Dagur - 06.09.1923, Blaðsíða 2

Dagur - 06.09.1923, Blaðsíða 2
138 DAOUR 38. tbl. Jarðarför Jóhanns heitins Stefánssonar er ákveðin laugardaginn 8. þ. m. og hefst kl. 1 e. h; með húskveðju frá heimili hins látna, Hafnarstræti 100. Anna Pétursdóítir. Lísbet Jónsdóttir. ii----------------------------n Ef þér viljið fá ódýran akstur — — — þá akið í — — — ÍÖT BIFREIÐ A-10. -&l Mig er að hitta við Torfunefs- brúna eða í mr Síma 17. Snæbj. Þorleifssorj. ii----------------------------ii Hljómleikar. Nýlega hafa bæjatbúar fengið að heyra tvenna hljómleika: Benedikts Elfar og Dóru og Haralds Sigurðs- sonar. Hr. Elfar hefir góða rödd, þrótt- mikla, háa og hreimþfða, þótt hún geti eigi talist með þeim allrafeg urstu; til þess er hún eigi nógu skær. Bezt er rödd hans á háum tóaum, þegar hann syngur fremur sterkt. Lág- ir tónar eru einnig góðir, en þó tæp- lega eins þfðir. Meðalháu tónarnir virtust mér heldur síðri. Veikum tón- um er dálftið áfátt (of dumbir) og sterkRStu tónarnir ekki nógu þfðir. Nokkuð skortir enn á fult vald yfir röddinni, þannig að allir tónar, háir sem lágir, séu sungnir með sama þrótti og sama hljómblæ; hefir hr. Elfar þó farið mjög mikið fram að þessu leyti, sfðan eg heyrði til hans hér fyrir nær þvf þrem árum, og von- andi fer honum mikið fram enn. Eng- inn taki orð mfn svo, að eg vilji með þessu gera lftið úr rödd hr. Elfar; eg álft hana góða, eins og eg tók fram f upphafi máls míns, þótt galla megi finna, sem sumir eða ef til vill allir lagast og hverfa með vaxandi lær- dómi og æfingu. Framburður tex'tans var allgóður, þótt misfellur mætti finna, t. d. var s f fslenzku textunum lfkast enskri z. Um meðferð laganna er það að segja, að allmikið virtist skorta á ná- kvæmni f hljóðfalli og vandvirkni yfir- leitt, þótt miklu betra væri en sumt það, sem hér hefir verið boðið af söng. Bezt þótti mér Romance úr Liebestrank eftir Donizetti. Hr. Elfar er þegar kominn langt á braut sinni, þegar miðað er við þekkingu og kunn- áttu almennings hér heima; en hann á enn ófarna langa leið og bratta upp á hátind listarinnar. Það er ósk mfn og von, að sú leið verði honum sem greiðust, og að hann megi ná þangað heilu og höldnu. Hljómleikar Dóru og Haralds Sig- urðssonar eru það langbezta, sem eg hefi heyrt hér að undanteknum hljóm- leikum hr. Kurt Haesers. Hr. Haraldur er fullkominn snill- ingur (virtuos), svo að eigi var að finna blett né hrukku á iögum þeim, er hann lék, og voru þó mörg þeirra mjög erfið viðfangs. Leikur haas er unaðslega fagur. Yfirleitt virtist mér yndisleikur, blfða og viðkvæmni vera það, sem mest einkendi list hans; aftur á móti íanst mér hið mikla á- stríðuafl og þungi f sónötu Beethovens og hin hátíðlega alvara í preludiu Rachmaninoff3 eigi njóta sín svo sem eg hefði kosið. Bezt þótti mér Nott- urno eftir Chopin. Frú Dóra hefir eigi sterka rödd cn mjög fallega og ágætlega tamda Rödd hennar nær yfir mikið tónsvlð og er jafn fögur hátt sem lágt. Tónhæfin er hún f bezta lagi. Allur söngur hennar lýsti hinni mestu vandvirkni og sam- vizkusemi f meðferð laganna og ó- vanalega góðum skilningi á anda þeirra. Fágætt er það, að heyra fs- lenzku lögin jafn vel sungin. Bezt þótti mér Ein sit eg úii á sleini eftir Sigfús Einarsson. Ekki get eg skilið, að nokkur söngnæmur maður hafi hlýtt á það an þess að verða snortinn. íslenzkuna bar frúin ágætlega fram; aðeins á stöku stað mátti finna smá- galla á hljóðstöfum, en þeir voru hverfandi. Á. S■ »Bíður nokkur betur?