Dagur - 25.01.1923, Side 2

Dagur - 25.01.1923, Side 2
14 DAOUR 4. tbl. sinna tal. Hún má enn heita frumbýlingur í landinu, sem getur verið fljót að tapa öllu, sem hún á, en verður Iengi að vinna meira, en hún á. Og hún verður að skilja sfna eigin smæð og meta jafnframt mátt vitsmuna sinna svo mikils, að hún taki að ieita þess forms í stjórnarháttum, sem hæfi svo lítilli þjóð í svo stóru landi. Hún má ekki láta leiðast af fortölum þeirra manna, sem ekki hafa nema apa- kattargáfur í stjórnmálum. Ekki hefir fjölmenni né fésæld bjargað þjóðinni fram á þennan dag gegnum hörmungar liðinna alda, heldur hafa bjargað henni vits- munir hennar og þrautsegja hennar og ræktarsemi barnsins við heima- þúfuna. Enn þá munu vitsmunirnir gefast henni bezt. Enn þá mun þrautsegjan forða henni frá niður- broti. Og enn þá mun ræktarsemi barnsins við heimaþúfuna forða þessu landi og þessari þjóð frá banvænni smán á siðferðislegu þroti. Lög og tilskipanir, um fjárkláða. Útrýmingarböðun. Út af útrýmingarböðun þeirri, sem framkvæmd var í ncikkrum hreppum Eyjafjarðarsýslu eg nýlega er afstaðin, hefir orðið talsverð óánægja. Er þvf vert að athuga orsakir þær, er óá- nægjurfhi vaida. Fyrst er þá að athuga tilskipanir og lög þau, sem fyrirskipun og fram- kvæmd böðunarinnar styðst við. Við þá athugun kemur f Ijós, að lög og tilskípánir um fjársýki, eru orðnar svo ruglingslegar og óljógar, að tæplega er lengur viðunandi. Fyrst er tilsKipun frá 5, jan, 1866, Er með henni sérstaklega falið htepp- stjórum og aðstoðarmönnum þeirra, að hafa eftirlit og framkvæmd á hendi, ef fjársýki kemur upp. Þá koma lög frá 4. marz 1871, sem hafa meðal annars þann viðauka, við nefnda til- skipun, að amtmanni, líklega nú stjórnarráði, er heimilað, að skera sjúkt fé, með ráði og aðstoð vissra manna. Þetta ákvæði kemur og aftur fram í lögum frá 8. nóv. 1901, þó með dálftilli undanfærslu. Þessu ákvæði 3ju greinar laga frá 1901 hefit, mér- vitanlega, aldrei verið beitt, sem tæp- lega er við að búast þar eð það virð- ist fremur vanbugsað. Þá koma nefnd lög frá 1901, sem hafa þann viðauka með fi., að gefin er heimild til að bæta við nýjum em- bættismanni, sem kallaður er eftirlits- maður og hefir heimild þessi verið notuð hér f sýslu. Ekki væri nú ósenni- legt, að svo lítið kvikindi, sem kláða- maurinn er, léti heldur undan sfga, þar sem að honum sækja: I. stjórnar- ráð, 2. dýralæknir, 3. lögreglustjórár, 4. eftirlitsmenn, 5. hreppstjórar, 6i aðstoðarmenn og nú loks lögskipaðir lærðir baðarar, en svo hefir þó ekki virzt. Maurinn hræðist lfklega ekki embættismannafjöldann. Loks koma lög frá 30, nóv. 1914, sem fyrirskipa almennnr þrifabaðanir. Þörf lög, seœ vel jetti að fylgj*, en Skólanefndarkosningin. sem eg hefi þó frétt, að misbrestur sé á f sumum stöðum. Þannig eru þá þessi lög og fyrirskipanir f fjórum upplögum. Lög og tilskipanir um fjárkláðaút- rýmingu, virðast vera orðin svo rugl- ingsleg og óákveðin, að fullkomin þörf sé á, að þingið taki þau til at- hugunar. Bezt mundi vera, að koma lögunum f eina heild og fella allar eldri tilskipanir úr gildi. Að vera alt af að breyta og bæta við,, en láta það standa, sem úrelt er, í eldri lögum, eykur fyrirhöín og er þar að auki viliandi. Eitt dæmi af mörgum má taka. Stjórnarráðið er sagt, að heimti, líklega samkvæmt lögum, borg- un hjá fjáreigendum, fyrir baðefni < aðra útrýmingarböðnnina, en heimild til þess finn eg ekki beinlfnis í lög- unum. Hefðu löggjafarnir ætlast til þess, hefðu þeir senniiega látið það standa, með skýrum orðum í lögunum \á 1914, sem