Dagur - 14.09.1922, Síða 2

Dagur - 14.09.1922, Síða 2
120 DAOUR 37. tbl. GagnfrœðasKólinr) á AKureyri verður sökum viðgerðar og rafmagnsinnleiðslu, ekki settur fyrr en mánudag Q. okt. Sigurður Guðmundsson, atarfi, en við tók Þorbjörg Ásmunds- son frá Brekkulæk í Húnavatnssýslu. Hefir hún stundað hjúkrunarnám er- endis og talin mjög fær til starfsins. Iiandsverkfrœðingurinn Geir Zoega er staddur hér nyrðra um þessar mundir. Er hann að hefja framkvæmdir á byggingu Eyjafjarðárbrúar. í haust verða steyptir 56 stólpar, sem brúin á að hvfla á. Brúin verður f 3 aðal- hlutum og smærri brýr að auki. Auk þessa mun verkfræðingurinn vera að leggja ráð á um stræta og húsaskipun hér f bænum. Rangbeygð nöfn manna og bæja. Mállýti. Mikið hefir verið ritað um bæjanöfn f Akureýrarblöðunum nú upp á sfð- kastið, svo að ef til vill má segja, að verið sé að bera f bakkafullan lækinn með þvf, að rita um þetta efni. Eg ætla heldur ekki að skýra nein torskilin nöfn bæja né manna, heidur er það tilætlun mfn með lfnum þess- um, að benda á, hve oft menn afbaba nöfn og rangbeygja, ef skeð gæti, að menn vöruðust það betur hér eftir, en hingað til. Stundum er dregið af nöfnum manna og bæja og er það mesti ósiður. Ekki á við að draga af nöfnum manna, nema meðal vina, eða innan fjöl- skyldu. — Þegar dregið er af bæja- nöfnum, getur það orðið til þess, að hin upprunanlegu nöfn jafnvel gleymist t. d. Stórhóll í staðinn fyrir Stóri- Espihóll. — Hitt er og algengt, að bæjanöfn eru beygð rangt. Skuiu hér nefnd nokkur dæmi: Bæjarnöfn er enda á »staðir,« eru oft rangbeygð. »Eg ætla yfir f Krossa- staðir,« er stundum sagt, ætti að vera Krossastaði. Það er sem mönnum finnist þetta vera kvenkynsorð í flt. en auðvitað er það flt. af karlkynsorð- inu staður. Ef menn hugsuðu sér að nafnið væri flt. af orðinu stöð, yrði hún ekki staðir heldur stöðvar. Bær- inn Hlaðir eða Hlöður er oft nefndur Hlaðnir í nf. Orðið kemur oft fyrir f samsettum bæjanöfnum (Stokkahlaðir Bessahlaðir o. s. frv.) og er flt. af orðinu hlaða (hús fyrir hey eða korn) Fleirtölumyndin hlaðir er oftar höfð, þegar um bæi er að ræða (sbr. Hlaðir f Noregi.) Eignarf. flt. af hlaða, er hlaðna og kemur þvf n-ið inn f nefni- failið fyrir áhrif þaðan. Bæjarnafnið Hlaðir beygist þannig: Nf. og þí. Hlaðir eða Hlöður, þáguf. Hlöðum, ef. Hlaðna. í Skagafirði segja menn oft Akrir, sem á að vera Akrar, flt. af akur. Bærinn Skútar er stundum kall- aður Skútnir, sem er argasta málleysa. Bæjanöfnin Björg, Moldhaugar og Skútár eru tfðlega í ef. höíð með n-i, einkum f samsetningum, t. d. Mold- haugnaháls .Hér á f raun og veru ekkert n að vera. Það tilheyrir' eingöngu veikri beygingu kvenkynsorða. Eg man eftir að f »Sýslufundargerð Eyfirðinga stóð eitt sinn, Moldhaugnaháls.« — Bær í Eyjafirði er oftast nefndur Þröm; hefir að sjálfsögðu heitið Þrömur, orðið breytt um kyn; verið karlk., en nú kvenk. Þrömur merkir brún, enda stendur bærinn á gilbarmi. Þrömur beygðist sem völlur (er u stofn.) Mannanöfn þau, sem tfðlega eru rangbeygð, eru: Kristinn, Héðinn, Óð- inn (sem ekki er vanalegt msnnsnafn) og Týr eða nöfn sem enda á því (Sigtýr Valtýr o. s. frv.) Einkum á þetta sér stað í þágufallinu. Menn segja: »Eg kom með Kristinn,« sem ætti að vera: »Eg kom með Kristni.