Dagur - 14.06.1923, Side 2

Dagur - 14.06.1923, Side 2
94 DAOUR 26. tbl. Áður hefði það verið talið ganga glæpi næat, að eiga eitthvað til næsta máls. Nú væri það talið ganga glæpi næst að tapa og eiga ekki til pen- inga handa öðrum. Hann sagði að þessir menn dræpu ekki líkaman, eins og tfðkast hefði fyr á tímum, af því að þeir þyrðu það ekki, en æru og mannorð dræpu þeir. Þessir menn væru stærstu »ípckúlantarnir*, þvf þeir »spekúleru?u« í öfundsýkinni og tregðu þjóðarinnar, að-frúa því um forgöngumennina, sð þeir séu sífelt að segja ósatl um annan aðalatvinnu- veg þjóðarinnar. Þennan nöðrukyns- hugsunarhátt hefðu þeir verið að lemja inn í þjóðina og hefði tekist það grátlega vel, svo að jafnvel f f þessum bæ væri hópur manna, sem vildu vera með í því, að drepa s/Id- arútveginn. Eftir að fyrirlesarinn hafði losað úr sér talsverða dembu af úrhellis- skömmum, fór hann aftur að tala meira og miana skynsamlega um sfld- ina. Kom hann þá inn á ástandið f sfldarsölunni. Lýsti hann nokkuð hinni harðvítugu samkeppni og hversu brögð og hnykkir væru f frammi hafð- ir, til þess að hafa stórfeld áhrif á sfldarmarkaðinn, sumum til gróða, öðr um tii tjóns. Komst hann þá mjög nærri því, að tala niðrandi um stétt- arbræður sfna f Svfþjóð, sfidarkaup- mennina. En hann óttaði sig í tfma og tók það fram, að hann viidi ekki baktala neinn. Láðist honum þá, að uudauskiija j. }. alþm., sem hann var rétt áður búinn að brizla stórkoat- lega. Þótti aumum það merkilegt, en öðrum fanst það ekki nema rétt eftir B. L, Hugmyndir hans um sjálfan sig væru svo oít öfugar við það, sem hann væri f raun og veru. Fyrirlesarinn viðurkendi, að ólag mikið væri á sfldarsölunni. Hann drap á það að árin 1919 —20, þegar mest ógæfa steðjnði að þessum atvinnuvegi, hefðu fengist við sölu síldarinnar, sumir þeir menn, er ekki hefðu átt að komð náiægt henni. Ekki gat hann þess, hverjir þeir menn hefðu verið. 1 sambandi við árásir B. L. á Tímann, eru þessi ummæli sérstaklega eftir- tektarverð, eins og sfðar mun sýnt verða. í þessu erindi B. L. kom fram skýr viðurkenning hans á þvf, að ófarir þessa atvinnuvegar og sfldarútflytj- enda væru að kenna megnu ólagi og Eamtakaieysi um útflutning og söiu síldarinnar. Hann hafði f dvöl sÍDni erlendis við að selja »Eyjaijarðarsfid- ina« (sem óhætt fflá telja, að hér eftir fari að verða »nafntoguð«) lagt sig eftir að kynnast máiinu. Og er niður- staða hans sú, að islenzkir sfldarút- vegsmenn og sfldarútflytjendur þurfi að vinna saman. Var niðurstaða máls hans, sem hér segir: * Þrjár leiðir eru fyrir hendi f málinu: 1. Að ísiendingar hætti veiðum og gangi f þjónustu útlendinga, sem stunda síidveiðar hér við land. 2. Að íslendingar velði sfldina, en selji bana útlendingum til niðursölt- unar og útflutcings. 3. Að íslendingar haldi áfram að veiða og selja sfldina með betra skipu- lagi en verið hefir og aðhyltist fyrir- lesarinn siðast nefnda stefnu. Taldi hann þá, að þessu yrði náð á tvennan hátt. Með þvf fyrst að mynda söiusamiag í Svfþjóð, scm ann- aðist söluna fyrir íslendinga, eða raeð því að mynda íéiag við Svfa um söl- una, þannig að hér á landi væri félag, sem veiddi síld og flytti út. Væri hún metin ti) fram'eiðsluveiðs. í Svf- þjóð mynduðu síldarkaupmenn annað félag sem svo annaðist söiuna. Væri