Dagur - 16.11.1922, Side 1

Dagur - 16.11.1922, Side 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheitntuna annasf ritstjóri blaðsins. Akureyrí, 16 nóvember, 1922. AFOREIÐSLAN er hjá Jónl l>. J>ór, Norðurgötu 3. Talsími.112, Uppsögn, hundin við áramót sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. 46. blað. E-L-D-F-Æ-R-A-V-E-R-Z-L-U-N. Miklar birgðir af allskonar ofnum, elda- vélum, þvoffapoffum, ofnrörum, rörþnájm, eldheldum leir o. fl. þessh. ávalt fyrirlyggj andi og selt með verksmiðjuverði. Panfanir afgreiddar ú f u m 1 a n d. Talslmi 94. Akureyri. Jón Stefánsson. Islenzk blaðamenska. v. Þess var getiö, að blöðin ættu að vera almenningur, þar sem allir menn af öllum stigum hefðu jafnan rétt, til að leggja sitt til málanna. Þau ættu að vera hugur þjóðarinnar og málþing. Almenningsskoðun og almenningsfylgi er hæstiréttur í þjóð- málum. Fyrir þeim rélti eru málin sótt og varin í blöðunum. Við al- mennar kosningar eru atkvæði al- mennings einskonar dómsatkvæði í málunum og um leið yfir fulltrúum þjóðarinnar í stjórnmálum. Blöðin eru sóknar og varnarskjö! í þeim rétti. Að hve miklu leyti blöðin verða almenningur, er að sjálfsögðu mest undir almenningi komið. En heldur litill virðist vera áhugi hans fyrir þvf, að láta uppi skoðanir sínar. Engu af blöðum landsins berast margar greinar um almenn mál þannig gerðar, að birtar séu, eöa bréfkaflar með athugasemdum og frásögnum um það, sem er að ger- ast í hugutn manna og um hagi manni í sveitum landsins. Svo Iítii þátttaka frá hendi almennings í þvi, að byggja upp blöðin, virðist vera ástæðulaus, því vitanlegt er, að meðal almennings er margt ritfærra manna og skynbærra og þeirra manna, sem láta sig almenn mál miklu skifta. En sá óvani virðist vera nokkuð ríkur í fari íslendinga, að láta þunga almennrar starfsemi hvíla á einum punkti í hverri grein, sem er. Nokkuð almenn umkvörtun er um þetta í því nær öllum félagsskap þjóðar- innar. Félög eru stofnuð oft með miklum dyn og umstangi, orðaglamri og yfirborðsáhuga. En það virðast aðeins vera fjörsprettir. íslendingar virðast vera betur fallnir til að her- væðast, heldur en til að berjast. Jafnsnemma og einhverju slíku er af stað komið, dregur allan mátt úr fjöldanum og fáir áhugamenn, - foringjarnir berjasf, meöan herinn sefur, þar til þeir uppgefast líka, of hlaðnir störfum og trúlausir á þá baráttu, sem er háð fyrir sofandi menn. Það mætti undravert heita, ef þetta kæmi ekki einnig niöur á blöðunum. Enda þarf ekki um það að deila, að svo er. Þunginn af blaðamensk- unni hvílir á sárfáum mönnum. Á eitt attiði vildi Dagur minnast í sambandi við þetta. Mestur hluti - alls þess, sem blaðinu berst, eru æfi- minningar og erfiljóð. Margar af æfiminningunum hafa birzt, en fátt af erfiljóðunum. í þessu efni hefir ritstj. blaðsins þótt einna vandsigldast milli skers og báru. Annarsvegar eru tilfinningar þeirra, sem um sáit eiga að binda, hinsvegar almenn- ingur, sem krefst þess, að blöðin flytji jafnan eitthvað það, sem hefir alment gildi. Nú er allur þorri æfi- minninganna skrifaðar um menn, sem eru lítt þektir annarsstaðar en í sinni sveit. Og fáar af þeim eru svo vel skrifaðar, að þær hafi þess- vegna alment gildi. Þaö er óhætt að fullyrða, að öllum almenningi eru æfiminningar og erfiljóð lítt kærkomið, nema að afburða vel sé gert hvorttveggja. En þeir, sem hlut eiga að máli, láta sér vera það mjög mikils vert, að slíkt sé birt. í gegn- um þau viðskifti eru blaöstjóranum mjög auðfengnar óvinsældir. En bæði honum og öllum almenningi þarf aö vera þaö ljóst, að blöðin eru stofnuð fremur til að sinna al- mennri þörf en þörf einstaklinga. Fá af erfiljóðunum eru þannig gerð, að öðrum en þeim, sem hlut eiga að máli þyki nokkurs um þau vert. Slík Ijóð á fremur að sérprenta handa þeim einum, sem hlut eiga að máli VI. Um fátt eru menn jafn ósam- mála viðkomandi blaðamensku eins og ritháttinn og bardagaaöferðir þeirra, sem standa í pólitískum deil- um. Til eru menn, sem hafa mestar mætur á blaöaskömmum og stráks- Iegri áreitni í garð almennings og einstaklinga. Aðrir þola ekki að orðinu halli í viöureign andstæðinga og vilja að yfir öllum rithætti blað- anna hvíli guðrækni og bróðurkær- Ieikablær. Siðan eru til öll smekks- tilbrigði þar á milli. Enginn blað- stjóri þarf því að hugsa sér, að hann geti skrifað blað sitt svo öll- um liki. Hann verður að fara sínar eigin leiðir og haga rithætti sfnum eftir því, sem hann telur réttast. En um ekkert eru menn