Dagur - 01.02.1923, Side 3
5. tbl.
DAQUR
Ritfregnir.
Matth. Jochurasson,
Erfiminning. Rssð -
nr — erfiljó3 —
eftirmæli. Akur-
eyri, 1922.
Þorst. Gíslason ritstj. hefir gefið út
þessa erfiminningu Matth. Jochumssonar,
en Steingrímur lseknir, sonur skáldsins,
hcfir búið hana undir prentun, ritað
stutta frásögn um útförina og stuttan
eftirmála.
I ritinu er fyrst húskveðja eftir séra
Jakob Kristinsson og kvæði er hann
las upp, að enduðu máli sfnu, eftir
Ólöfu, skáldkonu, frá Hlöðum. Þá
kemur Ifkræða vfgslubiskupsins, séra
Geirs Sæmundssonar og síðan 3 kvæði,
prentuð og útbýtt við útförina og
næst »Nokkur orð« er prófastur séra
Ásm. Gfslason á Hálsi mælti við gröf
skáldsins. Þá koma ekki færri en 30
erfiljóð, sem taka, með áður um getnum
ljóðum yfir 77 bls. í ritinu, sem alt
er 176 bls. Síðast koma tvö eftirmæli:
»Nokkur minningarorð,« eftir Einar H.
Kvaran og »Matthfas við Dettifoss,«
eftir Sigurð Norda!.
Alt óbundið mál í riti þessu er
meira og minna gott og sumt afburða
gott. Eitt er meðal annars eftirtektar-
vert: í sömu kirkjunni, þar sem séra
Matthías þjónaði, er hann var víttur
harðlcga af biskupi landsins, fyrir að
hafna útskúfunarkenningunni og við
sjálft lá, að hann misti hempuna, er
honum af vfgslubiskupi Norðurlands
þakkað einmitt fyrir það. Séra Geir
farast svo orð á bls. 38—39:
>Óg eg þakka séra Matthíasi fyrir hönd
íslenzku þjóðkirkjunnar, fyrir það fyrst og
fremst, að hann, fyrstur allra Islenzkra
kennimanna, lagði hönd að verki, til jiess
að afmá einn svartasta blettinn, sem búið
var að setja á hina fögru guðshugmynd,
sem Jesús frá Nazaret gaf oss, lærisvein-
um sínum. Og eg þakka honum, hve mik-
inn þátt og góðan hann hefir átt í því, að
víkka sjóndeildarhring kirkjunnar, aifka
víðsýni hennar og víðfeðmi, gera hana
trjálslynda og umburðarlynda og færa henni
heim sanninn um það, að ekkert, líf fær
þrifist í böndum, ekki heldur trúarlffið. —
Sést af þessu hverju 30 ár fá á-
orkað.
Miklu síður er hægt að Ijúka lofs-
orði á erfiljóðin yfir höfuð. Alls eru
þarna 34 kvæði, orkt út af fráfalli
höfuðskálds íslendinga, eftir jafnmarga
höf. Geta má nærri, hvort öll eru
samboðin minningu Matthfasar og þeim
atburði. Þar skarar fram úr kvæði
Einars Renediktssonar, Kvæði hans,
kvæði merkt * * * og örfá önnur prýða
ritið. Hinum er flestum ofaukið. Kát-
legt er það, að í bókína er sett kvæði
Stefáns frá Hvftadal, sem eru ekki
eftirmæli heldur ávftur tii leirskáldanna
og >flatrímaranna,» sem bunan stendur
úr við fráfal) mikilmenna okkar. Þar
stendur:
>Og auðan þú segir
vorn insta sess,
og Matthías látinn.
Við minnumst þess!
Og leirrunninn fiækist
þinn ljóðaþráður,
ura fregnina nýju,
sem flutt var áður.«
W
1
3
XO
3
W
U
cd
u
<u
J2
tJ
u
X)
ir>
03
”0
C
<u
w
(U
03
21
:01
Raflýsing.
Bændur! Fyrsta skilyrði, til þess að hægt sé að rækta
jarðirnar, er að eyða ekki áburðinum í eldinn. Hjá því
getið þið komist með því, að hagnýta afliö í bæjarlækn-
um ykkar til Ijóss og hita; auk þess sparar það vinnu
og eykur hreinlæti. Allar upplýsingar getið þig fengið
hjá Elektro Co., Akureyri, sem einnig annast pöntun ög
uppsetning á vélum og öðru, er þar að lýtur.
