Dagur - 11.10.1923, Blaðsíða 2

Dagur - 11.10.1923, Blaðsíða 2
160 DAGUR 43. tbl. Eí þér viljið fá ódýran akstur — — — þá akið í — — — B5Sr BIFREIÐ A-10. "Sfl Mig er að hitta við Torfunefs- brúna eða í tmr Síma 17. Snæbj. Þorleifsson- Hans Kuhrt stud. phil. MrVeitir tilsögn í þýzku.T* Til viðfals dagl. kl. 5-7 ð Sigurhæðum. útvegsmenn og nokkur hluti kaup- mannastéttarinnar. Ennfremur þykir ekki grunlaust um, að sumum pen- ingastofnunum sé vel vært, þótt þetta núverandi gengisástand hald- ist fyrst um sinn, enda álitið að þær muni ekki hafa tapað á þvi hingað til. Hversu mikið tjón þjóð- in hefir beöið við þennan gengis- mun hingað til, er ekki gott að segja um með vissu, ,en það má fullyrða, að það skiftir miijónum. Það er skoðun mín, að þjóðin tapi árlega alt að tfu milljónum króna, vegna þessa öfugstreymis peningamarkaðarins, sem að mínu áliti er að miklu leyti sjálfskaparvíti eins og áður er drepið á. Það er þvi hörmulegt að hugsa til þess, að þing og stjórn skyldu ekki hafa manridáö til þess að framkvæma þær ráðstafanir, sem varnað hefðu þessu fjárhagsöngþveiti, sem eg nú hefi lýst. En eg þvæ hendur mínar, því eg hefi ekkert tækifæri látiö ónotað, til þess að koma framkvæmd- unum í rétt horf og mér er óhætt að fullyrða, að margir hinna beztu manna hafa aðhylst sömu skoðun. En því miður hefir eiginhagsmuna- stefna nokkurra kaupsýslumanna og stórútgerðarmanna borið hærri hlut f þinginu. Þar eð nú virðist útséð um, aö þingið, eins og það nú er skipað, muni bjarga þjóðinni út úr hinum fjárhagslegu ógöngum verö- ur almenningur eða þær stéttir manna, sem dýrtíðin, vegna óhagstæðs gengis o. fl. kemur þyngst niður á, að taka til sinna ráða, þannig að mynda með sér þau samtök, sem til hagsbóta geta örðið. Þetta hafa landbúnaðarmenn þegar tekiö sér fyrir hendur, með þeim samvinnu- félagsskap, sem nú er orðin allút- breiddur peirra á meðal og borið hefir mikinn og góðan árangur fyrir þeirra stétt, ekki einungis efna- íega heldur einnig menningarlega á margan annan hátt. Kaupfélag Verkamanna þessa bæjar, er að vísu rétt spor i þessa átt, en margt fleira þyrfti að gera, ef vel ætti að vera. Til dæmis mætti nefna, að sjómenn- irnir ættu að fara að hugsa um að eignast sjálfir fleyturnar, sem þeir verða að starfa á og eiga Hf sitt undir. Þetta á að geta komist í framkvæmd á þann hátt, að þeir fleiri eða færri saman myndi með sér félög, svo margir sem henta þykir í hverjum flokki, eftir því hverjir eru líklegastir til að geta unnið saman. Tilgangur félagsskapar- ins á að vera sá, að sjómenn eignist skipin qg bátana sjálfir, svo þeir séu einráðir um það, hvernig öllum rekstr- inum er hagað, bæði að því er snertir veiðiskapinn, verkun aflans og sölu hans. Þegar svo væri komið, að þetta væri orðið nokkuð alment fyrirkomulag, yrði að sjálfsögðu myndaður félagsskapur, til þess að selja afian í stórum stíl, jafnvel í heilum förmum. Þá nyti hver einn fullkomlega arðsins af vinnu sinni eins og vera ber ogmyndi þá slíkt fyrirkomulag verða til stórkostlegra hagsbóta fyrir hlutaðeigendur. Annað atriði ætla eg að minnast á, sem einnig þarf að taka til at- hugunar og það sem allra fyrst. Þar sem svo hagar til eins og í þessum bæ og nágrenni hans, virð- ist alveg sjálfsagt, að sem allra flestir leggi stund á ræktun lands- ins meira en verið hefir. Þaö, sem mest á ríður, er, að sem allra flestir þurfi að eiga alt sitt undir öðrum um atvinnu og af- komu sfna og sinna. Þessvegna tel eg það iífsnauðsyn, að hver fjölskylda hafi nokkurt land til umráða, þar sem