Dagur - 18.01.1923, Blaðsíða 3

Dagur - 18.01.1923, Blaðsíða 3
3. tftl. DAOUR II Um þessa bók má með miklum réttj segja hið sama og um >Fagrahvamm< að á frásögninni eru mjög vfða listar- tök. Má benda á frásögnina um hey- bindinginn á bls. io—17, samtal systr- anna á Brekku á bls. 89—93 o. m. fl. Til og frá f bókinni er ýmislegt svo vel sagt, að sjaldgæft er og hlýtur að vekja eftirtekt. En einmitt þessi listartök og snili- ingseinkenni höfundar f frásögn og stfl gera það mjög eftirsjárvert, að honum skuli hafa farist bygging sög- unnar og úrslit svo úr hendi, sem raun er á orðin. Að dómi blaðsins er ávinningur sögunnar enginn. Þrátt fyrir það að víða skfn á perlur mann- vits og snilli, er aðalhlutverki allra góðra skátdsagna brugðist: að hejja sál lesarans. — Fyrir þessu liggja eftir farandi rök: Fy ir nafni sögunnar er aldrei gerð fullnægjandi grein. Baráttan milli silki- kjóla og vaðmálsbuxna kemur aldrei fram, svo að hún verði neitt veruiega ábæriiegur þáttur f sögunni og sfzt að hún hafl minstu áhrif á úrslit hennar. Svava, sem ætla mætti, að væri fyrir áhrifakyngi Ásu f kotinu og fortölur unnustans, forðað frá gjálffi og glisi heimsins og varðveitt við trygð sveita- festunnar, bregzt lesendunum gersam- lega. Áskéll, sem frá barndómi hefir sefnt að ikveðnu marki með aðdáanlegri mannslund og staðfestu, hagar sér eins og auli, þegar að markinu er komið. Hann fórnar mannorði sfnu og hann stofnar heitorði unnustu sinnar f hættu, til þess að forða vini sfnum, prestinum, frá réttmætum sársauka og koma þvf til leiðar, að hann haidi áfram að lifa blektur og svikinn um 3onareignina. Auk þess er vafasamt, af sögunni að dæma, hvort presturinn hefði tekið sér nær ófarnað sonar sfns en Áskells. Þegar örlagaþungi sögunnar þrýstir á, svo að fyrirsjáanlegt er, að alt hlýtur að enda með skelfingu, er prest- urinn hvergi látinn koma við sögu. Það var nauðsyniegt fyrir höfundinn, til að iáta ait enda sem óskaplegast, en tæplega eðiilegt, að presturinn, sem hafði hvatt og styrkt Áskel frá barndómi, léti sér engu skifta um hagi hans, eftir að illmælið er komið f al- gleyming. Aiiar persónur sögunnar bregðast gersamlega, nema ein. Siggi fjósa- maður einn heidur fuiiri virðingu. Alt sem er satt og gott, bfrur fullan ósigur. Maigur, sem þráir styrk f efasemdum og dimmu lifsins, kastar bókinni frá sér með þessum ummælum: »Vond bók. og vitlaus.* Aftur að bls. 136 er sagan f fram- sókn. Lff og heilbrigður drengskapur krefur þar réttar sfns. Það er hægt að tárast yfir framtíðardraumum Svövu og enduifundi göfugra elskenda. En á 30 bis. er gert út nm örlög ailra þeirra, sem við söguna koma. Alt er »felt af« f flýti. Biaðinu virðist rétt að ætla, að höfundurinn hafi stefnt öliu á hámark, til þess að gera ósigur lífsins nógu átakanlegan. Og það veitist honum jafnlétt, eins og hverj- um öðrum verkmanni, sem er fyrir fr«m ráðinn um sfðusto handtök, þegar öllu er komið f það horf, að þeim verður á auðveidan hátt komið við. En um leið bregst höfundur sjálfri listinni. Blaðið hefir áður lýst yfir þvf, að það sé mótfailið bölsýni f