Verkfræöingur, með sérþekkingu á þessu efni, er i
þjónustu félagsins.
Skrifið og biðjið um upplýsingar sem fyrst.
Elektro Co., Akureyri.
70
o< *<
O
Cfi g
* «2
v:.
3
w
3
-a
5'
3
n>
3-
rt>.
<y>
fD
3
cr £
® 3
cr-
Cv>
r-t-
«í so
ax
K>
Og þetta:
I3ví buðlungi látnum
oss bar að hneigja,
en óðfýst landsins
hún átti að l>egja.<
Rit þetta er prentað f prentsmiðju
Rjörns Jónssonar, Akureyri og er prent-
un og ytri frágangur allur hinn prýði-
legasti.
Axel Thorsteinsson:
Rökkur. tfánað-
arrit. wpeg, 1922.
Degi hefir borist rit þetta í 12.
heftum. Eru f því Ijóð, sögur og greinar,
þýtt og frumsamið. Flest Ijóðin eru
eftir útgefandann og eru mjög veiga-
lftil flest og enda sumt aumasti leir-
burður. En smásögur höfundar bæði
þýddar og frumsamdar eru einkar
hlýjar og hugþekkar og sumar snerta
lesandann verulega. Yfir ritinu vakir
andblær góðrar sálar og góðs íslend-
ings, sem ann og þráir gengi lands
og þjóðar.
Simfréttir.
Rvík í dag.
Parisarblöðin heimta að
Ruhr-striðimi sé haldið til sig-
urs. Herréiturinn dœmdi 6
námuforstjóra i Ruhr í 500
Jjíis. franka sektir fyrir mót-
þróa. Lýðurinn mótmœlti. Frakk-
ar sendu Þjóðverjum úrslita-
kosti og gdfu þriggja daga
frest. Þegar hann var liðinn,
árangurslaust, visuðu Frakkar
mörgum þýskum embœttis-
mönnum burtu. Poincare til-
kynti, að mótmœlunum yrði
ekki sint. Stungið er upp á að
gera Þýskaland gjaldþrota
vegna skaðabótanna. Skaða-
bótanefndin samþykti 26. fan.
að synja greiðslufrestsbeiðni
Þjóðverja. Fal/a þá öll sam-
komulög síðan 1921 niður.
Teknu svæðunum h.aldið að
veði til fullnœgingar Luhdúna-
kostunum. Tokmörkin milli
Ruhr og annara hiuta Þýska-
lands ákveðin, þar með hafinn
stjórnm álalegur fráskilnaður.
Kolaflutningur frá Ruhr til
Þýskalands stöðvaður. Franski
þjóðbankinn hefir gefið út Rín-
arjranka, sem gilda á tekna
svæðinu. Þýskaland logar í
æsingum. Stríð talið óhjá-
kvœmilegt innan skamms. Ýms-
ir meðal Frakka vi/ja taka
Berlin. Breski verkamanna-
flokkurinn skorar d Englands-
stjórn að miðla mátum.
Nýlega var 3500 kr. stolið
af skrifstofu á Hótel Island.
Ekkeri uppvíst um þjófinn enn.
Togaraeigendur tilkynna verk-
bann 1. Febrúar, vilja tækka
kaup. Prentvinnuteppan við það
sama.
Gráðaostagerðin.
. Við að lesa ýmsar landsmálagreinar
í blöðunum, rifjast upp fyrir mér alls-
konar búskaparhugleiðingar, þó eg
sjálfur sé ekki bóndi og verða þær
oft til þess, að mig langar til að leggja
orð í belg. Og allur velfarnaður bænda
er mér mjög mikið áhugamál, þó eg
sé búsettur f kaupstað.
í 52. tbl. »Dags« birtist grein
eftir Jochum Eggertsson um gráðaosta-
gerðina í Þingeyjarsýslu, og hefir hún
orðið til þess, að eg tek pennann f
þettajSÍnn, því þar ræðir um mál, sem
að öllum líkindum á mikla og góða
framtlð fyrir höndum, ef þvf er vel
og viturlega stjórnað.
Ostagerðin er nú, að mér skilst,
komin á allgóðan rekspöl. En auðsjáan-
lega á það mál ervitt uppdráttar, eins
og flest önnur þjóðnytjamál, og veldur
þar mikið um strjálbyggð sveitanna,
og vondir vegir, og þar af leiðandi of
dýrir flutningar á mjólkinni á þá staði
sem osturinn er framleiddur á. Finst
mér því, að mest rfða á, að menn siái
sér betur saman en gert hefur verið.
