Dagur - 22.02.1923, Blaðsíða 2

Dagur - 22.02.1923, Blaðsíða 2
28 DAGUR 8. tbl. Grammofónar óvanalega ódýrir fást hjá Jóni Þór, Norðurgötu. að gæta þess, að skeyta um það, að sú viðleitni, ef hún hefir nokkur áhrif, kemur óumfiýjanlega niður á allti þjóð- inni og er þarfiaust að skýra það (rekar. Það tnega vera frámunalega skamm- sýnir menn sem ekki sjá það, að hér er um meira en meðal fólskuverk að ræða, að nú á þessum íjárkreppu tfm- um, þegar bankarnir eru búnir að tapa milljónum króna bjá ýmsum gróða- brallsmönnum og báðir aðalatvinnu- vegir landsins eru stórlamaðir vegna verðfalls aíurðanna og harðæris, skuli vera fundið upp á þvl, að spilla láns- trausti bænda erlendis. Með þessu háttalagi er verið að spilla lánstrausti allrar þjóðarinnar. Öll þjóðin hefir beðið tjón af þessum svlvirðilega verkn- aði. Pað er hjarta alþjóðar sem fyrir tilrœðinu verðar. Pað er verið að fremja landráð. Þessir eru þá ávextirnir orðnir af verkum B. Kr. og verður ekki annað ssgt, en þeir séu nægilega fyrirferða- miklir og áberandi til þess, að þeim sé gaumur gefinn. 1 sambandi við þetta mál er þess vert að athuga það, að B. Kr., sem er meðiimur í Fálkaorðunefndinni og orðuberi sjálfur og átti að bénda kon- ungi vorum á þá menn, sem öðrum fremur sköiuðu fram úr í því, að vinna landi sínu og þjóð gagn og sóma, skuti sjálfur hafa gefið tilefni til, að framið hafi verið eitt hið hr£k- legasta níðingsverk sem dæmi eru t‘l meðal fslendinga, slðan sögur hófust. Og nafn Björns Kristjánssonar mun sagan lengi geyma; en samt ekki á meðal þeirra velgerðamanna þjóðarinnar, sem mest og bezt hafa barist íyrir siðlegri og efnalegri viðreisn hennar, heldar I námunda við þá níðhöggva, sem á hættutímum hafa nagað rsetur þjóðarmeiðsins, í stað þess að styðja hann. EyfirsKur bóndi. Útdráttur úr fundargerð. Ár 1923 miðvikudaginn 31. janúar var stjórnmálafundur, að tilhlutun Fundafélags Húsavfkur, haldinn í barnaskólahúsinu á Húsavík. Formaður Fundafélagsins, Páll Ein- arsson kaupmaður, setti fundinn og stakk upp á Sig. Bjarklind kaupíélags- stjóra, sem fundarstjóra, en hann til- nefndi þá Pétur Sigfússon og Pál Ein- arsson, sem ritara. Frá stjórn Fundafélagsins kom fram svohijóðandi tillaga: »Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir þvf, að þingmaður kjördæmisins befir látið undir höfuð leggjast, að halda þingmálafund á Húsavfk, með kjós- endum í Húsavfkur- og Tjörnessbrepp- um og væntir þess, að slfkt komi ekki fyrir aftur.« Var tillaga þessi samþykt með þorra atkvæða, í sparnaðarmdti voru svohljóðandi tillögur samþyktar með öllum greidd- um atkvæðum: »Um leið og fundur- inn telur lítt gerlegt, að hækka ríkis- sjóðs tekjurnar með tolium og 3kött- um frá því, sem nú er komið, væntir fundurinn þess, að Alþingi gæti ítrustu rparnaðar í fjárveitingum og skili tekjuhallalausum fjárlögum.« »Fundurinn telur frumvörp stjórnar- innar um afnám og fækkun noklcurra embætta ckki koma að tilætluðum notum til sparnaðar, en er hinsvegar eindregið meðmæltur því, að nú þegar sé fækkað sýslunar- og starfsmönnum ríkisins, einkum í Reykjavfk og hinn mikli skrifstofukostnaður þar stórum minkaður. Einnig felst fundurinn á, að Alþingi sé einungis haldið annað hvort ár og hinn gífurlegi Alþingiskostnaður lækkaður svo sem íöng eru á. Sömu- Jeiðis sé iöggildingarstofan fyrir mæli og vog lögð niður, en iögreglustjór- um sé falið að hafa eftirlit með mæli- tækjum verz’ana og reksturskostnaður Hagstofunnar sé færður niður um alt að helming þar sem skýrslur þaðan virðast engan vegin koma að íullu gaRni.