skáldskap. Um það má auðvitað deila, hvort sé lfklegra til góðs ávinnings, sem gera verður ráð fyrir, að ailir höfundar hafi að takmarki, ef þeir eru ekki fyrirdæmingarverðir, — að sýna, hvern- ig eigi að lifa eða sýna, hvernig eigi ekki að lifa. En það virðist ekki vera mjög fjarstætt, að lfkja þvf við kenslu f reikningi. Kennari getur óendanlega haldið áfram að sýna nemendum sýn- um, hvernig ekkl eigi að reikna dæmi, án þess að þeir viti, jhvernig eigi að reikna það. Fyrir þvf er svo mörgum orðum eytt um þessa bók, að blaðið álftur, að Sigurjón Jónsson eigi ekki að leggja frá sér pennan, því hann á yfir kröít- um að ráða, sem eru fágætir. En hann er ekki enn vaxinn til þess þroska, að geta orðið við kröfum listarinnar, sárustu þörf þjóðar sinnar og lftsins eilffu kvöð. Gjafir tii Sjúkrahússins á Akureyri, árið 1922. Á árinu 1922 hefir undirrituðstyrktar- nefnd Sjúkrahússins Gudmanns Minde veitt viðtöku neðantöldu 16 til sjúkra- hússins. Gjöf fra Aðalsteini Halldórssyni f Vancouver kr. 100 00 Gjöf fra Kvenfélagi Sigiu- fjarðar — 25000 Ágóði af kveidskemtun frú Guðrúnar Indriðadóttur — 328.00 Agóði afhlutaveltu 10. des. — 631.31 Samtais kr. 1309 31 Við sfðustu áramót voru f sjóði hjá nefndinni hér á Akureyri kr. 962.27; og eftirstöðvar af gjatafé frá Ameriku (sem innstæðuté í Landmandsbanken f Kaupmannahöfn) kr. 5295 17. Fyrir alt þetta fé samtals kr. 7566 78, að undanteknum kr. 1200, sem enn eru í sjóði, hafa þessir munir verið keyptir: Léreft til rúmfatnaðar og glugga- tjalda, rúmstæði, stóiar, sjúkraborð, dýnur, gutupipur til þvottaþurkher bergis, saumavél, uliarábreiður og ýms bjúkr- unargögn. Frá húsfreyjunni á Yztafelli f Köldu- kinn hefir yfirnjúkrunarkona sjúkiahúss- ins veitt viðtöku 1 ullarábteiðu. Loks hefir nefndin iátið hlaða upp brekkuna bak við spftalann. Gjaldkeri netndarmnar ungfrú Lára Ólafsdóttir veitir móttöku gjöfum til sjúkiahússins, hvort sem eru munir eða peningar. Akureyri, 10. jan. 1922. Styrktarnefnd Sjúkrahússins. ö. Jochumsson, fúlíana Björnsson, Lára Ólafsdóttir, Svafa Jónsdóttir, Laujey Pálsdóttir, Valg. Nikulásson, Þóra Steingrlmsdóttir. Tréskurðarnámsskeið hefir U» M. F. A. ákveðið að halda í vetur, með Iíku fyrirkomu- lagi og í fyrra, svo framarlega að nægileg pátttaka fáist. Námsskeiðið byrjar 15. febr. og stendur yfir í 6 vikur. Náms- skeiðsgjald 10 kr. Væntanlegir þátttakendur segi til sín fyrir 6, febr. n. k. í tréskurðarnámsskeiðsnefnd U. M. F. A. Svanbjörn Frímannsson. Kristinn Helgason. |ón Einarsson. Þarfir menn. Mikill höfðingi er Björn Kristjánsson, að senda okkur bændunum að gjöf, tvo pésa um samvinnumál og safna þannig saman f heild helstu vitleys- unum, er samkeppnismenn hafa fyrir- farandi verið að hampa á miili sfn og fræða einn og einn samvinnumann um, svona undir fjögur augu. Með pésum þessum hefir þjóðin nú eignast aðgengilega handbók og höfundurinn jafnframt gefið samvinnu- mönnum ágætt tækifæri, til að rök- ræða og hrekja þessi skrif hans f einni heiid. Fyrir þetta er B. Kr. þakkarverður, þvf mörg atriði hafa verið rækilegar skýrð nú, en nokkru sinni áður og lfnurnar á milli sam- keppnisstefnunnar og samvinnustefn- unnar þvf orðið greinilegri og þvf hægra fyrir almenning að átta sig á málinu, en eila. Má því dhætt telja Björn með ósjálfráðum veigerðamönnum samvinnu- stefnunnar, þó rit hans séu skrifuð f árásarskyni og er gott >þegar sifk æfintýri gerast með þjóð vorri.