Dagur - 28.02.1924, Blaðsíða 1

Dagur - 28.02.1924, Blaðsíða 1
DAGUR kemur ú( á hvcrjum ffmtudegi. Kostar kr. 6.00 árg Ojalddagl fyrlr I. júlí. Innheimtuna annast Árni Jóhannsson í Kaupfél. Eyf, VII. ár. Akureyrí, 28. febrúar 1924. AFOREIÐSLAN er hjá Jónl í>. í»ór, Norðorgótu 3. Talsiml 112 Uppsögn, hundin við áraraót sé 'komin til afgreiðslumanns fyrír 1. des. 8. blaö lnnilegt hjartans þakklæti vottum við öllum fjær og nær, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall okkar elskulega eiginmanns og fóður Jónatans Jdnatanssonar, bæði með nærveru sinni við útför hans, minningargjöfum og samúðarskeytum. Brekkugötu 5, Akureyri, 26. febr. 1924. Ekkja og börn hins látna. IV. Ríkisverzlui). II. Áður en lengra er gengið í þessu máli, verður að minnast meö nokkr- um orðum á blað eitt, sem er ný- lega farið að koma út á Seyðisfirði og nefnist Hænir. Blað þetta er and- legur arftaki Hagalínsblaðanna, sem hölðu sömu atvinnu og fjósastrák- urinn í þjóðsögunni, en verri afdrif, þar sem hinn illi munnsöfnuður tálgaði af þeim hverja holdtóru, svo að þau dóu úr hor mjög bráðlega. Fyrir því er minst á Hæni f sam- bandi við þetia mál, að í honum er að finna útþynningu á þeirri þynku, sem þynst hefir verið talin, en það eru röksemdirnar i íslend- ingi. Hænir lítur upp til íslendings og teiur hann merkilega og hald- góða heimild i þjóðmálum. Menn með óskerta dómgreind geta tæp- lega hugsað sér aumkunarverðara ástand i blaðamensku, en að teljast neðar en íslendingur. Þær brengluðu þjóðmálahugsanir, sem eiga upptök sin í Morgunbl., leggja leið sína gegnum ísl. og eru síðan auknar og ■endurbættar" í Hæni, eru búnar að fá á sig ærna vankanta og orðnar svo fjarstæðar því, sem rétt er og viturlegt, að tæplega verður lengra komist. Nýlega hefir í Hæni birzt sú ak óviturlegasta grein, sem sést hefir um einkasölu ríkisins en undir áður umgetnu slagoröi: »Einokunn. Þessi grein verður tekin til athugunar hér á eftir. Er hún valin úr öllum þeim vaöli, er birzt hefir í andstæðinga- blöðunum um þetta mál, vegna þess að þar eru rækilega saman tfndar flestar þær fjarstæður og flest þau ósannindi, sem sést hafa i þessum mörgu greinum um »einokunH. Áður vikiö sé beint að efni grein- arinnar skal hér til fróðleiks og til minnis við eftirkomandi umræður bent á, að Hænir segir i greininni: „Seinni umræða0 í 6. tbl. 1923: u------grundvöllurinn undir afskift- um opinberra mála er áður fram tekinn, sá, «að hugsa rétt og vilja vel.fl« Pað getur orðið fróðlegt að athuga það f sambandi við þetta mál, hvort hann hefir gert sér far um að hugsa rétt og hvort af greininni verður séð, að hann vilji vel i þessu máli. III. Umræöur um þetta mál þarf að kljúfa í tvær greinar. Annarsvegar kemur til álita ríkisverzlun og ríkis- einkasala yfirleitt. Hinsvegar sú sér- staka verzlun, sem fslenzka ríkið rekur nú og mest er um deilt. And- stæðingarnir ræða allar hliðar þessa máls í einu; öll atriði þess eru þar f einni bendu. Einkasala rikisins á steinoliu er talin óviðunandi, vegna þess hve samningurinn, sem gerður hefir verið, sé óhagstæður íslandi. Nú virðist það einsætt, að auðveldlegar verði komist að góðum kjörum í þessari verzlunargrein, ef samið er um öll viðskiftin í einu. Þó biðja andstæð- ingarnir ekki um betri samning, heldur heimta algeran niðurskurð líkisverzlunarinnar. Niðurstaðan er því ekki í samræmi við forsendurnar. Niðurstaðan er reist á óhugsuöum fordómi. Hún virðist benda á, að þeir viiji ekki ríkisverzlun, hversu góð kjör, sem væru í boði. Hagsæld lands og þjóðar í þessari verzlunar- grein er þar ekki tekin til álita held- ur fyrirkomulag verzlunarinnar. Peir eru að berjast til ijár og valda. Þó allar staðhæfingar andstæðing- anna um óhagstæðan samning, sé tómur órökstuddur þvættingur, eins og sýnt hefir verið fram á og verður rökstutt enn frekar, áður lýkur þess- ari viðureign, er rétt, til þess að prófa styrkleik röksemdanna, að taka þær til greina og ganga inn á, að reynsl- an kunni að leiöa það Ijós, að hægt sé að komast að enn betri samning- um, heldur en þeim, að fá olíuna með lægsta verði á heimsmarkaðin- um og hafa viðskiftin trygð. Þeir hrópa: Við fáum engan »bónusfl p» e. uppbót eða ágóöahluti i við- skiftunum. En því heimta þá ekki mennirnir samning, þar