Dagur - 22.02.1923, Blaðsíða 3

Dagur - 22.02.1923, Blaðsíða 3
g. tw. ÐAOUR 2Q Nyff hús tit sölu með tækifærisverði. Upplýsingar gefur Magnús Jónsson, bókbindari, Strandgötu 39 b. Sönglist. bað var nýnæmi að hlýða á píanó- leik hr. Xurt Xaesers á þriðjudags- kvöldið. í fyrsta sinn í sögu Akureyrar gafst mönnum kostur á að heyra til fullkomins snillins á því sviði. Samkomuhúsið var fult af áheyrend- um; sumir þeirra hafa ef til vill komið meir fyrir forvitni sakir en af því, að þeir byggjust við að skilja mikið af því, sem listamaðurinn léki. En ólík- iegt þykir mér, að nokkur hafi þózt fara þangað erindisleysu, enda létu menn óspart í Ijósi aðdáun sína með dynjandi lófataki. Lögin, sem hr. Haeser lék, voru eftir þessa höfunda: Haendel, Sehubert, Cho- pin og Liszt, ogmunu allir, sem stunda sönglist að nokkru ráði eða hafa kynt sér sönglistarsögu, kannast við nöfn þeirra, því að allir voru þeir afburða snillingar og heimsfrægir fyrir löngu. Meðferð hr. Haeser á lögum þess- ara snillinga var svo langt fyrir ofan alt það, sem hér hefir heyrst áður, að samanburður getur als ekki komið til greina. Pað var fullkomin snild, og hvergi að finna blett né hrukku. Yfir- leitt virtist mér hrein/eiki einkenna leik hans um fram alt annað. Eg leiði alveg hjá mér að dæma um hvert einstakt lag, eða bera meðferð þeina saman; það er ekki meðfæri annara en lærðra söngfræðinga og helzt pianoleikara. En það er víst, að þau voru öll leikin af hreinni snild. Eg varð einna mest hrifinn af fyrsta laginu á skránni (Chaconne eítir Haendel). Pað var því líkast, sem himininn opnaðist og maður sæi inn í eilífa dýrðarheima. En vel má vera, að sum hinna laganna hafi snortið aðra meir, því að sitt á við hvern eins og gengur. Síðasta lagið á skránni Xinn hei/agi Xransiskus gangandi á öldunum, eftir Liszt, var afar-mikilfenglegt og hrífandi, líkast því sem væri maður staddur úti á rúmsjó í stormi og hafróti. Vonandi lætur þessi listamaður heyra til sín bráðlega aftur. Ættu þá allir, sern fögrum listum unna, að hlýða á leik hans. bess mun engan iðra, því að hann getur látið hljóðfærið lýsa öllum mannlegum til- finningum betur en gert verður með orðum. Hann getur látið það hlæja og gráta, lýsa sorg og gleði, reiði og friði, hræðslu og fögnuði og háleit- ustu hugsunum trúhneigðra manna. Akureyri 21. febr. 1Q23. Áskell Snormson. » A víðavangi. Miðsíöðvarhitun pósthússins Við frekari eftirgrenslan, hefir blaðið komi ist að raun um, að miðstöðvarhitunar- taskin f pósthúsinu eru þannig úr garði gerð, að ekki er við það unandi. Rera til þess eftirfarandi atriði: i. Ofnin eyðir koium um það bil til helmings á móts við miðstöð Gagnfræðaskólans, sem hitar upp að minsta kosti /cr/fl/í hús- rúm pósthússins og hefir stórum lengri leiðslur. 2. Að ef hitun á að verá í lagi, þarf maðutinn, sem um það sér, að sinna henni á 2. tíma fresti, en miðstöð Gagníræðaskóians getur beðið marga — alt að 11 klst., — án þess að um hana sé sint. 3. Ofninn er vindofn, úrelt tegund, sem dregur reyk og loga beint aftur úr eldstæðinu, þar sem nýtfzkuoínar leiða reykinn þannig, að hann er næstum kaldur, þegar hsnn kemur út í rörið og kem- ur því allur hiti að notum. 