Dagur - 22.10.1923, Blaðsíða 1

Dagur - 22.10.1923, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagl fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Árnl Jóhannsson í Kaupfél. Eyf. VI. ár. Akureyri, 22. október 1923. AFOREIÐSLAN er hjá Jónl l>. l>ór, Norðurgótu 3. Talsímf U2i Uppsðgn, hundin við áramót sé komlu tll afgrelðslumanns fyrlr 1. des. | 48. blað. Magnús Kristjánsson. 1. Þrent einkennir nú Akureyrar- kaupstað og gefur bænum góða að- stöðu meðal kaupstaðanna hér á landi. Það eru hinar ágætu, ódýru bæjar- bryggjur, sem gerði Akureyri að heppilegum verslunar og umhleöslu stað. Það er ullariðnaður sá, sem náð hefir lengst hér á landi með starf- semi Oefjunnar. Og það er f þriðja lagi hin miklu lönd Akureyrarbæjar, sem fengin voru öll á heppilegum tíma. Bæjarbúar njóta með heppi- legum kjörum erfðafestu á miklu af þessu landi- Mikið er enn til handa þeira, sem ekki hafa enn tekið þátt í ræktuninni. Mikið er eftir samt, ef bæjarfélagið vildi reka ræktun i stórum stíl. Magnús Kristjánsson hefir verið í röð hinna fremstu borgara á Akur- eyri við allar þessar framkvæmdir. Þegar Oefjunn var að gefast upp nokkru fyrir stríðið, var það M. Kr. sem á borgarafundum, í bæjarstjórn og sem áhrifamikill stjórnmálamað ur, sem átti sinn þátt í, að verk- smiöjunni varð bjargað. Síöan fór að ganga betur og betur, og nú eru dúkar úr þessari verksmiðju í miklu áliti um land alt. Vonir manna um að geta ofið góða og fallega dúka úr íslenzkri ull eru að ekki litlu leyti bygðar á þeirri góðu reynslu, sem fengist hefir á Akureyri. Sama er að segja um landkaupin- Hver laudeignin eftir aðra hefir aukið vaxtarskilyrði Akureyrar. Síð- ast bætist Staðaréyjan við. M. Kr. hefir ætið stutt og oft verið í farar- broddi f þessum aðgerðum. Hann hugsar sér Akureyri eins og stórt heimili, sem þarf að sjá fyrir þörfum fjölda fólks, ekki einungis á liðandi stund, heldur á ókomnum öldum. 1L M. Kr. var svo heppinn að byrja þingferil sinn á því happasælasta framfaraskeiði, sem þjóðin hefir lif- að, á fyrstu árunum eftir að stjórnin varð innlend. Á Ieiöarþingi á Akur- eyri 1905 talaði Ouðlaugur heitinn Ouðmundsson sýslumaður nokkur orð f fundarlok. Hann var andstæð- ingur M. Kr. En hann gaf þessum unga þingmanni óvenjulega glæsi- legan vitnisburð. Hanti sagðist nú vera gamall, hafa lengi setið á þingi og séð framan í margan nýgræðing. En það gæti hann sagt óhikaö, að enginn nýr þingmaður hafi á fyrsta þingi reynst starfhæfari. Bærinn væri vel sæmdur af slíkum þingmanni. Reynslan myndi staöfesta þann dóm. Á fyrsta þinginu, 1905, þar sem M. Kr. starfaöi, átti hann strax í brösum við ágengni embættisvalds- ins. Þá voru hækkaöir tollar til að afla Iandssjóöi tekna. M. Kr. benti á að ástæðulaust væri að greiða innheimtulaun af þeirri tollhækkun, því að erfiöi sýslumanna væri ekki að því skapi meira, sem gjaldið hækkaði. Sýslumennirnir voru þá sem endranær margir á þingi og untu sjálfum sér launahækkunar. Lögðu þeir fjandskap á M. Kr. fyrir tillögur hans og