Dagur - 28.02.1924, Blaðsíða 3

Dagur - 28.02.1924, Blaðsíða 3
8. tbl. DAQUR 31 á fjölmennum fundum, þar sém hver maður kemur ófráður og óundirbúinn að taka ákvörðun um mikilsverð mál er fram koma á fundum eða jafnvel algér nýmæli. Dagur vill mselast til, að héraðsbúar vildu taka þettá mál til athugunar. »KefmarkaöurInn« heitir ftarieg og vel skrifuð grein, sem nýléga birt- ist f Tímanum eftir ^Jón Árnason fram- kvæmdarstjóra útflutningsdeildar Sam- bandsins. Er þar sýnt fram á, hversu norski tollurinn á ketinu er alveg óbærilegur orðinn, þar sem hann er nú sem stendur 60 aurar á hvert kg. eða um og yfir 70 kr. á hverja ket- tunnu. Þessi hái tollur hækkar svo verð á ketinu, að það verður ekki samkepnisfært. Fáist ekki leiðrétting á þvf bráðlega, má búast við að norski ketmarkaðurinn verði sama sem lok- aður íslendingum. Er þá einsætt að láta koma gegn slfkum búsifjum af hendi Norðmanna tollstríð eftir mætti og versto aðbúð til handa síldveiði- mönnum þaðan. Skal hér tekið fram, að þessar tillögur eru ekki teknar upp úr grein Jóns Árnasonar. En Jón bendir á þau líkindi, að okkur verði með þessu lagi bolað út af norska markaðinum og þvf sé það biátt áfram lffsnauðsyn fslenzkum landbúnaði, að fundin séu ráð, til þess annað tveggja að fá tollinn stórlega lækkaðan eða afnuminn, ellegar að fá annan markað fyrir ketið og þá með útflutningi lif- andi fjár og útflutningi á kœldu og frystu keti. Hann bendir á, að út- flutningur lifandi fjár sé mjög miklum annmörkum bundinn og rauni því ekki geta nema að sára litlu leyti leyst vandræði þessi. Lfklegustu leiðina telur hann útflutning til Englands á kældu og frystu keti. Bendir hann á, að framkvæmdastjóri Emil Nielsen rit- aði f sumar sem leið góða grein um nauðsyn íslendinga, áð eignast kæli- skip til flutnings á nýmeti til Eng- lands, bæði fiski og keti. Hefir fram- kvæmdastj. Nielsen fengið uppdrátt að slíku skipi, sem er álitið mjög hentugt til slfkra flutninga en má þó nota til hverskonar flutninga. Er talið að slíkt skip gæti tekið f einum farmi um 40 000 dilkakroppa og að lfkur séu til, að það gæti farið tvær ferðir til Englands meðan á slátrun stæði. Myndi sá útflulningur nema 2h af venjulegum ketútflutningi landsins. AUur kostnaður við kæli- og frystiút- búnað skipsins er áætlaður 100 þús. kr. danskar og yrði þá slfkt skip þeim mun dýrara verjulegum flutningaskip- um vegna þessa sérstaka ætlunarverks og verður að telja það lftilvæga upp- hæð f samanburði við þá nytsemd, er af henni gæti hlotist: bjargráð til handa atvinnuvegum landsins. — AI- þingi er nú komið saman. A sínum tíma tók það með mikilli alvöru á Spánartollsmálinu, sem von var. Nú liggur fyrir þvf að bjarga fslenzkum landbúnaði úr svipaðri klfpu, og hlýt- ur dómur bænda um þetta nýskipaða þing að stjórnasf af þvf, hversu það lftur á nauðsyn þeirra og leysir hana. Taugaveikin. ísi. 8. tbl. skýrir frá taugaveikinni og kemur svo fyrir sig orði, að eigi þyki ólfklegt að tauga- veikin hafi borist f sméri fraroan úr Eyjafirði, »en þar hefir veikin verið, t. d. á Eyrar!andi«, segir blaðið. Kunnugt er að veikin hefir hvergi verið »fram« í Eyjafirði nema á Eyr- arlandi. Sfðar er talað um, að lækn- arnir telji hættulaust að neyta mat- væla á hotel Goðafoss »þvf veikin smitar ekki, ef hreinlæti og aðgæzla er viðhöfð á útlátnum matvælum.