Dagur


Dagur - 11.01.1923, Qupperneq 1

Dagur - 11.01.1923, Qupperneq 1
DAGUR kemur út á, hverjum fimtudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagl fyrir 1. júlí. innheimtuna annast ritstjóri blaðsins. VI ár. Akureyrl, 11. janúar, 1923. AFQREIÐSLAN 4 er hjá Jónl I>. I>ór, Norðurgðtu 3. Talsími 112, Uppsðgn, hundin við áraraót sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. 2. blaö. J^okkur rök um íslenzka stjórnarhætti. Qatnall og nýr vandi. Mannkyninu hefir á öllum öldum iiðið meira og minna illa og stund- um afarilla. Meginorsökin er ekki fátækt jarðarinnar, heldur ilt sambýli. Á jörðunni hafa fæðst og búið svo tiltölulega fáir góðir sambýlismenn. Mönnum hefir ekki skilist nauðsynin á samstiltum hugum og samtaka höndum. Menn hafa Iagt öllu meiri stund á það, að gerast duglegir ræningjar hver í annars lífi; ræna hver annan friði og fjármunum. Sambýli manna á jörðunni hefir verið meira háð lögum samkepni en samvinnu. Sú undarlega heimska drottnar enn um öll lönd, að lífs- ánægjan og farsældin fáist með því, að menn troði skóinn hver niður af öðrum í samkepni. Menn eru enn yfir höfuð óvitandi um það, að þeir hafi ódauðlega sál, en þeir gera sér Ijósa grein fyrir líkamskröfunum og þeir fullnægja þeim að mjög miklu Ieyti eftir sömu lífsreglum og dýrin. Samkepnin er spenniafl, sem hvetur til stórra átaka. Hún er óforsjál, bruðlunarsöm og svo oft bygð á rangsleitni. Hún dæmir sig ávalt sjálf og fullnægir sínum dómi. Ofur- kapp hennar leiðir ávalt til skelfi- legra úrslita fyrir einstaklinga og þjóðir. Heimsslys og allra þjóöa böl eru gjöld hennar og ávextir. Um það verður ekki deilt, að nú sem stendur líöur mannkyninu afar- illa. Öfgar samkepninnar hafa enn æinusinni orðið menningunni að fótakefli, vegna þess aö sú menning, sem er bygð á rangsleitni, fær aldrei staöist. Og enn rís samkepnin upp úr sínum eigin rústum. Enn fæðist mannkynið til nýrra morgunvona, til þess, að afliðnu hádegi, að steyp- ast í nýja eymd og harma- Svo fjarri eru menn því, að skilja hver er hin rétta orsök ógæfunnar, að þeir, í stað þess aö ganga til sjálfs- rannsóknar, leggja alla stund á, að velta sökum hverjir á aðra. Nú er það jafnvel taliö nauðsynlegt til viðreisnarheiminum, að pína heilar þjóðir til dauöa. Tiltöluiega fáir menn láta sér hugkvæmast, að megin- orsökin eru sljóar siðferðishugmyndir og alment siöferðislegt þrekleysi; að mennirnir eru iélegir sambýlis- menn, með öðrum oröum: vondir menn. l-jóst er, að aldrci verða misfellur sambúðarinnar lagfærðar til fulls með ytri formum. I þá átt beinist þó að mestu viðleitni mannkynsins til umbóta. Þjóðirnar eru sifelt að leitast við, að bæta úr þeim ókjör- um, sem þjaka mannkyninu, meö breyttum lögum og stjórnarháttum. Hersar, jarlar, herkonungar, léns- mannavald, einvaldskonungar, keis- arar margra þjóðlanda, þingbundin konungsstjórn, lýðveldi, öreigaveldi hejir komið hvað í annarsslóð. En vandi málsins Ieysist eigi. Samt eru lög og stjórn hið eina vopn, sem beitt verður gegn algerðri upplausn og umbyltingu þjóðfélaganna svo kölluðu. Miklu skiftir þvi, hversu hvorutveggja er beitt. Að finna beztu og einföldustu stjórnarhætti og laga- skipun, er því gamall og nýr vandi á höndum hverri þjóð. Stjórnskipulag Islands, þingbundin konungsstjórn er eins og öilum er kunnugt, það stjórn- skipulag, sem íslendingar eiga við að búa. Verður því ekki lýst hér, enda mun öllum lesendum blaðsins kunnugt um það í öllum höfuð- dráttum. Það er einskonar miðlun lýðstjórnar og konungsvalds, en i reyndinni er vald konungsins orðið mjög lítið. Lýðurinn ræður svo að segja öllu eða þeir meiin, er hann kýs til löggjafar og stjórnar. Þetta skipulag hefir af ýmsum verið mjög rómað. Hér veröur ekki reynt að dæma neitt um ágæti þess, eða saman- burður gerður á því og annarskonar skipulagi þjóöanna. Pað er ekki verkefni þessara ritgerða, að seilast svo langt, að rökræða um allskonar þekt eða ný afbrigöi í stjórnarhátt- um. Jafnvel þó raddir heyrist um