Dagur - 21.09.1922, Blaðsíða 1

Dagur - 21.09.1922, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Qjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast ritstjóri blaðsins. Akureyri, 21. september 1922. jVhj l_H_»~ !.**■ ■ * ~ " 1 —r' ^ ^ !■ 1 M ^ I AFOREIÐSLAN er hjá Jónl t>. I>ór, Norðurgðtu 3. Talsími 112, Uppsðgn, hundin við áramót, sé1 komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. 38. blað. Jarðarför Þorvalds Rorfinnssonar á Syðri-Bægisá, sem andaðist 15. p. m., fer fram fimtudaginn 28. p. m., og hefst á hádegi með húskveðju á heimili hins látna. Syðri-Bægisá 18. sept. 1922. Aðstandendur hins látna. O-F-N-R-Ö-R og R-Ö-R-H-N-E flestar teg. einatt fyrirliggjandi. Ennfremur þvoffapoffar, sjálfstæðir með eldhólfi, er kosta 100—560 kr. Jón Stefánsson. Talsfmi 94. Ikr Akureyri. Breyttir búhættir. (Framh.) Aukin framleiðsla og ný. Af því, sem áður hefir verið sagt í greinum pessum og af drögum pessa máls yfir höfuð ætti mönnum að verða nokkurn veginn Ijós eftir- greind atriði: Að það er ekki áiferöi í veður- áttu og framleiðslu, sem er að koma íslenzkum landbúnaði á kné, heldur óhagstæð viðskifti út á við. Aö viö erum og verðum altaf mjög lítils megnugir í pví, að ráða nokkru um aðstöðu okkar til slíkra viðskifta, heldur verðum við á hverj- um tíma að sætta okkur við þá kosti, sem eru fyrir hendi hjá okkur máttar- meiri þjóðum. Að þegar verzlunin er okkur jafn óhagstæð og nú er, verður að leita einhverra bragða til varnar frekari skuldum og jafnvel leggja eitthvað verulega á sig og láta á móti sér til þess. Að sparnaður er það eina, sem kemur að haldi í fljótu bragði, en getur ekki orðið nema bráðabirgðar- ráð. Að meginhluti framleiösluvara okkar eru afmars flokks vörur og óútgengilegar fyrir hátt verð og markaður altaf óvfs. Verður af þessu ljóst, að einungis er fyrir hendi eitt ráð, sem getur komið að haldi til lengdar. Pað er að auka framleiðsluna og þó eink- um að breyta henni til hæfis erlend- um markaöskröfum og til betri að- stöðu í samkepninni. Cn aukning framleiðslunnar getur pvf aðeins orðið bjargráðavænleg að framleiðslukostnaöurinn minki eða verðið hækki, svo hagur verði aði Það er auösæilegur þjóðarskaði, að framleiða vörur, sem ekki seljast nándar nærri því verði, er svarar til framleiðslukostnaðar eða seljast alls ekki og ónýtast í geymslu. Því meiri verður skaðinn, sem meira er framleitt, þegar svo vill til. Ráðin til þess að draga úr fram- leiöslukostnaðinum eru meðal ann- ars þau, að auka vélfært ræktað Iand með vélum, bæta aðstöðu þeirra fátæklinga, sem vilja staðfestast í sveit; rækta lýðinn til átthagatrygð- ar, svo jafnan séu á lofti nógu margar hendur, til þess að hlynna að hverju gróandi strái, auka með margskonar iðnaði vetrarvinnu, svo fólkið geti unnið jafnar og fyrir vægilegra kaupgjald, ef aðalatvinnu- vegirnir eru illa staddir o. s. frv. En auk alls þessa virðist bera mjög bráða nauðsyn, til þess að breyta til um framleiðsluaðferðir. Við þurfum að framleiða meira af þeim vörum, sem heimurinn gleypir við. Má þá telja margt upp, sem til umbóta getur horft. Og þó fram- kvæmdirnar séu aðalatriðið, er hugs- unin til alls fyrst og síðan orðin. Skal því hér enn talið sumt af þvf, sem fyrir liggur að gera. Að vísu verða það endurtekningar á þvf, sem áður hefir verið bent á, en þó atriði, sem sífeit þarf að halda á Iofti, þar til þau komast í fram- kvæmd. Verður hér einkum vikið að því, er við kemur landbúnaðinum. Er þá fyrst að telja, að þar sem saltketsmarkaðurinn er mjög takmark- aður og verðið lágt, er mönnum orðið ljóst, að á einhvern hátt þarf að takmarka saltketsframboðiö, en ieita í þess stað allra. bragða, til þess að koma íslenzku sauöaketi nýju á markaðinn. Til þess eru fjórar leiðir: Útffutningur lifandi fjár, útflutningur á frystu eða kældu keti, niðursuða kets og þurkun. Fyrst nefndu leiðirnar tvær hefir S. í. S. verið að kynna sér. Meðal annars kynti sendimaður Sambands- ins Jónas Jónsson alþm. sér horfur á útflutningi lifandi fjár sumarið 1921. Óhætt mun að segja, að fast sé fyrir og erfitt um allar þessar leiðir