Dagur - 14.09.1922, Blaðsíða 1

Dagur - 14.09.1922, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast ritstjóri blaðsins. AFOREIÐSLAN er hjá Jónl Þ. I>ór, Norðurgðtu 3. Talsími 112. Uppsögn, hundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri, 14. september 1922. 37. blaö. M-Ó-O-F-N-A mjðg góða, hentuga f baðstofur og sveita- heimili, útvega eg. Þeir, sem hafa reynt ofnana, ljúka lofsorði á þá. Byrgðir fyrir- liggjándi. Jón Stefánsson. Talsfmi 94. 2^ Akureyri. Breyttir búliættir. (Framh.) Lífskröfurnar. Mörgum er oröið ljóst, þó það sé ekki enn orðið þjóðinni nógu Ijóst, hversu lifskröfur manna hér á landi hafa vaxið gífurlega á síðustu ára- tugum. Með aukinni alþýðu- og há- skólamentun, auknum samgöngum og blómgun atvinnuveganna hefir smátt og smátt færst nýr bragur yfir alla lifnaðarhætti. Einkum kveður mikið að þessu í kaupstööum lands- ins. Svo mikla þrá virðast margir hafa eftir því, að snföa lifnaðarhætti sfna eftir erlendum fyrirmyndum í einu og öilu, að sú viðleitni leiðir fólk út í mjög viðsjárverðar öfgar. Ufnaðarhœttirnir verða í algerða ósam- rcemi við landshœltina. Lffskröfurnar vaxa verklegri og fjármunalegri getu þjóðarinnar langt yfir höfuð. Pað er eins og mikill hluti þjóöarinnar lifi f einskonar paradísardraumi um líf í Iandi auös og allsnægta með óbil- andi gjaldþoli einstaklinga og þjóðar- heildar, — einhverju öðru og auð- sælla landi en fsland er, eins og því er háttað í dag og verður á morgun. Uppgangsárin svokölluðu, þegar stórkaupmenn og stórútgerðarmenn veltu sér í peningum og þjóðin u4kk sem snöggvast fullar hendur fjár, munu hafa átt drjúgan þátt í, ,að auka lffskröfurnar. Paö er auð- weldara að veita sér og venja sig á ■uukið eftirlæti, þegar ástæðurnar leyfa, en að venja sig af uppteknum hætti, þó nauðsyn krefji. Pjóðin hefði að líkindum verið sízt ver stödd, þó hún hefði aldrei grætt neitt á öfgum striðsins. Sá gróði er orðin henni hefndargjöf. Með fuliveldinu hafa lfka stórir draumar stigið okkur til höfuðs. Við streytumst við að semja okkur að siöum stærri þjóða um getu fram. Embættabákniö hvílir þungt á herð- um þreklítillar þjóðar. Pað verður mikiil vandi, að koma þeim málum svo fyrir, að fullnægt verði réttmæt- um kröfum okkar til fullveldislegra stjórnarhátta á þann hátt, sem okkur verður kleift Sparnaöur. Mest hefir verið um sparnaöinn rætt og deilt, ekki einungis sparnað á hverju heimili, heldur þjóðarinnar allrar. Stórum hluta af landsbúum hefir virzt, að ef við gætum ekki skift við aðrar þjóðir öðru vísi en okkur í skaða, yrðum við að minka þau viðskifti, þar til betur blési og grynka um leið á skuldunum. Fjölda manna hefir virzt það vera svo ein- falt mál, sem mest gæti verið, að ef einhver einstaklingur tekur meira út í reikning sinn, en hann er fær um að gjalda inn í hann, þá verði hann að sníða úttektina eftir gjald- þolinu, ella , sökkvi hann dýpra og dýpra í skuldir. Og það sem er þannig staðreynd um einstaktinginn, er það ekki síöur um þjóðina. Hún er aðeins einstaklingur í þjóðahópn- um, sem fer halloka f þjóöaviðskift- unum. Prátt fyrir augljós deili þessa máls hefir ekki verið hægt, að koma til leiðar sparnaði sem skyldi, ekki á heimilunum og því síður á þjóðar- heimilinu öliu. Allar tilraunir hafa mishepnast, nema fyrri skömtunin. Til þessa hafa legið þrjár höfuðor- sakir. í fyrsta Iagi er þjóöarviljinn veikur, að leggja á sig nokkuð það, sem er einstaklingnum andstætt á hverjum tíma, þó mikið liggi við. í öðru iagi hefir andstaðan verið hörð hjá þeim, sem lifa á því, að þjóðin eyði sem mestu og þó einkum mestu af lítt þörfum varningi eða óþörfum. í þriðja lagi virðist þingið hafa verið mjög háð vilja höfuð- staðarbúa í þessu máli og fleiri mál- um og það svo, að þó þingið hefði stuðning mikiis meiri hluta lands- búa í einhverju sliku máli, mætti vænta að minni hluti réði úrslitum, ef hann aðeins væri reykvfskur. En hvernig sem þessu máli er velt til álits, er vist, að sparnaðurinn er eina ráöiö, sem að haldi gæti komið nógu