Dagur - 16.11.1922, Page 3

Dagur - 16.11.1922, Page 3
46. tbl. DAQUR 149 leg uppgjöf þess vesalmennis, sem í framferði sfnu leggur fram sannanirnar fyrir sinni eigin sekt. Útgáfa Sðldœgta hefir skapað honum svipaða aðstöðu og þess þjófs, sem hefir lagt stolinn hlut á glámbekk. J. B. segir, að Dagur hafi það 6- breytt eftir Tímanum að hann (J. B.) siœli önnur skáld. Þessi ummæli Jóns eru annaðhvort sprottinn af því, að hann hefir ekki lesið ritdóminn með nógu mikilli stillingu, til þess að skilja það, sem- þar er sagt, eða að hér er um vísvitandi ósannindi að ræða Dagur hefir alls ekki sagt þetta. Skulu aú tilfæið ummæli Dags og J B í ritdóminum í 34 íbl. Dags þ. á. stendur : »Það er talað um, að sumir af ný græðingunum í htípi Ijóðagerðarmann- anna yrki lftið annað en stælingar. En vafasamt er, hvort það er ætíð réttnefni á þesskonar kveðskap SWk Ijóð mætti fiemur kalla bergmál.* Höf- undum þeirra h&fir hefir verið gefin meiri eða minni hagmælska og meiri næmleiki fyrir fögrum Ijóðum, en al- ment gerist. Þeir menn ganga tfmum saman f einskonar sælli draumvfmu eftir Iestur Ijóða hinna stærri skálda. Þessar áhrifabylgjur ganga yfir sálu þeirra eins og frjóregn á vori yfir cógróna jörð< og gróðurinn þýtur upp, en bæði fræ og írjómagn er aðfengið.* Síðan er í ritdóminum sýnt, að J. B. fellur inn undir þessa umgerð. Þar er sagt, að kvæði hans séu lítið annað en ómur af ljóðum annara skálda, að J. B. sé ekki eins frumlegt og sjálf- stætt skáld og hann að likindum heldur sjálfur. Fyrir þessu eru færð þau rök, að almenningi er bent á nokkur kvæði, sem sé ort undir áðurnefndum áhrifum af kvæðum E. B. og sýnishorn tekið. Fyrir röknm þeim beygir J. B. sig og gerir játningu í þessari svargrein sinni. Játningin hljóðar svo: »Sjálf8agt er þá að taka það fram, að J. Þ- hefir rétt fyrir sér f einu at- riði f ritdóminum — þar sem hann talar um lfkingu þá, sem sé með tveim eða þrem kvæðum mínum og Ijóðum E. B. Skal eg hispurslaust gera þá játningu hér, að það eitt allra (sleazkra skálda hefir haft þau áhrif á mig, að mér hefir legið í léttu rúmi þó svipuð blæbrigði íyndust á kvæðum mínum og þau, sem einkenna ljóð E. B. Um stælingu er ekki að ræða. Það hlýtur jafnvel J. Þ. að sjá. En hitt veit bann sjálfsagt ekki að svo máttug geta áhrif einhvers skálds verið á þann, sem sjálíur fæst við ljóðagerð, að Ijóð- hreimur þessa skálds syngi f honum sjálfum; fylli hug hans, eins og foss- niður heila sveit.< Tilvitnunin f ritdóminn hér að fram- an sýnir einmitt, að J. Þ. veit þetta. Niðurstaðan hjá skáldinu og ritdóm- aranum er sú sama með þeim einum mun, að ritstj. Dags Ifkir áhrifunum við frjóregn og sál J. B. við »ógróna jörð<. En J. B. líkir áhrifunum við fossnið og sjálfum sér við heila sveitl Eftir þessa eiginjátningu fer að verða litlu að bjarga af skáldheiðii * Leturbr. hér, Ritstj. Unglingaskóla heldur ungmennasambandið „Kynning" í vetur á þinghúsi Glæsibæjarhrepps, ef nógu margir nemendur fást. Skólinn stendur yfir minst 12 vikur. Kenslugjald áætlað 10,00 kr. um mánuðinn fyrir hvern nemanda; getur orðið lítið eitt hærra éða lægra eftir nemandafjölda og styrkupphæð. . Námsgreinar verða: íslenzka, danska, stærðfræði, náttúrufræði, landafræði og saga, enn- fremur söngur ef hægt verður. Nokkrir nemendur geta fengið húsnæði á staðnum og skal það tekið fram í umsóknum, sé þess