Dagur


Dagur - 22.10.1923, Qupperneq 4

Dagur - 22.10.1923, Qupperneq 4
178 DAOUR 48. tbl. lýsti yfir þvf, að hann vsri ekki á mælendaskrá, en að hann tæki sér nú orðið með valdi. Var þ& kallað fram- an úr húsinu, hvað liði fundarstjórn. En B. L. lýsti yfir þvf að hann tæki sömuleiðis með valdi fundarstjórnina i sfnar hendur. Var nú rokinn á einn af þessum byljum, sem gerast f skapi og framkomu B L. á mannamótum. Hann fór nú að halda ofsafengna ræðu og beindi máli sfnu einkum að G. B. Taldi hann öll tormerki á tillögum hans. Var þá frambjóðandinn spurður hvað hann legði tii bjargráðanna og til hvers hann biði sig fram til þings. Svaraði hann þvf, að ráðið væri sparn- aöur i heimahúsum. Var hann enn spurður, hvort hann teldi það þing- mál og biði sig fram upp á það, Fór nú að kastast f kekki með samkomu- lagið milli B. L og andstæðinga hans. Eftir þá lögleysu, sem hann hafði að- hafst, komst fundurinn f upplausn. Fóru menn að kreppa að honum með spurningum, en hann kallaði þær skammir og svaraði skætingi. Heyrð- ist illa mál manna þvf lið L^ndals, sem eftir var f salnum, gerði hark mikið. Var nú háttvirtur frambjóðandi búinn að stofna til hneykslis og fullr- ar óstjórnar, svo að hann sá sér þann kost vænstan að hafa sig burtu. Rauk hann þá á dyr með þeim ummælum að menn mættu skamma sig (þ. e. spyrja hann) eins lengi og menn vildu en hann ætlaði ekki áð hlusta á slfkt. Hann hafði tekið sér fundarstjóravald að vfsu f fullri lögleysu og mun það fátftt að fundarstjórar stökkvi af fundi án þess að segja fundi slitið. Hinn rétti fundarstjóri, sem ekki hafði blandað sér f sfðustu atburði, reis nú upp og sagði fundi slitið eftir að fundurinn hafði staðið rúmar io klst. Þakkaði hann mönnum fyrir alt og alt. Mátti það vel, þvf fundurinn fór að mestu ágætlega fram, þar til sjálfur frambjóðandinn Björn Líndal, hleypti honum upp með ofstopa og lögleysu. Margir voru á mælendaskrá og vildu sumir halda áfram fundinum en varð ekki af, enda íátt manna eftir í salnum. Fór nú hver heim til sfn, en misjafnlega ánægðir, sem von var. M. Kr. og lið hans átti fullum sigri að hrósa á fundi þessum en B. L. Varð sjálfum sér og málsiað kaupmannanna til átakanlegrar minkunar, en að- standendum sínum til hugarangurs. Godafoss. 8-8-23. Det var en Dag i Vaglaskov at Gud lod Landet le saa danske Mend og Kvinder kunde dets Aasyn se. Det var den Dag paa Heden fra dette brede Bryst vi Landet saa dernede saa stort saa tungt og tyst. Det var den Stund ved Godafoss vi Landets Hjerte saa stærkt og vildt og inderligt i Fjældets Side slaa. Eline Hoffmann. Vottorð. í grein með fyrirsögninni >íslendingar gegn útlendingum,« sem birtist í 47. tbl. >Dags< er ritað meðal annars, að sterkur orðrómur gangi um það, að þeir (þ. e. erlendir selstöðukaupmenn) noti nú að- stöðu sína gagnvart fátækum vinnulýð, til þess að tryggja skjólstæðing sínum, Birni Líndal, fylgi, á þann hátt, að hóta fátæku verkafólki atvinnumissi og öðrum óþæg- indum, ef það ekki kjósi hann. Oss undirrituðum, sem öll erum alþing- iskjósendur í Akureyrarbæ, og sem nú f haust höfum haft atvinnu hjá h.f. Hinar sameinuðu íslenzku verzlanir, Akureyri, sem sýnilega er átt við í ofangreindri klausu, er ljúft að votta það, að vér höf- um aldrei orðið vör við neitt það hjá nefndum atvinnuveitanda, er gæfi hið allraminsta tilefni til þess, að slíkur orð- rómur gæti myndast. Halldór Stefánsson. Olgeir Júlíusson. Krist- ján Magnússon. Jóhann Jónsson. Sigurjón Bcnediktsson. Helga Jónsdóttir. Halldóra Jónsdóttir. Kristbjörg Kristjánsdóttir. Krist- jana Kristjánsdóttir, Björg Kristjánsdóttir. Steinunn Flóventsdóttir. Sigurlína FIó- ventsdóttir. Elísabet Sigurðardóttir. Rósa Randversdóttir. Magnús Oddsson. ólöf Árnadóttir. Guðrún Jóhannesdóttir. Mar- grét Tómasdóttir. Anton Sigurjónsson. Guðrún Jónsdóttir, Helga Jóhannesdóttir. Tryggvi Jónasson. Elín Einarsdóttir. Mar- grét Jónsdóttir. Sigurbjörn Jónatansson. Sæmundur Steinsson. Magnea Magnúsdótt- ir. Jón Jónsson. Ólafur Þórðarson. Sigríð- ur Árnadóttir. Jóhannes Jónsson. Jón Jón- asson. Einar Björnsson. Ingibjörg Lýðs- dóttir. Ellert Jónsson, Jóna Kr. Gísladóttir. Sigurbjörn Friðriksson. Guðm. Hafliðason. Bjarni Vilmundarson, Anton Ólafsson. Sig- urður Vilmundarson. Soffja Þorkélsdóttir. Sigurveig Kristjánsdóttir. Olina