Dagur - 23.12.1922, Page 1
DAGUR
kemur út á hverjum fimtudegi.
Kostar kr. 6.00 árg. Qjalddagi
fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast
ritstjóri blaðsins.
V. ár.
Akureyrí, 23. desembtr, 1922.
AFOREIÐSLAN
er hjá Jónl l>. IÞdr,
Norðurgðtu 3. Talsími 112,
Uppsögn, hundin við áramót
sé komin til afgreiðslumanns
fyrir 1. des.
j 51. blað.
Sleðileg Jól!
Jarsælt nýtt ár!
áatirtes llaj'atcin.
Við lát Hannesar Hafsteins ryðja
sér til rúms í hugum manna minn-
ingar um stóra atburði í landinu
og um stórmenni, sem hætti að lifa
með þjóðinni fyrir fimm árum síðan
og er nú fyrir fáum dögum að fullu
skilinn við þetta líf. Viðskilnað þessa
manns hefir að borið með öðrum
hætti en.þeirra manna annara, sem
þjóðin getur með réttu talið sína
fremstu menn. Um fall hans blikar
ekki Ijómi fræknleika foringjans, sem
fé!I í síðasta og vasklegasta áhlaup-
inu. Fyrir fimm árum sloknaði gáfna-
Ijós hans og síöan hefir um minn-
ingu hans verið reifað rökkrí hljóð-
láts sársauka, þar sem hefir verið
talað í háífum hljóðum um hann,
glæsimanninn, þjóðskáldið, stjórn-
málamanninn.
þrátt fyrir fimm ára ömurlega
auðn í stórglæsilegu og athafnaríku
Iífi þessa manns orkar dauðinn
sjálfur því, að vekja þjóðina til skiln-
ings á þeirri skyldu sinni, að minn-
ast þess, að hún hefir átt mikinn
mann, sem nú er dáinn. Þjóð, sem
er rík að viðfangsefnum en íátæk
að foringjum, má ekki f vanrækja
þann þátt í vitundarlífi sínu, þar
sem von vakir um handleiðslu góðra
manna gegnum vandamál framtiðar-
innar. En sá þáttur er unnin úr
minningum um og þekkingu á
nokkrum ágætismönnum, sem guð
hefir gefið þessari fámennu þjóð.
Þó getur æfisaga Hannesar Haf-
steins ekki orðið rakin hér, né hann
oröið skilinn, svo sem þyrfti að vera.
Aðeins örfáir megindrættir eru nauð-
synlegir, til þess, við dánarkveðju,
að glöggva yfirsýn um endaðan
æfiferil. Hann á kröfu til meira
rúms og betri skila í bókmentura
okkar, en hér er ráð á. Væntanlega
lætur Söguþjóðin hann ekki liggja
óbættan hjá garði.
Hannes Hafstein er fæddur á
Möðruvöllum í Hörgárdal 4. des.
1861, sonur Péturs amtm. Havsteens
og konu hans Kristjönu Gunnars-
dóttur frá Laufási, sem iifir son
sinn í hárri elli, 86 ára gömul.
Hann varð kandídat í Iögfræði 1886.
Arið 1889 varð hann landritari og
sýslumaður í fsafjarðarsýslu 1895.
Hann kom fyrst við stjórnmál hér
á landi á Þingvallafundi sumarið
1888. Var kosinn þingmaður fyrir
ísafjarðarsýslur árið 1900. Var strax
á þingi 1901 kjörinn fulltrúi og
sendimaður Heimastjórnarfíokksins
á konungsfund. Kyntist þar fremstu
stjórnmálamönnum Dana. Mun sú
viðkynning hafa átt sinn þátt í því,
að árið 1904 var hann skipaður
ráðherra íslands og hélt því sæti
þar til árið 1909 Varð síðar ráð-
herra frá 1912-1914. Hann féll viö
kosningu í ísafjarðarsýslu árið 1902
en var kosinn árið eftir þingm. Ey-
firðinga og hélt því þingsæti þar
til árið 1916, að hann varð lands-
kjörinn þingmaður. Árið 1888 kvænt-
ist hann Ragnheiði dóttir Stefáns
Thordarsens prests í Vestmannaeyj-
um en kjördóttur Sigurðar Melsteðs,
Iektors. Hann misti konu sfna 1913.
