Dagur - 18.01.1923, Blaðsíða 2

Dagur - 18.01.1923, Blaðsíða 2
DAOUR 3. tbl. Þorvaldur Bjarnarsor) í Nópakoti undir Eyjafjöllum. 18. okt. 1833-30. nóv. 1922, Óvfða, ef nokkurstaðar, er náttúru- fegurð meiri á landi hér en undir Eyjafjöllum. Fjöll eru þar margbreytt, há og tignarleg og í skjóii þeirra er bygð móti sólu. Þorvaldseyri ér þar á einhverjum fegursta blettinum. Ef horft er þaðan f norður, getur að Ifta Eyja- fjallajökul teygja sig þar niður milli fjalia og mjallhvftt enni hans skýjum ofar. Jökullinn gerir þarna hvorttveggja í senn, hann bendir á að horfa og hugsa hátt og réttir sveit sinni vatn til frjóvgunar. Og stundum er hann svo örlátur, að ekki er heiglum hent að taka á móti vatninu og færa sér það í nyt. En ef ekki er mannlega tekið á móti gulli hans og gersemum, reiðist hann og tekur með annari hendi það, sem hann gefur með hinni. Þvf eru vfða gróðurlausir aurar undir Fjöllunum. Um tvftugt var Þorvaldur vinnu- maður og reisti bú f Núpakoti nokkru sfðar, þá félftill. Þar græddi hann á tá og fingri. Þorvaldur f Núpakoti keypti jörðins Svarzbæli. Hún var næsta jörð við Núpakot. Þar var tún lftið, en engjar miklar og góðar. Þorvaldur græddi þar upp afarstórt tún á eyri og aurum og f miðju túninu reisti hann sér bæ, er mestur var á landi hér f þá daga og kailaði Þorvaldseyri. Vatni veitti hsnn óspart á tún og engi. Fýrstur manna keypti hann sláttuvel og rakstrar- vél, en enginn kunni þá með að fara og varð þvf ekki gagn að. Þorvaldur bjó rausnarbúi hinu mesta. Gestrisni hans og höfðingskap er viðbrugðið. ÖHum, er að garði bár, æðri sem lægri, var veitt án endurgjalds. Oft var hann stórgjöfull og ekki veit eg, hversu marga stórgripi hann gaf, þeir voru margir. Þjóðskáldið fræga, síra Matthías jochumsson, sagði mér, að þegar hann hefði komið að Odda, hefði Þorvaldur sent sér tvær kýr, aðra skáldinu, hina kirkjunni. Annars gaf hann mest þeim, er bágast áttu. Engin stétt manna er eins óháð og vel fjáðir bændur. Þeir eru konungar, er stundum sagt. Er þá átt við frelsið eitt. En svo er fyrir þakkandi, að landið okkar hefir lfka átt bændur, er áttu >konungshjarta< og blómlegt bú. Þorvaldur var einn þeirra. Enda var hann spekingur að viti. Páll Briem amtmaður, er þekti Þorvald manna bezt, taldi hann lifandi fmynd Einars Þverærings. Hér hygg eg og gáfnafari hans rétt lýst, þótt hann f ráðum og athöfnum hafi stundum fremur virzt minna á Snorra goða. Þorvaldur átti öfundarmenn marga, er reyndu að troða niður af honum skóinn. Þeir reyndu að ófrægja hann og margir trúa fremur illu en góðu. Eitt sinn var rætt um Þorvald á veit- ingahúsi f Reykjavfk. Urðu þar ein- hverjir til að hallmæla honum. Þar var Danfel, faðir dr. Ólafs Danfelssonar. Hann tók málstað Þorvaldq. Það frétti Þorvaldur. Nokkru seinna er Danfel send allálitleg peningaupphæð og hann beðinn að þiggja, en vissi ekki, frá hverjum eða fyrir hvað. Dr. Ólafur hefir sagt mér sögu þessa og að pen- ingarnir hafi verið frá Þorvaldi. Þorvaldur vildi marglauna það, sem vel var til hans gert. En hann þótti lfka nokkuð harðdrægur óvinum. Bezt fanst mér, að hann þættist geta hefnt sfn, ef hann gat gert þá hlægilega eða að minsta kosti orðlausa. Fyrsta sinni, sem sfra Gfsli Kjartansson söng messu f Eyvindarhólakirkju, þótti þá þegar koma f Ijós, að hann væri klerkur góður. Kfrkjufólk kom á heimleið að Þorvaldseyri. Þorvaldur spyr: >Hvern- ig lfkaði ykkur að heyra til nýja prests- ins ?« >Eg hefi aldrei heyrt annað eins,« var svarið. Þorvaldur brosti f kampinn og sagði: >Þá hefir það ekki guðsorð verið. Þú hefir vfst heyrt það fyr.