Dagur


Dagur - 04.01.1923, Qupperneq 1

Dagur - 04.01.1923, Qupperneq 1
DAGUR kemtir út á hverjuni fimtudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagí fyrir 1. júlt, Innheimtuna annast ritstjóri blaðsins. VI. ár. Akureyri, 4. janúar, 1923. AFOREIÐSLAN er hjá Jónl l>. J>ór, Norðurgðtu 3. Talsími 112, Uppsðgn, hundin við. áramót sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. 1. blað. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu víð fráfall og: jaroarför Hannesar Hafstelns. Reykjavík 27. desember 1922. JWóðir ogJbörn. I^HHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHiHHHHHHHHHHHHHHiHHHHHHHHiHHHHHHH A r a m ó t. Qóð venja er það, að líta til baka yfir hvert liðið ár, sem hverfur í for- tíðina. Það verður hverjum, sem hefir náð nýrri hjallabrún á brattans leið, að líta yfir farinn spöi. Og athygli, veitt hverjum áfanga, glöggvar sýn yfir alla leiðina. Frá nýári var veturinn mjög mildur en brá til þráiátrar kuidalíðar með vorinu. Jörð var því sein tii sprettu og spretta fremur rýr; náigaðist þó meðallag á túnum en ekki á engj um. Vtö það bættist, að fremur var votviðrasamt um sláttinn og þurkar mjög strjálir og stopuiir. Heyfengur varð því minni en i meöallagi um alt Noröurland og vfðar. Meö haust- inu geröi beztu tíð. Var vetur tii nýárs næstum ómunagóður og gekk búfénaður sjálfala um alt land. Framganga búfjár að vorinu var mjög góð og kom fé af afréttum óvanalega feitt og vænt. í Þingeyjar- sýslu og víðar voru dilkar þyngri en dæmi eru tii áður. Kom þessi vænleiki fjárins bænduui mjög í góöar þarfir. Aflabrögð voru góð á árinu og einkum var þorskafii viö Vestmanna- eyjar og í Faxaflóa stórkostlegur. Síldveiöin gekk og fremur vei. Á þessu ári tóku menn upp nýja veiði- sókn hér við Eyjafjörð, en hún er sú, að drepa hreínur innfjaröar og sækja veiðina á bátum. Hafa mörg þessi dýr verið drepin á árinu og ekki iaust við, að sumum þyki keyra úr hófi þetta hrefnudráp. Slysasamt var á árinu og urðu stórslys á sjó. í marz strandaði i Súgandafirði skipið »Talisman“ frá Akureyri og fórust tólf menn. í maí gerði ofsaveður fyrir Norðurlandi. Fórust þá tvö fiskiskip frá Akureyri með allri áhöfn, »Aldan« og «Mari- anna". Enn fórust í sama veðri, 1 skip frá Siglufirði og 1 eða 2 frá ísafjarðardjúpi. Auk þess uröu á vertíöinni stórkostlegir skipskaðar og manntjón sunnan lands. Fyrir því urðu margar eiginkonur ekkjur og mörg börn fööuriaus á árinu. Verzlunin var þjóðinni mjög óhag- stæð á árinu eins og á tveim næst- síðustu árum. Framan at gekk ali- vel með fisksöluna en lakaðist eftir þvf sem á ieið og f haustkauptíð virtust aiiar íslenzkar vörur vera næstum óseljaniegar. Ullarsaia Sam- bandsins hafði þó gengið langt um vonir frara. Fengu bændur um 50 aurum meira fyrir ull sína í kaup- félögum en hjá kaupmönnuiu. Smám saman rættist og úr sölu annara Iandbúnaðarafurða og ketverð fór hækkandi undir áramótin. Síidarsal- an gekk mjög báglega framan af, en rættist úr allvel. Munu útgerðar- menn yfirleitt hafa staðist allvel, enda seldu alimargir þeirra síld sína nýveidda og sluppu þannig við áhættuna. Lakast hefir gengið með fisksöluna. Tatrö er, að meiri hlutinn af öiium fiskinum sé hönd- um Coplands hins enska og liggja miklar birgðir af þeirri vöru í um- boðssölu á Spáni. En yfirfyltur markaður orsakar trega sölu og verðfali. Afkomabænda mun reynast nokkru betri að árinu iiðnu en á tveimur næstliðnum árum. Síidarútvegsmenn munu og standa betur að vigi en togaraútgeröin mun eiga mest í vök að verjast. Veidur því hinn þungi skuidabaggi, sem hvíiir á út- geröinni. Fjárkreppan hefir lítið iinað takið. Öröugieikar íslandsbanka verða æ ábærilegri. Stórtap útvegsmanna og stórkaupmanna er nú að koma í ljós. Því er tátið ómótmælt at bank- anum, að hann hafi nú þegar gefið ýmsum mönnum upp skuldir, sem til samans nema um 5 milljónum króna. Viöfangsefni næstu ára verður að reisa bankann við á traustum grunni undir alinnlendri stjórn og ströngu eftirliti. Heilsufar hefir verið allgott. Engar skæðar farsóttir hafa gengið yfir. Kvefsóttir hafa þó verið all þrálátar og slæm háisbölga hefir verið nokk- uð viðvarandi. Barnaveiki hefir, eins og næstliðið ár, gert vart við sig, einkum við Eyjafjörð. Að öllu athuguðu eru horfurnar ekki eins kvíðvænlegar fyrir iand- bændur og um síöustu áramót Er- iendar vörur