Dagur - 23.12.1922, Blaðsíða 3

Dagur - 23.12.1922, Blaðsíða 3
51. tbl. Þegar ekki er hægt að öðlast, það sem við þráum, þá er að bjargast við það, sem fyrir hendi er. Og sérhvað fagurt, sem þú átt í sjóði minninga þinna, fegrast og vex, þegar þú hagræðir því með sakn- aðarins mildu handtökum. Og geisla- brotum vona þinna er ekki heldur á glæ kastað, því lífið á sér ótæm- andi úrræði beggja megin grafar. Eitt bregzt aldrei. Að baki þrá- látrar vorþoku bíða hásumarsins heiðu dagar. Er ekki öll sorg að- eins þoka? Geturðu annað, en hrifist með í fögnuði jólanna? Ómandi af barna- gleði hallar jörðin sér í himinsins djúpa faðm. Vissulega getur þú al- drei orðið einn og eftir skilinn, því það, sem er átt og unnað, getur al- drei glatast, meðan hjartað þráir. «Hvað er að harma eða hræðast." „Guð á allar götur," líka þær, sem ekki verða gengnar, án þess að þær verði blóði drifnar. Og á bak við „þokuna" miklu er þó loftið djúpt og blátt. Og eilífðin vefur ljúf sárar minn- ingar í geislaskrúði kærleikans bak við hið dimma haf. /• P' F r é 11 i r. SöngflokKurini) Geysir léctil sín heyra s. 1. laugardagskvöld og fékk góða aðsókn. Tólf lög voru sungin og voru tilkomumest þeirra: »Aod- varpið* og »Hör os Svea«. Yfirleitt má segja að söngurinn tækist vel og að flokkurinn sé orðinn framar vonum samæfður eftir svo stuttan tíma, enda söngstjórinn, Iogimundur Arnason, áhugasamur og ötull. Lfklega tekst söngflokknum betur síðar, þvf margir söngmanna munu hafa verið kvefaðir þetta kvöld. Jólapottar HjálpræBishersins standa nú á gatnamótum og getst nú öllum bæjaibúum (æri á, að leggja sinn skerf fram til glaðningar fátækum börnum á jólunum. Engum peningum verður betur varið á þessum jóium en þeim, sem flytja barnanna hátfð inn á hvert heimili. »ÞaO sem þél* gerið einum afþessum min- um minstu, það hafio þér mér gertl" FisKganga í Hornafirði. Við og við kemur það fyrir að fiskur gengur í stórum torfum inn á Hornafjörð og er út fjarar, liggur hann f hrönnum dauður f fjörunni. Ganga Hornfirðingar þá á rekann og þykjr þar vera fljót- tekið bjargræði. Nýlega er simað þaðan að austan, að ein slfk ganga hafi fyrir skömmu komið inn f fjörðinn meiri, en dæmi eru til áður. Kornmylnu, rekna með raforku, er Kaupíélag Eyfirðinga að setja upp í kornvörugeymsluhúsi sfnu. Innflutt rúg- mél hefir á undanförnum árum þótt reynast misjafnlega. Þessi umbót er þvf afarmikilsverð fyrir íélagsmenn. DAOUR 16Q Japanski drengurinn heitir mynd, sem nú er sýnd í Bfó. Myndin er prýðisvel leikin og ekki gersneidd góðum áhrifum. Bókasafnið verður opið til lestrar milli jóla og nýjárs dagana 28. 