Dagur - 21.09.1922, Blaðsíða 2

Dagur - 21.09.1922, Blaðsíða 2
122 DAGUR 38. tbl. sem augað sér. Sól og jörð og svanir loftsins syngja um þig, Hvert fótspor, sem eg fserist nær þér, friðar mig. Eg læðist inn í garðinn gegnum hið gamla hlið. Við hurðina í húsi þinu hika eg við. Viðkvæmni og helgi grípa huga minn. Svo leysi eg skó af fótum mér og læðist iun, Mér finst eg koma'í kirkju og heyra klukknahljóm., Svo krosslegg eg á hvílu þína tvö klettablóm. Eg fell á kné og kvrðin helga krýnir mig. Eg horfi á þig töfraður. Eg tilbið þig. Frá vitum þinum angar svefnsins sæta vín, og nætursólin signir nakin svanbrjóst þín. Um höfuð þér hún vefur gyltum geisiahjúp. En svefnin hylur augna þinna undirdjúp. Þú ert mín bjarta brúður í bliðu og ást og sólskinsbarn og systir allra er syrgja og þjást, sú dís, sem varpar dýrðarljóma á draumkvöld löng, sú guðsmóðir, sem fyllir líf mitt ljóði og söng. . . — Svo líður nótt, eg læðist út eins létt og fyr og innsigla með kossi minar kirkjudyr. Eg læðist eins og vofa gegnum vígðan reit. — Alt mitt líf er pílagrímsins ganga og Ieit. Ekki bætir, að fara mörgum orðum um svona kvæði. Það mælir með sér sjálft. Davfð á marga strengi í hörpu sinni, svo að fáir munu eiga um slíkan kost að velja. Hann fer um mörg svið hugsananna og á breiðu bili. Hann kemst, þegar alt er skoðað, undursamlega hátt f fegurðinni. En hann fer eigi sfður undursamléga djúpt ofan í heima illra hugsana. Bilið á milli sýnir fjölhæfni hans. En þessi leikur illra hugsana sýnir lfka athug- unarverðan þátt f skapgerð hans. Hann er öfgaskáld og virðist hafa nautn af öfgunum. Sem skáldi er honum að sjálfsögðu iftt viðráðanlegt það sálar- ástand, sem orsakar slfk kvæði. Sem útgefanda ætti honum að vera við- ráðanlegt, að velja í bók sfna. Eg tel sumu þar ofaukið, vegna þess hvað það er Ijótt. Til þess að sýna íjöl- hæfni Davfðs og til að sýna, f hvers- konar ástand sál hans getur komist, skal hér birt kvæðið >Óráð« í Svört- um fjöðrum : Ha, ha — nú sofna eg, fyrst svona er dauðahljótt; svo 'finn eg hana í draumi drotninguna í nótt. Þá gef eg henni kórónu úr klaka á höfuð sér. Hún skal fá að dansa eins og drbtningu ber. Svo gef eg henni svarta slæðu að sveipa um Iíkamann, svo enginn geti séð, að svívirti hann. Ingólfur Jónsson. Sig. 0. Björnsson- l^retitsmiðja (Ddds áSjöcnsfonar Aöalstræti 17. Akureyri. Talsími 45. Leysir fljótt og vel af hendi allskonar prentun, og seiur áprentað: Hlutabréf og bréfsefni í eins mörgum litum og óskað er, umslög, nafnspjöld, daUskort, þakkarkort, frumbækur, fisktökubækur, síldarbækur, vinnubækur, reikninga, stóra og smáa, víxla, kvittanir, þinggjaldaseðla, hreppsgjaldaseðla, uppboðsreikninga og yfirleitt öll önnur eyðublöð, sem menn þurfa að nota. — Orafskriftir og erfiljóð smekklega gerð. — Myndprentun og litprentun viðurkend hin vandaðasta. Pantanir afgreiddar um hæl, ::: hvert á land sem er.: : : Skrifið sýnishornin greinilega. Pantið í síma, liggi ykkur á. Semjið við okkur um bókaprentun. /. verð/aun fyrir prentun á Iðnáðar- sýningunum á Akureyri /QOÖ og /Q/S. Vönduð vinna. Greið viðskiffi. Sanngjarnf verð. 9rentsmiðja Ödds 2jörnssonar Jngó/fur Jónsson. Sig. 0. Zjörnsson. Símskeyti. F r é 11 i r. Svo gef eg henni helskó hitaða á rist, og bind um hvítan háisinn bleikan þyrnikvist. Svo rjóðra eg á brjóst hennar úr blóði mínu kross, og kyssi hana í Jesúnafni Júdasarkoss. Svo dönsum við og dönsum og drekkum eitrað vín. . . . Eg verð konungur djöfianna hún drotningin mín. Það er mjög vafasamt, hvort það er rétt af höfundinum, að birta sllkar hugsanir. Þetta er vitfirring, sem særir og hrellir. Enginn græðir, ekki listin heldur. Eg kysi fremur, að hann þreytti flug móti birtunni og að við roættum sjá sólblik á vængjum hans yfir Suðurfjöllum, þegar styttir hinn íslenzka dag, en að hann sýni okkur niður