Dagur - 05.04.1923, Page 1
DAGUR
kemur út á hverjm fimtudegi.
Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagi
fytir 1. júlí. tnnheirntuna annnsf
ritstjóri blaðsins.
AFOREIÐSLAN
er hjá J6n! l>. Þór,
Norðurgötir 3. Talsími 112,
Uppsögn, hundin við áramtít
sá kotnin til afgreiAslumann
fyrir !. des.
VI. ár.
Akureyrl, 5. apríl 1923.
13. blaö.
Ullariðnaður og
heimilisiðnaður.
(Framh.)
Heilniiiisiönaöur.
í fljótu bragði virðist, að ullar-
vinslan innan lands sé aðaiatriði
þessa máls. En svo er ekki. Báðar
hliðar málsins, sú þjóöhagslega og
sú þjóðmenningarlega velta á því,
með hverjum hætti hún verður.
Stóriðnaðurinn í heiminum hefir
haft feykilegar breytingar á atvinnu-
háttum og héimilisháttum mannanna
í för með sér. Hann hefir aukið
heimsauðinn stórkostlega en ekki
bætt lífskjör mannanna að sama
skapi. Peir þrír aðiiar, er að iðnað-
arframleiðslu standa: iðnaðarstjórn,
vinna og veltufé, hafa átt ójöfn skifti.
Vinnulaunin hafa víðast og lengst
af veriö miðuð við lægstu lífskröf-
ur, en afgangurinn af árangri sam-
starfsins fallið í skaut þeirra, er
stjórnað hafa og lagt fram veltuféð.
Verkamannadeilurnar um alla jörð
eru risnar út af ágreiningi um skift
ingu á árangri iöjunnar. Draumar
brautryðjendanna, uppfundinga-
manna þeirra margháttuðu véla, sem
afkasta margföldu mannsverki, hafa
ekki ræzt. Vélarnar hafa ekki aukiö
farsæld mannanna; ekki lyft þeim
til raunverulegrar menningar. Vandi
Iffsins á jörðunni er meiri en nokkru
sihni. fyr. Óróinn og óánægjan í sál-
um þorra mannkynsins út af iífs-
kjörum sinum hefir aldrei veriö siík
sem nú.
Af hverju mundi þetla staía öðru
en því, að atvinnuumbætur tnann-
kynsins hafa ekki verið reistar á
grundvelli réttlætis og mannkærleika
og aö brotiö hefir verið á móti hinu
alviturlega boðorði: »í sveita þíns
andlitis skaltu þíns brauðs neyta?"
Meginn þorrinn hefir aö vísu sveizt
fram'yfir það, er ætla mætti að þurft
hefði, til þess að vinna fyrir skorn-
um skatnti og þröngum lífskjörum.
Fáir menn tiltölulega hafa aftur á
móti sveizt við þá tðju, að eyða í
vitleysu og óhófi auöæfum verald-
arinnar. Fuiiyrða raá, að hvorugt sé
í sararæmi viö tilgang boðorðsgjaí-
arans.
Stóriðnaðinum hefir fylgt upplausn
heimilanna. Milljónir karla og
kvenna aia aldur sinn mestan í verk-
smiöjum við einhæfa vinnu í óhoilu
lofti og misjöfnum féiagsskap. Hug-
urinn kreppist og myrkvast. Höndin
verður óþjál ti! breytilegra vinnu-
bragöa og heimilisböndin rakna upp
og slitna. Á heimilunum er ekki
lifað og starfað, þar er aðeins hvílst
eða þjáðst. Úr lífi þessa verksmiðju-
lýös er numin sú nautn, senj því
íylgir að sjá handbragð fjölskyld-
unnar og heimilisfólksins á gróandi
reit heimilisins, þar sem hvert dags-
verk er lagt við annað, þar sem
hugur fylgir hug og hönd styður
hönd við aö byggja upp hibýlaprýði,
heimiiisauð og heitnilisánægju.
Viö íslendingar höfum haft lítið
af stóriðjunni að segja, alt að þessu.
En þó hefir hér á landi verið miklu
meira unntð að iðnaði en nú gerist.