en ekki örvænt.. Þá er ullariðnaðarmálið. Hefir verið minst á það á öðrum stað í blaðinu og skal því ekki fjölyrt um það hér. Vissulega er þar ekki um að ræða ómerkilegan þátt í viðreisnar- starfi þjóöarinnar í náinni framtíð. Qærur eru fluttar út afskaplega verðlitlar. Verður á öðrum stað einn- ig minst á þær. En öllum má vera það Ijóst, að betur mundi horfa fyrir íslenzkum landbúnaöi, ef það ynnist á f næstu framtíð, að mikfu af gærunum eða þeim öllum yrði breytt í fögur skinn í stað þess, að flytja þær út sem næstum verðlausa hrávöru. Ef til vill má búast viö, að i þessu efni geti fljótlega orðiö breyting á til stórra bóta. Um sjávarútveginn verður ekki rætt meira aö sinni, en margt er þar ógert, til að tryggja sumar greinar hans, svo sem kryddun síldar og heimatilbúin veiðarfæri o. fi. Það er alment mál, að íslenzkir bændur tapi nú árlega á sauðfjár- eigninni, en að kýrnar borgi sig vel. Víst er um það, að ekkert er betra í búi, en nóg af góðri mjólk. Mjólkur- framleiðslan þarf einnig, áður langt líður, að verða einn þátturinn í fram- leiðslustarfsemi okkar. Smér og ostar verða alt af útgengilegar vörur. Til- raunir allmiklar eru nú gerðar með ostagerð hér á Iandi og munu þær takast, ef þrautsegja, þekking og gætni ráða. Af þessu virðist Ijóst, að fjölgun nautgripa sé eitt atriðið í búháttum okkar, sem óhætt sé, að leggja á- herzlu á. En til þess að sú breyting geti komist til leiöar, þarf þingið að finna einhver ráð, til þess að sjá bændum fyrir ódýrari fóðurbæti, en nú gefst kostur á. Ritfregn. Davíð Stefánsson: Kvœði, Rvík 1922. Þetta er önnur bók höfundarins. Fyrir mörgum árum vaknaði athygli »Svörtum fjöðrum«, ruddi hann sér þegar til rúms í allra fiemstu röð upp- vaxandi, fslenzkra skálda. í þeirri bók er margt fagurra kvæða, rem hafa alt það til að bera, er krafist verður af svo ungu skáldi: iist orðsins f lyriksri meðferð, frumleik og ótvfræðan skáld- skap, með þeirri dýpt og þeim áhrif- um, er taka af öll tvfmæli og sjald- gæfust eru f Ijóðagerð. Þrátt fyrir þetta mun þó mega finna * kvæðum Davfðs eitthvað til foráttu, ef þau eiga að hlfta köldum dómi og hlutlausum um aldur, þroska og að- stöðu skáldsins. Það mun mega segja, að Davfð sé nokkuð uppvöðslumikill og stórstfgur og um of eftirgangs- samur um, að knýja úr hörpu sinni vilta tóna. En varasamt er, óréttlátt og jafnvel óframkvæmanlegt, að dæma nokkurn höfund, ef dómur skal réttur vera, án þekkingsr og skilnings á sálu hans, þroska hans, þrá hans og sársauka. Kunnugt er mörgum, að Davíð hefir reynt þunga sjúkdóma og að ástæður hafa ekki leyft honum jafn- djarílegt vængjatak og farfuglseðli hans heimtar. Er þvf ekki fjarri að ætla, að hann hafi komist í kynni við sársauka lffsins og eigi furða, þó slfk harpa sem hans kveini meirá, en góðu hófi gegnir, undan sársaukatökum. Þessi önnur bók Davfðs: Kyceðl, er hinni fyrri nokkru fremri. Má sjá á henni nokkur þroskunarmerki og eink- um meiri víðsýni. Og f henni eru liklega fegurstu kvæðin, sem birst hafa eftir höfundinn. Það er ástæðu- laust, að telja margt upp af kvæðun- um. Þeir, sem eru svo ólánsamir, að fleygja peningum sfnum út fyrir lítils- vert ljóðarusl, en ganga fram hjá þessum bókum, eru litlu nær, þó það sé gert, því rúmleysis vegna er ekki hægt, að birta mikið af þeim hér. Ekki get eg þó stilt mig um, að benda á nokkur þeirra. Ástakvæði Davfðs eru með þeim allra fegurstu, sem ort hafa verið á fslenzkri tungu. Má þar til nefna þessi: laus fjðll, Hatin blður þín, Rðmversk brúður, Fiésole, Söngur bldu nunnanna o. s. frv. Skal hér birt sem sýnishorn kvæðið Svefnkirkja: Er sólin skín af draumadýrð við dagsins gröf og varpar ljóma og lífi yfir lönd og höf, þá reika eg með förustafinn um fjöll og sveit. —Alt mitt líf er pílagrímsins ganga og leit. Hvert blóm, sém grær við götu mína, er gjöf frá þér og á þig minnir alt, Svefnkirkja, Dalakofinn, Baiseba og þjóðarinnar á Davíð, við birtingu ein- fleiri. Afburða íögur kvæði eru mörg stakra kvæða, en með fyrstu bók sinni, f bókinni og má nefna þessi: Qróður-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.