Dagur - 13.09.1923, Qupperneq 3
39. tbl.
DAQUR
143
Munið
að haldbeztu
og ódýrustu
vinnufötin
fást í Brauns Verzlui).
Páll Sigurgeirsson.
"I
Dömu-kamgarn
á kr. 10,50 og 12,00 mt. sér-
lega gott I peysuföt, peysu-
fatakápur o. m. fl.
BRAUNS VERZL.
Páll Sigurgeirsson.
Símskeyti.
Rvík 10. Sept.
Manntjónið i Japan hálf miljón,
áætlað efnatjón 1000 milj. sterlings-
punda.
Þjóðabandalaginu liggur við að
sundrast. Fulltrúar norrænu þjóðanna
hóta að ganga af fundi.
Pjóðabandalagið ræðir grísku deil-
una. ítalir standa þar einir uppi. Af-
staða Frakka og Spánverja vafasöm.
Samþykt að alþjóða dómstóllinn i
Haag útkljái deilu Grikkja og ítala.
ítalir hafa hertekið 3 eyjar viö Grikk-
Iand og hóta að senda flotann til
Piræus (hafnarborgar Aþenu).
Fiumedeilan er að ná hámarki.
í Þýzkalandi er rætt um að koma
á fót fjárhagslegu einræði. Dollar
kostar 40 milj. marka. Ákvæði þýzku
stjórnarskrárinnar um eignarrétt og
friðhelgi heimilisins, að ekki megi
lesa póstbréf numið úr gildi í biii.
Frakkar búast við samningatilboöi
frá Þjóðverjum um sameiginlegan
iðnrekstur.
Togararnir Iiggja allir enn. Nokkr-
ir vilja fara fyrir gamla kaupið, en
Claésen bankastjóri ógnar hverjum
þeim, sem fer þannig án samþykkis
útgerðarmanna með að heimta
greiðsiu á því er þeir skulda og
neitun um reksturslán. Menn standa
hér forviða yfir slíkri framkomu.
Stjórnmálafundur við Ölfusárbrú
I gaer.
Fréttaritari Dags.
f r é 11 i r.
Jarðskjálftinn í Japan. Þau undur
hafa gerst á jörðunni, að höfuðborgin
í Japan, Tokio, hefir hrunið f jarð-
skjálftum svo að segja til grunna og
síðan brunnið til kaldra kola. Önnur
borg, Yokohama er og fallin til grunna.
Slðari fregnir herma, að höíuðborgin
sé að miklu leyti sokkin í sjó. —
Tokio hafði um 2Y2 milljón ibúa en
Yokohama rúml. 1 milljón. Sagt er að
um Y2 milljón manna hafi farist f
jarðskjálftanum og borgarbrunanum.
Um 3 millj. ættu þá að vera húsviltar.
af þeim, sem bjuggu f þessum borg-
um. Vitanlega hafa jarðskjálftar þessir
gert vfðar usla. — Örðugt er að gera
sér grein fyrir hvflikt reiðarslag þetta
er fyrir Japan. Höfuðborgin og fleiri
borgir fallnar til grunna. Æðstu menta-
stofnanir, mestu byggingar, dýrustu
söfn og mikill hluti af öllum þjóðar-
auðnum er glatað. Margra ára skeið
hlýtur að þurfa, til þess að byggja
upp nýja höfuðborg, traustari en fyr
og endurvinna glataðan auð að þvf
leyti, sem hann getur unnist. Slfkt
hlýtur að kosta þjóðina stórar fórnir,
miklar þrautir og erfiði. — Ekki hefir
enn heyrst um hluttöku annara þjóða
f þessari miklu neyð og ógæfu nema
að Bandarfkin hafa boðið fram her-
skípaflota sinn til þeirrar hjálpar, er
hann geti veitt.
Leiðarþing. Jónas Jónsson 5. lands-
kjörinn þingmaður hefir boðað til leiðar-
þinga f þrem sýslum á undirlendi
Suðurlands. Sfðastl. sunnudag varfyrsta
leiðarþingið haldið við Ölfusárbrú. Auk
frambjóðenda var sérstaklega boðið
Eggerz, M. Guðm. og J. Magn. kl. 3
var fundur settur og stýrði honum
fundarboðandinn sjálfur. Reis þá upp
klerkur úr liði Mbl.-manna og lýsti
helgidagsbanni yfir þessu fundarhaldi.