< En þeir höfðu lengi eldað grátt silfur. Þótti kunnugum það lfka auðheyrt á svari Þorvalds. >Misvitur var Njáll < Eins má segja um Þorvald. Hann seidi óðul og eignir undir Fjöllunum, keypti stórhýsi í Reykjavík, togara, hluta f öðrum og gerði út. En útgerðin mistókst. Og Þorvaldur, einn auðugasti bóndi lands- ins, varð félftill í elli. Þá fór hann með sonu sfna austur aftur og reistu þeir bú að Núpakoti. Þar var hann hjá sonum sfnum til dauðadags, 30. nóv. sfðastliðinn, þá kominn fast að nfræðu. Mér hefir verið sagt, að Þorvaldur hafi íyrstur manna hér á landi orðið til þess að kaupa togara og gera út. Honum var það nokkur raunabót, að þeim, er sigldu f það kjölfar, gekk betur. Hann sagði eitt sinn við mig þegar alt gekk sem verst; >Þú sannar, að þarna iiggur fiskur undir steini. Eg verð að hugga mig við, að ein- hver verði til að ná honum.> Eg svaraði: >Þú ættir að vera orðinn ungur. < Mér er minnistætt, hversu augu hans þá leiftruðu og eg sá á svipnum, að hann var þvf samþykkur, en eitt orð sagði hann ekki. Þess er áðut getið, að hann keypti bæði sláttuvél og rakstrarvél og urðu ekki notaðar. En hann átti eftir að sjá tvær sláttuvélar f senn og eina eða fleiri rakstrarvélar, slá og raka á túni þvf og engi, er hann hafði grætt upp, sléttað og ræktað. En nú átti það annar. Sú var þó nokkur bót f máli, að hann sá verki sfnu þar haid- ið áfram. Ólaíur Pálsson, núverandi bóndi á Þorvaldseyri, er talinn ein- hver mestur búhöldur á öllu Suður- landi. Eg heyrði lfka á Þorvaldi, að hann bar mikla virðingu fyrir honum. Það var venja Þorvalds, hvar sem hann gekk, að tfna steina úr götu, ef hann mátti þvf við koma. Þessi iðja virtist vera yndi hans og eftirlæti, eins og barni er leikur. Nú vita allir, að eðli og innræti barnsins kemur oft skýrast f ljós f leikjum þess. Leikir vorir breytast að vfsu. En þó blöð og blóm breytist, sölni og falli, er rótin sama. Hann var félítill f elli sem æsku. Hann endaði að því leyti eins og hann byrjaði. Svo einkennilegur var öldu- gangur hamingju hans. Meira en hálfa öld var hann einhver auðugasti mað- ur meðal íslenzkra bænda. Nutu þar margir góðs af og sjálfur hafði hann sæmd af innan héraðs og utan, svo að ekki sé meira sagt. Og þvf má ekki gieyma, að frægðarspor hvert er stjarna, sem lýsir. Lárus Bjarnasorv Ritfregn. Sigurjón Jónsson: Silki- kiólar og vaðmáls- buxar. Skáldsaga. Rvík, 1922. Sfðasta bók þessa höfundar var >Fagnhvammur.« Aðeins fyrri hluti þeirrar bókar var raunverulegs efnis. Sfðari hlutinn var guðspekilegt draum- flug inn f framtfðina, þar sem lauslega var tekið á efninu og ekki listartökum. í bókinni einkum fyrri hluta hennar voru snildarlegar frásagnir; skarpar myndir dregnar f örfáum dráttum. í þvf lá gildi þeirrar bókar. Hér fellur sögustraumurinn ailur um þektar leiðir. Sagan er raunverulegs efnis, nema hvað inn í frásögnina er til og frá fléttað æfintýrum. Fyrsta æfintýrið um skáldið, sem var að leita að persónum f söguna sfna, virðist ekki á neinn hátt grfpa inn í efni sögunnar og er ranglega sett f bók- ina, þvf það sundrar athygli lesandans á aðalefninu en druknar þó sjáift f bókinni og gleymist. Hin æfintýrin falla inn í efni sögunnar og verður sfðar minst á þau. Höfuðpersónan er Áskell, óskilgetinn sonur Valgerðar vinnukonu. Honum er fylgt frá barndómi til þroskaára. Móðir hans hafði sfðan hún eignaðist hann, >alt afverið að vinna fyrir« hon- um. Ekki kom drengnum umkomu- leysið að meini. Hann hafði góðar gáfur, gott innræti og mikinn kjark. Presturinn f sveitinni kennir honum undir skóla og stælir vilja hans, til að hafa sig áfram. Áskeli þykir mikið vænt um prestinn. Áskell