sem tekið sé fram um »bónus.fl Af þvíað þeir vilja engan samning og þessar að- finslur eru yfirdrepsskapur einn. Þeir vilja verða leppar Standard Oil hér á landi. Þó að peir haldi pví fram, að samkepni mundi hefjast hér á landi um olíuverzlunina, halda sumir pví fram þvert um hug sinn en aðrir af misskilningi. Verður komið nánar inn á það siðar. Það verður ekki komist hjá, að sýna fram á þessa vankanta kaup- menskuröksemdanna, svo skilið verði sálarástandið, sem er ábak við þau rök, og að þeir ræða málið ekki sem þjóðhagsmál, heldur sem eigin- hagsmunamál. Óheilindin koma þvi fram á yfirborðinu og geta ekki oröiö dulin. I fáum orðum skal nú lýst afstöðu blaðsins til ríkisverzlunar yfirleitt. Dagur er yfirleitt ekki fylgjandi ríkisverzlun. Hann telur að vissar ástæður geti gert hana ekki einungis réttmæta heldur sjálfsagða, eins og til dæmis að taka óvenjulegt styrj- aldarástand í heiminum, eða sterkir verzlunarhringir, sem brjóta á bak aftur alla keppinauta o. fl. Að öðru leyti telur hann rikisrekstur á verzlun ekki tímabæran. Til þess að reka alla verztun landsmanna á þann hátt, þyrfti meiri siðferðisþroska fjölda manna, en hægt er að gera ráð fyrir, að við séum búnir að ná. Þó gera megi ráð fyrir, að hér eftir, eins og hingað til, vaxi upp einstakir menn, sem með afskiftum sínum af málefnum þjóðarinnar sýni, að þeim megi treysta, mundi málið vandast, ef skipulag þjóðmálanna krefðist tuga eða jafnvel hundraða af slfkum mönnum. Líklegt er, að hugarfar þjóðarinnar verði enn að skírast og mótast gegnum reynslu mannsaldr- anna, áður hægt sé að vænta þess, að mönnum verði málefni almenn ings jafnkær og hugarhaldin eins og þeirra eigin málefni. Önnur og ekki veigaminni ástæða gegn algerum ríkisrekstri á verzlun er sú, að þjóðin, almenningur má ekki missa það viöfangsefni úr sín- um höndum. Ekkert hefir slfk þrosk- unarskilyrði i sér fólgin sem við- skiftin. Raunar eru allir þroskunar- möguleikar reistir á einhverskonar viðskiftum. Verzlunin er hentugt og réttmætt viðfangsefni einstaklings- framtakinu og sjálfshagnaðarvoninni, sem eru enn meginþættirnir i lífi okkar. En með þvi að færa verzlun- ina á samvinnugrundvöll, er skað- legustu öfgum síðasttaldra hugar- hneigða haldið niðri, en öfl þeirra tekin í þjónustu almennrar þroskun- ar. Samvinnuskipulagið opnar á vegum viðskiftanna leiðir i þrjár áttir, sem áöur voru lokaðar. Það opnar leið til aukinnar viðsýni og ment- unar f viðskiftamálum, til meiri siö- legrar þroskunar og til aukinnar velmegunar almennings. Dagur er því ekki fylgjandi alls- herjar ríkisverzlun og er að þvf Ieyti samferða andstæðingum sínum. En hann er á móti henni á nokkuð öðrum grundvelli, heldur en þeir, Samvinnumenn vilja ekki sleppa verzluninni í hendurnar á ríkinu. vegna þess að hún er þeim holt og þroskandi viðfangsefni, sem í hönd- um þeirra leiðir til almennra þrifa. Kaupmenn ^viija ekki missa hana, af því að hún er atvinnuvegur þeirra og er þeim vissulega mikil vorkunn. Þrátt fyrir þetta er Dagur ekki i minsta vafa um það, að ríkið á, eins og nú háttar, að hafa einkasölu á steinolíu. Um tóbakið þykir hon- um minna máli skifta. Ennfremur telur hann ríka ástæðu vera, til þess að rannsaka, hvort ekki væri rétt, að ríkið tæki i sinar hendur einkasðlu á fiski og síld, meðan þroska- leysi sjómannastéttarinnar er jafn- mikið og raun er á, svo að verzlun með framleiðslu þeirra er ýmist í höndum útlendinga ,ellegar speku- lanta innan lands og alt af er leikið teningskast með vörurnar. Ennfremur má það teljast óhæfa, að ríkið, sem hefir með höndum verzlun á annað borð, skuli ekki flytja inn meira og minna af kolum til eigin nota. Meira að segja væri full nauðsyn á, að ríkið héldi uppi samkepni í kolaverzluninni. Kappskák háðu þeir eins og undaatarin ár, Ákureyringar og Reyk- vlkingar og fór hún fram á laugardags- kvöldið var. Alls tefldu 11 menn hvoru megin, 5 úr fyrsta flokki og 6 úr öðrum flokki. Akureyringar höfðu að þessu sinni glæsilegan sigur og unnu með 7 vinningum á móti 4. Af þeim 7 viuningum Akureyringa voru 3V2 f fyrsta flokki á móti 1V2 hjá Réykvfk- ingum. Þess má og geta að þetta var svo nefnd styrkleikaskák, þ. e. beztu mönnum f hvorum flokki raðað saman,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.