« % í skattamálum voru samþyktar tvær tillögur, f einu hljóði; svohljóðandi: •Fundurinn er eindregið mótfallinn hækkun húsaskattsins f írumvarpi stjórnarinnar, en telur hlutfail það, sem er f núgildandi lögum milli húsa- skatts og skstts að löndum (jörðum) rétt og sanngjarnt.« »Fundurinn telur mjög varhugavert, aðbreyta að nokkru marki tekju- og eignaskattslögunum, þar sem lagabálkur þessi er enn lftt reyndur,* í vínsölumálinu var samþykt svo hljóðandi tillaga: »Fundurinn er því algerlega mót- failinn, vfnsölustaðir séu reknir á kostnað ríkisins og skorar á Alþingi, að blutaat til um, að slíkir sölustaðir séu sém fyrst lagðir niður. Heldur ekki sé lyfsölum veittur einkaréttur til vfnsölu. Sé vfnsala talin nauðsynleg vegtia Spánverja, þá sé hverjum lög ráða manni heimilað, að panta spánar- vfn undir eftirliti og urnsjón hlutað eigandi lögreglustjóra og rfkisstjórnar, en áfengisinnkaup rfkisins lögð niður.« í skólamálum var svofeld tillaga samþykt með öllum greiddum atkvæð- um: »Fundurinn er því meðmæltur, að Alþíngi veiti, þegar íjárhagur ríkisins batnar, sfytk til alþýðuskóla I Þing ryjarsýslu. Fundurinn telur ekki fært sökum fjárkreppu og dýrtfðar, að komandi Alþingi Ieggi fram (é úr rfkissjóði til styrktar nýjum skólum eða nýjum skólnbyggingum og væntir þess, að styrkur úr rlkissjóði meðan verið er að koma fjárhagnum f rétt horf, sé einungis veittur til eflingar framleiðslunni til lands og sjávar og til lfknarstofnana.« í sveitfeslismálum var svohljóðandi tillaga samþykt með öllum greiddum atkvæðum: »Fundurinn er mótfallin tillögu stjórnarinnar ura 5 ára sveit- festi. Gömul reynsla hefir sýn", að svo stuttur sveitfestistfmi veldur meiri deilum og ruglingi og bakar hrepps- nefndum mjög aukin störf, enda yrði þá að breyta fátækralögunum á þann hátt, að sveitar- og bæjarstjórnum sé gefið vaid til þess, að neita mönn- um um aðsetursleyfi.« í vegamáluni var samþykt svohljóð- andi tiilaga, með öllum greiddum at- kvæðum: »Fundurinn skorar á Al- þingi, að taka leiðina írá Fossvöllum um Jökulsárhlið og Heliisheiði til Vopnafjarðar og póstleiðina þaðan til Húsavlkur og þaðan sýsluveginn að Breiðumýri í tölu þjóðvega.« í málinu sijórnir gagnvart hœstarélti, var samþykt svohljóðandi tillaga mcð öllum greiddum atkvæðum: »Fundurinn skorar á komandi Alþing að taka strax til itarlegrar rannsóknar fram- komu stjórnarinnar, einkum forsætis- ráðherra, gagnvart hæstarélti l saka- málinu gegn Ólafi Friðrikssyni.? Fleiri tillögur ekki samþyktar. Sig- Bjarklind fundarstjóri. Pétur Sigfússon, Páll Einarsson fundarritarar. Símskeyti. Reykjavik, 21. febrúar. I alþjóða ávarpi hafa Rússar mótmæit hertöku Frakka á Essen, í ávarpinu er og hvöss ádeila áVersalafriðarsamningana. Sendi- herra Þjóðverja í Washington hefir leitað hjálpar Bandaríkja- stjórnar handa bágstöddum í Ruhrhéraði, stjórnin neitar vegna pess að pýzkir stóriðjuhöldar eiga 200 milljónir sterlingspunda í bönkum vestra, sem