Kristjáns- dóttir. Unnur Árnadóttir. Jóhanna Finn- bogadóttir. A víðavangi. Óskamfeílni. Eitt höfuðverkefni Alþingis á næstu árum verður að finna ráð gegn þjóðargjaldþroti. Eng- inn frambjóðandi, sem ekki hefir gert sér neina grein fyrir þvf, hver ráð hann vill aðhyllast, til þess að bjarga þjóðinni, ætti að geta komið kinn- roðalaust fram fyrir kjósendur. Þetta lét B. L. sér þó sæma. Hann kunni engin ráð önnur en að spara 2 millj- ónir af útgjöldum landssjóðs. En hann benti ekki á hverntg það mætti verða. Til hvers á að senda slíkan mann á þingf Umferðarprédikari. Þegar B L. var spurður að, hvað hann vildi gera, til þess að bjarga fjirhagnum, komst hann i þrot og sagði að bjargráðið væri að spara heima fyrir. Nú getur B. L ekki búist við að hann verði kosinn á þing, til þess að flytja þar fyrirlestra um »sparnað í heimahús- um*. Þá væri nær, að styrkja hann með tóbaki og öðru til umferðar- fræðslu svo hann geti frætt landa- lýðinn um sparnaðaraðferðir, almenn lftssannindi og sjálfan sig, Hann mun ekki verja betur þeim fjórum árum, sem eftir eru, þangað til hann fer að bila. Fyrirmyndin. Eitt sagðist B. L. geta, en það væri að sýna fólki, hvernig ætti að spara f heimahúsum. Áður á fundinum var hann búinn að uppiýsa, að hann reykti tóbak sér •til óbóta," Blekkingar Jóns E. Bergsveinssonar. Á umræðufundi þeim um lands- mál, sem Jón Þorláksson verkfræð- ingur boðaði til og haldinn var 14. þ. m. í Samkomuhúsi bæjarins, hafði forseti Fiskifélags íslands, hr. Jón E. Bergsveinsson, gefið það ótví- rætt í skyn, að steinolía frá Lands- verzlun — útbúinu hér — hefði á ýmsum tímum verið reiknuð nokk- uð hærra verði, en ákveðið og aug- lýst var af aðatekrifstofunni í Reykja- vík og hampað framan í áheyrend- ur reikningum yfir steinolíu héðan til sönnunar þessari staðhæfingu. Eftir frásögn J. E. B. Með öðrum orðum er því haldið fram af forsetanum að eg hafi stolið 4 — 10 aurum af hverju kg. sem af- hent er frá útbúinu á tímabili því, sem reikningar þeir er hann hafði, ná yfir, eða frá 26/4 til 21/q 1921. Svona langt gengur forsetinn í því að ófrægja menn til stuðnings sín- um málstað. Eg vil hér með gera glögga grein fyrir á hverju þessi rangfærsla bygg- ist. Olíuverðið er umrædda daga á »Mjöinir.« Útbúið reiknar aðeins. 26/4 1921. 0 77 V2 pr. kg. 22/ö - 0.80 — — »2/7 - 0.80 _ _ 21/9 - 0.60 — — 21/q 1921. 0.Ó2 pr. kg. Til sönnunar fylgir vottorð frá Bjarna Einarssyni útgerðarmanni, sama manninum, sem reikningar þeir eru frá, sem forsetinn hyggst að nota til sönnunar sínu máli. Vottorðið er svohljóðandi: Eg Bjarni Einarsson útgerðar- maður á Akureyri, lýsi því hér með yfir að steinolíuverð á vigtarmiðum þeim frá Landsverzlun hér, er eg lánaði hr. Jóni E. Bergsveinssyni, og sem eru dagsettir 26U, 27U og nh 1921, er á »Mjölnir« 0.70 pr. kg. umbúðir kr. 10.00 pr. fat. Og á »Hvítasunnu« 2lh 1921 0.58 pn kg. og umbúðir kr. 6.00 pr. fat. Umbúðirnar hefi eg fengið endur- greiddar, þegar eg skilaði þeim til Landsverzlunar með sama verði og hún reiknaði mér þær á hverjum tíma. Akureyri 22. Október 1923. Bjarni Einarsson. Rangfærsla forsetans er fólgin í, að hann telur sjálf fötin einskis 0.70 pr. kg. 0.70 - - 0.70 - - 0.55 - - 0.58 pr. kg, virði, þrátt fyrir það þó honum sé fullkunnugt um að Langsverzlun hefir á hverjum tíma keypt fötin sama verði og hún hefir selt þau, en kaupendur, sumir hverjir, hafa selt fötin öðrum eða notað sjálfir, hafi þeir séð sér ávinning í. Undir öllum kringumstæðum er það því augljós blekking, að leggja umbúða- verðið á olíuna. Að sami maður hefir hvað eftir annað haldið því fram, að Lands- verzlun legði 16 kr. á hvert oliufat er sýnilega blekking af sömu rót- um runnin. Fatið talið einskisvirði. Með tilliti til framanritaðs, leyfi eg mér að skora á forseta Jón E. Bergsveinsson, að standa við stein- olíuverð það, sem hann hefir hald- ið fram að verið hafi hjá Lands- verzlun á umræddum tíma og að olían hafi verið reiknuð kaupendum röngu verði. — Akureyri 22. Okt. 1923. J. Karlsson. Á »Hvítasunnu. Reykjavík Slmi 1325 Símskeyti Hreinn. Kaupíð islenzkar vörurl Hreins Blautsápa, Hreins Stangasápa, Hreins Handsápur, Hreins Kerti Hreins Skósverta, Hreins Gólfáburður, Styðjið íslenzkan iðnað! Ritstjóri: Jónas Þorbergsson. Préntsmiðja Odds Bjönwsonar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.