29. og 30. des. kl 1 — 7 e m. Fyrirspurn. Varðar það við lög, að reka bú- pening sinn víkum saman og vetur eftir vetur f land annars manns, án þess að leita eftir leyfi til þess, þegar enginn ftaksréttur er til, sem heim- ilar það í Bóndi. Já. Svar: Ritstj. Pakkarávarp. Meðal hinna mörgu, sem áttu um sárt aö binda eftir mannskaðann mikla á siðastliðnu vori, vorum við eiginkona og móðir Lúters Olgeirs- sonar frá Vatnsleysu í Fnjóskadal, sem druknaði á mótorskinu „Aldan" um miðjan maí mánuð. . Þar eð margir bæði fjær og nær hafa sýnt okkur hjálpsemi og hlut- tekningu í raunum okkar ogörðug- leikum, viljum við hér með votta þeim öilum innilegustu þakkir okkar. Nefnum við sérstaklega bræður hins látna, Karl O'geirsson kaupmann á ísafirði og Vilhjálm Olgeirsson í Reykjavík, sem hafa hjálpað okkur með rausn og ráðiðfram úr, er við vorum í vanda staddar. Bæði þeim og öðrum velgerðar- mönnum okkar, sendum við hjart- •anlegustu þakkir og biðjum guð að gefa þeim gleðilegt nýár og endur- gjalda þeim okkar vegna. Vatnsleysu 14. des. 1922. Pótunn Pálsdðttir. Margrét Jónasdðttir. Útsölumenn Dags eru vinsamlega beðnir að senda til ritstjórans það tem bjá þeim kann að liggja af eftirgreindum tölublöðum Dags. Árið 1920: 1. 3 og 8. tbl. — 1921 : 2. 4 40. 43. 45. og 51. — 1922 : 21. og 22. Ennfremur eru þeir kaupendur, sem ekki hirða um að halda blaðinu sam- an, en kynnu að eiga greind tbl. f góðu ástandi, beðnir að eftirláta blað- inu þau gega hárri borgun. Ritstj. Sandfoksbyl og hríð þótt herði, hlífð fyrir augun veita þér — af beztu gerð, með gæðaverði gleraugun, sem fást hjá mér. Kristján Halldórsson Tapast hefir reiðbeizli, með stungn- um Ieðurtaumum á leiðinni frá Höepfners- vérzlun út að pósthúsinu. Finnandi beðinn að skila því til Ármanns Tómassonar, Lækjargötu 6, gegn góðum fundarlaunum. f®) í@) f§) 0 0 Gleðileg Jól! 0 0 0 0 0 0 ii Farsælt nýtt ár! ::: Ódýrir hnakkar. Undirritaður hefir á boðstdlutn nokkra útlenda hnakka úr ágætu leðri, mjög vandlega gerða, er seljast við afarlágu verði. — Skal þvf öllum þeim, er þurfa að fá sér hnakk, bent á, að athuga þessa hnakka, áður en þeir festa kaup á dýrari hnökkum annarsstaðar. Akureyri, 23. des. 1922. Carl jóh. Lilliendahl. Gleðileg jól! Farsælf f nýff f1 ár! Pökk fyrir viðskiftin á liðnu ári. Guðbjörn Björnsson. Hér með er skorað á alla þá, er skulda útbúi Landsverzl- unar á Akureyri, að greiða að fullu fyrir næstu áramót, ella mega þeir búast við, að skuldirnar verði innheimtar með lögsókn. Akureyri, 20. desember 1922. Landsverzlun. Yfirlýsing:. Með því að mér hefir verið eign- að kvæði, sem prentaö er í Erfi- minningu séra Matthíasar og und- ir er sett Sig. Guðmundsson, lýsi ég yfir því, að ég á ekkert í því né öðrum ljóðum, er birtast kunna með því nafni, eða öðrum, undir. Akureyri, 21. des. 1922. Sigurður Guðmundsson, skólameistarí. Silkisvunta hefir tapast 7. þ. m. á Hafnar- str. milli Höepfnersverzl. og Samkomuhús- ins. Finnandi beðin að skila henni f Sam- komuhúsið gegn fundarlaunum. Gúmmiskór mikið ódýrari en áður haia þekst hér í bæ. Gúmmí- stígvéí á kr. 18.50 þarið, komu meö e. s. Goðafossi tii Kaupfélags Eyfirðinga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.