fyrst beri að nota, Ein af járnbrautum í Ruhrhéraði undir brezkri umsjá, er Ieyfð Frökkum til afnota, pó megi peir ekki flytja meira en tvær hersendingar daglega- Frakkar fella hvern herréttar- dóminn af öðrum í Ruhrhéraði. Frakkar lána Pólverjum 400 milljónir marka. Parisarblöð ásaka brezka sendiherrann í Paris um liðsinni við Þjóðverja. Stjórn Sambandsins komin saman í Rvík til ráðstafaria út af fráfalli forstjórans. Jarðarför Hallgríms Kristinssonar fór fram í dag á kostnað Sambandsins, að viðstöddu afarmiklu fjölmenni. Þorsteinn Briem flutti húskveðju, Sig. Kr. Pétursson kveðju Guð- spekisnema, Har. Níelsson lík- ræðu. * * * Forseti sameinaðs pings Magnús Kristjánsson, varaforseti Sveinn Ólafs- son, forseti neðri deildar Benedikt Sveinsson, varaforseti Þorleifur Jóns- son, skrifarar Þorsteinn Jónsson, Magnús Ouðmundsson; forseti efrí- deildar Halldór Steinsson, varafor- seti Quðmundur Ólafsson, skrifarar Einar Árnason, Hjörtur Snorrason. Fjárveitinganefnd neðri-deildar: Þor- ieifur Jónsson, Ingólfur, Eirlkur, Jón Sigurðsson, Þórarinn, Magnús Pét- ursson, Bjarni. Fjárveitinganefnd efri-deitdar: Jóhannes Jóhannesson formaður, Einar Árnasoti skrifari, Jónas, Hjörtur, Ingibjörg. < Frétlaritnri Dag». Pingmálafiindurinn 4. febr. 1923. Herra ritstjóri! í blaði yðar, er út kom 8, þ. m., gerið þér tvær athugasemdir við fund- arstjórn mína á þingmálafundimtm 4. þ. nfi, er vart geta skilist öðruvísi, en sem ásakanir um hlutdrægni. Tel eg nauðsynlegt fyrir mig, að bera hönd íyrir höfuð mér, og vona að þér leyfið mér rúm í blaði yðar til þess. Athugasemdinni viðvíkjandi atkvæða- greiðslu um viðaukatillögu Jónasar Jón- assonar, hefi eg svarað með athuga- semd aftan við fundargerðina og er hún birt í blaðinu. Hefi eg engu öðru þar við að bæta, en geta þess, að þingmaðurinn fór aldrei fram á, að eg reyndi átkvæðagreiðslu að nýju með handauppréttingu, heldur krafðist hann þegar nafnakalis. En eg er þess full- viss, að allir skynbærir menn, sem við voru staddir, voru mér samdóma um að nafnakall var óframkvæmanlegt. Annars er mér óskiljantegt, hvers vegna þingmaðurinn eigi vildi samþykkja við- aukatillöguna, því öllum hlýtur að vera ljóst, að það er síður en svo, að hún spilli tillögu hans. Þá er ræða Jónasar Jónassonar. Það er rétt hermt, að hann fór allhörðum orðum um þingið, en ekki harðari'orð- um en alment gerist, þegar menn tala sín á milii um þingið og þingmál, og er það, að minni hyggju, bæði óholt og rangt, að fyrirmuna mönnum, að koma fram með slíkar aðfinslur opin- berlega. Þersónulegar árásir voru eng- ar í ræðu Jónasar, og hafði eg því enga ástæðu til að víta orð hans. Að sjálfsögðu var viðstöddum þingmönu- um og öðrum, sem tóku tii máls, heimilt að mótmæla þessum ummæl- um lians, en þegar þingmaður kjör- dæmisins tók það fratn, að Jónas hefði ráðist á sig, með persónulegum ásök- unum, þá varð eg að mótmæla því, því það var ekki rétt. Og jafnframt varð eg að víta nokkur ummæli þing- mannsins, sent voru frcklega móðg- andi fyrir Jónas og illa viðeigandi á opinberum fundi. Akureyri 11/2 1923. Virðingarfyllst Sleingrlmur jónsson. * * !f> Aths. Ritstjórimi er fjarverandi, en áskilur sér rétt til athugasemda, síðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.