Dagur - 24.09.1923, Side 1

Dagur - 24.09.1923, Side 1
 DAGUR ketnur út á hverjum fimtudegi, Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagi fyrlr 1. júlí. Innheimtuna annast Árni Jóhannsson í Kaupfél. Eyf. VI. ár. Akureyri, 24. september 1923. AFOREIÐSLAN er hjá Jónl f>. I>ór, Norðnrgðtu 3. Talsfmi 112< Uppsðgn, hundin við áramót sé komin til afgrelðslumanns fyrir 1, des. Forsikrings — Aktieselskabet -U-R-A-N-l-A- Brunatryggir: Hús, kirkjur, sveitabæi, húsgögn, vörur, skip á landi og báta, o. fi. Sjóvátryggir: Skip og báta, vörur hvort sem eru smásendingar, eða heilir skipsfarmar. Áðalumboðsmaður á íslandi: Jón Stefánsson. Akureyri. - Sími 23 og 94. Kosningin í Múlasýslum. Framsóknarflokkurinn gerir sér miklar vonir um Iiðsauka úr Múla- sýslum við næstu kosningar. í kjöri verða þar af hálfu Framsóknarflokks- ins: í N.-Múlasýslu Porsí. M. Jóns- son alþffli og Halldór Stefdnsson bóndi á Torfastöðum í Vopnafirði. í S.-Múlasýslu: Sveinn Ólafsson alþm. og Ingvar Pálmason útgerðarbóndi í Norðfirði. í Norður-Múlasýslu bjóða sig fram .á móti tveir flokksleysingjar Björn Hallsson á Rangá og Jón Sveinsson bæjarstjóri á Akureyri. En í Suður-Múlasýslu bjóða sig fram á móli Sigurður H. Kvaran alþm. og Magnús Gíslason sýslumaður. Á Seyðisfiröi býður sig fram Karl Finnbogason skólastjóri. Mun hann bjóða sig fram af hálfu verkamanna en er í sumum höfuðmálum sam- ferða Framsóknatflokknum, t. d. fjár- hags- og ísiandsbankamálunum. Mun hann því njóta fylgis samvinnuhugs- andi manna á Seyðisfirði fremur en andstæðingur hans Jóh. Jóhannesson bæjarfógeti f Rvík, sem er einn af ókvikulum fylgismönnum J. M. Sigurvonir Frnmsóknarflokksins eru bygðar fyrst og fremst á því, að málstað hans hefir aukist fylgi á Austurlandi á síðustu árum, vegna þess, að fulltrúar þess flokks af Austurlandi hafa getið sér góðan orðstýr á þingi. í öðru lagi er flokk- urinn svo lánssamur, að geta haft þá f kjöri áfram Svein og Þorstein og tvo aðra ágæta menn með þeim, Halldór og lngvar. I þriðja lagi hefir svívirðilegur og ofsafenginn ritháttur Hagalínsblaðanna gert málstað and- stæöinganna stórlega tortryggilegan á Austurlandi. Sveinn Ólafsson ííFirði og Porst. M. Jónsson eru nú, eftir þingmensku síðan 1916, að þeir voru kosnir, orðnir þektir að þvi, að hafa ágæta þingmenskuhæfileika til að bera. Þeir eru báðir prýöilega vel máli farnir og drengilegir til orðs og æðisi Sveinn átti mjög merkilegan þátt í lausn vatnamálanna og frægilegan. Þorsteinn er einn sá maður, er flokkurinn gæti trúað fyrir hlut sín- um til harðræða og trúleiks. Báðir hinir frambjóðendur flokks- ins eru nýir menn í fremstu röð stjórnmálabaráttunnar. Halldór Ste- fánsson er ötull maður, fastur í lund, ágætur ræðumaður. Hann er ein- lægur samvinnumaður og glöggur á þau mál eins og greinar hans í Tímariti samvinnufélaganna hafa sýnt. En þær greinar fjölluðu um skipulagsatriði í samvinnuverzlunum og skrifaði á móti honumjón Gauti Pétursson. Voru ritgerðir þær prúð- mannlegar og fræðandi frá báöutn hliðum. Er Halldór talinn hafa yfir- gnæfandi fylgi í kjördæminu ásamt Þorsteini og er lítill vafi á því, að þeir nái báðir kosningu. Ingvar Pálmason er útvegsbóndi og ber því gott skyn á ait er að útveginum lýtur. Sjávarútvegur á Austurlandi er talinn illa farinn eftir undangengin kreppuár. Liggur sú ógæfa að mjög miklu leyti í skipu- iagsleysi sjómanna og braski og mistökum í sölu sjávarafurða. Er það eitthvert mikilvægasta mál, er nú liggur fyrir til úrlausnar, á hvern hátt þau vandræði verða leyst með samtökum og skipulagi. Ingvar er samvinnumaður mikilf og er talið Ifklegt að hartn hljóti fylgi allra samvinnumanna og smáúlgerðar- manna í sínu kjördæmi. Sjótnönn- um er nú á engu meiri þörf, en að styðja þá menn, sem líklegastir eru til þess aö geta leyst vandræði þeirra. Kvaran og Jóh, Jóh. eru tveir af ákveðnustu andstæðingum Framsókn- arflokksins en mjög fylgisamir Jóni Magnússyni og Mbl. Sá er munur þeirra, að Jóh. Jóh. er einn af prúð- manníegustu andstæðingunum en Kvaran sá ruddalegasti og illúðleg- asti. Er jöfn ástæða til að fella báða frá kosningu frá sjónarmiði flokks- gengisins skoðað en auk þess sér- stök ástæða, til þess að fella Kvaran, vegna sóma þingsins. Þessir menn hafa verið sporþægir í þinginu fyrir hagsmunastefnu hluthafa