Dagur - 11.10.1923, Blaðsíða 4

Dagur - 11.10.1923, Blaðsíða 4
166 DAOUR 45. tbl. Kjöttunnur, alt til beykisiðnar, smérkvartél o. s. frv. frá stærstu beykissmiðju í Danmörku. L. Jacobsen, Köbenhavn Valby. Höfum í mörg ár selt tunnur til Sambandsins og margra kaupmanna. Útskurðarjárn og útsögunarbogar og blöð nýkomið í Kaupfél. Eyfirðinga. Laun Magnúsar Kristjánssonar. Ritstj. ísl. er óiær til þess að sækja kosningarnar á grundveili þeirra œála, sem fyrir liggja, heldur freistar hann að rægja og níða M. Kr. persónulega. Hann hefir látið f veðri vaka, að inn- flutningshaftapólitfk M. Kr. hafi verið eiginhagsmunapólitfk. Ekki hefir hann þó getað sýnt fram á, með hverjum hætti innflutningshöftin hefðu getað orðið M. Kr. til eiginhagsmuna. Slær þá ritstj. ísl. út í þann sálm, að dylgja um laun M. Kr. og telur að margur kaupm. mundi vilja skifta á launum sfnum og lh launum hans. Einnig þessi leið er ritstj. ísl. ófær. M. Kr. hafa verið boðin bankastjóra- laun, en ekki viljað taka á móti svo háum launum. Byrjunarlaun hans voru 6 þús. kr. en eru nú hækkuð f 12 þús. árt dýrtíðaruppbótar. Bankastjórar hafa 24 og upp f 40 þús. kr. í laun. Þegar öll opinber gjöld eru dregin frá, sem verður um lU launanna, fer helmingur þess, sem af gengur, að verða of lftið handa kaupmönnum Ak- ureyrar, eða vill ritstj. ísl. segja til, hverjir þeirra myndu verða svo lftíl- látirf M Kr. mun hvergi standá ber- skjaldaður fyrir illmælum andstæðing- anna, en þeir afvopna sig sjálfir í slfkum bardaga og sýna hverskyns sá málstaður er, sem reynt er að bjarga með rógmælgi og dylgjum einum. Minningarorð. Lárus Lúðvfksson fæddist 28. jan. 1902 og ólst hann upp bjá foreldrum sfnum, Lúðvfk Sigurjónssyni, kennara og Margrétu Stefánsdóttur, sem nú eru búsett á Akureyri. Snemma bar á miklum gáfum og andlegum þroska bjá L&rusi, Veittist honum létt að nema og var kapp- samur. Um fermingaraldur stundaði hann tvo vetur nám við Gagnfræða- skólann á Akureyri, en lauk þar eigi burtfararprófi. Sfðar tók hann að leggja stund á að nema stýrimanna- fræði og lauk prófi f þeirri grein vorið 1922, við Stýrimannaskólann í Reykjavfk, með ágætum vitnisburði; hlaut hæstu einkunn, er það ár var Tréklossar (töflur) háir og lágir fást í Kaupfél. Eyfirðinga. Herbergí til leigu. Prentsmiðja Odds Björnssonar vísar á. gefin f skólanum. — Virtist nú, sem glæsilsg framtfð biði hans, en hann hafði þá er hér var komið, kent krankleika nokkurs og var altaf sfðán vanheill. Bar hann þrautir sfnar jafnan með þolgæði og staðfestu. Sfðastliðinn vetur sigldi hann til Kaupmannahafnar, til þess að reyna að fá bót meina sinna og fékk hana lfka, þótt á ann- an veg yrði, en til var ætlast. Hann andaðist þár 14. aprfl þ. á. Gáfur Lárusar voru fjölbreyttar. Var hægt að segja, að hann legði gjörva hönd á flest. Má geta þess, að hann teiknaði með afbrigðum vel og hefði óefað getað komist langt f þeirri grein. En þó voru það eigi gáfur hans eingöngu, er gerðu hann svo hug- þekkan hverjum þeim, er kyntist hon- úm. ÖIlu frekar var það hin framúr- skarandi hæverska og siðprýði, er hann gætti f hvfvetna, bæði orðum og athöfnum. Þessir eiginleikar eru betra veganesti í Iffinu en gáfur, þótt góðar séu og sjaldan mun þeim vina vant, er þá hafa til að bera. Og nú harma vinir Lárusar fráfall hans mjög, ekki einungis sfn vegna, heldur einnig vegna vorrar fátæku og fámennu þjóðar, er vart má við þvf, að missa sfna beztu sonu f blóma aldurs sfns, áður en þeir hafa byrjað að inna af höndum starf það, sem þeim er ætlað f þjóðfélaginu. En — endurminningin um ágætis- manninn látna varpar þó Ijóma á skuggalönd sorgarinnar. Hún geymist, björt og fögur, f hjörtum þeirra, er þektu hann bezt. Því að ,— — — orðstfrr deyr aldregi hveim ser góðan getr.« Vinur hlns látna. Smásoluverð á fóbaki má ekki vera hærra en hér segir: RjÓL. Frá Br. Braun lh kg. biti kr. 10.18 — C. W. Obel lh — — — 10 18 — Ph. U. Strengberg i/2 — — _ 963 REYKTÓBAK. Golden Birdseye pr. ibs. kr. 12.10 Virkenor — — — 13 80 Abdulla Mixture — — — 1900 Utan Reykjavfkur má verðið vera þvf hærra, sem nemur flutningskostnað frá Reykjavfk til sölustaðar, en þó ekki yfir 2 %. Landsverzlun. P.W.Jacobsen&Sön Timburverzlun Símnefni: Granfuru. Carl Lundsgade Stofnað 1824. Köbenhavn. Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og Iitlar pant- anir og heila skipsfarma frá Svípjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir. Eik og efiji í þilfar til skipa. Kaupið islenzkar vörurl Hreins Blautsápa, Hreins Stangasápa, Hreins Handsápur, Hreins Kertí Hreins Skósverta, Hreins Oólfáburður, Styðjið íslenzkan iðnað! Havnémöllen K a u p m a n n a h ö f n mælir með sínu alviðurkenda r ú g m é 1 i og h v e i t i. MT Meiri vörugæði ófáanleg. S.I.S. skiftir eingöngu við okkur. Seljum og mörgum öðrum íslenzkum verzlunum. Ritstjóri: jónas Þorbergsson. .. - —- i-rr.a-t-nrirAijvjvwvxjrjj-.-jvJjyiArimvivir^rvivrvwvirrrrmi^vm\Tuvi.iv-ij.'.-i-mvuvuvw Prentsmiðja Odda Bjömssonar. Reykjavík Sírai 1325 Símskeyti Hreinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.