Dagur - 06.12.1923, Blaðsíða 1

Dagur - 06.12.1923, Blaðsíða 1
DAGUR kemur úf á bverjum flmtudcgi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Árni Jóhannsson í Kaupfél. Eyf, VI. ár. Akureyrf, 6. desember 1923. t AFGREIÐSLAN er hjí Jðn! Þ. Uór, Norðurgötu 3. Talsiml 112 Uppsögn, hundin við áramót sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. 55. blað. Frá Grimsey. í bréfi, sem ritstj. Dags barst frá Austurlandi, er um það kvartað, að blöðin flytji aldrei neinar fréttir frá Orímsey né^geti hennar að neinu leyti. Að vísu er það rétt, að sjaldan er Grímseyjar getið. En fréttaskortur þaðan og úr öðrum landshlutum stafar frá pennaleti landsbúa sjálfra. Nægra frétta og ábyggilegra geta btöðin ekki afíað sér úr fjarlægum landshlutum, nema lesendur þeirra stingi niður penna við og við og sendi þeim fréttabréf. Um þetta hefir ritstj. Dags áður ritað og óskað eftir fréttabréfum og með nokkrum en þó ekki nægum árangri. Úr fréttaskorti þessum er nú, að þvj Grímsey snertir, unt að bæta lítilsháttar. Eins og áður er getiö, brá ritstj. Dags sér til Grímseyjar sfðastf. sumar og þó viðstaðan væri mjög stutt getur hann þó, fremur en áður, Iátið blaðið flytja dáiítinn frétfapistil úr eyjunni. Hið helzta, sem unt var aö kynnast í stuttri viðdvöl, eru bjargræðisvegir eyjarskeggja. Eins og flestum mun kunnugt, er Grfmsey afiöng frá norðri til suöurs. Fyrir allri austurströnd eyjarinnar er þverhnýpt og hrikalegt bjarg, þeirn megin^er eyjan lítt eða ekki vogskorin og hvergi unt að lenda, sé sjór ókyr. Eyjunni hallar til vesturs og er vesturströndin lág og nokkuð brotin. Eru þeim megin Iendingarstaðir þeir, sem eru á eyj- unni. ÖIl er eyjan grasi vaxin upp á hábjörg að heita má og eru nokkr- ar slægjur á björgunum, því þar ræktar fuglin Iandið. Bygðin er öll vestanvert á eyjunni um og fyrir sunnan miðja vesturströndina. Þar eru tún nokkur umhverfis býlin. Bjargræðisvegir eyjarskeggja eru fiskiveiðar, eggja og fuglatekja og kvikfjárrækt. Við eyjuna er mikil fiskisæld og skamt að róa á miðin. En kvikusamt er þar, sem vonlegt er, þar sem sjór gengur óbrotin úr reginhafi öllumegin að. Fiskiveið- arnar eru aðalatvinna Grímseyinga. Af bjarginu eru að vísu nokkuð miklar tekjur, en örðugt og ekki hættulaust að hagnýta sér þau hiunn- indi. Grasræktin erogmeir til þæg- inda og bættra lífskjara en til gróða- reksturs. Um ,fiskiveiðarnar er fátt sérstakt að segja. Þær.eru stundaðar á opn- um bátum einkum með handfæri. Frásagnarverðari er eggja- og fugla- tekja eyjarbúa. Gildir um bjargið og atvinnu af því samþykt og eru aðaldrættir hennar þessir: Skjóta má fuglinn til 15. apríl og eftir miðjan maí byrja menn að sfga í bjargið eftir eggjum. Sigmaður fær ’/í af því er hann nær. Að öðru leyti geldur bjargeigandi kaup þeirn er að eggjatekju vinna. Þegar eggja- tekjunni er lokið er fuglinn veiddur í háf. í júlí er sigið eftir skeglu- unganum og eftir 20. ágúst er sigið eftir fílunganum. Er það Iokaþáttur bjargveiðanna og er merkisatburður í eyjunni. Þá haida