jafn ósammála eins og það, hver rithátt- ur sé nauðsynlegur, viöeigandi og sæmilegur í pólitískri viðureign and- stæðinga. Það álit viröist vera nokk- uð ríkt, að persónulegar árásir þurfi aldrei né eigi að eiga sér stað í pólitískum deilum. «Það á að ræða um málefni, ekki menn," er vana- viðkvæði manna. Ekki vill Dagur neita því, að oft eru óþarfar og of miklar persónulegar deilur í blöð- unum. En þessar kröfur um alls- herjar útilokun á öllu slíku eru sprotnar af því, að menn hugsa of skamt. AlmenningsheiII veltur æfinlega að meira eða minna leyti á meðferö alþjóðlegra mála, en meðferö mál- anna veltur á mannkostum og dugn- aði þeirra, sem með þau fara. Það er því skammsýni ein að hugsa sér, að engin gagnrýning né persónu- rannsókn þurfi að eiga sér stað, þegar um þaö er að ræða að fela einhverjum manni umboð í vel- ferðarmálum almennings. Lesandinn getur hugsað sér dæmi: Nauðsyn ber til, að hann hverfi burt frá heimili sínu um lengri tíma, ef til vill um mörg ár og hann á ómálga börn og hann á fjármuni, sem framtíð og tímanleg velferð ástvina hans og vandamanna veltur á, að vel sé farið með. Honum er nauðugur einn kostur, að fela öðrurn alt sitt í hendur til umsjár og fram- kvæmda. Mundir þú, lesari góður, fela einhver/'um manni alt þitt i hend- ur, án þess að leitast við að gera þér grein fyrir, hvers þú mœttir af honum vœnta? Ef þú gerðir það, værir þú áiitinn ekki einungis auli, heldur ófyrirgefanlega hirðulaus um þínar eigin helgu skyldur. Þú mundir hefja persónurannsókn, til þess að komast að raun um, hvort þú mættir fela viðkomandi manni svona mikið. Þú mundir ekki þora að láta reynsl- una skera úr, — reynslu, sem ef til vill, kostaði þig alt þitt. En vegna aðstöðu þinnargætir þú látið rann- sóknina fara fram í kyrþey. Sú leiö væri ein fær í því falli, en þú mundir rannsaka. En hér er nú um þfnar eigin persónulegu sakir að ræða, að vísu alls verðar fyrir sjálfan þig og mikils virði fyrir þjóðina, en þó henni verðar aðeins f hlutfalli sjálfs þín til allrar þjóðarinnar. Og þú ert nú ekki nema lítill hluti hennar. Oetur þú, lesari góður, sem þannig mundir fara að, gert þá kröfu til þjóðar- innar, að hún fleygi málum sínum, umboði sínu á Alþingi, mikilsverð- um embættum o. s. frv. í hendur hvers, sem er, án þess að gera sér grein fyrir, hvers hún má af siíkum mönnum vænta? Mál þjóöarinnar eru þeim mpn meira verð þínum málum, sem hún er stærri en þú. En enginn getur vitað, hvers má af mönnum vænta, nema æfin sé rann- sökuð, ferill þeirra, viðhorf til mála, hæfileikar, dugnaður, drengskapur og skyldurækni. Verðleikarnir verða að fara eftir því, sem þeir hafa unnið sér einkunnir í öllu þessu. Lífið er prófið, sem á verður að .. byggja- Og sá sem ekki hefir leyst próf sitt af hendi eftir þeim eink- unnakröfum, sem gera veröur, á að falla. Þau dæmi gerast einnig, að skaðræðismenn ota sér fram til að- stöðu í þjóömálunum, sem ekki er einungis rétt, heldur skylt að svifta áhrifum með óvægilegum ráðum. Þessi mikla umvöndunarsemi er einnig háðuleg, skoðuð í öðru Ijósi. Það væri synd að segja, að sú dygð »að gæta bróður síns*, í daglegu umtali, væri mjög almenn. Varla mun það dæmalaust, að þeir menn gerist umvandarar í þessu efni, sem sjálfir verja töluvert miklu af æfi sinni í það, að haknaga náungann, skygnast inn i hans einkamál og breiða út óhróður um hann á bak. Slík launfjörráð við mannorð hvers manns eru stórum hættulegri, alla vega skoðuð, heldur en opinber árás, þó illvfg sé. Sakborningi gefst þó færi á að verja hendur sínar, ef framan að er gengið, en bakbítirnir eru eins og sóttkveikjurnar, ekki sjáaniegir með berum augum. Þessi þjóö hafði til forna rótgróna skömm á launvígum. Opin víg ættu jafnan að vera henni betur að skapi, og auðvitað þvibetur að skapi, sem vopnaburðurinn er djarfmannlegri og drengilegri. Ritfregnir. Morgunn III. 2. Ritstj. Einar H. Kvaran. Efni þessa heftis er sem hér segir: »Eitt veit eg< eftir ritstjórann. Sál- frœðiteg ráðgáta. Eftir Jakob J. Smára, Um sálufélag. Eftir Svein Sigurðsson. Vikkun hugmyndanna. Eftir próf. Har. Nfelsson. Skygni. Eltir próf. Har. NT- elsson og frú Kristfnu Sigfúsdóttur. Ýmislegt úr eigin reynslu. Eftir frú Aðalbjörgu Sigurðardóttur. Danskur prestur ritar um spiritismann. Eftir ritstjórann. Sýn Ólinu Sigurpálsdðttur. (Klömbrum S.-Þing) Deilan um Einar Nlelsen. Eítir ritstjórann. Síra G. Valen Oven segir af sér. Eftir rit- stjórann.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.