fljótt. Ef bjarga á manni frá druknun, eru skjót ráð, þó tvfsýn séu, meira verð hinum, sem tryggja það að vísu, að manninum verði náð, en að likindum ekki fyr, en hann er druknaöur. En þau ráð, sem eru hvorttveggja, skjótverkandi og einsæ til góðs árangurs, ættu ekki að orka tvímælis. (Meira.) Stáltunnur. Sú nýlunda hefir gerst, að Landsverzlun hefir fiutt inn stein- olíu í stáltunnum. Er þetta mjög mikilsverð umbót, því olían hefir drjúgum lekið niður úr eikarfötunum til stórskaða fyrir kaupendur. Símskeyti. Reykjavik, 13. sept. Rússneskir einvaldssinnar hafa beðið Dagmar keisaraekkju að tilnefna keisaraefni fyrir Rússa. Óháðir og hægri jafnaðar- menn Þýzkalands sameinast í einn flokk. I Efri-Schlesíu hefir pýzki hlutinn samþykt að sameinast Prússlandi með 400 pús. atkv. meirihluta. j Enskir bankar bjóða Austur- ríki 30 milljóna sterlingspunda lán gegn tryggingu í tolltekjum ríkisins. Grikkir hafa undanfarna daga beðið mikla ósigra í Litlu-Asíu fyrir Tyrkjum. Smyrna tekin her- skildi og 40 pús. Grikkir hafa verið teknir til fanga. Af Grikkj- um hafa fallið 30 pús. Land- settar sveitir bandamanna vernda íbúana. Grikkir beiðast ásjár bandamanna. Mikil ráðstefna um kaupdeilur verður haldin í Genúa í Októ- ber. Símablaðið hefir gert árás á Forberg landssímastjóra. Er svo að sjá, sem sumt af starfsfólki símans hér í Reykjavík fylgi pví að málum. Fréttaritari Dags. F r é 11 i r. Guðmundur Bárðarson kennari, sem um var getið í síðasta blaði að hefði fótbrotnað, var fiuttur hingað inn eftir og gekk flutningurinn ágæt- lega. Guðm. liggur nú og er ekki illa haldinn. Gefa læknar honum von um, að hann geti orðið rólfær að 3 vikum liðnum. Guðmundur lætur mikið yfir ferð sinni austur og telur Tjörnes meira og merkilegra jarðfræðilegt rannnsóknarefni en sig hefði grunað, þó mikið væri af því látið. Afurðasaiatl. Nú sem stendur eru heldur slæmar horfur um sölu á öllum fslenzkum afurðum, hversu sem úr raknar. Fiskurinn er talinn óseljanlegur vegna ofurmagns norsks fiskjar, sem haugaðist á markaðinn, þegar úr greidd- ist samningamáli Norðmanna og Spán- verja. Ennfremur er það talið spilla fyrir sæmilegu verði á fslenzkum fiski, að Copland og fleiri stórsalar hafa mikið af fiski liggjandi í umboðssölu á Spáni. Framboðið of gffurlegt, til þess að markaðurinn þoli það. Sfldin er f lágu verði og slæmar horfur um verð á keti. Síldveiöinni er nú að verða lokið. Fyrir nokkru var allri söltun hætt, en skipin hafa sfðustu dagana veitt f bræðsluna f Krossanesi, sem í ár um- setur mikið. Sfldveiðiskipin eru nú hvað af hverju að hverfa heim til sinna átthaga eftir góða vertfð. J^orðanþrynu gerði um helgina sfðustu og snjóaði talsvert f fjöll á mánudagsnóttina. Frost gerði um leið svo að kartöflugras f görðum þvf nær gerféll. Gras sölnar nú óðum. Hey- skapur mun verða f rýrara lagi, en þó sumstaðar alt undir meðallag. Knattspyrnumóí var háð hér á Akureyri s. 1. laugardag og sunnudag. Kept var um verðlaunagrip, sem er silfraður fótknöttur f fullri stærð, gef- inn af »U. M. F. Akureyrar* og íþróttafélaginu »Magni« í Höfðahverfi fyrir þremur árum sfðan. Tvisvar hefir áður vetið kept um gripinn, árið 1919 vann »Magni< hann og 1921 »U; M. F. A,< og var það því hand- hafi hans nú. Leikslok á þessu móti eru talin hér f sömu röð og kappleikarnir fóru fram: Magni 10 mörk, Mjölnir o Þór s — U. M. F. A. o Magni 3 — Þór 1 Mjölnir o — U. M. F. A. o U. M. F. A. 3 — Magni 1 Þór 7 — Mjölnir' 1 Vinningar urðu þvf þessir: Magni 4 stig Þór 4 — U. M. F. A. 3 — Mjölnir 1 — »Magni< og »Þór< eru jafnir að stigatölu og verða þvf sfðar að keppa til úrslita. — Barnaskólinn. Þar hefir f aumar verið bætt við einni kenslustofu f kjallaranum og kennaraliðið hefir verið aukið um einn stundakennara. Var sú staða veitt ungfrú Unni Vilhjálsdóttur frá Heiði á Langanesi með einróma samþykki skólanefndar. YfirhjúkrunarkvennasHifti eru nýlega orðin f Akureyrarspftala. Ung- frú Elfzabet Eirfsdóttir lét af þvf

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.