óskað. Að öðru leyti sjá netnendur um sig sjálfir. Umsóknir séu komnar fyrir 20. des. n. k,, til undiiritaðs, sem gefur allar nánari upplýsingar. Skógum á Þelamörk 15. nóv. 1922. Marinó L. Stefánsson. J. B. Það skiftir litlu máli, hvort mót- mæli hans gegn þvl, að hann hafi ort sum kvæði undir áhrifum frá D St. og fl skáldum, séu látin óumtöluð. Flestir mnnu reana grun í, að niður frá fleiri fossum en einum muni geta fylt þá "veit. Sjálfum hiýtur honum að vera kunnugt um, að frá D St. eru honum komnir bættir og hreimur. Honum má vera kunnugast um, að kvæði hans, Skammdegiskvöld, er 011 undir áhrifum frá kvæði Davíðs, Drykkjubrœður, að Minni Svarfaðar- dals, sem birtist fyrir nokkru f Lög- réttu er endurómur af kvæði Davfðs Rðmversk brúður, þó um annað efni sé. Og þannig mætti lengur telja. Eftir játningu Jóns þurfa skáld og rithöfundar ekki að undrast, þó þeir finni í ritum hans og Ijóðum sín eigin orð og hugsanir afskræmdar og aftur- gengnar. Það getur að v?su orðið list út af fyrir sig, að kjósa sér þannig orð af hvers manns tungu. Skrifi Jón og yrki lengi má búast við, að hann geti orðið að minsta kosti nafnkunnur íyrir, að gera þannig verk sín að safn þró annara manna orða og hugsana, jafnvel þó búast megi við, að seinni tfma fræðimenn kjósi heldur, að lesa verk hans á fruœmálinu. J. B. segir, að ritstj. Dags hafi skrifað um Ijóð sln af nautzku (Helgi Péturss.) og sauðsku og af dilksvana. Þetta er nú ekki rétt. Þeir sem ráða Tímanum og Degi eru ekki einir um þetta álit. Þeir álfta nú heldur ekki J B. það heljarmenni f pólitíkinni, að hann megi hugsa sér, að þeir láti þá afstöðu neinu ráða um dóma sfna. Tii sönnunnar þvl, að fleiri líta svona á þetta, skal hér birt stutt bréf frá Guðm á Sandi til ritstj. Dags, með leyfi bréfritarans. Hvað sem segja má um pólitfsk skrif _ Guðmundar, gefur Dagur honum hiklaust viðurkenningu fyrir því, að Ijóð s/n yrkir bann oftast vel og oft ágætlega vcl. Varla verður honum brugðið um nautzku í þessu efni eða að hann sé dilkur Tímans. Hann skrifar: »Jónas minn. Eg má til að senda þér hýru mína fyrir ritdómana um Jón Bj. og Davíð, — kvæði þeirra. í þeim ritdómum er svo maígt verulega vel sagl, að mér var ánœgja að *< Þetta er orðið lengra mál, en Dagur hefði kosið. En honum fanst nauðsyn bera til, að veita þeim manni ofanfgjöf, sem eftir að hafa gefið út lélega kvæðabók, þar sem f er að finna skrfpamynd af annara manna kveðskap, rfs þar á ofan upp f fólslegri reiði yfir þvf, að fá ekki eindregið lof. Svo mjög mæðir nú á smekk íslendinga fyrir fögrum Ijóðum, að full ástæða væri, til að taka slfkan kveðskap sem Jóns og þann, sem er þar fyrir neðan, til rækilegrar meðfeVðar. Litlar Ilkur eru til, að frá Jóni megi værda kveðskapar, sem verulegur fengur sé f fyrir þjóðina. Þessi foss- niður, sem syngur í þeirri sveit og þær óafvitandi eftirstælingár, scm sá fossniður veldur, sýna, að hann skortir þá frumlegu skáldæð. Hann mun því verða að sætta sig við það sæti, sem * Leturbr. Guðmundar, Ritstj, Digur hefir bent honum á, — ofan við leirskáldin, en neðan við skáldin.