reyndu með illu og góðu að snúa vopninu í hönd- um hans. En það tókst ekki. Skoð- un hans sigraði. Á þessu timabili kom hann í gegn gerbreytingu á siglingalöggjöfinni. Kensla í stýri- mannafræði hafði þá um stund verið í Rvík. Stefndi alt í þá átt, að menn með prófi frá skólanum fengju einka rétt til að stýra smáum skipum og stórum, og það þótt vantaði verk- lega æfingu. M. Kr. kom í gegn þeirri breytingu að duglegir og æföir menn með mikla sjómensku- reynslu gátu verið formenn á hinum minni fiskiskipum, þótt eigi hefðu þeir langa skólagöngu að baki. Með þessu vildi hann tryggja útveginum dugnaðarmennina og þá sem reyndir væru að því að vera veiðisælir. Skip- stjórafélagtð beitti sér af alefli gegn breytingunni, svo að eigi náðist tii fulls það, sem M. Kr. vildi vera láta. En 10 árum síöar var málið tekið upp aftur og þá náði hugmynd M. Kr. fram að ganga mótstööulítið. Þá voru menn búnir að sjá, að hann haföi haft á réttu að standa. Á þinginu 1907 báru þeir M Kr. og Jón í Múla fram frv. um inn- lenda brunatryggingu. Það var talið merkasta máliö á því þingi. Það var f fylsta skilningi fjárhagslegt sjálf stæðismál. Málið mætti vitaskuld mikilii mótspyrnu frá umboðsmönn um erlendu vátryggingarfélaganna og öllum þeirra aðstoðarmönnum. Andstæðingar innlendra trygginga komu þeim fieyg inn í frv. að ekki skyldi framkvæmd verða á tnálinu nema fyrirfram væri fengin endur- trygging erlendis. Útlendu félögin þóttust aldrei ganga að sliku skil- yrði. Við það sat og lögin komu ekki til framkvæmda. En 1915 tók M. Kr. máliö aftur upp og sigraði. Var þá felt úr skilyrðið. Það var djarft spor, en nauðsynlegt. Þegar útlendu félögin sáu að íslendingum var alvara með að taka trygging- arnar í sínar hendur, stóð ekki á endurtryggingunum. Sig. Eggerz var einn af seigustu málsvorum hinna erlendu tryggingarféiaga, en laut í lægra haldi fyrir góðum málstað og fastri sókn M. Kr. — Það má með réttu kalia M. Kr. föður fslenzkra trygginga. M; Kr. hefir jafnan verið öruggur málsvari útgerðarinnar. Hann' hafði á unglingsárunum verið sjómaður, og á fullorðinsárunum atorkusamur útgerðarmaður. Hann þekti þarfir og eðli útgerðarinnar frá öllum hliðum. 1907 kom fram tillaga f þinginu um að hækka tollinn af síld. M. Kr. kom með þá breytingar- tillögu, að innlendum mönnum skyldi vera endurgreiddur tollurinn að nokkru leyti. Næstu ár þar á eftir sat M Kr. ekki á þingi. En á þing- inu 1916—17 kom hin gamla hug- mynd hans fram aftur í frumvarps- formi. Lauk svo þeim sviftingum, nokkru síðar, að þingið viðurkendi hugmynd M. Kr. Var þá lögtekið að endurgreiða skyldi innlendum útgerðarmönnum meginhluta tolls- ins ef sannaö yrði að útgetðin hefði ekki borið sig. Stóð þetta endur- greiðsluákvæði, þar til tókst aö lækka tollinn um helming. 