eyjarbúar sér tyllidag svipaðan töðugjöldum og slægjum landbóndans. Um miðja nótt er risiö úr rekkju og efnt til mikils fagnaðar í mat og drykk. Þykja þeir ekki liðtækir, er linlega ganga að mat sínum. Er þá til tínt alt, sem bezt er í búrinu og ekkert til sparað. f birtingu er gengið austur á bjargið og byrjað að síga. Þegar þvi er Iokið ganga allir til veizíuhalda á nýjan leik. Er þá lokið hinum áhættumiklu bjargferðum Eyj- arskeggja. Séra Matthías Eggertsson, bróður- sonur Matthfasar skálds, er búinn að vera prestur í eyjunni I 26 ár. Áður hann fiutti til eyjarinnar, var þar engin kýr. Þjáðust eyjarbúar þá af skyrbjúg og öðrum harðréttiskvillum, því þó ekki, skorti íæöuföng, var fæðan einhæf og óholl vegna mjólk- urleysis. Voru eyjarbúar hættir að trúa því, að kýr gætu verið í eigu Grfmseyinga. Prestskonan setti það skilyrði fyrir því, aö fiytja börh sín út í Grímsey að fá að flytja kúna sína með. Kýreignin hepnaðist þeim hjónum svo vel, að aðrir eyjarbúar tóku þau sér til fyrirmyndar. Eru nú á eyjunni 15 kýr og er gersam- lega tekið fyrir allan skyrbjúg og aðra þesskonar kvilla. Ennfremur eiga eyjarbúar 500 fjár og 3 hross. íbúatalan er um 100 manns og er þvi hér um talsverða búfjáreign að ræða. Á siðustu áratugum hafa híbýli og öli menning eyjarbúa tekið mikl- um framförum. Mun á ýmsan hátt mega þakka það prestinum, sem hefir verið sínum afskekta söfnuöi fyrirmynd í dagfari og lifnaðarháttum. Metnaðarlaust gjalda allir eyjar- skeggjar honum fult traust sitt og virðingu. Grímseyingar hafa fyrir löngu fengið á sig mikið orð fyrir tafl- mensku. Norðan við heimsskauts- baug hafa landlegudagar gerst margir á vetrum og þá Iftið að starfa. Hafa eyjarbúar þá þreytt íþrótt þessa og náð sumir þeirra svo Iangt i henni að verða jafnokar landsins beztu skákmanna eða jafnvel fremstir Iands- manna um skeið. Nú mun íþrótt þessi þvi miöur vera f hnignun í eyjunni og er það íila farið. Þessi skákmenska eyjarmanna mun hafa vakið athygli mannvinarinns Will- ards Fiske á þeim. Eins og kunnugt er veitti hann Grímseyingum sér- staka athygli, gaf þeim vandað bóka- safn með 5 — 600 bindutn og enn- fremur skáktöfl. Bókasafnið er geymt í skólahúsinu og virtist að betur mætti um þaö fara. Er þess að vænta, að Grimseyingar varðveiti þessa dýru eign og um Ieið minningu velgerðarmannsins. Um andlegt líf eyjarbúa er fátt hægt að segja í þessum linutn. Til þess brestur kunnleik. Áður er minst á skákmensku þeirra. Þessi afskekta, fámenna bygð í íshafinu veitir íbú- um sínum nægar tómstundir til and- legra iökana. Enda er kunnugt að vísindamenska hefir þróast í Grímsey. Séra Pétur vann þar vísindalegt þrek- virki, þar sem var „Annáll 19. ald- ar.