4. Hitun- arofnarnir í herbergjum hússins, eru ekki allir í góðu lagi og að á þá flest alia vantar enn snerla svo að hægt sé að stilla í hóf hituninni. Að þessu öllu stbuguðu virðist það vera ekki óiianngjörn krafa fyrir landsins hönd að þetta mál sé athugað af hálfu þeirra, sern eiga að sjá um, að landið komist hér að beztu kjörum. Það virð- ist ekki vera svo alþjóðlegt nauðsynja- mál, að jóu Þorláksson fái að snuða landið og krækja fingrum sfcum f op- inbert fé, gegnum þessa umbót á op- inbeiu húsnæði hér í bænum, að við skrifli það sé unað, sem hann hefir hér skamtað landinu úr eigtn hnefa. Fáist ekki réttlát leiðrétting f þessu máii, verður að krefjast þess, til þess að komast bjá óþarfri eldsneytiseyðslu f framtíðinni, að þessu úrelta eidstæði sé varpað út og annað betra keypt f staðinn. Ekkert er Hklegra en að þessi umkvörtun blaðsins verði að engu höfð, en allir munu sjá, að ekki ber það sök I því, ef ekki fæst á þessu leiðrétting, heldur þeim almenningi og þeim umráðamöunum, sem eru að vetða of geðlausir, til þess að rísa gegn þvi að á hagsmunum landsins sé troð- ið með ósæmileguin hætti í smáu og stóru. Gefjurj og raforkuveitan Svo virðist sem árekitur nokkur muni verða milli verksm. Gefjunnar og raf- oskuveitu bæjarins. Þegar vatnsþurð gerist sem mest í ánni sakir frosta kemst rafstöðin ekki hjá þvi að loka fyrir vatnið lengri eða skemri stund á sólarhring. Sé það gert að degi til, eða þegar Qefjun starfar, er það sama sem að gersamlegt verkfal) verði á verksmiðjunni, því hún tekur vatn til orkunýtingar neðar úr ánni. Og þar sem fjöldi fólks er þar ráðinn til vinnu orsakar það verksmiðjunni mik- inn skaða. Út af þessu er fyrirsjáan- legur ágreiningur. í annan atað er ágreiningur um réttindi Gefjunnar til árinnar. Þykist hún hafa frá bænum afsal fyrir notkunarrétti árinnar eftir þörfum, en frá bæjarins hálfu þykir það réttindaafsal ekki lögformlega af hendi litið. Takist iðilum ekki að koma sér saman, eru líkur til að þetta verði dómstólamál. — Nú er það aug- ljóst, að hvorugt má koma í bága við annað, Geljun eða raforkuveitan. Miðl- unarráð verður að finns, sem leysir úr þessu máli, svo að við megi hlíta. Færi bezt á, að málið yrði samnings- lega útkljáð og á friðsamlegan hátt, sé það unt. Enn um effirlit. Vitanlega er því svo varið í orði kveðnu, að allir opinberir starfsmenn rlkisins eiga að vera háðir eítirliti. En reynslan sýnir, að eftirlitið er afar slælegt og ófull- komið. Hver sjóðþurðin í landinu rekur aðra og vitanlega gæti slfkt alls ekki átt sér stað, ef fjárgæslumenn rlkis- ins væru háðir viðunandi eftirliti. Svo er nú háttað f landinu, að ef slíkt eftirlit á að íást, dugar ekkert nema hinar harðvítugustu árásir og illdeilur, sem setja landið á annan endann. SHkar deilur eru alt af hvimleiðar og verða alt af meira og minna ósann- gjarnar í garð þeirra, sem tortrygðir eru. Ölium embættismönnum væri því sjálfum hollast, að eiga yfir höfði sér stöðugt og strangt eftirlit, sem upp- hefði gersamlega þörfinni fyrir þess- konar árásir og iildeilur. Því verður að krefjast, að eftirlitið sé sá þáttur í starfsemi ríkisstjórnarinnar, sem hún gæti sfzt vanrækt, án þess að hljóta ámæli og traustmissi og að slfkt eftir- lit sé talin sjálfsögð skylda gagnvart þjóðinni að sífeld endurskoðun fari fram, hjá póstafgreiðslumönnum, sfma- stjórum, bönkum, sýslumönntim og öðrum fjárvörzlumönnum ríkisins og að stjórninni sé skylt, lögum samkv., að setja rannsóknarnefnd f banka og heilbrigðisstofnanir rfkisins, svo að slfkar ráðstafanir þurfi ekki að Hta út sem sérstakur fáheyrður viðburður, sem stofni t. d bönkum í hættu. f