Dagur - 22.10.1923, Blaðsíða 2

Dagur - 22.10.1923, Blaðsíða 2
176 DAQUR 48. tbl. þess bæjarfélags, sem hann Iengst hefir starfað fyrir og landsins alls. Hann hefir ekki hampað rnikið inn- antómum sjálfstæðis lögskýringum. Hann hefir jafnan gripið á kjarna málsins. Og það er áreiðanlegt, að ef M. Kr. hefði ráðið nógu miklu um skifti landsins út á við síðan 1916, þá hefðu landsmenn ekki skuldað jafnmikið og þeir gera nú. Á síðasta þingi ýtti M. Kr. fram kvennasólamálinu norðlenzka með því að knýja stjórnina, til að hefja samninga við Akureyrarbæ um málið. Hann barðist allra manna djarf- legast gegn norska bankanum og fyrir hinni óhjákvæmilegu athugun á íslandsbanka. Hann átti mikinn þátt i að laga svo tekjuskattslögin, að þau yrðu ekki algerlega óbæri- Ieg fyrir mikinn hluta af ibúum kaupstaðanna. Hann hafði fyrir nokkrum árum komið í gegn frv. um vélfræðiskóla, til aðtryggja vél- bátunum sérfróða menn. í áframhaldi af þvf kom hann nú gegnum þingið frv. um atvinnu við vélgæslu á ís- lenzkum mótorskipum. Hafa nógu mörg slysin orðið á vélbátunum, fyrir vankunnáttu sumra vélamanna, þó að nú séu gerðar ráðstafanir, til að fyrirbyggja slysin. Spádómur Guðiaugs Guðmunds- sonar hefir ræzt. M. Kr. hefir meir en látið rætast þær glæsiiegu vonir, sem þessi reyndi maður gerði sér um hann eftir fyrsta þingsumarið. Hann hefir með miklu starfi heima fyrir trygt fæðingarbæ sfnum marg- háttuð þroskaskilyröi. Hann hefir á þingi tekið þáttflausn hinna mestu viðreisnarmála. Hann hefir notið mikils trausts og viröingar á Alþingi, löngum gengt erfiðustu störfum f vandamiklum nefndum og þaö engu sfður, þó að hann hafi setiö þar að starfi með andstæðingum sínum. Hann hefir um siðustu ár gengt því starfi, sem virðuiegast þykir á Alþingi, að vera forseti sameinaös þings. t Menn munu spyrja, hvað það sé f fari M. Kr. sem hefir gert hann að svo óvenjulega farsælum borgara bæjarféiagsins og landsins. Allir, sem þekkja M. Kr., munu vita, að yfir- burðir hans eru langsamiega að mestu leyti að þakka viljastyrk hans og drengskap. Hann hefir leuað að hinni heppilegustu lausn málanna, eins og þau horfðu við frá sjónar- miði almennra hagsmuna, en aidrei með neinni umhugsun um, hvað honum kæmi vel sjálfum. Og þegar M. Kr. hefir tekið ákvörðun, þá stefnir hann hiklaust að markinu, þó að leiðin þangað sé svo löng og torsótt, að flestum hrjósi hugur við erfiðinu. Meðan M. Kr. rak verzlun og útgerð á Akureyri hafði hann fjölda manns i vinnu. t»ar voru engin verkföll eða verkbönn. Peir sem höfðu unnið hjá M. Kr. vildu ekki skifta um húsbændur. Eins mun fara flestum þeim er unnið hafa með M. Kr. í landsmálum Þeim þykir traust og örugg leiðsaga hans. Þeir vita, að þar sem hann er með, er Iagst með fullum þunga á árina. Slfkir menn eru torsóttir á vopna- þingi kosninganna. Þvi meiri sem þroski kjósenda er, því betur kunna þeir að meta þá fáu menn, sem bera gæfu til að ryðja stærstu stein- unum úr þjóðbraut almennings. J. J. Aldarháttur. (Framhald)* Sandi’ og leðju sumir ata saklaust blað og þykjast af, framsókn alla’ af hjarta hata, halda að þeir séu í bata; enga