Á hverju heitnili í sveitum landsins
hafa margar hendur verið sístarfandi
að framleiðslu tóvara öld eftir öld.
Meö ófullkomnum verkfærum heiir
þjóðin unnið ull í vaðmál í svo stór-
um stíl, aö sú vara var, um langt
skeið, gjaldmiðill þjóðarinnar og
verðmælir. Vsð getum hugsað okk-
ur iólksmargí heimili, þar sem kamb-
ar og rokkar ganga fram í vökulok.
Höndin vinnur og ávöxlur iðjunnar
vex meðan hugann dreymir inn í
æfintýraheitna sagnanna viö rímna-
kveðskap eða sögulcstur. Og við
getum skiiið, að sú iðjusemi og þeir
heimilishættir hafa skapað fastlyndi,
heimilisttygð og átthagafestu. Aídrei
verður til fulls metið menningargildi
þess heimilislífs, sem með óþreyt-
andi vinnugleði og fórntýsi byggir
upp heimilin og þjóðfélagið.
Verkbrögðum þjóöarinnar við tó-
vinnu þokaði frá því að spinna tásu
með halasnældu til rokks og katnba
og með þeim hætti voru þau alt
fram undir síðustu aidamót. Tóvél-
arnar á Halldórsstöðum voru þó
komnar íyr og breyttu til muna
verkbrögöum á þvf svæði, sem þær
náðu til. En siðan um og fyrir næst-
liðin aldamót helir orðið stórkost-
leg breyting á atvinnuháttum og
heimilisháttum fólksins í landinu.
Stöan hefir fallið stööugur fólks
straumur úr sveitum til sjávar. Nokk-
ur hluti þjóðarinnar er orðinn hvatfl-
andi reikunarlýður, sem eltir stund-
arhagriaðinn af einu landshorni á
annað- Margt af þessu fólki er eiru-
laust, hvarfihuga, heimilislaust og fer
á mis viö þá ánægju og þann þroska,
sem staðbundin atvinna og heimili
veita. Pannig viröist nokkur hluti
þjóðarinnar vera að upprætast og
verða að fokdreif.
Sú fjáraflahyggja, sem hefir knúð
fram stórar framkvæmdir á jörðunni
og sfðan steypt mannkyninu f eyrad
■ og ráðaleysí tneð ofurkappi sínu,
hefir farið eins og ill hugsun í
gegn um sál þessarar þjóðar síðustu
áratugina, og valdtð þeim umhvörf-
um í hugsunarhætti hennar og lifn-
aðarháttum, að vandséð er, hvert
tjón getur af því hlotist. Sú þjóð,
sem lætur þannig snögglega hrekj-
ast af fornum slóðum á háskaleiðir
vísar, hvert sem síefnir. Pað tré, sem
stormurinn rífur upp með rðlum,
verður kvistað og á e!d kastað.
Við fslendingar erum í hóp þjóð-
anna eins og lítiö barn í leik stærri
barna. Það kann ekki að méta tak-
mörk orku sinnar og skilnings og
verður von bráðar fyrir hrakningum.
Aðalhættan, sem við okkur blasir,
er ekki sú, að við skiftum um þjóð-
arhælti, heldur sú, að við skifíum
um of fljótt og óhugsað, án þess
að skilja vanmátt okkar og án þess
að vaxa uni leið.
Dýpsta þörf þjóöarinnar er að
harala þessum skrið, þessari upp-
lausn gamallar þjóðmenningar, þessu
rótarsliti. Og dýpsta þýðing hvers
þjóðtnáls er sú, á hvern hátt skipu-
lag þess getur orðið að slíkri hömlu.
Ekkert mál kemur i því efni fremur
til álita en ullariðnaðarmáiið. Þýðing
þess er meiri og dýpri en almenn-
ingur gerir sér Ijóst. Þess vegna
verða enn athugaðar hér í biaöinu
ýmsar hliöar málsins og samband
pess við þjóömenningu okkar forna
og nýja.
H.f. Hreinn, Reykjavík.
Utn leið og blaðið vekur athygli
lesendanna á augiý3ingum frá »H f.