r é 11 i r. Kennarar og nemendur Gagn- fræðaskólans fóru skemtiför fram að Munkaþverá 19. þ. m. Fóru nemendur flestir á skautum, fáeinir á sleða. Kennarar óku flestir á sleða, sumir fóru ríðandi. Var veður hið bezta, ótrúlega hlýtt um þetta leyti árs. Voru viðtökur í senn hinar alúðleg- ustu og höfðinglegustu af hálfu þeirra hjóna Síefáns bónda Jónssonar og konu hans, Póru Vilhjálmsdótiur. Um 80—90 manns drukku kaffi með brauði og mjólk veitt hverjum sem vildi. Þótti öllum hréssing góð að ferðinni og skemtilegt að skoða hið forna höfðingjasetur fjarðarins. Dánardægur. Fyrrir skömmu and- aðis Lúther S. Thorarensen bóndi í Lönguhlfð f Hörgárdal. Látin er og uýlega Sigtíður Quðmundsdóítir, ekkja Jónasar sál. Krákssonar, háöldruð kona. Eldbjarmi hefir nýlega sést á lofti úr Mývatnssveit og Fjöllum. Talið er að hann stafi frá Dyngjufjöllum. BýHð Melar í Akureyrarkaupstað, fæst til kaups nú þegar, laust 14. maí. Hagkvæmir borgunarskilmálar. — Semja má við Vilhjálm I>ór eða Ármann Hansson, Myrká. Safnáðarfundurinn á sunnudaginn vár mátti heita allvel sóttur. Þar var samþykt tillaga þess efnis, að söfnuð- urinn tæki að sér kirkjuna með því skilyrði, að rfkissjóður legði með heani 50 þús. kr. Tillaga þessi var samþykt með nær 100 atkv. gegn rúmum 50, er á móti voru. Leikfélag Akureyrar hefir í hyggju að sýna Lénharð fðgeta á þessum vetri. Eru æfingar um það að byrja. Frá Reykjavík. Menn hafa haft svo litlar fréttir af daglegum viðburðum f höfuðstað lands- ins sfðan prentvinnuteppan skall þar yfir, að ekki finst úr vegi að geta nokkurra atriða, sem tekin eru eftir vélrituðum útgáfum blaðanna, er hingað bárust með sfðasta pósti. Sú breýting hefir verið gerð á niður- jöfnunarnefnd Rvíkur, að nefndarmönn- um hefir verið fækkað úr 15 ofan í 5. Kýs bæjarstjórnin 4 þeirra, en skattstjóri er sjálfkjörinn. Hefir nefndin aðgang að atvinnu- og eignaskýrslum manna, er skattlögin ákveða. Nefndar- menn íá þóknun fyrir starf sitt, for- maður 600 kr. og hinir 400 kr. hver, á ári suk dýrtíðaruppbótar. Lögreglan handsamaði nýlega ungan mann, er gert hafði það að atvinnu sinni, að stela (atnaði og göngustöfum úr anddyrum á húsum og fötum af þvottasnúrum. Hafði hann komið þýfinu í geymslu hjá kunningja sfnum og var hann einnig gripinn. Játuðu þeir á sig sakirnar. Sjómannafélag Rvíkur befir nýlega samþykt mótmælatillögu út af dómi hæstaréttar í máli Ólafs Friðrikssonar og fsiandsbanka. Var tillagan samhljóða þeirri, er verkamannafélagið »Dags- brún« samþykti í vetur og getið var um í Verkam. fyrir nokkru. 27. Janúar laust eldingu niður í rafleiðsluna til Vífilsstaða. Brunnu ör- yggin á raístöðinni og fyltist hún af reyk, en myrkur varð skyndilega í öllum bænum og á Vffilsatöðum. Eftir stutta stund var þó leiðslan komin f lag og ljós f hverri krá. Frá (safirði. Þar var viudur í pjötlum kringum síð- ustu bæjarstjórnarkosningar, Kaupmenn beittu allskonar brögðum, en altkomfyr- ir ekki. Húscæði var sagt upp og menn reknir úr skipsrúmum, fyrir stuðning við Alþýðuflokkinn, eða grun um stuðn- ing. Einn verslunarstjórinn rak burtu tvær ræstingakonur, af því að þær fóru að kjósa, og margt eftir þessu. En ísfirðingar láta ekki kúga sig. Þeir eru bardagamenn og láta hart aaæta hörðu. Létu þeir fjúka í kveðlingum að loknum kosningum til að festa at- burðina betur f minni fólksins. Eftir Álþbl, V

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.