garðrækt og grasrækt geti þrif- ist. Það er áreiðanlega mikilsvert til tryggingar og stuðnings heimilum, þegar atvinnuskort ber að höndum, þeim erálandi vinna og eins þeim er sjóinn stunda þegar aflinn reynist rýr eða jafnvel bregst með öllu. Þau munu vera mörg heimilin, sem svo ér ástatt um, að það er heim- ilisfaðirinn einn, sem getur átt kost á nokkurri atvinnu og sú atvinna reynist jafnvel oft mjög slitrótt. Það er því auðsjáanlega mjög mikilsvert, að sem flest heimili eigi heima fyrir einhver þau verkefni, sem heimilisfaðirinn geti unnið að, þegar önnur atvinna reynist stopul eða engin. Ennfremur veröur að lfta á það, að oft og tfðum stendur svo á, að kvenfólk og unglingar gætu unnið mikið að jarðræktinni, en sá vinnukraftur verður, með núverandi fyrirkomulagi, oft að litlum notum, vegna skorts á hæfilegum viðfangs- efnum. Til þess að gera almenningi kleift, að fá tii umráða það land, sem nauðsynlegt er, væri að mínu áliti heppilegast, að hið opinbera annaðist undirbúning, þar sem vél- vinsla í stórum stíl á við. Þegar búið væri að slétta og herfa Iandið væri þvi skift í hæfilega reiti 2 til 3 hektara og mönnum gefinn kostur á því til erfðaábúðar, hvort heldur væri til þess að reisa á því ný býli eða til annara nota. Það vill nú svo vel til, að þessi bær stendur sérlega vel að vígi, til þess að njóta góðs af slíku fyrirkomulagi, ef það yrði upptekið, sem eg tel brýna nauðsyn. Það er auðvitað skylda löggjafarvaldsins, að styðja að þvf, að slíkar atvinnubætur, sem eg nú hefi minst á, geti komið til fram- kvæmda sem atlra fyrst og þá eink- um með hagfeldum lánum. Það hlutverk veröur að ætla fasteigna- veðsbankanum, sem bráðlega verður að taka til starfa. Eg hefi nú lýst nokkuð tildrögum fjárkreppunnar og afleiðingum hennar. Jafnframt hefi eg minst á tvo atvinnuvegi landsins og bent á hverjar leiðir eg tel liklegastar þeim til umbóta og þá jafnframt til varanlegra þjóðþrifa. Þá virðist mér ástæða til að minn- ast nokkrum orðum á iðnaöinn, sem eins og kunnugt er má aðeins telja á byrjunarstigi. Hér á landi virðist mér að varla geti verið um annað að ræða en smáiðnað, að minsta kosta ekki i náinni framtíð. Það er skoðun mín, að nauðsyn beri til, að löggjafarvaldið láti þetta mál nú þegar til sín taka. Ullariönaðurinn er nú þegar nokkuð á veg kominn fyrir tilstyrk einstakra manna, bæja og sveitafélaga. Einnig hefir rikis- sjóðurinn hlaupið þar undir bagga, að því er lánveitingar sriertir. Þetta er /ð vísu rétt stefna, en þó verður það að vera innan vissra takmarka, þvi slík fyrirtæki mega ekki vera fieiri en svo, að þau hafi nægilegt verkefni hvert á sínu sviði. Verði þau of mörg, getur það leitt til óheil- brigðrar samkepni, sem getur haft illar afleiðingar. Það er áiit mitt, að æskilegt væri, að ríkið sjálft tæki að sér þær iðngreinar, sem miklu skiftir fyrir velferð landsins, að vel fari úr hendi, til dæmis baðlyfjagerð, sem eg álít að sé vel til þess faliin að rikið taki að sér einkarekstur á henni. Ástæðurnar fyrir því, að eg fyrst og fremst nefni þessa vöru- tegund eru þær, að reynslan hefir þegar sýnt, að hún hefir oft reynst illa og veröið óhæfilega hátt. Af þessu hefir landiö beðið stórtjón. Að sjálfsögðu þarf aö fást full trygg- ing fyrir að sú vara komi að til- ætluðum notum, þvi annars svíkja menn sjálfa sig og ala í landinu þá pest, sem getur valdið landbúnaðin- um svo miklu tjóni, að hann fái eigi undir því risið. Það er auðvelt að sýna með á- byggilegum tölum, að ríkið gæti haft mikinn beinan hag af slíkum iðnrekstri