« En þó Björn hafi óviljandi gert vel, hafa þó Páll bóndi í Einarsnesi og Jón- as Þoibergsson ritstjóri gert betur, að ■ taka fyrir hvert atriði f skrifum B. Kr. og tæta alt sundur ögn fyrir ögn. Slfka röggsemi og drengslund mun sagan iengi geyma og er gleðilegt til þess að vita, að við samvinnmmenn skulum eiga svo ritfæra og ágæta menn, til að standa fyrir okkar máli og beina augum þjóðarinnar upp á við, úr forar- vilpum þeim, sem hin blinda samkeppni hefir hrakið hana út f, á marga vegu. Við samvinnumenn getum þvf kvatt gamla árið og heilsað hinu nýja, með öruggari von um fastari samtök og aukinn liðsafla, til efnalegrar og siðiegr- ar viðreisnar fyrir okkur sjálfa og hina mörgu tátæku og dreytðu meðbræður okkar, sem enn standa utan samvinnu- félagsskaparins, hvaða stétt sem þeir tilheyra. Verundur mjóvi. Gneisti heitir nýtt blað, sem farið er að gefa út á Seyðisfirði. Ritstjóri þeas eigandi og ábyrgðarmaður er Þór. B. Guðmundsson. Einkum mun það ætla að ræða bæjarmál Seyðis- fjarðar. Degi hefir borist eitt eintak af blaðinu. Má af þvf sjá að það er mjög frjálslynt f skoðunum. Er það f megnri andstöðu við Austanfara og mjög harðyrt f garð Hagalfns. Símskeyti. Reykjavilc, 17. jaaúar. Frakkar hafa sett herliö inn i Ruhrhérað, mesta námuhérað Þýzkalands, végna vangoldinna skaðabóta. Pjóðverjar eru sár- reiðir. Englendingar mótmæla aðförunum, en hafast ekki að. Nýja strandferðaskipið hefir verið skýrt »Esjan.« Verður pað fullbúið í aprílbyrjun. ógurlegt suð-vestan veður gerði hér á síðastliðna sunnu- dagsnótt. Hafnargarður Rvíkur stórskemdist. Ýms skip á höfn- inni skemdust og vélbátar sukku, tveir menn druknuðu. Varðskipið Þór strandaði en næst væntan- lega á flot. Miklar bilanir urðu á síma nálægt Rvík. Islandsbanki yfirfærir lítiði Menn óttast að alt að helmingi hins svo kallaða Iáns hafi verið framlenging eldri skuldar. Bankaráðið heldur leyndri skýrslu um heiðurslaun peirra Tofte og Hannesar Thorsteins- sonar. Frtttaritari Dagi. F r é 11 i r. Tiðarfarið. Vetuiinn hefir að þessu verið ómunagóður. Fyrir nokkrn sfðan gerði bleytuföl sem gerði skarpt til jarðar. Þó hafa frost verið mjög Iftil. Á þriðjudagsnóttina gerði aaahláku með ofsaveðri og úrkomu. Er þvf komin hin bezta beitjörð aftur. »Tengdamamma,< hinn nýi sjón- ieikur ettir Kristfnu Sigfúsdóttur, verður leikinn í Saurbæ næstkomandi föstu- daga- og laugardagskvöld. Leikurinn hefir þegar vérið sýndur fjórum sinn- um, jafnan fyrir fullu húsi. Fær hann mikið lof hjá áhorfendum. Lárus J- Rist, kennari segir ftá ferð sinni til Amerfku, segir fréttir þaðan og sýnir skuggamyndir f Sam- komuhúsinu kl. 8 á sunnudagskvöldið. Hálfur ágóðinn rennur til hjúkrunar- félagaina >Hlffar.«

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.