Eítir hann lifa sjö dætur og einn
sonur.
Haustið 1915 varð Hannes Haf-
stein fyrir mjög alvarlegri heilsu-
bilun, sem ágerðist og síðan 1918
hefir hann að mestu verið rúmfastur.
Ekki mun hann að jafnaði hafa
Iiðið miklar Iíkamlegar þjáningar,
en alvarleg heilabilun/ sem orsak-
aði algert minnisleysi, hreif hann
svo að segja burt úr tölu lifandi
manna. Þó mundi hann það, er
gerðist, áður en heilsa hans bilaði.
Þar sem gera verður ráð fyrir,
að í sál þjóðarinnar og í starfsemi
hennar vaki meira og minna Ijós
viðleitni til framþróunar er mest
ástæða til að festa sjón á fremstu
mörkum. Misstigin spor, undanhald
í bili og ósigrar eru ekki annað en
fórnir á altari mannkynsframfaranna.
Fremstu mörkin eru nýir sigrar,
sem veita nýja fótfestu og stærri
vonir. Stigi þjóðin djarft spor og
fái staðist nýja aðstöðu frarnar á
Ieið en áður, hefir henni þokað í
áltina til stærri sigra. Eignist þjóðin
mikinn mann, er hann fyrirheit um
annan meiri.
Eins og ber að meta þjóðina eftir
fremstu mörkum, ber að meta hvern
mann eftir því, sem hann hefir
komist lengst. Og eftir þeirri reglu
eru engin vandkvæði á, að meta
Hannes Hafstein mikils. Um margt
hefir hann skorið sig úr og hann
hefir stigið feti frarnar, en áður hefir
verið stigið á landi hér.
Baráttumálin gömlu, þar sem
Hannes Hafstein og andstæðingar
hans risu hæst, eru hjöðnuð. Ný
viðfangsefni skifta hugum þjóðar-
innar. Skilningur reynslunnar,—sög-
unnar óbrigðuli sáttasemjari, — slær
nú þegar ljósi sínu víðsvegar yfir
svið þeirra mála og beiskja barátt-
unnar hjaðnar eins og dögg fyrir
sólu. Kærleikans eigin viögangsvon
á jörðu hér, er bygð á þeim skiln-
ingi, sem dauðinn og reynslan
veitir. Sá skilningur er og vígi
réttlætisins. Gamalt ósamþykki horf-
inna deilumála fellur máttvand nið-
ur við þá virkisveggi. Andstæðingar
Hannesar Hafsteins geta metið hann
mikils, án þess að meta sjálfa sig
lítils.
Um það hefir aldrei verið neinn
ágreiningur, að Hannes Hafstein
var skáld. Hann var fremur róman-
tískt skáld en raunsætt. Þrek og
djarfmannleg lífsgleði einkenna
kvæðin. Hann var ekki djúpsækinn
í skáldskap, heldur brattasækinn og
um það gefið, að fá hátt sjónarmið
til yfirlits í ríki náttúrunnar. Vegna
óvenjulegrar lífsbirtu, sem var um-
hveifis hann, var hann glöggskygn
á fegurðarmyndir náttúrunnar og
komst mjög framarlega í því, að
fella þær myndir í umgerð Ijóð-
Iistarinnar.
Um stjórnmálamensku Hannesar
Hafsteins hefir verið mikill ágrein-
ingur. Tvö mál ber hæst í deilunum
frá hans stjórnartíð, símamállð og
sambandsmál Dana og íslendinga.