* Af þessum samsetningi getur ekki orðið dregin önnur ályktun, en að á Eyrar- landi skorti á »hreinlæti« og »aðgæzlu« við útlát og meðferð matvæla. Þess má geta, að f forföllum r/tstjór- ans var fenginn »lærður« maður, til þess að sjá um þetta eintak blaðsins, maður, sem getur tæplega stungið svo niður penna, að það verði ekki ein- hverjum til skaða, en honum til mink- unar. Hann hefir nú sem áður sýnt »lærdóm« sinn með þvf að sletta la- tfnu kring um sig. Færi óaeitanlega bezt á þvf, að hann skrifaði jafnan á latfnu. Þess má geta, að ekkert smér hefir verið sent út af Eyrarlandsheim- ili á þessum vetri. Símskeyti. Rvík 21. febr. Hafnarverkfallinu í Bretlandi lokið. Frakkaþing hefir hækkað skatta utn 20 prósent. Ráðstafanir gerðar til hindrunar gengisbralli f Frakk- landi. Uppgripaafli f Sandgerði. Bátar hafa orðið að afhausa til að koma aflanum á land. Rvík 26. febr. Frakkaþing samþykti með 100 atkv. meirihluta öll skatthækkunar- frumv. stjórnarinnar. Á yfirstandandi fjárhagsári Breta hefir tekjuafgangur orðið 50 miiljónir sterlingspunda, sem varið verður til afborgana á rikisskuidum. Hafnar- verkfallið brezka héit áfram sumstað- ar eftir sættina, en er nú Iokið. Rvík 27. febr. Bretar hafa lækkað inn- flutningstoll á þýzkum vör- um úr 26% niður i 5% og auk þess veitt Þjóðverjum gjaldfrest á tollinum, þar til f járhagsmál þeirra eru kom- in í fast horf. Oiíuhneykslismálið i Bandaríkj- unum magnast altaf. Allir helztu stjórnmálamenn stjórnarflokksins eru taldir bendlaðir við það. Fréttastofan. Steinolíumálið °g Ragnar Ólafsson. 1. í 5. tbl. »Da?rs« þ. á. er miög gerð að viðfangsefni þátttaka Ragnars Ólafssonar f umræðum um steinolfu- sölu á þingmál&fundinum á dögunum, ásamt ýmsu öðru, er lýtur að afskiftum haas af verzlun með steinoliu. Þótt eg sé alls ekki samþykkur áliti R. Ó. á stcinoliu-einkasölusamningi þeim, er Mágnús KristjSnsson gerði í fyrra og þótt eg telji það bæði hyggilegt og sjálfsagt áð rfkið bafi einkasölu á steinoKu, eins og nú horfir, [Kt eg svo á, að »Dagur« sé ekki fyllilega sanngjarn i garð R. Ó. f þessum efn- um. Og vegna þess að Ragnar var á förum til útlanda, er »Dagur« birti greinina sem hér ræðir um (Rágnar Bretakonsúll) og hann hefir þvf ekki haft tíma til að svara henni, ætla eg að fara nokkrum orðum utn efni hennar frá mínu sjónarmiði án þess þó, að mér sé kunnugt um, hvernig R. Ó hefir litið á greinina, eða hvort hann hefir tatið sig þurfa að svara henni. 2. Skömmu eftir að R. Ó. kom frá Reykjavík í vetur, sýndi hánn mér afskrift af steinolfusamningi þeim ér svo mjög hefir verið rætt um, hér í bænum, f haust og vetur og sagði, að Kl. Jónsson atvinnumálaráðherra hefði látið sér hann f té. Kvaðst hann hafa krafist þess af ráðherranum »sem fs- lenzkur kaupmaður« að fá þessa af- skrift, þar eð samningutinn snerti svo mjög bæði verzlunarstétt landsins og alla þjóðina f heild. Þetta var auðsótt við ráðherrann. Og f sambandi við þetta, vil eg geta þess, að eg hefi aldrei, fyr né sfðar, orðið þess var, að Magnús Kristjánsson (sem auk þesa að vera Landsverzlunarforstjóri, þegar hann gerði samninginn, var forseti sameinaðs Alþingis og þvf f raun rétíri æðsti maður í stjórn landsins)— hafi ætlast til þess, að samningurinn ætti að vera leyndarmál, enda var hann lagður fram á sfðasta Alþingi. Að R. Ó. hafi fengið samninginn, sem brezkur vfsi-konsúll og svo notað hann frá sfnu sjónarmiði, sem fslenzkur borgari f »deilumálum dagsins* tel eg með öllu ástæðulaust að gefa f skyn og þykir leitt að »Dagur« hefir gert það. Ragnar ér enginn undirhyggju- maður og slfkt atferli