— Hann er einskonar millibilsvera. Það mætti llkja honum við hinn »vantandi lið< milli manna og apa, en sem Is- lendingar heiðu vel þolað, að vantað heíði lengur. í Ijóðllnunum, sem eru tilfærðar f upphafi þessa máls, hefir J. B. kveðið sín eigin Ijóðskálds-eítirmæli. Með hæfi- legri lagfæringu færi bezt á, að þau væru látinn hljóða svona: Hann vildi út, — — Fjaðragnýr annara útþrána jók. Hann vildi út. — Og vængina skók. Og sfðan ekki söguna meir. — r A víðavangi. Fyrirspurn. Eins og kunnugt er orðið, hefir staðið til, að ritsfmastöðin hér á A^uteyi ytð' flutt í hið nýja húsnæði, sem útbúið hefir verið fyrir hana á miðhæð pósthússins. Um síð- astliðin mánaðamót var húsnæði þetta, sem er hið vandáðasta með miðstöðvar- hitun og raflýsingu, altilbúið. Nú er það, að sögn, hitað upp hvern dag eins og hinar hæðir hússins, sem mun vera nauðsvnlegt, til að verja það skemdum, en það stendur autt. Nú með þvi að meginþorri bæjarbúa hefir hugsað gott til þessa flutnings, en engin merki sjást framkvæmda, leyfir blaðið sér að beina eftirfarandi spurn- ingum til þeirrs, er hlut eiga að máli og óskar eftir svörum: 1. Hvað hamlar fiutningi stöðvar- innar ? 2. Hvenær má vænta þess, að hún verði flutt? wGaffelbÍfer", sem líka mætti nefna munnbita og væri þó ef til vill réttast að kalla síldarbita, er Ásgeir Péturs- son nýlega byrjaður að íramleiða. Eiu þeir gerðir með þeim hætti, að krydd- sfld er flett roði og beindregin og sfðan bútuð niður í blikkdósir og lögð þar f ávsxta og kryddsafa. Ásgeir kunni sig svo vel, að hann sendi Degi éina af þessum dósum. En ritstj blaðs- ins fór þegar með hana milli nokk urra kunningja sinna og er skemst af að segja, að hver maður, sem bit- arnir voru boðnir, gapti móti þeim eins og grátitlingsungi f hreiðri. Var endaekki laust við, að ritstj. Dags þyrfti að verja hendur s'nar, þar sem menn gerðu sér um of dælt við hann. Luku allir upp sama munni um, að bitarnir væru hið mesta lmossgæti. Þeir eru Kryddsild. Prima kryddsíld í heilum tunnum eða smá skömtum — eftir vild — fæst hjá Ásgeír Péturssyni. lagðir f dósir af smekklegri gerð, þar sem á er vörumerki Ásgeirs, en það er: sfld, dregin gegnum fangamark hans. Fyrir verkinu stendur Ólafur Þórðarson, sem síðastl. vetur var f Svíþjóð, til að kynna sér slfka og fleiri meðferðir síldar. Þessir »gaffelbiter« eru ætlaðir til sölu utan lands og innan. Smérlíkisgerðin hér f bænum er tckin til starfa. Hún er í neðri hæð Bíóbyggingarinnar við Hafnarstr. Vélar eru þar allar af nýustu gerð og hinar vönduðstu og þar á meðal vél, sem gerilsneyðir mjólkina. Verksmiðjan gengur að mestu fyrir rafmagni, Hún kostar, að sögn, um 40.000 kr. Fyrir verkinu stendur ungfrú Anna Friðriks- dóttir frá Bakka, sem er vön smér- líkisgerð frá Rvik. Smérlfki þetta þykir ágætt og ættu kaupmenn bæjarins að hlynna að þessum innlenda iðnaði fremur en útlendum.— í stjórn fyrir- tækis þessa, sem ber nafnið »Smér- Kkisgerð Akureyrar* eru : Anton Jóns- son, útvegamaður, Jón E. Sigurðsson, kaupm. og Jakob Karlsson, kaupm. Fyrirspurn út af Kettollsmálinu hefir Degi borist frá einhverjum Eyfirð- ingi. Er hún þess efnis, á hvern hátt bændum þeim, sem hafa selt kaup- mönnum og öðrum fé á fæti, yrði bættur upp tollurinn, ef hann fengist bættur upp úr rfkissjóði, samkv. kröfu Timans. Nú með þvf að aðalatriði þessa máls er óútkljáð og mjög á huldu, virðist ekki tímabært, að svara aukaatriðum þess. Fyrirspurnin verður því geymd og henni svarað, frá sjónar- miði blaðsins, þegar sýnt þykir, að tollurinn fáist bættur upp úr rfkissjóði, eða á annan hátt.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.