Af ýmsum ástæðum var ekki unt að
taka það til greina. Á fundinum töl-
uðu fyrverandi og núverandi dðms og
kirkjumálaráðnerrar og lýstu þannig
afstöðu sinni til áður nefnds banns.
Þegar nokkuð var liðið á fundinn komu
úr Rvfk Eggert Claesen og Lárus
Jóhannesson. Kröfðust þeir að fá að
tala, en var synjað, vegna þess að
fundurinn var fyrir Árnesinga og þremur
helztu mönnum úr liði andstæðinganna
hafði verið boðið. Gerðu þá Claesen
og Lárus tilraun, til að hleypa upp
fundinum en mistókst og urðu sér til
minkunar. Að öðru en þessu fór fund-
unnn vel fram. Frummælandinn, J. J.
talaði f kl.st. Eggerz, J. Magn. og M.
Gu*m. töluðu sinn V2 tfmann hver og
6—7 frambjóðendur álfka lengi hver.
Árangurinn at fundinum er talin Fram-
sóknarflokknum mjög f vil og er hann
sterkastur f sýslunni, sem vænta má.
Framboösfund héldu þingmanna-
elm Norður Miilaí.ýslu á Fossvöllum
á sunnud. var. Mættir voru þar Hall-
dór Stefánsson frá Torfastöðum f
Vopnafirði, sem býður sig fram af
hálfu Framsóknarflokksins og Björn á
Rangá, sem býður sig fram upp á
þjóðmálaglundroðann. Hinn frambjóð-
andi Framsóknarflokksins, Þorst. M.
Jónsson alþm. gat ekki mætt á fundi
þessum né öðrum fundum, sem haldnir
verða austur þar. En þeir fylgjast fast
að Halldór og hann og styðja hvot
annan, Þ. M. J. með rótgrónu fylgi
en Halldór með harðfengni og glæsi-
legri sókn máia á fundum, Eru þeir
báðir taldir vissir f kjördæminu. Á
Fossvailafundinum hafði Halldór hvern
manu á sínu bándi að heita mátti.
Leiðrétting við greinina f sfðasta
blaði >Ræktunarfélagið til sölu«, frá
stjóru félagsins, kemur f næsta blaði.
Dánardœgur. Látinn er í nótt á
heimili sfnu hér f bænum Einar ívars-
son, 89 ára gamall. Hann var elzM
borgari bæjarins og einn af þeim
merkari.
BíÓ. Þar er nú sýnd heimsfræg
mynd, sem nefnist »Þjóðin vaknar.<
Er hún af þrælastrfðinu f Atnerfku og
róman ofinn f þá uppistöðu.
HljÓmleÍKa heldur Kurt Haeser,
snillingurinn þýzki, á föstudaginn
kemur f Samkomuhúsinu kl. 9 e. h.
»Lífsreynsla til lands
og sjávar«.
Hvar sem fara hrafnar og mávar
hafa þeir úti sinar klær;
þótt séu þær bæði svartar og gráar
af sömu hvötum stjórnast þær
og »lifsreynslu til lands og sjávar*.
Ekki eru hvatir ljótar og lágar, —
leitt er að fljúga þröngan hring —
og eiga sér vonir ærið háar
um að komast á næsta þing
með »lffsreynslu til lands og sjávar«.
Þar sem skriður hrjúfar og háar
hoifa móti landnyrðing, '
hraktir og mæddir hrafnar og mávar
með harmatölum setja þing,
um >lífsreynslu til lands og sjávar.*
Á víðavangi.