mundi hann vissulega ekki telja sér sæma. 3. Um skyldur R. Ó. gagnvart brezk- um þegnum, þeim er að steinoifusamn- ingnum standa, get eg ekki verið samdóma »Degi« og tel ennfremur vera óralangt frá því, að samningur- inn nálgist nokkuð það að vera milli- rfkjasamningur. En þótt svo væri, að R. Ó. hefði einhvers að gæta gagnvart brezkum þegnum, f umræðum sfnum um steinolfu einkasöluna tel eg honum vegsauka f, en ekki vansæmd, að hann fer sfnu fram f málinu. Eg hefi þá sannfæring, að álit hans á einkasölu rfksins á steinolfu, sé ekki bygt á þeim rökum er geti vegið móti ástæðum þeim er fylgisménn einka- sölunnar telja fyrir gildi hennar og réttmæti, en eg sé ekki betur en fram- koma hans f málinu sé öll drengileg og hann eigi eins mikinn rétt á að halda fram sinni skoðun eins og við andstæðingar báns okkar, ekki sfzt vegna þess, að hann er af eigin raun kunnugri steinolfumarkaðinum erlendis, en nokkur annar maður hér nyrðra og hefir sennilega átt meira við steinolfu- verzlun en nokkur snnar íslendingur, eins og nú skal drepið á. 4. Það er kunnugt, að »D. D. P. A.« hafði fullkomið einveldi hér á landi f steinolíuverzluninni, frá þvf > rétt úr aldsmótunum sfðustu og þangað til igii. \msir kaupmenn og samvinnu- forkólfar reyndu að veikja veldi þess og gerðu ýmsar tilraunir f þá átt, en þær mishepnuðust allar, þangað til loks að Ragnari Ólafssyni tókst að ná viðskiftasambandi við »S. A, P. A.« er um þær mundir reyndi að andæfa einveldi »D. D. P. A.« á Norðurlönd- um. Mér er kunnugt um, að það var hvorki auðvelt mál né auðsótt fyrir R. Ó. og töldn ýmsir mikilhæfir fjár- sýslumenn það þrekvirki, að honum tókst að koma þvf f kring. Og þvf fer mjög fjarri, að hann væri »leppur« félagsins. Hann varð blátt áfrám að kaupa alla þá steinolfu er hann fékk frá félaginu, taka við hverri tunnu f Kaupmannahöfn, annast flutninginn á sinn kostnað og ábyrgð og bera alla áhættu og rýrnun, félaginu að skaðlausu. Gekk svo nokkur ár, að Ragnar hélt uppi samkepni gegn »D. D. P. A «, þrýsti verði þess á stein- olfu niður, þegar er hann hóf stein- olíuverzlun sfna, og hélt verðinu f hæfilegum skorðum miðað við alment verð á steinolíu þá f nágrannalöndun- um. Er enginn efi á, að hann vann þjóð sinni þar hið mesta gagn, enda Var það metið að verðleikum af mörg- um sannfsleszkum fjármálamönnum á þeim árum og studdu ýmsir hann drengilega, en engir eindregnar en þeir Hallgr. Kristinsson og Pétur á Gautlöndum, er þá stýrðu Kaupfélög- um Eyfirðinga og Þingeyinga, og var það, svo sem vænta mátti, af þeim báðum. — Sfðla á ófriðartfmabilinu náði »D. D. P. A « litlum meirihluta af hlutafé »S A. P. A.« og lét þá kné fylgja kviði, svó að Ragnar varð að hætta viðskiftum við »S. A. P. A.« Leitaði hann þá þegar annara sam- banda, til þess að halda áfram að etja kappi við »D. D. P. A.« en það mun öllum skiljanlegt, að ekki var auðhlaupið til þess á sfðustu strfðs- árunum og varð óhjákvæmilega að bíða betri tfma. En ekki lagði hann árar f bát og hygg eg hann hafi verið í þann veginn að fullgera samninga, f þvf augnamiði að taka aftur upp skjöldinn gegn »D. D. P. A.«, er einkasalan hófst. Er það skoðun mfn að Ragnar hafi unnið merkilegt þjóð- nytjaverk með þessu sem hér er sagt frá og hygg eg að »Degi« hafi ekki verið nógu kunnugt um þessa starf- semi hans á fyrri árum, er greinin »Ragnar BretakonsúlU var skrifuð. Akureyri 26. febr. 1924 Jðn Stefánsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.