Dagur - 14.06.1923, Blaðsíða 1
DAGUR
keinur út á hverjnm fimtudegi,
Kostar kr, 6.00 árg. Ojalddagl
fyrlr 1. júlí. Innheimtuna annast
ritstjórl blaðsins.
Akureyrl. 14. júní 1923.
AFOREIÐSLAN
er hjíIJónl X>. I>ór,
Norðuigötu 3. Talsimt 112.
Uppsögn, hundin við áramót
sé koniitr til afgreiðslutnanns
fyrir 1. des.
26. blaö.
Það tilkynnist vinum 09 vandamönnum, að elsku
litli drengurinn okkar lézt 12. þ. m.
Jarðaríorirj er ákveðin láugardaginn 16. þ. m. og
hefst kl. 1 e- h. frá heimili okkar í Túngötu 1.
Akureyri, 13, júní 1923.
Ingibjörg Steinsdóttir. Ingólfur Jónsson;
Sfjórnmálastefnur
og kosningar.
Yfirlit.
111.
Tilraunir mannanna frá öndverðu
til þjóöskipulagsmyndunar, hafa ekki
verið annað en sjálf þroskunarvið-
leitnin. Pær hafa veríð átök, ti! þess
að hefja samlíf manna og viöskifti
frá óskapnaði (caos) til samræmis
og samstillingar (cosmos).
AUur þorri manna er eins og
ómótaður leireðaóhöggvinn þrjózkur
steinn. Pau átök hafa verið næstum
óendanlega stór og langstæð, sem
til þess hefir þurft, að móta þar og
marka hugsjónir þeirra, er lengst
hafa séð og starfað hafa í samræmi
við ákvörðun þroskunarlögmálsins.
Pessi ómótstæðilega þörf til sam-
lífs og siðmennilegra skifta hefir
verið vakandi og verkandi í hverju
þjóðlandi. í Noregi hlaut því að
fara sem fór, að hin sundurleitu öfl
hnigu til sameiningar og féllu í
einn farveg, þegar sterk hönd Har-
alds hárfagra greip um þráð sög-
unnar.
Prátt fyrir það var þó í norsku
þjóðinni sterkur þáttum einlyndis
og mótþróa. Fullfrúar einstaklings-
hyggjunnar voru þar ærið fjölmennir.
Óhætt er að fullyrða, að ekki hafi
hinir veiklyndustu þeirra rísið gegn
sameiginlegu stjórnarfari og flúið
fand heldur fremur þeir veigamestu.
Verður þá ljóst, að í öndverðu nam
hér land sá hluti norsku þjóðarinnar,
sem sfzt var til þess fallinn að lúta
sameiginlegri valdstjórn, enda varð
þjóðskipulagið svo forneskjulegt, að
enn Iengra var horfið til baka á
þroskunarbrautinni en verið hafði
f Noregi fyrir einveldið. í stað fylkis-
konunganna komu ættarhöfðingjar,
goöarnir, sem voru höfuðlandnetn-
arnir, eða þá afkomendur þeirra.
Slíkt stjórnarfar er svipað því, sem
gerist á fyrstu stigum mannlegrar
þjóðskipulagsviðleitni.
Á landnámsöldinni og nokkuð
iengi eftir hana, meðan goðoröin
högguðust Iftið og ættirnar héldu
jafnvægi, gekk alt vandræðalaust í
fandinu stjórnarfarslega; En að mis-
vægi hlaut að reka. Goðorðin gengu
að erfðum, þau gátu og orðið hand-
söluö. Atorkumunur og ásælni réði
einnig nokkru um örlðg goöorða
og mannaforráð höfðingjanna. Bráð
lega dró því til mjög ofsafenginnar
og blóðugrar valdastreitu. Alt landið
logaöi í styrjöld, þar til ættunum
blæddi út svo að segja og íslend-
ingar fórnuðu frelsishugsjóninni á
altari einstaklingshyggjunnar. Þeir
undu ekki þeirri tilhugsun, að neinn
hérlendur maður bæri konungsnafn
og hefði mannaforráð um alt land.
Gegn því bðrðust þeir af ítrasta
megni, unz þeir laqiaðir af blóð-
missinum og bruna haturs og sið-
ieysis gáfust uppogbeygðu hálsinn
i greip Hákonar gamla.
IV.
Pó hér hafi verið bent á stærstu
drætti stjórnarfarsorsakanna, sem
leiddu til niöurbrots gullaldarlýð-
veldlsins, er það ekki ætlun blaðsins,
aö rekja hrakfarasögu þjóðarinnar.
Pess gerist heldur ekki þörf. Pað
nægir, ef skilið verður, hverskonar
rök lágu til þess reginósigurs, sem
íslenzk þjóðskipulagsviðleitni beiö
á 13. öldinni og hversu fallið var
gífurlegt; niðurlægingin átakanleg.
Nægir í því efni að benda á nokkur
andstæð dæmi.
Annarsvegar er Ijómi sá, sem stafar
af stórbrotnum höfðingjum goöa-
veldistimans, sem þoldu ekki minsta
ójðfnuð eða ágengni, sem þoldu
ekki að stigið væri á strá þeitn til
meins og guldu líf sitt við sæmd
sinni og ættar sinnar, heldur en að
brjóta odd af oflæti sínu. Hinsvegar
eru hrygðarmyndirnar í Kópavogi,
sem grátandi afsala landsréttindin.
Annarsvegar er Einar Pveræingur,
sem bjargar sjálfstæði landssns meö
stuttri ræðu á Alþingi. Fór þar sam-
an snilli ræðumanns og viöbragð
þingheims. Hinsvegar eru helztu
menn þjóðarinnar, sem öldum síðar
skríða með bænakvaki fram fyrir
konungsvaldið og biðja um lff fyrir
hönd þjóðarinnar.
