Dagur - 06.09.1923, Blaðsíða 1

Dagur - 06.09.1923, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagl fyrlr 1. júlí. Innhelmtuna annast Árnl Jóhannsson í Kaupfél. Eyf. VI. ár. Akureyrf, 6. septeml AFOREIÐSLAN er hjá J6nl 1». Þ6r, Norðurgötu 3. Talslmi 112, Uppsögn, hundln við áramót sé komln til afgrelðslumanns fyrir 1. des. 38. blað. Forsikrings — Aktieselskabetj -U-R-Á-N-I-A- Brunatryggir: Hús, kirkjur, sveitabæi, húsgögn, vörur, skip á iandi og báta, o. 11. Sjóvátryggir: Skip og báta, vörur hvort sem eru smásendingar, eða heiiir skipsfarmar. Aðalumboðsmaður á íslandi: Jórj Stefánsson. Akttreyri. - Sími 23 og 94. „btéttahatrið." I. Andstæðingar samvinnublaðanna hafa sifeldiega núið peim því um nasir, að pau væru að ala á siétta hatri í landinu. Er par átt við verzl- unardeilur pær, sem staðiö hafa undanfarið. Þeir hafa lýst pví með mjög sterkum oröum hvilík óbless- un fyrir land og lýð fylgdi því, að ata á stéttahatri þessu. Andróöurinn gegn fjármátastetnu kaupsýslustéttarinnar nú á síðustu árum, ádeiiur f garð þeirrar stéttar iyrir gersamlega óhugsaöan og sér- gæðislegan mótþróa gegn ölium viöreisnar og varúðarráðum um fjár- hag landsins kalla þeir árás á og róg um áðurnefnda stétt; — árás á atvinnu þeirra manna og mannrétt- indi og mannorö. Þessi stétt, sem ver nokkrum hluta af verzlunarágóða sínum, til þess aö gefa út stærstan blaöakost allra flokka í landinu, hefir með elju og einbeitni þeirra manna, er eiga hagnað sinn f húfi, látiö blöð þessi sýna þjóðinni fram á, að viö- reisnarvon hennar og íramtíðarheili sé undir því komin, að þessi »fram- sýna" og HVÍðsýna" stétt fái að starfa óhindruö. Frjáis samkepni tryggi þjóðinni ávalt sanngjörn við- skifii, frjáls vetzlun geri þjóðina njótandi yhrburöa þessara manna í því að tryggja henni hagkvæm verzl- unarkjör o. s. irv. Til áhetzlu hafa svo verið gefnar út bækur, til þess að róma ágæti kaupmannastéttar- innar, en ófrægja, niðra og tortryggja keppinauta þeirra, samvinnuverzlanir bænda. Siikar bókaútgáfur og taumlausar árásir á samvinnuverzlanirnar í iand- inu sýnist vera alleinstök framkvæmd nkærieiksíögmálsins", sem þessir menn telja, að samvinnublöðin séu ait af að brjóta. Ef árásir á verzl- únarstefnu og fjármálapólitík þá, er kaupsýslustétt landsins hefir rekið undaniarin kreppuár, er árás á stétt r í landinu, sem gæti skaöað þjóðfé- { Iagið, eru árásarrit þau, er í blðð-f um hafa birzt og í flugritum gegn samvinnuverzlun Iandsins eigi síöur árás á slétt og hana stórum fjöl- mennari, þar sem á í hlut stór hluti af alþýðu manua til sjávar og sveita. / II. Kaupsýslumennina má óefað telja sérstaka atvinnustétt. Þeir stunda á- kveðna atvinnu og reka hana eftir vissum höfuðreglum. Oagnsemi þessarar stéttar getur vitanlega verið mikil fyrir hverja þjóð, séu kaup- sýslumermirnir mentaðir og síðferð- islega þroskaðir. Hér er ekki rúm né heldur ástæða, til þess aö gagn- rýna kaupmannastéttina íslenzku. Vitanlega eru þar margir góðir menn. En fjölmennið í stéttinni og ásókn ómentaöra og óvalinna manna, að hljóta þá atvinnuaöstöðu, bendír á óheilbrigöi í þessum atvinnuvegi. Viðskifti við almenning er í augum þessarar stéttar einskonar almenn- ingur eöa ótakmörkuð veiðimið. Þessi mikla iöngun til þess að hafa atvinnu sína af því, að selja vörur, hefir gert þessa stétt alt of fjöl- menna. Hin harövítuga samkepni, sem fjöimennið skapar, ieitar sér útrásar I aukinni fjölbreytni um vöru- tegundir. Á þann hátt hefir kaup- sýslustétt lsndsins smám saman auk- iö óhóf og eftiröpun íslendinga í kaupum og hagnýtingu erlends varnings meira en pessari afskektu og fátæku pjóð hæhr. Vitanlega er engin ástæða til þess að ásaka íslenzka kaupsýslustétt sér- staklega í pessu efni, pví þannig mun pessu vera variö um allan heim. En petta kemur til álita, þeg- ar meta skal gagnsemi stéttarinnar. Eðli atvinnuvegarins er slikt, að honum fylgja jafnan miklir ann- markar. Annmarkarnir liggja i því, aö mannleg ásælni og eigingirni iær rýmra svigrúm í kaupmensk- unni en víðast hvar annarsstaðar. En einkum kemur petta til áiita, þegar meta skal þær staðhæfingar kaupsýslustéttarinnar, að viðreisn þjóðarinnar sé undir því komin, að hún fái að starfa óáreitt. Ófarnaður þjóðarinnar á sfðustu árum gerir þær staðhæfingar tortryggilegar. Eins og kunnugt er hefir kaupsýslu- stétt landsins brotið á bak aftur all- ar hömlur gegn eyðslusemi