stígi rétta rata, róta f sorpi, ef þeir næðu í draf. Smekkvisin er hrjáð og hrakin hvar sem brekka nokkur sézt; mælgi út af öllu vakin, eintóm mælgi blá og nakin sifelt heima hjá sér klakin, hún er það, sem dugar einna bezt. Þótti og tildur vakka á verði, vefja táli hismi allt, og þau taka upp tonna erði; tvíeggjuðu gómasverði bregða þau í Gáfnagerði, gera drafið hundraðþúsundfalt. Gáleysisins Glámujökull glepur manni daufa sýn. Fariseans Hannes’s hökull herðarifinn, óttuvökull, allra vagna-skrölta-skökull skaðar kirkju. Hvar er hempan þfn? Byggt á sandi sauðhús snarast, sóminn hrynur on’ f grunn; þjóðarment og frægðir farast; framhald smánar enginn varast. Vantar salt, er kálfur karast. Kvæði manna, bæði mjó og þunn. Þeirra, sem að engan eiga ftaksreka fram við sund, ölheitunnar ekki mega eignast málskrúð dýrra veiga. Hinir, sem að tugum teiga, taka laun i þessum keitu-mund. G.(ottlieb) F.(redmans) • Upphaf þessa .háttar" birtist i .íslend- ingi" 41. tbl. þ. á. Hðf. Vofforðið. Þess skal getið að við nöfn þeirra kjósenda, sem bafa undir- ritað vottorðið, frá Sameinuðu verzl- ununum, hér f blaðinu, var einnig ritað heimiiisfang hvers og eins en var felt úr, vegna þrengsla. Er þessa hér getið, til þess að gildi vottorðsins skerðist ekki, það sem það nær. Heybrunar. Úrkomurnar eru að vinna skaða á beyjum manna. Sagt er að brunnið hafi hey nýlega f Krókum á Fiateyjardalsheiði og fyrir nokkrum dögum brunnu 40 hestar af töðu á Glerá f Glæsibæjarhr. Framboðsfundurinn Stórkostlegar hrakfarir Kaupmannaliðsins! Frambjóðandinn, Björn Líndal, hleypir upp fundin- um með ofstopa og lögleysu og stekkur af fundi. Eins og auglýst hafði verið hófst framboðsfundur þingmacns Akureyrar, Magnúsar Kristjánssonar, og mótfram- bjóðanda hans, Björns Lfndal, kl. 7 á íöstudagskvöldið. Húsið troðfyltist. M. Kr. setti fundinn með stuttri ræðu, þar sem hann lýsti tilefui fundarins, sem væri það fyrst að kynnast skoð- unum frambjóðendanna. Sínar skoð- anir á landsmálum væru kunnar og nægði að mestu vfsa til landsmála- ræðu sinnar, er birtist f 45 tbl. Dags þ. á. Hitt aðalverkefnið yrði það, að meta ráð þau, er frambjóðendurnir og aðrir fnndarmenn bæru fram, til þess að bjarga landinu úr núverandi tlárhagsvandrceðum. Að lokinui ræðunni stakk M. Kr. upp á bæjarstjóra Jóni Sveinssyni fyrir fundarstjóra, sem báðir keppinautar höfðu komið sér saman um og var það samþykt með lófataki. M. Kr. hóf þá aftur mSls og flutti framboðsræðu sfna. Gerði hann fyrst grein fyrir skoðun sinni á hinni verð- andi flokkask’pun < landtnu. Kvað hann hana f aðalatriðum stjórnast af sömu meginBtefnum og f Danmörku, þ. e. hægrimenn eða sem hér væru ncfndir íhaldsmenn, vinstrimenn eða aem hér nefndust iramsóknarmenn og ennfrem- ur jafnaðamenn. Tveir stjórnmála flokkar væru þegar myndaðir f land- inu. Framsókn og jafnaðarmannaflokk- urinn. Sá þriðji: fhaldsflokkurinn, væri væntanlega f fæðingu. Þá mintist frambjóðandinn á fjár- hagsástandið. Taldi hann skuldir þjóð- arinnar um síðustu áramót hafa verið: Bankanna. . 15V2 milljón einstaklinga . 15 milljónir rfkissjóðs. . 