« Séra Matthías leggur stund á ættfræði og má væntaþess að hann leggi drjúgan skerf til þesrra visinda endist honum lif og orka. Með sanni má segja, að þjóðin hafi veitt þessum fámenna og af- skekta hóp barna sinna heldur iitla athygli og litlu kostað til þeirra af almennu fé. Enda eiga þeir enn þann fágæta kost, að vera hvorki ágangssamir né heimtufrekir. En þó yfirlæti þeirra sé minna en sumra annara landsbúa er þörf þeirra á sumum almennutn umbótum engu minni en þar sem hún gerist mest á landi hér. Þessi fjariæga eyja um- flotin reginhafi er sett langt úr leið samganganna. Engsn sveit á megin- landinu unir því vel, að vera án símasambands,en hvað mættu Gríms- eyingar segja. Lottskeytastöð er því sjálfsögð umbót þeim til handa svo fljótt, sem verða má. Þó Einar Þver- æingur segði að í Grímsey mætti fæða her manns og Grimseyingar séu dugandi menn, getur þó aö höndum borið eitthvað það, sem búi háska svo fjarlægri bygð og sambandsiausri við meginlandið. S t a k a. Hríðarandi harmavá hleður granda’ og hvolum. Sjórinn landi orgar á; alt er í handaskolum. A víðavangi. Lögverndarinn. Síðastliðið sumar skrifaði ritstj. ísl. ádeilu á bæjarlógeta Siglufjarðar og fann honum til sakar, að hann framfylgdi slælega sddveiði- lögunum. Áður hefir verið minst á árás þessa hér f blaðinu. Enn hefir komið f Ijós lögverndunarstefna ísl. í snmbandi við kosningarnar. Hefir um leið komið f ljós, hversu sú stefna er heiibrigð og sjálfri Bér samkvæm. Kenning blaðsins er: Af því að Stefán f Fagraskógi hlaut svo marga ógilda seðla, á að úrskurða hann kosinn. Það sem gerir seðlana skýlauslega ógilda lögum samkv. og að samhljóða dómi kjörstjórnar er ekki annað en »galii« f augum ritstj. ísl. Sé ekki unt, að þverbrjöta fyrirmæli laga, til þess að koma Stefáai inn í þingið, á að nota hverja átyllu, til þess að ógilda kosninguua. Þessi er lögvernd- unarstefna íslendings. Skeytið. íslendingur birti fyrir nokkru einkaskeyti, sem bann segir að sent hafi verið héðan af Akureyri til Rvfkur, daginn sem atkv. voru talin í Eyjaíjarðarsýslu. Skeytið birti hann innan tilvitnunarmerkja. Ritstj. ísl. þyríti að gera grein fyrir þessu tvennu: Hvernig komst hann yfir um- rætt skeytif Með hvaða heimild birtir hann einkaskeyti í blaði sínu? Við umræður út af þessu gæti það orðið Ijóst, að »strákar« ættu ekki að hafa blað tii umráða. Dyrnar á Samkomuljúsinu. Þegar hin vandaða íorstofa var bygð við Samkomuhús bæjarins voru settar á hana tvennar viðar dyr með tvívængj- uðum hurðum. Mun þetta hafa verið gert af öryggisástæðum ef eldsvoða kynni að bera að höndum. Samt sem áður er því hagað svo á samkomum að venjulega er opinn aðeins annar vængur annarar hurðarinnar. 1 þessari smugu kúgast menn og troðast og skorðast hver af öðrum og komast seint og með hörkubrögðum út. Bæri eldsvoða að höndum yrði ekki unt að opna hurðirnar vegna troðnings. Er svo að sjá sem þessar víðu dyr hafi verið settar á forstofuna meira af monti en af gagnsemisástæðum. Happdrættisnefnd Stúdentaráðsins tilkynnir I nýkomnu Mbl., að sökum seiniátra skila frá ýmsum útsölumönn- um happdrættisseðlanna verði enn að fresta að draga um happdrættið. Jafn- frarat áminnast allir útsölumenn um að gera greið skil og jafnframt áminn- ast menn um að gera án tafar pant- anir sínar á snildarbókinni »Pan.«

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.