þjóðar- innar, til þess að vernda rétt sinn að starfa óáreitt. Afleiðingin er botn- iausar skuldir. Bjargráð þjóðarinnar er því ekki undir því komið, að kaupsýslustéttin fái að starfa óáreitt, heldur að þjóðin leggi sjálf hömlur á óhóf sitt og eyðslusemi, hvað sem kaupsýslustéttinni líður; — því þó að í henni sé mætir menn, er fjár- hagslegt og stjórnarfarslegt sjálfstæði þjóðarinnar meira virði en þeir; enda bjargast og yfir örðugleika þessara ára þeir menn í þessari stétt, sem hæfastir eru og gagnsamastir þjóðinni. (Meira.) Magnús Guðmundsson og innflntningshöftin. Snemma á árinu 1920 gaf rlkis- stjórnin út bráðabirgðalög og setti reglugerð um takmarkanir á aðflutn- ingi á óþöríum varningi. Jafnframt skipaði stjórnin nefnd manna — við- skiftanefndina — til þess að sjá um framkvæmd þessara fyrirsktpana. Þó rá 'stöíun þessi mæitist misjafn- lega íyrir og framkvæmd hennar t eynd- iat ötðug og í sumra augum vafasöm, má þó benda á, að innflutningur vara árið 1922 var mjög miklu meiri en árið 1921, eða milli 10 og 20 miilj. kg. meiri. £n árið 1921 munu áhrif innflutningshaftanna haia komið eink- um í ljós. Um það verður þvl tæp- lega deilt, að árangur innflutningshaft- anna varð allmikill og meiri en vænta mátti, hvilíkum andróðri sem þau mættu frá kaupsýslustéttinni. En hvað sem þvf Ifður, má telja þessa stjórnarráðstöfun með þeim merkilegri á sfðari árum og þáverandi stjórn til sóma. Hún var ótvíræður vottur þess, að stjórnin skyldi hvert stefndi fyrir þjóðinni, ef hún héldi áfram að safna skuldum erlendís og að fyrir frekari skuldaaukmngu varð ekki girt nema með valdi. Siðan voru þessar gerðir stjórnar- innar lagðar í dóm þingsins 1921. Stjórnin lýsti því yfir í þingbyrjun, að hún gerði þelta að stefnumáli sfnu. Að hún vildi á þennan hátt gera til- raun að bjarga þjóðinni. Undir þetta málefni runnu nokkrar stoðir. M. Kr. gerði þessi mál að aðalmálum á þing- málaiundi á Akureyri og stóð fast með Btjórninni í þeim ásamt Fram- sóknarflokknum. En mótþróinn, sem I nærfelt ár hafði barist gegn þessari ráðstöfun, var búinn að grafa svo um sig og átti þau ftök í þinginu, að þessi stefna stjórnarinnar var ofurliði borin og henni drepið á dreif. Þá kom það mjög átakanlega f ljós, að stjórnin var ekki vaxin þeim vanda, er á henni hvfldi. Hún lét sér lynda, að bjargráðasiefnan vœri drepin í hðnd- um hennar, een iðk þó jafnframt við af þlnginu ‘hinum gapalegusiu fjárlög- um. Framkoma Jóns Magnússonar á þessu þingi var ófrægileg. Valdalöng- unin virtist skina út úr hverju orði hans og viðviki. Hann þorði naumast að láta skoðun sfna í ljósi óhifcað f neinu máli, heldur sló þessu og hinu fram »til álita<, en ekki, að hann vildi »gera slfkt að kappsmálic. Alþt. frá umræddu ári eru vottur um mjög vesælmannlega framkomu stjórnarfor- manns. Með þessari lægni tókst hon- um að hanga við völdin, þvf að hon- um skaut upp, þar sem meiri hluti var f hverju máli, eftir að hann hafði þreifað fyrir sér. Magnús Guðmundsson sótti mjög fast fram á þinginu f innflutningshafta- málinu. Honum mun hafa komið til hugar að setja málið á odd og standa með þvf eða falla. Ea hverjar sem orsakirnar hafa verið, beygði hann sig íyrir blindri singirninni og mótþróan- um og iét draga þetta mikilsverðasta mál úr höndum sér. Einmitt þarna var örlagastund M. G. sem stjórnmálamanns. Ef hann heíði þá fallið með sfnu sannfæringar- roáli, væri hann nú stærri persóna f stjórnmálum landsins. Nú sést, að þjóðin gerði glappaskot, þegar hún ieysti innflutningshöftin og nú sést að M. G. var ekki fær um að taka vexti þeim, er úrslitastundir færa þeim mönn- um, er til afreka eru bornir. M. G. viidi bjarga sinni upphefð f stjórnar- sessinum en er nú lftiiiækkaður f augum þcirra, er báru traust til hans f bjsrgráðamálunum og meðal þeirra var þetta biað. í kosningamáigagni sfnu, er M. G. að róma innflutningshöftin, en þorir ekki vegna núverandi sifja við kaup- mennina, að halda þeim fram að nýju. Afsökunin er sú, að þjóðin hafl ekki viljað þau og verði þá að grfpa til annara ráða, en þau ráð eru: Að al- menningur forðist sjálfur kaup á varn- ingi þeim, er bann getur án verið. Þessi er stefna M. G. í bjargráðamál- um landsina. Hann veit, að sú stefna er kaupmönnunum ekki mjög hættuleg. En hver getur um það sagt nú, að þjóðin vilji ekki innflutningstakmarkanir f einhverri myndf

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.