Hreinn« hér í blaðínu, vill það gefa
lesendunum dálitla hugmynd um íé-
lagið og starfsemi þess. Dagur hefir
jafnan talið sér skylt að vekja athygli
á og hfynna að hverskonar verklegri
viðieitni og framförum í iðuaði í land-
inu. Og vegna þess að íélag það, er
hér ræðir uin, er þegar búið að sýna
það með þeim góðu vörum, sem það
hefir sent á mnrkaðinn, að það er þess
vert að íslendingar gefi þvf gaum, vill
blaðið óhikað hvetja almenning, til þess
að styðja þessa lofsverðu innlendu við-
leitni, meðan félsgið stenzt samkepni
við samskonar erlend félög um verð
og vörugæði, Blaðíð telur einnig vera
ástæðu til þess, að löggjafarvaldið
hlynni citthvað að slíkum fyrirtækjum
meðan þau eru f barndómi, þó að því
trygðu, að þau noti ekki slíkan að-
stöðumun, til þess að okra á vörum sfn-
um. Fer hér á eftir stutt lýsing á fé-
laginu og verksmiðjunni.
»H. F., Hreinn, Reykjavlk er stofnas
22. aprf) f. á. og er markmið þess,
að starfrækja verksmiðju, er framleiði
allar tegundir af sópu, svo sem:
blautsápu, stangasápu og handsápur;
einnig allar tegundir af kertum, skó-
svertu, feitisvertu, gólfáburð, vagn-
áburð og fleiri skyldar vörutegundir.
Verksmiðjan er f Skjáldborg, við
Skúlagötu og cr gólfflötur hcnnar um
450 □ m. Verksmiðjan er með öllum
nýtfzku útbúnaði, gufa er notuð til
þess að hita verksmiðjuhúsin og til
sápusuðu og raforku-hreyfivél, til þess
að hræra sápuna. — Verksmiðjan
hefir einnig sína eigin efnarannsóknar-
stofu, sem er útbúin með beztu áhöld-
um og eru þar rannsökuð öll þau
hráefni, sem notuð eru og einnig vörur
þær, sem ’framleiddar eru, áður en
þær eru sendar á markaðinn. —
í stjórn félagsins, eru hr. gerla-
fræðingur Gfsli Guðmundsson, hr. lyf-
sali Þ. Sch. Thorsteinsson, hr. kaup-
maður Haraldur Árnason og hr. verk-
fræðingur Guðmundur Htíðdal. —
Jðnfræðislegur stjórnandi verksmiðj-
unnar er hr. M. W. Helfbernd, fram-
kvæmdastjóri ér hr. Helgi Jónasson.—
Verksmiðjan hefír sinn eigin efna-
fræðing, er hcfir langa rcynslu að
baki sér og þaulæfða sápusuðumenn.—
Verksmiðjuhúsinu er íyrir komið
sem hér segir:
I. Herbergi : Vörugeymsla fyrir hrá-
eíni, sem notuð eru í sápuna og hinar
aðrar vörutegundir er verksmiðjan
framleiðir.
II. Herbergi: Sápusuðusalur, f hon-
um eru i stór og 2 minni sópu-pottar
hitaðir með gufu og er raforka notuð
til þeBs að hræra f þeim. — í pottum
þessum er sápan soðin úr beztu fáan-
legum tegundum dýra- og jurtsfeiti
blnndað kati og natron. Að suðunni
lokinni er sápan látin f þar til gerð
form, þar sem hún kólnar í. í sama
herbergi eru tvær riýtfzku kertavélar
fyrir ljósakrónur og jólakerti. —
III. Herbergi: Þar ertil vinstri í af-
þiljuðu rúmi gufulcetil!, er getur hitað
gufu alt að 300°. Til hægri handar
er þurkrúm, þar sem sápan er þurkuð.—
ÞA eru skurðvélar, þar sem sápan er
skorin f passsndi stærðir, áður en
hún er stimptuð, gcm er gert í sama
herbergi með þar til gerðri vél og er
hún þá tilbúin til innpökkunar.
IV. Herbergi: Hér er sápan pökkuð
t snotrar umbúðir og cr hún þá til-
búin, til þess að seljast. Framan við
þetta herbergi er efnarannsóknarstofan
og skrifstofa verksmiðjunnar.*