyr eða síðar, bæði er cfnahag áhrærir og þekkingu. Einn bóndi í sveit hefir lag á að fóðra fénað betur en allir aðrir bændur f sömu sveit. Þeð getur liðið manns- aldur, án þess að nágrannar hans læri þetta af honum og maðurinn getur farið í gröfina með þessa þekkingu sfna, án þess að aðrir en hann notfæri sér hana En hefði félagsandinn ríkt f sveitinni, þá hefði þekking þessi komið öðrum að liði. Hér þurfti skoð- un á íénaði bænda að vetrinum og verðlaun fyrir hagkvæma fóðrun. Hefðu búnaðarfélögin — meðal annars — talið þetta atriði sem sjálfsagt með annari starfsemi félaganna og gengið þar vel fram, væri nú betur fóðrað og þó um leið roikið fóður sparað, móti því sem nú er og ásetningur betri. Fyrir nokkrum árum voru stofnuð nautgriparækíarfél. (eftirlitsfél.). Þeirra verkefni er að komast að niðurstöðu um það, á hvern hátt skuli velja gripi til lífs; hver afbrigði nautfjárins séu aðalkynin og hver afbrigðin séu blend- ingar hinna og á þann hátt ákveða og rækta aðalkynin, sem geyma kyn- festuna og á hvern hátt skuli fóðra svo að réttast sé. Þessum félögum fer hægt að fjölga og virðast flest starfa með hangandi hendi, en komast að fáum eða engum niðurstöðuatriðum, þau njóta Iftilsháttar styrks frá Búnaðarfél. íslands. Munu sum þeirra hanga saman vegna styrks þessa og skoða hann sem aðalatriði félagsskaparins. Kemur þar enn í ljós skamsýnin, þar sem að hitt, er nefnt var, eru aðalatriðin og með starfsémi við þau má ná miklum arðs auka þessa fénaðar og styrkurinn yrði enkis virði móti þvf. Smérbúin sem þutu upp um alda- mótin, hafa og fengið að kenna á hinni sömu skamsýni manna. Á ófriðar- árunum, þegar viðskiftahömlurnar voru, og eitthvað meira íékst fyrir snaérbögla f Reykjavík, heldur en ákvæðisverðið var á útfluttu sméri og bændur gátu laumað þvf til Reykvíkinga fyrir hærra verð en leyfilegt var að selja f verzl- anir eða hönd hendi, hættu búin að starfa hvert af öðru, rifu niður hús sín og áhöld og seldu við uppboð, engu verði og standa nú jafnilla að vígi og áður en byrjað var, að efnum til, en ver að áliti. Nú er smérið eða mjólkurvörur hinar einu af íslenzkum landbúnaðarafutðum, sem hægt er að keppa með á heimsmarkaðinn, sem fyrsta flokks vöru, eins og nú er í pottinn búið. Fleira mætti hér tilgreina þessu lfkt, en fleiri dæmi verða ekki til- greind að þessu sinni. En þetta er sjáanlegt: Félagsmenn hinna ýmsu félaga skilja ekki insta kjarna samstarfsins í heild —í flestum tilfellum — og gera sér aðeins óljósa grein fyrir aðalatriðum hvers félags eða starfsemi þess og hitt er einnig ljóst, að ef óáran kemur yfir félögin vilja menn leggja þau niður og fyllast ótrú á þeim. En hvílfk skamsýni! Kemur ekki óáran f búskap okkar bændanna og er það ekki gamla sag- an að erfiðleikar mæti og að misjafnt gangi. Félagsstarfsemin og samtökin eru jafn sjálfsögð fyrir því þótt ár og ár sýni tap.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.