Gesfri8nin á Sandi- Guðm. á Sandi
hefir varið fé því, er honum hefir
áskotnast fyrir fyrirlestra og styrknum
af almannafé þannig, að teljs má til
fyrirmyndar og með fádæmum. Hann
hefir verið þvf til góðgerða. Samkvæmt
nýfengnum upplýsingum hans sjálfs,
hefir hann hýst og fætt að nokkuð
mikiu leyti bændur úr 2 hreppum
um sfðastliðin 24 ár. Bændur þessir
hafa átt kaupstaðarleið fram bjá bæ
hans og komið þangað ott hraktir f
vondum veðrum og færðum. Ekki hefir
fyr farið tiltakanlegt orð at gestrisn-
inni á Sandi og sýnir það, að margt
liggur f láginni um þá, er afskektir búa,
sem þeim er sómi að, ef ijóst verður
og er gott að Guðm. hefir haft ein-
urð, til þess að skýra frá þessu. Ætti
hann nú ekki að draga það lengur,
að birta þá kapitula úr frægðarsögu
sinni, sem óbirtir eru.
»Líf8reynsla fil lands og sjávar*.
í 37. tbi. ísl. birtist svoteld ummæli
eftir »Dalakarl«:
>Hvernig svo sem fer um kosning-
arnar til þingsins, þá vil eg segja það,
að Akureyri og Eyjafjörður fær óálit
hjá öllum akynbsrum mönnum, ef ann-
$ Gummi-hálstau %
•% *
% Flibbar, einfaldir og tvö- J*.
2 faldir á kr. 1.00.
í Brjóst á kr. 1.25. J
5 BRAUNS VERZL. \
^ Pdll Sigurgeirsson. £
•% %
i|j
íts* Stór eldavél. -sa
lltið brúkiið, er til sölu undir hálfvirði.
Sérstaklega hentug á stór sveitaheimiti.
Jón Steýdnsson.
Simi 23.
Herbergi til leigu. Upplýsingar
gelur Kristján Halldórsson, úrsmiður.
ar eins maður og Björn Lfndal býður
sig fram og nær ekki kosningu, með
þeirri lffsreynslu, sem sá maður hefir,
bæði til lands og sjávar. Má lfka
kveða svo að um Sigurð dýralækni*.
Æskilegt væri að »Dalakarl« vildi
segja ger frá reynslu þeirri, sem þessir
dýrmætu meun hafa til lands og sjávar.
Sumir vilja álíta að sjávar-reynsla Sig-
urðar sé engiu og Björns Lfndal
þannig vaxin, að hún veiti honum
engin meðmæli sem forráðamanni fyrir
þjóðina. Af landsreynslu B. L. fer
smátt orð sfðan hann flutti fyrirlestur
sinn um nýbýlin, þvf sfðan hefir hann
helgað krafta sfua síldarspekulationum,
og gleymt að-efna loforð sitt um, að
skrifa sfna merkilegu grein um það
mál. Um landsreynslu Sigurðar mætti
segja það, að hann hefir með tilstyrk
B. L. stjórnað Rf. Nl. f hinar mestu
fjárhagskröggur og komið þvf f óálit.
Þar hefði þessi uppgjafakaupmanna-
þjónn, sem nú biður um bændafylgi
til þings, átt að geta sýnt hæfileika
sfna, til þess að ráða fram úr afmenn-
ingsmálum. En það hefir nú tekist
svo, að ekki horfir tii frægðar, trausts
né glæsilegrar »lffsreynslu til lands.«
»Happíð«. Svo nefnist gaman-
leikur í einum þætti eftir PálJ. Árdal
og er það nýkomið út. Happið er
vlða þekt austán hafs og vestan og
er mjög hentugur og góðfyndinn
gamanleikur enda hefir oft verið leik-
inn. Nú hefir höfundurinn aukið og
endurbætt leikritlð. Hann hefir bætt
f það tveimur persónum, Grfmu móður
Heiga og Siggu, unglingstelpu úr
kaupstað. Sfðan gaf hann það út, þvf
að of hætt er við, að rit þau, sem
ganga uppskrifuð mann frá manni af-
bakist verulega, þegar stundir Hða. í
einu hefir höf. yfirsést að hans eigin
dómi. Hann hefði átt að hafa ritið f
tveim þáttum og l&ta þáttaskifti vera
á bls. 35, þar sem þeir Hallur og
Helgi fara út. En auðvelt er fyrir
leikendur að breyta út af f þessu, ef
þægilegra þykir.