það, aö þetta stjórnarfyrirkomulag sé óviðunandi, er vafasamt að á betra væri vöi. Samkvæmt framan sögðu liggur nærri að ætla, að ekkert hugs- anlegt stjórnskipulag geti ráðið bót á vandkvæöum mannamui. Gott hjartalag og bróðurlegur andi verður aldrei fyrirskipaður með tögum svo að gagni komi. Og hvorugt mun hlíta fyrirmælum stjórnarvalda. Ekkert stjórnskipulag getur komið í veg fyrir yfirtroðslur og áreitni, en það á að tryggja réttingu mála og koma fram refsingu. Síðan Islendingar fengu fult sjálfs- forræði hafa þeir lagt óheilbrigt kapp á, að smíöa stjórnarhætti sína eftir háttum stærri þjóða. Þessu hefir að miklu valdiö óskynsamlegur sjálf- stæðismetnaður einstakra gasprara, Hendrik P. F. Schiöth fyrverandi bankagjaldkeri, andaðist aðfaranótt 6. þ. m. eftir Iétta sjúkdómslegu. Jarðarför hans fer fram Þriöjudaginn 16. þ. m. og hefst meö húskveðju á heimili hins Iátna kl. 1 e. h. Akureyri, 8. Janúar 1923. Börn og tengdabörn- Ættingjum og vinum tilkynnist hér með, að ekkjufrú Ragnhildur B. Methúsalemsdóttir andaðist úr Iungna- bólgu 6. þ. m., eftir stutta legu. Jarðarför hennar er ákveöin fimtudaginn 18. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili hinnar látnu kl. 1 e. h. Akureyri 10. jan. 1923 . Börn og tengdabörn sem hafa teymt þingið á eyrunum. Sú stefna hefir ráöið, að reyna aö sýnast vera stærri en við erum. Af- leiðing þess hlýtur að veröa sú, að við verðum minní en við gætum verið. Allur heimskulegur oflátungs- háttur hefnir sin með margfaldri niðurlægingu. í þvf hefði veriö öllu heilbrigðari metnaður fólginn, að finna stjórnarfari okkar það form, sem einfaldast væri og kostnaðar- minst og helzt í samræmi við þörf og getu svo örsmárrar þjóðar. Það hlyti að vera nokkuö mikilsvert, ef við gætum sýnt umheiminum, hvern- ig iítilii þjóð verður stjómaö i stóru iandi, svo að vel fari á. Hitt er lít- ill vandi, að gerast apakettir á heims- torginu og gera stjórnarvafsið svo tyldursamt og útgjaldafrekt, aö strit- andi bændur og verkamenn eða aörir íramleiðendur kikni undir. Ef þessi þjóð ætlar ekki að láta brjóta i sér bakið með þesskonar stórheimsku- legum aðförum, veröur húnað spyrna þessum oflátungum út úr löggjafar- þinginu (Bjarna frá Vogi o. fi.) S jórnmálamenn okkar hafa fyrir höndum mikið verk, þar sem er að finna þetta form. Þjóð, sem er 90 þús. manna, getur ekki í þessu efni samiö sig að siöum þjóöar, sem er 90 milljónir manna. Slíkt er ein- ungis heimska. f eftirfarandi greinarköflum verður leitast við aö sýna fram á, hversu okkur hefir á ýmsa lund farist óhönduglega stjórnin í landinu. Hversu við biasir efnalegt og sið- ferðislegt þrot á þeirri leið, sem nú er stefnt. t Jiendrik 9. 9. Schiöth, fyro. bankagjaldketi. Þann 6. þ. m. andaðiat á heimiií sínu hér f bænum Hendrik P. F. Schiöth, tæpra 82 ára að aldri. Schiöth var danskur maður að uppruna, en hefir verið borgari þessa bæjar um 54 ár. Kom hann hingað fyrst sem bakari og stundaði þá iðn um 30 ár. Hann var og póstmeistari hér f 25 ár. Sfðan varð hann gjaldkeri Sparisjóðs Akur- eyrar og sfðar gjaldkeri ídandsbanka, meðan heilsa hans leylði. Hann var var kvæntur Öanu Kathrine, mestu myndar- og gæðakonu. Hún andaðist fyrir tveim árum sfðan. Börn þeirra hjóna eru: Axel brauðgerðarmeistari hér f bæ, Carl kaupmaður, Alma, gift O. C. Thorareasen, konsúl, nú í Hófn, Olga, gift Friðjóni Jenssyni iækni og Anna, gilt Kl. Jónssyni, atvinnumála- ráðherra. Hendrik Schiöth var sfðastliðið sumar gerður að riddara af Danne- brogsorðunni. Allir Ijúka upp sama munni um það, að öll störf sfn hafi Sciiöth rækt af sérlega mikilli alúð, samvizkusemi og lipurð; þau hjón hafi verið prýði þessa bæjar, virt af öllum og elskuð af mörgum. Mun fremur sjaldgæft að íólk af erlendu bergi brotið, samþýðist jafn ljúfmannlega íslenzkum háttum og þjóðarkjörum eins og þau bjón gerðu bæði, og sé við æfilok kvatt með jafn einhuga hlýhug og þakklæti, eins og þessi gömlu heiðurabjón.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.