síðan tapi og ágóða jafnað niður á bæði féiögin eftir samkomuiagi. Samvinna er það, sem hr. B. L. hyggur, að geti bjargað þessu máli, samvinna um veiðina og útfiutning svo markaðurinn yfirhlaðist ekki og samvinna um söluna. Þessi niðurstaða hr. B. L mun koma þeim kynlega íyrir, sem hiust- uðu á bamfarir haus gegn tillögu sam- vinncmanna á þingmálafundinum á Akureyri 1921 um skipulagsbundna afurðasölu undir opinberu efíirlití. Þegar sú tillaga var reifuð, var haidið fram nákvæmlega sama skiln'ngi á nauðsyn slfks skipulags og hann gerir nú. Og það var gert af þeim mönngm, sem hann taldi þá, að gerðu það af þvf, að þeir viidu atvinnuveginn feigan og sem hann segir, að vilji hann enn feigan. Slfku hefir fjármunatap og þungt erfiði í viðureígn við illvfga keppinauta orkað um sinnáskifti hr. B L En hann sló varnagia til varnar þvf, að þessi samvinna yrði álitin samskonar og samvinna bænda, þvf hann tók það fram, að hann vildi enga samábyrgð hafa og ekki »samvinnu í gæsalöppum * Þarf því ekki um að villast, enda mundi undan klæja, ef hr. B. L. færi að skríða um samvinnu- lfkamann fslenzka. Andsvar. Hr. Sigurður Björnsson hefir f 17. tbl. Dags, skrifað Athugasemd við fréttapistil minn, sem fyrir stuttu birtist f biaðinu og roeð þvf ætlað að láta mig kenna é hinum snarpa refsivendi penna sins. Það er auðséð að höfundurinn þykist hafa mikið til bruns að bera, þar sem hann vill segja mönnum fyrir um það, hvað megi rita f blöðin og hvað ekki. Er slfkt fagurlega roælt og virðingar- vert ef nokkur vildi hegða sér þar eftir. En með þvf að athugasemd n snýst eingöngu um nokkur orð i grein minni, (sem hann hefir þó misskilið og fært úr lagi), býst eg ekki við að margir vilji taka þessari tilsögn, að svo stöddu. Höfundinum ætti að vera Ijóst, að í stuttum fréttapistli, er erfitt að skil- greina og skýra hvað eina eins vel og æskilegt væri. - Þar fer eftir góðvild lesendans, hvort það, sem óljóst er orðað, er skilið rétt eða ekki. En nú hefir hr. S. B. sýnt, að hann var ekki fær um að skilja á réttan veg þá setningu, sem hann gerir að um- ræðuefni og get eg vel skilið hvernig á þvf stendur; en hitt undrast eg mjög, að maðurinn skyldi fyllast þess- ar) litlu vandlætingu, aern hefir leitt hann út í það, að færa úr lagi þau orð, sem hér er um ræða. Hr. S. B. krefst þess að eg sanni, að Norður-Þingeyjaringar »tífi eyðslu- sðmuóhófslífi*« rétt eins og það hefði staðið þannig skýlaust f pistli mfnum. En eins og allir geta vitað, sem lesið hafa »Dag,« hefi eg aldrei látið slfka fjarstæðu frá mér fara. Eg beini þvf kröfu þéssari heim til föðurhúsanna, þvf þar er hún bezt geyrad. í hinum umrædda fréttapiatli segi eg, að drykkjuskapurinn fari minkandi, jafnframt þvf sem önnur hófseroi fari þverrandi og hygg eg að þetta hafi við nokkur rök að styðjast. Ef litið er ofurlftið aftur í tfmann og gerður samanburður f lifnaðarháttum mauna og lífskröfum þá og nú, er breytingin stórkostleg og þvf stærri sem saman- burðartfminn er lengri. Margir telja breytingarnar sjálfsagðar og tákn hins nýja og betri tfms, en aðrir efast um að þær míði allar til frarafara og er eg einn í þeirra hóp. Mér finst alt hið bezta og göfugasta f fsienzku þjóðl/fi vera smámsaman að fjara út. Hin staðgóða fslenzka sveitamenning, með hófsemi