hafa fallið allmikið í verði og bændur hafa iært af reynslu undanfarinna ára og eru gætnari í viðskiftum. Yfir höfuö eru þó fjár- hagshorfurnar mjög ískyggiiegar. Einkum er vandséð á hvern hátt bankamálum pjóöarinnar verður komið í gott horf. Haldi þjóðin vel á stillingu sinni og gætni, er mikil von um, að úr rakni þeim vanda, sem henni er á höndum. Ekkert mundi fremur veikja aöstööu hennar út á við og inn- viðastyrk en sundrung og innan lands viöskiftastyijöld. Árásir þær, sem aftur og aftur eru gerðar á Samband Isl. Samvinnufélaga af keppinautum þess, stórkaupmönn- unum og fylgismönnum þeirra, mundu gera hið mesta þjóðarspeil, ef áhrif hefðu, til að sundra þvf liði, sem með samtökum stendur gegn áföllum. Allar slíkar árásir á einstök veizlunarfyrirtæki landsmanna, sem starfa á eigin ábyrgð og ieita við- náms, eru í hæsta lagi óréttmætar og skapa þeim, sem fyrir þeim standa, þunga óbyrgð. Friðsamleg viöleitni að reisa sig við og óbifanleg trú á sigur bjargar þjóðmni frá gjaldþroti og ekkert annað. Eldgos i Ösk/u. Það var föstudaginn 17. nóvemb. s. 1., að eldroði sást (yrst á lofti úr Mývatnssveit yfir Dynjufjöllum austan til. Sunnanátt var og léttskýjað loft; sást roðinn þvl víða að bér norðan og austanlands. Flestum fréttum og tll- gátum bar saman um, að eldurinn mundi vera norðan Vatnsjökuls, og miklu austar en öskugosið, er fór fram fyrrihluta októberm. s. 1. Einn- ig bentu Ifkur til, að þetta gos væri ekki i jökli, því að engin aska sást né gufumökkur, svo heitið gæti. Eldroðinn sást alla laugardagsnótt- ina og virtist mestur undir morgun- inn Þegar birti á laugardaginn gekk eg suður á Sellandafjali. Veður var bjart og gott skygni þaðan um há- daginn. Eg hafði góðan sjónauka — klkir — en gat þó hvorki greint gufu né eld yfir Dyngjufjöllum, þar sem bjarminn hafði séðst um nóttina. En roða bar yfir austurhorn fjallanna, jökulinn og Kverkfjöll. Næsta dag á eftir varð eldsins eigi vart. — En sunnudaginn 2b. s. m. um hádegi virtist mér gufumökkur rjúka upp úr Dynjufjöllum á sama stað og áður. Svo sveipuðust fjöllin þoku, sem huldi þau næstu dægur á eftir. Viku sfðar, sunnudaginn 3. des., bjuggust þrfr menn úr Mývatnssveit f leiðangur til eldstöðvanna. Voru ( þeirri för, auk mfn, jóhannes Sigfinns- son bóndi á Grímsstöðum og Sigurð- ur Jónsson á Bjarnastöðum; voium við vel búnir að skóm og nesti, því að búast mátti við viku útilegu á öræfunum og göngu yfir endilangt Ódáðahraun. Tjald höfðum við og hit- unartæki (prfmus). Allan útbúnað og föng til fararinnar bárum við á bak- inu, og hafði hver fyrir sig ca. 20 kg. þungan bagga. Óaugsandi var að koma hesti yfir hraunið þá leið, sem við ætluðum; enda var nálega auð jörð og dágott að ganga. Stefndum við frá bygð beinustu leið suður með Biáfjalli á norðausturhorn Dynjufjalla. an inn < ókunn lönd. og óbygðir, sem aðeins útilegumanna- og þjóðsögur og slðar náttúrufræðingar hafa lýst. Það er svo undarlega hressandi að svipta af sér öllum böndum við bygðina og dægurþrasið og svlfa inn f aðra bygð — hallir álfa og landvætta í ódáða- hrauni. Svo mælir Stefán frá Hvfta- dal: Langt til veggja — heiði hátt. Hugann eggja bröttu sporin. . . . Að kveldi fyrsta dagsins vorum við komnir að syðstn leitarmörkum gangnamanna;. og tjölduðum á sandi undir hraunborg skamt frá Fjárhólum- — Daginn eftir áttum við leið um einn ógreiðasta og versta kafla hrauns- ins, vestur af Kollóttudyngju og Herðu- breið; og máttum neyta handa sem fóta til að klifrast yfir kambana og verjast falli. Hinn ferlegi eldgfgur f Kollóttudyngju, sem Þorvaldur Thor- oddsen lýsir I »Ferðabók« sinni, hefir verið hér ósleitilega að verki f fyrnd- inni. En við náðum ómeiddir úr hraun- inu að norðausturhlfðum Dyngjufjalla, og fengum miklu sléttara undir fæti suður með þeim að austan. Þar heflr leysingavatn og skriður borið sand og aur niður f hraunið úr fjöllunum. Sumstaðar fórum við yfir hraunstrauma — háar rastir — sem höfðu runnið niður um skörðin, milli hnúkanna á undirhlfðum fjallanna, en breiðst svo út í hraunið neðar á sléttunni, Gjá eða renna er eftir endilöngum hraun- hryggnum, en smákvfslar eða æðar út Hraunið og baggínn gerðu sitt til að tefja gönguna og þreyta okkur; en hugurinn örfaði og létti sporin. Æfin- týraþrá og könnunar seyðir mann jafn-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.