« Á síðastliðnu hausti skýrði >Dagur« frá þyngd einnar dilksugu ásamt dilk- um hennar, frá Lundi. — Vænleik- inn skaraði fram úr því, sem þekkist hér um slóðir um vigt sauðfjár, og þvf þess vert, að skýrt væri frá þvf, mönnum til uppkvatningar f fjárrækt- inni, sem vissutega þarf og getur tekið miklum framförum. Fyrirsögnin hér að ofan stóð und- ir skýrslunni, sem kvatning til manna, um að birta f blaðinu skýrslur um fyrirtaks afurði búfjár. Nú með þvf að »fleira er matur en feitt ket«, eins og gamta máltækið segir, þá dettur mér f hug að senda blaðinu skýrslubrot yfir nythæð einn- ar belju á Láttaströnd stðastliðinn vetur. Tel eg mig að minsta kosti bjóða eins vel hlutfallslega, eins og Guðna í Lundi. Kýrin er í Svfnárnesi og heitir »Glámac, 7 ára, er amma hennar Göngustaðakots »Grönc f Svarfaðardal, sú, er gefið hefir hæðsta 6 ára nyt og feitasta mjólk, eftir þvf, sem birtist í Búnaðarritinu fyrir nokkr- um árum. Gláma bar 26/n 1922 eftir aðeins eins m. geldstöðu. Hæðst komst hún í 46 merkur á dag, og hélt þeirri nyt f 2 vikur. í 5 vikur var hún daglega f 44 merkum. A sumardaginn fyrsta 22 vikureftir burð var hún f 34 merk- um, hafði þá mjólkað 3000 potta. í 30 vikur mjólkaði hún 36 merkur að meðaltali á dag, eða ails 3780 potta. Feitimagn með minna móti, um 4% en nythæðin mun hærri en nokkru sinnl áður. Gjöfin var altaf 32 pund af töðu á dag og 3 pund steinbftstros. Næstl. skýrslu ár, var Gláma geld- mjólk (bar aldrei á árinu) en mjólkaði þó yfir árið 3657 potta. — Fjórar kvfgur hafa verið aldar upp undan Glámu, þijár nú mjólkandi, sem allar eru líklegar til að nái móðurinni að gæðum. Þannig mjólkaði sú elstaþeirra, Gjöf, 3234 potta yfir árið að öðrum kálfi. Lét þó kálfinum 6 vikum fyrir tal og heildist ekki með burði. Var f 6 merkum f mál þegar hún lét og græddi sig svo upp f 14 merkur. Nú er á boðstólum nautkálfur und- an Glámu, sem yrði rúml. 40 vikna um göngur og á þá að kosta 250 kr., sem ekki er lfkt þvf það, sem eldi hans hefir kostað. En kálfurinn þykir of dýr og gengur ekki út. Svona er nú mikill áhugi bænda, fyrir kynbót- um nautgripa. Ekki er von til að vel gangi með nautgriparæktina. P. G. Alþýðuskóli »Kynningar« veturinn 1923. Nokkur ungmennaíélög hafa um nokkurra ára skeið haft samband sfn á millum. Nær það yfir fjóra hreppa: Glæsibæjar-, Öxnadals-, Skriðu- og Arnarneshreppa. Hefir það verið efst á stefnuskrá sambandsins að efla þjóð- lega alþýðumenningu, og hefir það vakað fyrir sambandinu að koma á fót skóla, er gæti orðið vfsir fullkom- ins alþýðuckóla f Eyjafirði. Var samþykt á fundi sl. haust, að stofna skóla næsta vetur, Samb. íekk lánað hjá G'æsibæjarhreppi barnaskóla- hús, sem jafnframt er þinghús hrepps- ins. — Lengi var tvfsýni á, hvort fyrirtæki þetta yrði framkvæmt, stóð á nemendafjölda o. fl. Fiamkvæmdarstjóri sambandsins, Marinó L Stefánsson, sýndi dugnað og röggsemi f þessu máli og kom skólanum á fót þrátt fyrir ýmsar hindr- anir. Hófst svo skólinn skömmu