16V2 miiljón Samt. 47 milljónir króna. Auk þess stæði rfkissjóður f ábyrgðum á erlendum skuldum fyrir Rvfkurbæ, togara og íslandsbanka fyrir alt að 15 milljónir kr. Skuldir og skuldbindingar rfkissjóðs við út- lönd væru því alt að 65 milljónum króna eða yfir 600 kr. á hvert nef f landinu. Þá fór ræðumaður nokkrum orðum um bankamálin. Benti á, að stjórn íslandsbanka hefði ekki verið vftaverð fram á strfðsárin En þá hefði lána- austur bankans til verzlunarreksturs með inniendar og erlendar vörur keyrt úr hófi. (Hinn mikll vöxtur heildsala- stéttarinnar í Rvfk og Fiskhririgurinn með um 8 milljóuir af fé íslandsbanka i veltunni eru ljós dæmi um rekstnr bankans á þeim árum.) Tapið kom með verðfallinu. Það fyrirkomulagsat- riði bánkans, að gjatda stjórnendum hans ágóðahlut, hefði reynst hættu- legt fyrir útlánapólitík hans. Á þeim árum, sem bankinn var að tapa fé sfnu, var gróðinn á pappfrnum mestur. Þá varð ágóðahluturian svo hár, að launin stigu upp i 80 þús. kr. og þar yfir. Sjá allir hversu óhæfiiegt það er. Bankinn hefir frá landinu um 30—40 milljónir króna. Á verðfalls og tapár- um, tatdi ræðum., að full ástæða væri til að athuga hversu trygt té landsins væri bjá bankanum. Eins þyrfti að gæta varúðar að láta ekki bönkunum haldast uppi með að taka óhæfilega háa vexti. Tap sitt yrðu þeir að vinna upp á mörgum árum og lægri vöxt'- um. Báðir bankarnir væru átöluverðir fyrir slælega framgöngu til varnar þvf að fsl. króna félii f verði. Næst mintist frambjóðandinn á inn- jlwningshöjtin. Benti á að reynsla undantarmna ára hetði látið kenning- arnar um lækningamátt hinnar ótak- mörkuðu, frjálsu samkepni reynast tál. Gjaldþrot þjóðarinnar væri fyrir dyr- um, ef ekki væri tekið í taumana og þjódin minkaði iivflutning sinn um að minsta kosti 5 mdtjómr króna á ári þar til viðre'lting fengist. Benti á mismunandi leiðir til tramkvæmda. Þá mintist hann á sölu ajurða landsins. Kvað mikið af andvirðmu renna f vasa útlendinga. Benti og á mismunandi leiðir, til þess að kippa þessu í lag. Þá miutist frambjóðandinn á vetzl- anatjöldann í landinu. Benti á að þær myndu nú vera á 2. þús. og að um 20 þús. manns eða alt að því hefðu lifsframfærslu sfna af því, að annast verzlunina fyrir landsmenn eða um 5. hver maður f landinu. Stéttiu væri of fjölmenn. Kvaðst vilja vernda heil- brigði og þrif innlendrar kaupsýslu- stéttar, en þessi ofvöxtur myndi leiða til ómenningar, fátæktar og máttleysi stéttarinnar. Það þyrfti að reisa skorð- ur við þvf, að hver sem vildi, jafnt þekkingarlausir menn sem hinir, gætu hrúgast inn í þessa stétt. Loks gat frambjóðandinn þess, að næsta þing þyrfti að taka til álita á hvern hátt yrði unt að taka fyrir kverkar vfnsmyglunni f landinu og sömuieiðis þyrfti það, að setja hörð sektarákvæði gegn þvf, að sjást ölv- aður á almannafæri. Næstur tók til máls hinn frambjóð- andinn Björn Lfndal. Hann fór fyrst mjög mörgum og hjartnæmum orðum um vináttu afna og M. Kr. fyr á árum og um það hver ágœtisdrengur og liðs- maður M. I(r. hefði verið að sinni rcynslu. Síðan gerði hann grein fyrir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.