elskar snemma Svövu ferm- ingarsystur sfna, dóttur Eyjólfs í Brekku. En honum stendur beigur af Eyjólfi. Svava elskar Áskel. Áskeli íer f skóla og stundar námið af mesta*kappi og reglusemi. Ást Svövu stælir krafta hans og vilja. Erfiðieikar og fátækt verður léttbært, af þvf að Svava elskar hann. Draumur framtfðarinnar verpur æfintýraljóma yfir erfiði hvers Kðandi dags. Áskell verður stúdent með heiðri og sóma. Hann kemur heim f sveitina sfna. Endurfundur elskendanna er mjög æfintýralegur og fagur. Staðfesta göf- ugrar ástar virðist innsigia fagra sögu, sem framtfðin geymir börnum sakleysis- ins. Og Áskell verður kandfdat 1 guð- fræði og á að vfgjast aðstoðarprestur að Grund, hjá prestinum, vini sfnum. Lffið hefir verið honum gott og hann finnur sig gagntekinn af fögnuði og lffsgleði. Heima á Brekku beið >elsku- lega brúðurin hans.« Þegar búið væri að vfgja hann, ætlaði hann að biðja hennar og þau ætluðu að gifta sig fyrir næstu jól. En Jón, sonur prestsins, var skóla- bróðir Áskels og félagi. Hann var óreglusamur, laus á kostum og lftil- menni. En bjá Áskeli naut hann föður sfns. Þeir voru samrýmdir. Jón áleit kvennamensku og drykkjuskap vera skilyrði fyrir þvf að geta orðið >genf« og lagði ekki á sig nein bönd um það. Þegar lffið brosir sem glaðast við Áskeli, kemur Jón til hans og tjáir honum það vandræði sitt, að hann eigi barn f vonum með Láru. En Lára var vinnustúlka á prestsetrinu, lftilsilgd og >hálfgerður hálfviti.*7 Jón ber sig aumlega og kveðst mundi fyrirfara sér, ef ekki sé unt að fá einhvern annan, til að gangast við barninu. Áskeli rennur þetta mjög til rifja, einkum vegna prestsins. Hann gengur f málið og fer f föðurleit að barni Jóns, leggur sig lágt, hugsar sér sfðan að vinna stórt kærleiksverk, vegna prestsins og jóns og gangast við barninu sjálfur, en gugnar og leitar á náðir Sigga litla fjósamanns. Siggi lætur (illeiðast en kvittur kemst á loft vegna fákænsku Láru. Prest- konan veiðir upp úr henni ummæli, sem hún sfðan dregur af sínar álykt- anir og kemur þeim f munn nokkurra vinkvenna sinna þannig vöxnum, að Askell muni hafa komið fram vilja sfnum við Láru að henni óviljugri. Nú þurfti ekki meira. Áskell er blátt áfram tættur sundur f illu umtali, unnustan segir honum upp, eftir trygð frá barndómi, án þess að kynna sér málavöxtu og heyra sannleikann af vörum Áskels. Hann steypist þegar ofan f hyldýpi örvæntingarinnar og verður vitskertur. Þetta er aðalþátturinn f sögunni. Þó verður þar öðrum þræði vart við annan þátt, sem helzt verður að ætla, að bókin hafi nafn sitt af, Svövu langar alt af >suður< til að sjá sig um og mentast ofurlftið. Eyjólfi föður hennar eru slfkar suðurferðir mjög á móti skapi. Um þetta verður barátta, sem aldrei kveður þó verulega mikið að. Hún er háð í þögn. En þegar löngun Svövu og bænir ætla að verða Eyjólfi, þessum harðlynda búhyggjumanni, um megn, vegna ástar hans á dóttur sinni, er Ása f kotinu honum vfs hjálparhelia. Ása f kotinu er sfprjónandi og sfmas- andi. Gengur með prjóna sfna milli bæja og raular rfmnastökur o. s. frv. En hún kann lfka kynstur af æfintýr- um og þegar Eyjólfi liggur á, ber Ásu að garði eða hún er sótt og þá segir hún æfintýri um ungar óspiltar sálir, sem hafi glatast f gjálffi heims- ins, um ungar stúlkur, sem hafa farið til höfuðstaðarins og komið aftur ger- spiltar o. s. frv. Og hvort sem þessar frásagnir hafa meiri eða minni áhrif á Svövu, veita þær málstað Eyjólfs yfir- hönd f bili. Svava fer aldrei suður. Uppeldi hennar miðar alt til hinnar meqtu steðfestu og sveitatrygðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.