Hér er ekki hægt að fara langt út
í þau mál. Um fyrra málið virðist
óneitanlega, að Hannes Hafstein
hafi haft rétt fyrir sér en andstæð-
ingar hans rangt. En það eitt verður
ekki metið honum til mikils vegs-
auka, né þeim til hins gagnstæða,
með því að málið orkaöi mjög tví-
mælis á þeim tíma, sem um það
var deilt. Hannes Hafstein vex ekki
eins mikið á sínum málstað, þó
góður reynist, eins og á sókn þess
máls, sem síðar verður vikið að.
Um síðara málið er engum manni
fært að dæma. Reynslan er svo stutt
og úrskurður hennar er I framtíö-
inni. I því máli var boginn spentur
meira, en hann taldi rétt (1908).
Móti málstað hans mæla þau hugs-
unarréttu líkindi, að viðráðum ald-
rei við það viðfangsefni, að vera
sjálfstæð þjóð, fyr en við höfum
viöfangsefnið sjálft í höndum. Með
þvi er ekki sagt, að við verðum
menn, til að ráða við það viöfangs-
efni, né heldur er af tekið um það.
Með málstað Hannesar Hafsteins
mælir sá alkunni sannleikur, að fjár-
hagslegur grundvöllur þjóðarinnar
var veikur og atvinnuvegir hennar
ýmist í rústum eða bernsku. Áð
fenginni þeirri niðurstöðu, er hann
taldi viðunanlega, mun hans hug-
sjón hafa verið sú, að þjóðin tæki
sér 25 ára hvíld í stjórnmálarifrild-
inu við Dani, sem hún eyddi svo
miklum kröftum í og sneri sér að
innanlands málum. Úrskurði reynsl-
unnar er einsætt að hlíta fremur en
getspeki núlifandi manna um það,
hvernig sjálfstæðisbaráttu okkar, sem
nú fyrst er í alvöru byrjuð, reiðir af.
Óháðri athugun virðist stjórnvizka
Hannesar Hafsteins ekki hafa verið
svo ótvíræð, að hann fyrir þá sök
eina gnæfi hátt fyrir sjónum þeirrar
kynslóðar, sem nú lifir. Aðrir hæfi-
leikar hans lyfta honum hærra. Þeim
hæfileikum er bezt lýst með einu
orði, sem alt af verður bundið við
nafn hans. Hann var foringi. Gáfur,
glæsimenska, mælska safnaði um
hann liði. En mestu orkaði þó um
fylgi við hann og um framgang
mála, að hann skildi hlutverk foringj-
ans og brást því ekki. Hann átti sterk-
ann vilja og hann átti haröan hnefa,
sem hann þorði að leggja á botðið á
úrslitastund. Þetta kemur Ijósast fram
í símamálinu og verður því að at-
huga það nánar.
í því máli átti Hannes Hafstein
við andstæðing að etja, sem var
Iíka mikiimenni og þorði að leggja
hnefann á borðið. Björn Jónsson
fylgdi andstöðunni fram ekki með
neinni hálfvelgju. Fyrir hans atfylgi
brá til þeirra tíðinda hér á Iandi,
sem fátíð eru, en mannsbragur er
að. Hann kvaddi upp til fylgdar
við sig bændur og búalið á túna-
slætti, til þess að riða í fylktu liði
á hendur ráðherranum og mótmæla
ráðstöfunum hans í því máli? Þá
var ókyrt í landinu og ofsi deil-
unnar náði tökum í hvers manns
huga. En á þeirri stundu óx Hannes
Hafstein mest. Hann setti hnefann
fyrir brjóst ofstoþanum og mælíi þau
orð, er að margra dómi þóttu stappa
nærri dauðasök: «Við hirðum ekki
um goluþytinn utan af Iandinu, þetta
mál skal fram.«
Von er að sú þjóð, sem hefir
öldum saman, að miklu leyti haft
Danahatur að stjórnmálalegu viður-
væri á aðra hönd en á hina skiln-
ingslítinn rembing fornrar frægðar
og er fyrir þá sök orðinn full af
fyrirsjálftilli þverúð, léti sér blöskra
slík ummæli eins og á stóð. Hjá
þjóð, sem hefir verið misþyrmt