Slík var niðurlægingin. Eðlisþæltir
norrænnar lundar, sem tagði grunn
að ísienzkri þjóðskipun, báru í sér
þvílíkar veilur og slysanauðsyn.
Glæsileg saga landnámsins var rituð
bölrúnum í kili niður.
í næsta kafla veröur sýnt hvað
við það vanst, að Ieiða þjóðina
gegnum þennan harða iærdómsskóla
niðurlægingar og örþrots.
Dánardœgur. ingóifur Jónsson stud.
jur. og frú hans ingibjörg Steinsdóttir
urðu í fyrradag fyrir þeirri sorg, að
missa einkabarn sitt, son rúml. mán-
aðar gamlan.
>Sííd og samvinna.«
1.
Fyrirlestur Björns IJndal um ofan-
skráð efni, var fyrir ýmsra hluta sakir
þess verður, að á hann sé minnst
sérstaklega. Skal nú íyrst leitast við,
að gefa sem styztan og þó sem
gleggstan og réttastan útdrátt úr
fyriílesírinum og sfðan verða gerðar
við hann athugasemdir þær, er þurfa
þykir.
Fyrirlesarinn rakti fyrst nokkra
helztu drsetti í sögu síldveiðanna og
slldverzlunarinnar á Norðurlöndum.
Sýndi fram, á hversu síldin hefði
reynst Svfjum holl, lostæt og þvf
eftirsótt fæða; að þeir teldu sig ekki
geta verið án sfldarinnar. — Sfðan
mintist hann á sfldveiðar og sfldar-
verzlun hinna ýmsu landa og niður-
staða hans var þessi: íslendingar
hafa verið eftirbátar annara þjóða f
þessari veiðigrein. Lfkur væru til, að
fyrir norðurströndum iandsins hefði
fyr sem nú sfidartorfan vaðið uppi
frá Skaga tii I.anganess um það leyti,
sem íslendingar voru að deyja úr
sulti innan við landsteinana. Og enn
sæti að mestu við sama, hvað átið
snerti. Veiði-aðferðirnar hefðum við
lært af Norðmönnum, en kynnum ekki
enn að gera okkut mat úr síldinni,
né að verja henni til peninga. En f
þessu máli heíðurn við þó á hcndinni
eitt höfuðtromp: Engin þjóð gæti
boðið jafngóða vöru og íslendingar.
Við strendur landsins mundu vera
betri sddarmið en annarsstaðar f
norðurhöfum. — Þessi gæðamunur
vörunnar skapaði Isiendingum betri
aðstöðu og væri fslenzk sfld að ryðja
norskri sfld úr rúmi í Svfþjóð og
Danmörku.
Þessi alménnu sögulegu drög voru
öfgalaus og allvel sögð. Kom fyrir-
lesarinn þá inn á afskifti löggjafar og
fjárveitingavaldsins af sfldarútgerðinni.
Fór þá heldur að þjóta f vitum hans,
enda varð málsmeðferð öll og orðavai
með þeim hætti, sem heyrist nákvæm-
lega jaínoft og Lfndal talar reiður,
því hann er, eins og víða er kunnugt,
sá maður hér um slóðir, er sfzt kantt
taumhald á skapi sínu, tungu og
penna. Var þá mikiu ver sagt frá,
því fyrirlesarinn kvað ýmist að ekkert
hefði verið gert fyrir afvinnuveginn,
en hann ofsóttur, ellegar að hann
taldi upp eitt og annað, sem hann f
hvert skifti kvað vera hið eina, sem
gert hefði verið fyrir hann. Taldi
hann þá fyrst, að um 1880 hefði
maður einn fengið ferðastyrk, til þess
að kynna sér sfidveiðar erlendis.
Litlu síðar rakst hann á síldarmats-
lögin, sem hann taldi þó þakkarverð.
Aftur var hann í efa um hvort þakka
bæri sfldveiðilögin frá í íyrra. Á sér-
stakan tiikostnað til strandvarná á
sfldveiðasvæðinu í fyrra, til framfylgd-
ar áðurnefndum lögum, mintist fyrir-
lesarinn ekki.
Aftur á móti varð fyrirlesaranutn
mjög skrafdrjúgt um það, sem gert
heíði verið atvinnuveginum til hnekk-
is. Taldi þar vitanlega tii úlfiulnings-
gjaldið og tollana. Bjó hann til skáld-
sögu um sfldveiði — eða söltunar og
sölufélag, sem átti að sanna, hversu
hörmulega væri að atvinnuveginum
búið, en sannaði það eitt, sem áður
var kunnugt, að aUdarútgerð og sala
getur orðið rekin með stórtapi.
Ekki kvað þó verulega að orðbragði
fyrirlesarans, fyr en hann fór að tala
um árásir þær og ofsóknir scm hann
hvað atvinnuveginn verða fyrir frá
hendi Tfmans og samvinnumanna.
Voru allar þær skammir, sem út úr
fyrirlesaranum dundu, einkum stflaðjr
til fjarverandi manns, alþm. J. J. Fara
hér á eftir nokkur sýnishorn af orð-
bragði B, L.:
Út af smágrein, sem birtist í Tím-
anum, þar sem minnst er á »Eyja-
fjarðarsfldina«, komst B. L. á rekspöl
með ádeilu sfna gegn J. J. og íylgis-
mönnum hans. Fullyrti hann, að þeir
vildu ganga af sfldárútgerðinni dauðri.