eftir nýjár. Réð fiamkv.slj. til forstöðu- manns fyrir skólann, Jóhann Sveins- son frá Fiögu, og auk þess kendu Einar Jónasson barnakennari stærðfr. og Stefán Árnason organleikari frá Svalbarði söng. í hverri grein var kent og lesið, er nú skal greina: ísienska: Lesin Lesbókin 3. hefti og úr Skólaljóðum og Fornsöguþátt, um. Málfræði Halidórs Briem höfð við kensluna, 1 ritgerð á viku. Danska: Lesbók Jóns Ófeigssonar 1. hefti alt og nokkuð framan af 2. hefti. Gerðir nokkrir stflar. Stærðfræði: (Alm. reikn. flatar og rúmmálsfr.); ýmsar bækur hafðar við kensluna. Saga: íslendingasaga Boga Th. Mel- steds og saga Jónasar Jónssonar halðar við kensluna. í mannkynssögu var Iesin saga Þorleifs Bjarnasonar öll og aukin munnlega. Til hliðsjónar höfðu nemendur mannkynssögu Páls Melsteds. Landafræði: Notuð Landafræði Karls Finnbogasonar. Nokkrir nemendur lásu Landafr. Bjarna Sæmundssonar, Grasafræði; Stefán Stefánsson: Plönturnar. Lesið frá bls. 1 til bls. 106 að undanteknum kaflanum um gerð plantanna. Þurkað plöntusafn sýnt og drepið á einkenni helztu ætta. Dýrafræði: Bjarni Sæmundsson: Kenslubók í dýrafr. að mestu lesin frá byrjun til bis. 111. Lesinn kafl- inn um maurinn aftan við dýrafræð- ina. Þá var nemöndum skýrt frá helztu steina- og bergtegundum og þeim sýndir ýmsir steinar og berg- tegundir. Söngur: Nemendur æfðir f að syngja ýms Iög. í stað leikfimi voru mést ýmsir úti- leikir. Kenslan fór fram f frásögnum og spurningum af hálfu kennara og f samtali við nemendur. Stundum voru nemendur látnir segja sjálfir frá f kenslustundunum. Til að ha'.da fyrirlestra fyrir nem- endur voru fengnir: Kristján Sigurðs- son kennari frá Dagverðareyri og Árni Ólafsson sýsluritari. Skömmu fyrir skólalokin fór forstöðum. með nemendur til Akureyrar. Sýndi Guðm. Bírðarson kennari þeim náttúrugripa- safn gagnfræðaskólans, skýrði það fyrir þeim og sagði þeim margt jarð- fræðilegt. Nokkra málfundi héldu nemendur yfir skólatfmann með leiðbeiningum kennara. Kensluáhöld fékk skólinn iánúð hjá farskóla hreppsins, sömuleiðis fékk hann nokkuð (dýra- og grasamyndir) bjá barnaskóla Akureyrar. Þá tékk for- stöðum. ýms ritverk lánuð af amts- bókasafninu á Akureyri. Skólinn byrjaði með 13 nemöndum. Einn þeirra varð að hætta námi vegna veikinda. Sumir nemendur fengu fbúð f skólahúsinu, hinir gengu f skólann. — Þurfti Samb. að kosta allmiklu til að gera húsið vistlegt. Skóiinn stóð til aprfiloka. Prófdómendur við skólann voru skipaðir: séra Theódór Jónsson á Bægisá og Stefán Marsson bóndi f Spónsgerði. Á prófinu hlutu nemendur þessar aðaieinkunnir: Nöfn neinenda. Stig. Aðale. I. Agnar Jónsson 45.50 6,50 2. Anna Benediktsd. 50,50 7,21 3- Baldvin Árnason 47,00 6,71 4- Frfða Austmann 53,oo 7,57 5- Gatð Vilhjátmsson 55,oo 7,86 6. Jóhann Guðjónsson 50,50 7,21 7. Jóhann Jóhannsson 55,oo 7,86 8. Jóhannes Jóhanness. 51,00 7,29 9- Sigríður Ásgeirsd. 41,00 5,86 10. Snjólaug Benediktsd. 51,00 7,29 II. Sumarrós Snorrad. 5L5o 7,36 12, Svava Stefánsdóttir 55,50 7,93 Að endingu þakka eg öllum þeim, sem sýnt hafa skólanum velvild á einhvern hátt, en mér samúð f staifi mfnu. Brakanda, 10. júli 1923. Jóhann Sveinsson (forstöðum. skólans.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.