og sparneyti á flestum sviðum, fer sffelt þverrandi um land alt, en f kjölfar hennar rennur hin íá- nýta tyldurmenning með auknu lffs- kröfurnar og ónógri hófsemi. En þessar breytingar verða ekki á einni nóttu, heldur árum og áratugum Mér finst engin goðgá þó eg dræpi á þetta f blaðinu, þvf við Norður- Þingeyingar höfum ekki alveg farið á mia við þessa nýjn strauma. En margur telur gest þennan óvelkominn og þvf hefi eg ritað um þetta m&l. Eg vii að við höldum sem lengst f fornar og fagrar venjur og staðgóða og holla þjóðasiði. en innleiðum aðeins það sem er í fullu samræmi við eðli lands vors og þjóðarhátta. Að þessu athnguðu hygg eg, að braía hr. S. B. um það, að eg birti nafn mitt, falli um sjálfa sig, enda er ólfklegt að bann hafi haft nokkurt um- boð, til að koma fram með slfka kröfu nema frá sjálfum sér. — Hótunina um það, að skrif mfn verði dæmd dauð og ómerk, læt eg sem vind um eyru þjóta og mun hér eítir sem hingað til senda biöðunum línu ef mér dettur þuð í hug. Að endingu viidi eg óska þess, að við Norður-Þingeyingar berum gæíu til þess að stöðva bina óeðlilegu rás viðburðanba og haida sem mest f gamia horfinu, sjálfum okkur til hag- sældar, en ððrum til fyrinnyndar. 14. maí 1923. Haukur. Aths. Rilstjóri Dags htfir verið svo góður að sýna mér ofanritað andsvar og er eg honum þakklátur fyrir það. — Mér þykir leltt að Haukur skuli álfta mig hafa rangfært orð sfn. Eg tók þau nákvæmlega eins og þau voru prentuð f fréttapistlinum. Það er ekki mfn sök, þótt hann skrifaði ekki nóg utan um * Auðkent af mér. Haukur, Fleiri tegundir af ofnum með tækifærisverði, ný- komnir í Kaupfélag Eyfirðinga. sétninguns, sem eg fann að. Nd hefir hann gert það og gerir það ummælin afsakanlegri. En eins og þau voru fyrst fraro sett, fanst mér þau ósanngjörn í garð sýslunga minna. Sigurður Bjðtnsson. Símskeyti. Rvlk 7. Júnf. Frakkar hafa lagf undir sig í Ruhrhéruðunum litarefni fyrir 400 milljónir franka; jafngildir pað 4 mánaða hergæslukostnaði. Einnig hafa peir tekið síðustu aðaljárnbrautina í Ruhr. Skaðabótatilboð Þjóðverja, endurskoðað, afhent bandamðnn- um í dag. Rannsókn hafin í samsæris- máli konungsinna í Bayern. Spánverjar hafa ráðist á 7000 Marokkanska uppreistarmenn við Tiziassa og rekið pá á flótta. Tveir enskir flugmenn ætla i flugferð kringum jörðina. Flugmenn peir, er eiga aö að- stoða Amundsen við flugið yfir norðurheimskautið eru lagðir af stað. Aflabrögð á togurunum lakari, Rvík 11. júnf. Ráðherrar Frakka og Belgja hafa orðið ásáttir um að sleppa ekki hendi af Ruhrhéruðunum fyr en Þýskaland hefir greitt skuldir sínar að fullu. Belgir ætla að bera sáttarorð milli Frakka, Breta og Itala. Frakkar hafa tekið síðustu málmsteypu- verksmiðjur Krupps og ætla að halda peim, par til Krupp greiðir peim 20 milljónir gullmarka. Pýska markið fellur enn. Einn dollar kostar 80,000 mörk, Pjóð- verjar hafa afhent Bandamönnum viðauka og skýringar við skaða- bótatilboð sitt Eru fúsir til að Icggja skaðabótamálið undir úr- skurð alpjóðadómstóls. Frökkum pykir tilboðið óaðgengilegt. Þjóð- verjar vona að Englendingar sjái ráð til að samningar megi hefj- ast. Enskir fjármálamenn álíta tilboð Þjóðverja gerðí einlægni, og að peir geti ekki betur boðið.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.