f botnlaust helvíti illra hugsana. Miklu er fórnandi íyrir listina, en þó met eg sálarheill meira. L<kt þessu kemur víðar fram í kvæðunum t. d. Sjódraugar, Úlburðurinn og vfðar. Ennfremur eru blótsyrðin í kvæðum hans víðast hvar til óprýði. Hver er þungamiðjan f kvæðum Davlðs f Á hann sér grunntón, sem ómar undir f margháttuðu sfrengja- spili hansf Tæplega verður bent á slíkt, svo að óyggjandi sé. Davlð er ungur og ekki íullþroska. í ástinni óma strengir hans hæst og fegurst, f samúðarfuilum skilningi dýpst og sár- ast, einkum samúð með þeim Hfsverum, er eiga sér þvf nær engan málsvara- Má benda á Hrafnmóðirin og Krummi f Svöríum fjöðrum og Fjallarefurinn f þessari sfðari bók. Það mun aldrei leika á tveim tung- um að Davíð Stefánsson sé skáld. Af öllum þeim yngri skáldum, sem nú gefa út ljóð sfn, hefir hann mestar lfkur, tit að hljóta virðulegt sæti í hópi skáldanna. En mikið á hann enn ógert og óunnið á ieið sinni til þess sætis. Davið þarf að reynast listinni trún en ekki fórna öllu vegna hennar. Hann á líka þjóð, sem þarf að bera þess menjar, að hann hefir lifað. Hún væntir þess að finna, þegar stundir iíða, grunn- tón í kvæðum hans, sem ómar gegn- um aldirnar eins og lúðuthljómur vit- ans til villuráfandi skipshafnar. Hann á enn eftir að vinna sér skapgerðar- festu og siðlegt stefnumið. Hann er eins og iandnemi f ókönnuðu landi, sem af mjög háum fjalistindi sér í hillingum kosti og lesti vlðlendisins, en á eftir að læra að þekkja til hlftar þrautir og nautnir þeirra, sem brjóta moldina til mergjar og kljúfa fjöll til auðæfa. Sannieikur lffsins snertir sáiu hans djúpt og heitt, en í molum. Hann leikur sér að brotasiifrinu með höndum sniilingsins, en hann á eftir að raða brotunum; — finna sannleik- ans stóra stefnumið í starfi og sið- legri framsókn þjóðar, sem á að liía eftir hans dag. Lfklega verður Davfð sveltur til út- legðar, en meginhlutanum af skáida- styrknum verður varið til beitu fyrir Guðm Hagaiín og önnur andleg smá- menni, svo að þau haidi áfram að kreista úr sér leirburðargaul það, sem nú þjakar hlustum þjóðarinnar og gerir bana smekkspilta. J. P. Reykjavík, 20. sept. Ófarir Orikkja fyrir Tyrkjum virðast boða alsherjar ófrið á Balkanskaga, par sem Búlgarar eru með Tyrkjum, en Orikkir, Serbar og Rúmenar saman. Enskt stórblað segir að útlit fyrir heimsófrið hafi ekki verið verra í ágúst byrjun 1914 en nú. Danski Landmandsbanken er í mestu kröggum. Ríkið, Þjóð- bankinn og ýmsar stofnanir Ieggja honum 100 miljónir, sem forgangshluti og láta nýja for- stjóra taka við. Lausafregnir telja vonlítið um undanþágu norska kjöttollsins nú í haust. Fremur von um af- nám síðar. Stjórnin veitir, að tillögum fræðslumálastjóra, priðjung em- bætta við barnaskóla Rvíkur í trássi vlð skólanefnd bæjarins. Fréttaritari Dags. Tíöarfariö. tladat)famar tvær vikur hefir tfðin verið alveg eindæma köld um þetta leyti árs. Snjóað hefir f fjöll margsinnis og stundum gránað á láglendi. Hey eru enn úti víða og hirðast ekki vegna tíðarvonzkunnar. Göngur. Þingeyingar hafa lokið i. og 2. göngum. Hreptu þeir dimm veður og köld á fjöllum uppi. Sagt er að íé komi yfirleitt vænt af afrétt- um. Hér í sýslu var göngum frestað um viku og byrja ekki fyr en næsta mánudag. Verzlunarólagið heitir rit, sem ný- lega er komið út, eftir Björn Kri it- jánsson fyrrum bankastjóra. Rit þetta er gefið út og dreift út um landið á kostnað bændavinanna, stórkaupmann- ana í Reykjavik. Er þar enn ein árás á S. í S. og kaupfélögin, alivel faliln, til þess að vera fjörráð við láastraust bænda, ef trúað yrði orðum banka- stjórans. Bót í máli er, að tilraunin er mishepnuð nokkuð, því þó lævís- lega 8é skrifað, skfn árásarhugur og óvild í gegn, eins og væntanlega verður leitast við að sýna fram á hér ( blaðinu,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.