1918 var M. Kr. einn af helstu hvatamönnum þess að útflutningsnefnd seldi alla islenzka síld Oafst sú tilraun prýði- lega, og myndi hagur landsins, og þar á meðal sildarkaupmanna, allur annar nú, heldur en raun ber vitni um, ef haldið heföi yetið áfram um nokkur ár, að hafa alla islenzka sfld á einni hönd. Hafa fáir, og senni lega engir þingmenn i seinni tfð, haldið jafnvel á málum útvegsmanna eins og M. Kr. Með stríðinu byrjaði teppa á að- flutningi til landsins. Vöruverð hækk- aði meir og meir og bersýnilegt var, að kaupmenn gátu ekki ábyrgst vörur til landsins. Það byrjaði þess vegna einskonar Landsverzlun í tíð Sig Eggerz og Einars Arnórssonar. Vörur voru keyptar fyrir reikning landssjóðs, en siöan sendar kaup- mönnum, sem gátu hækkað þær að vild. Með þessu voru landsmönnum trygðar nokkrar vörur en ekki skeytt um veröið. Þegar Sigurður i Yzta- felli tók við stjórn atvinnumálanna, kom hann nýju skipulagi á söluna innanlands, sem trygði almenningi sannviröi vörunnar. En verzlunin óx hraðfara, eftir því sem á leið styrjaldartímann. Voru þeir þá fengnir til að stýra verzluninni Hallgrfmur Kristinsson og M. Kr, Neituðu þeir hvor um sig að taka þátt í stjórn verzlunar- innar, nema hinn væri þar Uka. Annar hafði verið kaupfélagsstjóri á Akureyri, en hinn kaupmaður. Þeir höföu verið sinn í hvorum stjórnmálafiokki. En þeir þektu báðir afl og manngildi keppinautarins. J. M setti kaupmann úr Hafnarfirði í stjórn Landsverzlunarinnar, til að þóknast kaupmönnum syðra. Hail- grimur og Magnús réðu að mestu skipulagi og starfsháttum hins stærsta fjármálafyrirtækis, sem rekiö hefir verið hér á landi. Báðir áttu mót- stöðumenn og þá harðfenga. En hvorugur þeirra var tortrygður af nokkrum manni fyrir forstöðu þeirra á Landsverzlun. M Kr. fékk þá tæki- færi til að vinna að sfnum æsku- draumi: Að gera verzlunina innlenda og gera hana réttláta. Landsverzlun stríðsáranna bjargaði þjóðinni frá hungri, hallæri og fjárhagslegri eyöi- leggingu. Að svo vel tókst tii með rekstur þess fyrirtækis, eftir 1916 má þakka því mikla happi að M. Kr. og H. Kr. tóku að sér forstöðuna. Eftir aö Landsverzlun hætti að flytja inn matvöru, sveigði M. Kr. meö stuðningi alls Framsóknarflokks- ins inn á nýja brautir. Ein vöruteg- und, sem útvegurinn þurfti mikið að nota, steinolían, var f höndum útlends hrings Siðanum 1912 höfðu íslendingar viljað brjóta af sér þenn- an fjötur 1917 voru samþykt heim- ildarlög um Landsverzlun með stein- olíu. En málið lá óhreyft þar til 1919 eða 1920 að M. Kr. byrjaði að vinna í kyrþey að framgangi þess. Hann trygði sér erlendis hin beztu sambönd og tryggustu og undirbjó málið þannig, að sumarið 1922 var unt að semja um olfu til nokkurra ára þannig, an íslend- ingum vœri jafnan trygt lægsta verO á heimsmarkaö- inum. Þar með var fjöturinn brot- inn af útgerðinni og landsmönnum i heild sinni. Hér hefir aðeins verið gripiö á nokkrum þeim þingmálum, þar sem M. Kr. hefir haft úrslitaáhrif. Hin málin verða þó miklu fleiri, sem ekki er tfmi til að minnast á. En af dæmum þessum má sjá stefnu M Kr. Hann hefir alla æfi verið is- lenzkur viðreisnarmaður. Honum hefir legið þyngst á hjarta hið fjár- hagslega sjálfstæði einstaklinganna,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.