fyrirskipa almennar þrifabaðanir, en þar stendur aðeins f 7. grein »þrifaböðun má fresta « Á kostnað við útrýmingarböðun minnast þau ekki, en eldri lög ákveða borgun, úr landssjóði, nú rfkissjóði. Heimild sú sem lögin gefa amt- mönnum, nú stjórnarráði, að fyrirskipa útrýmingarráðstöfun á litlum svæðum, akilst mér eiga við aðallega, þegar fjársýki kemur upp, en sfður þegar sýkin er dreifð um alt iand, en þessi heimild er nú notuð og fyrirskipuð útrýmingarböðun f 5. hreppum sýsl- unnar. Menn eru alment hræddir um, að þessi útrýmingartilraun mishepnist og nái því ekki tilgangi sfnum, þar sem vitanlegt er, að kláða hefir orðið vart hringinn f kringum þetta svæði, sfðastiiðið ár, enda mun kláðinn vera korainn f flestar sýslur landsins, eink- um Vestur sýslurnar. Eitt af því nauðsynlegasta mun vera, að sótthreinsa húsin vandlega, enda ætlast lögin til þess, að það sé gert, en einmitt á þessu mun hafa orðið misbrestur. Aiimargir munu þó vera komnir á pá skoðun, að maurinn eða egg hans geti geymst f húsunum, yfir sumartfmann, enda styður þá skoðun það, að kláðinn hefir komið upp ár eftir ár á sömu bæjunum og er senni- legra, að það valdi, en ekki ónýt böðun, þar sem eftirlitsmaður hefir verið við baðanir. Það lakasta við þessa útrýmingar- böðun, er þó þvð, að eftir sögn manna hefir baðefnið verið mjög lélegt. Þeir, sem áttu íærilús á fé sfnu, segjast sumir hafa séð hana bráð lifándi, eftir fyrra baðið. Það er líka gömul reynsla, að kreólín hefir reynst mjög misjafnt. Líklega hefir þó stjórn- arráðið íarið eftir umsögn kláðabaðs- manns eða dýralæknis, eins og lög ákveða, með allar fyrirskipanir þessu viðvfkjandi. Að endingu vil eg skora á þing- menn, að taka kláðamáiið alt£il ræki- legrar athugunar. Koma lögunum f eina heild og athuga, hvort ekki væri sigurvænlegra til útrýmingar tilrauna, að böðun færi fram á öliu landinu samtfmis, heldur en að taka fyrir lftil svæði í einu. , Þverá, 30. des, 1922. , Síefáa Bergsson. Herra ritstjóri! í sfðasta tölublaði Dags farið þér nokkrum orðum um nýafstaðnar nefnd- arkosningar í bæjarstjórn kaupstaðar- ino og vítið mjög framkomu þeirra bæjarfulitrúa, sem ekki höfðu kosið skólameistarann, Sig. Guðmundsson, í skólanefnd f stað Halldóru Bjarnadóttur, sem flutti úr bænum á síðasta hausti. Þér segið, að talið sé, að eg hafi mestu ráðið um þessar netndarkosningar, væri fróðlegt að vita, á hverju þér byggið það. Eg lít svo á, að þér sýnið mér þar óviljandi full mikinn heiður, Ennfremur skýrið þér frá, hvernig kosning hafi fallið og þó var hér um leynilegar kosningar að ræða; — þyk- ist yfirleitt vita allt betur í þessu máli en aðrir. — Hið sanna er: 1. Mér er ókunnugt um kosti Sig. skólameistara sem skólanefndarmanns, enda ekki við öðru að búast, þareð hann er ný-fluttur til bæjarins, — hins- vegar efast eg ekki um, að hann myndi reynast þar mætur maður. En hitt veit eg, að þegar eg á sfðastl. hausti ræddi þetta mál við skóla- meistarann, baðst hann undan þvf að verða settur í skólanefnd að svo stöddu og mæltist tii þess við mig að eg ekki beittist fyrir kosningu hans { skólaneínd. 2. Enginn af fulltrúum verkamanna í bæjarstjórn hofðu mér vitandi látið þess getið að þeir vildu koma Sigurði skólameistara í sfcólanefnd, þér var þvf eklci um neitt flokksfylgi að ræða irá hálfu þeirra fulltrúa sem ekki kusd skólameistarann, Það má fremur kalla flokksfylgi að þeir fjórir fulltrúar, sem kusu skólameistara, hafa auðsjáanlega ætlað sér að fella fyrverandi skóla- nefnd, þar sem þeir hvorki greiddu prófasti né Brynleifi Tobiassyni at- kvæði sín. — Hefir þó prófastur setið í skólanefnd sfðan hann kom hingað, eða yfir 20 ár og mér vitanlega aldrei unnið sér neitt til óhelgis þar, — en þeir Jakob Karlson og bæjarstjóri fengu aðeins 1 atkv. þeirra fjórmenn- inganna. 