« Sömu reglu lýtur Héðinn og Óðinn. Týr" hafa menn óbreytt í þremur föll- unum og Týrs í eignarf. R-ið fylgir eingöngu nefnifallinu og á þvf ekki að vera í hinum föllunum. Þolf. og þáguf. eru Tý (þáguf. til forna var raunar Tívi) og ef. Týs, en ekki Týrs, sem sumir hafa. Sem betur fer, eru menn heldur að sjá að sér f þvf, að láta heita skrípanöfnum. Verstir eru ýmsir smekklausir nýgjörvingar, sem íólk notar á börn sfn. Er þá stundum steypt saman tveimur nöfnum, karl- manns og kvenmanns og gert af eitt nafn, eða karlmannsnafni er breytt f kvenmannsnafn, Verða þessi nöfn oft algerð vitleysa. Stundum er kven- mannsnafn dregið af karlmannsnafni á þann hátt að latpeska endingin »fna« er skeýtt aftan við nafnið (Hansfna Jónasfna o. s. frv.) og er slíku Iftt bót mælandi og ætti að leggjast niður. Ljótt þykir mér að hafa karlmanna- nöfn hvorugkynsorð, t. d. nöfn er enda á »berg« (Steinberg, Valberg, Svanberg). Margir hafa tekið fornu nöfnin upp og er það vel farið. Menn ættu að reyna að beygja nöfn bæja og manna rétt. Það særir eyru manna, sem hafa smekk fyrir réttu máli, að heyra þau rangbeygð og afbökuð. Steingrfmur læknir Matthfasson, segir í 28. tbl. »Dags,« að sér hafi þótt hvimleitt að heyra, hvernig menn mis- þyrmdu málinu hér norðanlands. Eg er ekki samdóma lækninum f þessu efni. Norðlenzkan (málið eins og það er talað í Þingeýjar- Eyjafjarðar- og Skagafjarðarsýslum) mun vera talið líkast ritmálinu. Aftur hygg eg, að óvfða á landinu sé málið meir af- skræmt en sumstaðar á Suðurlandi. Þar bæta menn ð-i inn f sagnirnar, róa, deyja og slá f viðtengingarhætti. Eg heyrði menn segja: »Ef við slæð- um allir, myndum við gera stóran blett.« Einnig segja menn þar: »á vetrin«, eins og vér segjum á »sumr- in.« Að eg sleppi öllum hljóðvillunum (i og e, u og ö villunum) sem vart þekkjast hér nyrðra ') Það þarf meira en meðalskussa, til að tala hreint og gott mál. Og vork- unn væri þeim sveitarkorlunum gömlu, þótt þeir töluðu ekki sem hreinast mál. Þeir hafa ekki verið til menta settir og hafa orðið að nota hverja stund, til að sjá fyrir Iffinu og ekki haft tfma til málfræðilegra hugleiðinga. Öðru máli er að gegna um embættis- mann, sem fær það sem hann þarfn- ast (og meira en það) úr rfkissjóði, hefir ærna frftfma og gnægð góðra bóka. — En þó hefir sú raun jafnan á orðið, að sveitafólkið talar bezt og hreinast mál. Úr hinu lifandi talmáli sveitanna og úr fornmálinu mynduðu Fjölnisménn hið núverandi ritmál. Það er hreinasta skrflska eða skræl- ska, sem töluð er f kaupstöðum og sjávarþorpum landsins t. d. »Reyk- vfska«, »SigIfirska« o. s. frv. Þar er hrúgað saman útlendum orðum, skæld- um og afbökuðum, ásamt innlendum orðaskrfpum og smekkleysum. Alt er »voðalegt« (jafnvel það sem fegurst er) »sætt«, »pirrandi« o. s. frv. Frúrn- ar biðja fyrir sér, ef þær renna f spori eða ef sýður upp úr potti. Frúin, sem sá manninn leggja af sér plögg sfn sagði: »Jesús minn f einum sokk- um! Guð almáttugur með ekkert inn- an í!« Slfkt er að leggja nafn guðs við hégóma. Lærðu mennirnir vanda ekki mál sitt, sem skyldi og eru oft ekki hóti betri, en alþýðan. Mörg blaðanns eru herfilega illa ritin. Blöskrar manni að heyra það ófslenzkulega langlokumál, sem þar er á borð borið. Er hætt við að slfkt spilli smekkvfsi, einkum óþrosk- aðra manna. Skarthéðnar og tfzkubrúð- ur kaup?taðanna þyrftu að setjast við fótskör feðranna og læra af þeim, svo að þau gætu mælt á sfna eigin tungu kinnroðalaust. Eg hyggi móðurmálið sé ekki nægilega kent f skólum landsins. Margir, sem af skólunum koma t. d. búnaðar- skólunum eru vart sendibréfsfærir. Það er prófsteinn á menningarþroska sérhverrar þjóðar, hve vel henni tekst að vernda tungu sfna. — Vér verðum að hreinsa og fegra mál vort, ef vér viljum ekki heita verfeðrungar. Jóhann Sveinsson kennari frá Flögu. 