íslands- banka, sem hafa undanfarið haft fjármálaráð þjóðarinnar í hendi sér. Sérstaklega gerðist Kvaran illvígur fyrir þeirra hönd. Magnús Gíslason sýslum. er ó- þektur sem stjórnmálamaður og hvllir einhver kynleg óvissa yfir innræti hans. Alþbl. telur hann vera jafnaöarmann en Kvaran gengur í fóstbræðralag við hann. Mætti trúa því, að Magnús yrði orðinn óþekki- legur og til lítils hæfur, þegar samn- ingar Kvarans og Alþbl. um eignar- hald á honum væru um garð gengnir. Myndi það mega teljast áhættuminst fyrir sýslumanninn og Sunnmýlinga að Iáta hann sitja kyrran heima. Björn á Rangá er einn af þéitn »gráúlpu«-klæddu mönnum i þess- um kosningum. Hann hefir verið í kosningabandalagi við Framsóknar- flokkinn, en þózt vera yfir það haf- inn, að hlíta flokksaga og líða súrt og sætt með stjórnmálaflokki sam- vinnumanna og bænda. Nú bíður hann sig fram stefnulaus og óbund- inn að kalla, þó vænta megi, að hann gangi i lið J. M. í helztu ágreiningsmálum eins og að undan- förnu. Svipað er ástatt um Björn eins og Stefán í Fagraskógi. Stefán er heillaður af J. M. en Björn af Jóh. Jóh. Nú er talið víst að Jóh. Jóh. falli á Seyðisfirði. Væri þá rétt að veita vini hans samskonar lausn, svo þeir geti huggað hvor annan útan þings. Jón Sveinsson hefir valið sér vont hlutskifti, að ganga til kosninga með Birni. Skoðanir hans og vilji er óþekt og er ekki unt að segja honum neitt til lofs eða Iasts sem stjórnmálamanni. Aðstaða sú er hann hefir valið sér gerir kosningu hans óhugsanlega. Nauðsyn þjóðarinnar er sú, að glund- roðinn hverfi úr íslenzku stjórnmála- lífi. Allir eru svo að segja sammála um að núverandi ástand sé óviðun- andi. Fratnboð stefnulausra manna og flokksleysingja er því torskiliðog óafsakanlegt. Framsóknarflokkurinn hefir verið að vaxa upp í landinu. Óbifanleg nauðsyn til flokkaskipunar mun leiða hann til sigurs. Nú er því spáð, að hann muni sigra við þessar kosningar. En til þess aö sá sigur vinnist er stórlega nauðsynlegt að fella viðurkenda andstæðinga flokksins. Enn nauðsynlegra er að leggja að velli alla þá, sem skortir hreinlyndi og þrek, til þess að skipa sér i fiokk öðru hvoru megin. Þeir veröa verstu menn á þingi þjóöarinnar. En til þess að þetta vinnist, er mest um vert, að samvinnumenn og bændur fylki sér um menn Framsóknarflokksins og fylgi þeim fram til sigurs. Skiftir þá mestu að kosningarnar verði sóttar með harð- fengi og að hver liðsmaður, bæöi karlar og konur sæki á kjörstað. Væntir Dagur þess, að flokkurinn eigi fjölmennan liðsflokk og harð- snúinn á Austurlandi, sem skiii hrein- iega til þings öllum frambjóðendum flokksins. Kosning í S.- Pingeyjarsýslu. ----- % Þess hafði verið vænst, eftir því sem áslæður horfðu, að Ingólfur Bjarnarson alþm. í Fjósatungu yrði sjálfkjörinn í Þingeyjarsýslu. En skömmu áður en að biaðið fer í pressuna, berast þær fréttir, aö á móti Ingólfi bjóði sig fram Sig- urður bóndi Jónssön á Arnarvatni í Mývatnssveit. Framboð þetta mun mörgum þykja ærið kynlegt og liggja til þess þær ástæður, er nú skal greina Sigurður er mjög einlægur og á- kveðinn samvinnumaður. Má þvi vænta þess, að hann sé i því efni samferða Framsóknarfíokknum. í öðtu lagi hefir hann á leiðar- þingi á Breiðumýri síðastl. sumar lýst yfir því, að hann væri fylgjandi Framsóknarflokknum og sá flokkur ætti einn rétt á sér. Hinsvegar hefir hann Iátið í Ijósi að flokkurinn hafi ekki að öllu verið heppinn í mannavali. f þriðja lagi hefir hann tvívegis Iýst yfir því, að siðast greindum ummælum væri ekki stefnt tii þing- manns kjördæmisins. Af framangreindu verður dregin eftirfarandi ályktun. Að Sigurður telji stefnu Fram- sóknarfiokksins rétta og að hann telji Ingólf í Fjósatungu vel valinn fulltrúa þeirrar stefnu. Framboð Sigurðar verður þá helzt ekki skýrt á annan hátt, en að á- skorendur hans og hann sjáifur telji sig svo mikinn yfirburðamann, að þess vegna sé ástæða til þess að sparka í vel hæfan og raungóðan þingmann, sem fyrir tveimur árum var kosinn með meira en 2h greiddra atkvæða í Suður-Þingeyjarsýslu. FuIIyrða má, að allur þorri Þing- eyskra kjósenda sætti sig illa viö þessa skýringu. Dagur telur að með henni sé smekkvfsi Sigurðar gert rangt til. Liklegasta skýringin verð- ur sú, að hann sé ekki eins ánægð-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.