Ostagerðarbúin ættu að vera sem allra
fæst, cn þó allur fjöldinn af bændum
að taka þátt í þeim, og ætti það að
vera samvinnufélagsskapur, eins og
byrjað hefir verið á, en það þarf að
finna ráð til þess að draga úr fólks-
haldi og flutningskostnaði á mjólkinni.
Þá er að athuga hvernig hægt er að
draga úr þessum kostnaði, og hvort
gerlegt er að færa frá á hverju heimili.
Eg er ekki í neinum vafa um það,
að á mörgum heimilum borgar sig ekki
að færa frá. Heimalöndin eru víða
nokkuð rýr, en að sitja yfir fáum ám
uppi í heiðum, er of dýrt. Mér finst
því réttast, að tekinn væri upp gamli
siðurinn, að hafa f seli. Safna ánum
og hirða um þær í félagi. Tökum
til dæmis Mývatnssveit. Hvergi f þeirri
sveiter viðlitað hafa fráfærurheimafyrir,
nema þá helzt niður við heiðina, á Gaut-
löndum og Helluvaði. En í Helluvaðs-
heiði er gott málnýtuland.
Mér dettur þvf f hug að allir Mývetn-
ingar mynduðu félag með sér, byggðu
upp Arnarvatnsselið með góðan osta-
gerðarskála. Hver bóndi legði til io—
15 ær, eða fleiri eftir ástæðum, þeir
safna öllum ánum f selið, færa þeim
þar frá, og þeir ráða smala og annað
fólk til að hirða og nytja ærnar, og
gera osta úr allri mjólkinni. Eg er
ekki svo kunnugur nú orðið f Mývatns-
sveit, að eg viti hvað þar eru margir
bændur, en eg ætla að áætla þá 30,
sem legðu til 15 ær hver. Það fást
þó saman á einum stað 450 ær, og
ætti það að vera nóg til þess að öyrja
með.
Vitaniega yrði þetta nokkuð dýrt
fyrsta ár, á meðan verið er að byggja
upp og koma öllu í gott horf, en ef
30 menn tækju þátt f öllum kostnaði,
ætti það ekki að verða svo mjög
tilfinnanlegt fyrir hvern einstakan. Svona
sel geta viða verið, en bezt væri að
ekki væri mjög langt á milli þeirra,
þvf eg ætlast til að einn maður hafi
yfirstjórn á öllum seljunum f sýslunni.
Þær eru svo vfðáttumiklar og land-
góðar heiðarnar, og mjög lftíð notaðar,
að vel má byggja svo mörg sem þörf
er á, svo að sem fiestir geti notið
þeirra. Segjum t. d. Mývetningar byggja
upp Arnarvatnsselið. Fram-Reykdælir á
Víðaseli eða lengra suður með gróf-
unum. Út-Rárðdælir við Engivatn. Lax-
dælir f Kasthvammsheiðinni við Kringlu-
vatn. Út-Reykdælir á Þegjandidal 0.
s. frv.
Með þessu yrði engin flutningur á
mjólkinni og því langt um betra fyrir
umsjónarmanninn að hafa gott eftirlit.
Heimalöndin betur friðuð fyrir ágangi
búfjár og heiðarnar betur unnar upp
og ekki síst allur kostnaður við mjóikur-
framleiðsluna og ostagerðina miklð
minni.
Akureyri.
Kr S. Slgarðssort.
Jarðarför Hallgríms KriBtinssonar
fer að sögn fram í Reykjavík.
Skipafregnir Qullfoss kemur f dag
vestan um frá Reykjavík. Hefir skipið
haft langa útivist frá Rvfk. Vart hefir
orðið haffss við Vestfirði og mun það
hafa tafið skipið. Goðafoss fór frá
Seyðisfirði f gær. Kemur væntanlega
hingað á morgun.
Útsölumenn Dags
eru vinsamlega beðnir að senda til
ritstjórans það sem hjá þeim kann að
liggja af eftirgreindum tölublöðum Dags.
Árið 1920: 1. 3. og 8. tbl.
— 1921 : 2. 4. 40. 43, 45. og 51.
— 1932: 21. Og 22.
Ennfremur eru þeir kaupendur, sem
ekki hirða um að halda blaðinu sam-
an, en kynnu að eiga greind tbl. í
góðu ástandi, beðnir að eftirláta blað-
inu þau gegn hárri borgun.
RUstj.