1) Sagt er að til sé það í Reykjavik, þeg- ar bömum sé kent að þekkja stafina, að ekki sé gerður annar munur á'i og e, en i og i með gati! A víðavangi. Útgerðarmenn og einkasalan. ísl. 37. tbl. fullyrðir, að útgerðar- mennirnir hafi einkum lýst sig andstæða einkasölu á steinolíu. Einkasalan sé því glapræði og geræði, þar sem aðal- notendur hennar séu henni mótfaltnir, því þeir muni vita betur en aðrir, hvað þeim sé fyrir beztu. Þessi rök- semd er í sjálfri sér góð, ef hún væri ekki bygð á ósannindum. Það eru ekki útgerðarmennirnir sem hæst láta yfir einkasölunni, heldur þeir sem eru að verja og vernda hagsmunamál verzl- unarstéttarinnar og þó svo sé, að sumir útgerðarmenn, sem jafnframt eru kaupmenn, hafi snúist gegn henni, hafa þeir gert það sem kaupmenn en ekki sem útgerðarmenn. Mjög ákveðnar raddir hafa komið fram frá útvegs- mönnum vfða um landið með einka- sölunni. Hávaði Jóns E. Bergsveins- sonar og annara kaupmannasinnaðra manna verður ekki að réttu metinn sem mælikvarði á hug vélbátaútgerðar- manna og annara olfunotenda til máls- ins. Það er kunnugt, að Jón er meiri kaupmaður en sjávarútvegsmaður og þó hann hafi breikkað mikið við það, að vera settur f efsta sæti í Fiski- félaginu, er enn hægt að lfta fram hjá honum á fslenzkan sjávarútveg. Mbl- og G-Iistiljn. Undireins og úrslit kosninganna voru kunn orðin, dróg Mbl. Ingibjörgu H. Bjarnason alþm. f sinn dilk og taldi atkvæði C-listans saman við atkv. D-listans. Var heldur en ekki matarhljóð f Mbl. yfir þessum feng. Þessu undu konur ekki og birtu tvær þeirra, þær Guð- rún Pétursdóttir og Steinunn H. Bjarna- son mótmæii gegn þessum gripdeildum Morgunblaðsmanna á nýkjörnum al- þingismanni. Töldu þær að konur hefðu nægilega mörg sérmál, til þess að hafa pólitfska sérstöðu. Má nú bú- ast við kynferðisbaráttu í landi hér, að konur segi sig úr lögum við karlmenn og stofni þing út af fyrir sig, til að ráða sfnum sérmálum til lykta. Sann- leikurinn er sá, að þetta er hrapallegur misskilningur á hlutverki fslenzkra kvenna f stjórnmálum. Konur eiga ekki f raun réttri að eiga nein sér- mál fremur en karlmenn. Samvinna þarf að eiga sér stað milli kvenna og karla um þjóðfélagsleg mál. Mbl. hefir rétt fyrir sér. Það á Ingibjörgu með húð og hári f pólitík. Og óþarfi er fyrir það, að beita svona fruntalegri aðferð, þvf Ingibjörg skilar sér sjálf f dilkinn með stuðning karla og kvenna um alt land að baki sér, enda þótt skoðanir hennar kunni að vera f fullu ósamræmi við skoðanir flestra þeirra, sem kusu hana, þvf skoðanir réðu ekki þeirri kosningu, heldur barnalegur metnaður. MerKileg grein birtist í Lögréttu 26. ágúst s. 1. sem heitir: »Notkun drengskaparorðs*. Er þar bent á, að lögum samkvæmt sé drengskaparorð jafngilt eiði og hafi löggilt verið á þann hátt, vegna þeirra, sem ekki játa neina trú. Nú vftir höfundur það stórlega og réttilega, hversu gálaus-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.