og jafnframt veitt almenn- ingi hagfeldari viðskiftakjör en áður, hvað þessa og jafnvel fleiri vöru- tegundir snertir. Hinn óbeini hagn- aöur, sem felst í tryggingunni, er á þennan hátt fengist fyrir vörugæð unum, verður eigi til peninga met- inn. Því miöur leyfir tíminn ekki, að ræða þessi mál öll svo ítarlega, sem þyrfti, en eg áleit þó rétt að hreyfa þeim hér, til þess að vekja ménn til umhugsunar um það, hvað til- tækilegast er að gera á þessu sviði. Til þess að menn eigi hægra með að átta sig á aðal atriðunum í þessum hugleiðingum mínum, skaí eg nú framsetja þau í sem fæstum oröum: 1. Að eg hefi ætíð og vil fram- vegis gæta hagsmuna allra stétta, sem slarfa á heilbrigðum grundvelli og sérstaklega reyna að varna þvf, að sá, sem erminni máttar, verði troð- inn undir i baráttunni fyrir tilver- unni. 2. Að bægja útlendu auðvaldi frá því, að klófesta arðinn af verzlun Iandsins, og öðrum auösuppsprettum þess. 3. Að koma nýju og betra skipu- lagi á peningastofnanirnar í landinu þannig, að slík fjárkreppa, sem nú sverfur svo fast að þjóðinni, komi eigi oftar fyrir. 4. Að löggjafarvaldið hlutist til um, að íbúar kaupstaða og þorpa geti átt kost á hagfeldum lánum til reksturs sjávarútvegs og landbúnaðar með samvinnusniði. 5. Að ríkisstjórnin hafi vakandi auga á því, að nauðsynjavörur séu ætíð fáanlegar í iandinu, þar sem slíkt er nú illa trygt vfða á landinu með núverandi verzlunarfyrirkomu- lagi. 6. Að rikið taki að sér tilbúning og sölu einstakra iðnaðarvara, sem fyrirsjáanlegt er að framleiða megi f landinu, með hagnaði fyrir ríkið samfara almenningsheill, að þvf er snertir verðlag og vörugæði. 7. Að stuðla að því, að þing og stjórn knýji bankana, til þess að lækka útlánsvexti til muna frá því, sem nú er og jafnframt annast um, - aö þeir hagi starfsemi sinni þannig, að íslenzka krónan nái verðgildi til jafns við hina dönsku, sem allra fyrst. 8. Að gerðar verði ráðstafanir, tii þess að landhelgisgæzlan verði aukin, svo sem með þarf, til þess að fiski- veiöum landsmanna sé eigi hætta búin af yfirgangi útlendinga. Jafn- framt annist ríkisstjórnin um, að nokkrir ungir og efnilegir, innlendir sjómenn njóti styrks af ríkisfé til þess að mentast svo, að þeir verði færir um að taka að sér forustu á islenzkum löggæzluskipum." F r é 11 i r. Fundahöld hefjast í Suður-Þing- eyjarsýslu á morgua og verður fyrsti fundurinn á Breiðumýri. Af fréttum að dæma verður kosningin sótt af fjöri miklu f Þingeyjarsýslu Fylgi Ingólfs er að sjálfsögðu yfirgnæfandi og fer vaxandi, þegar mönnum verður Ijóst, hversu óhyggilega er stofnað til fram- boðs keppinauts hans: Að með þvf er stofnað til bróðurvfga (sé Sigurður f rauninni Framsóknaiflokksmaður), að flokkurinn er með þvf óvirtur og að hann er settur f hættu, ef andstæð- ingur sæi sér fært, að nota þessa tvídrægni samvinnumanna f héiaðinu. úr Skagafirði fréttist, að líkur séu til að Jón á Reynistað falii en Fram- sóknarflokksmaður komist að. Er Þetta líklegt, því Jón var upphaflega kosinn á þing af Framsókn, en komst á vald M G. og hefir fylgt honum síðan eins og aukaskuggi. Dánardœgur. Fyrir skömmu lézt á sjúkrahúsinu á Akureyri Niels Hart- mann sonur Kristjáns Kristjánssonar frá Birningsstöðum en bróðir Jóhanns Kristjánssonar, sem lézt á Vffilsstöðum sfðastl. vor. Berklaveiki varð báðum að bana. Hartmann var vel gefinn piltur, prúður í framgöngu. Dauða- meini sfnu tók hann með stillingu. Er látið skamt stórra högga milii í garði þessarar fjölskyldu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.