3. Pétur Pétursson hefir áður setið f skólanefnd hér og var það þá álit manna, þar á meðal flestra kennara, að hann hefði rækt það starf mjög vel. Hann var í skólanefnd með Stefáni sál. skólameistara, sem með sanni mátti segja nm, að hafi verið einn af fremstu og framsýnuatu skólamönnum landsins, hafði Ifka kynt sér mikið . skólamál erlendis bæði fyr og sfðar, — en bæði honum og Pétri lét viss flokk- ur f baejsrstjórn sér sæma að sparka út úr skólanefnd, þegar hann réði neíndarkosningu 1919. — Annars er mér kunnugt um afe þeir sjö sem kusu Pétur í nefndina voru ekki að gera neitt upp á miiii þeirra skóiameistara og hans í þessu máli. Akureyri, 24. janúar 1923. Ragnar Ólafsson. Aths. við grcin þessa bfður næsta blaðs vegna þrengsla. \ F r é t f i r. Skuggamyndir og fyrirlestur Lárus- ar J. Rist kennara á sunnudaginn var vel sóttur og gazt mönnum vel að. Hann sýndi íjölda mynda frá ferðalagi sínu og frá Amerfku vfðsvegar bæði frá borgum og landsbygð. Skýrði hann þær vel og skilmerkilega; sagði margan fróðleik frá íslendingum vestan hafs. Bar hann þeim égætlega söguna, en hvatti ekki til vesturflutnina. Myndirnar voru svo margbreytiiegar og góðar, að sjaidan eða aidrei rnunu slikar myndir hafa verið sýndar hér. Einkum voru myndirnar frá Niagarafossinum stórfenglegar. Kappskák háðu, eins og á undan- förnum árum, Akureyringar og Reykvfkingar síðasti. sunnudagsnótt. Að þessu sinni biðu Akureyringar mikinn ósigur; unnu þeir 2V2 vinning en töpuðu 5V2. Þeir sem unnu sín töfl voru Ari Guðmundsson bankaritari og Þorst. Þorsteinsson frá Lóni en Halldór Árnason Ijósmyndari gerði jafn- tefli. Tíðarfarið. Undanfarið hefir tíðin verið mjög umtiieypingasöm; ýmist hlákur eða úrfeili og hríðar. Þó má heita snjólaust. Ofsa-stormar hafa geng- ið vfða yfir land og hefir landsfminn (talsfminn) verið mjög bilaður víða svo að ekki hefir verið unt að tala við Reykjavik suma daga og oftast ilt samband. Bœjarsfjóri á Seyðisfirði. Á borg- arafundi, sem haldinn var á Seyðisfírði fyrir nokkru sfðan, var rætt um að stofna þar bæjarstjóra embætti. Var að sögn blaðsins Gneista mikill mciri hluti manna því fyigjandi og má vænta þess, að Seyðisfjarðarkaupstað- ur hverfí fljótlega að þvf ráði. Frumvörp sfjórnarinnar. Að sögn eru komin á kreik ný frumvörp frá stjórninni um niðurlagningu em- bætta og samfærslu embætta f iandinu. Ekki mun stjórnarráðið telja sér skylt,að senda blöðunum sifkt, svo að þau geti birt útdrátt úr þeim aimenningi til fróðleiks. Mun blaðið þó sfðar ieitast við að aegja lesendum sínum frá til- lögum stjórnaráðsins um þessi eíni. Kirkjubygging Akureyrarkirkja er fyrir löngu orðin of lítil fyrir söfnuð- inn og auk þess mjög illa sett f bænum, Margir Akureyrarbúar hafa þvf mikinn áhuga á þvf, að komið verði upp nýrri kirkju íyrir bæinn. Hefir það mál verið f undirbúningi um langt skeið. Nú er hér í blaðinu auglýstur auka- safnaðarfundur, til þess að ræða um málið og vill biaðið hvetja bæjarbúa, tii að sinna þessu máli og sækja fundinn. Halldór Sfefánseonbóndi á Torfa- stöðum í Yopnafirði, fyrrum bóndi f Hamborg, er staddur hér f bænum. Hann kom hingað til þess að vera við jarðarför móður sinnar frú Ragnh. B. Methússalemsdóttur. Jarðarför hennar fór fram 18. þ. m. Ritstj.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.