Dagur - 06.03.1924, Blaðsíða 1

Dagur - 06.03.1924, Blaðsíða 1
DAGUR kemur ú( á hverjum fimtudegi. Kostar kr. 6.00 árg Ojalddagl fyrlr 1. júlí. Innheimtuna annast Árnl Jóhannsson í Katipfél. Eyf, VII. ár. Akureyrí, 6. mars 1924. AFOREIÐSLAN er hjá Jón! I>. Þór, Norðurgðtu 3. Talsimf 112 Uppsðgn, hundln við áramót sé komln tll afgrelðslumanns fyrir 1. des. Frá Gagnfræðaskólanum. InntöKuprÓf fer að þessu sinni fram 46. og 17. maí. ^rspróf 1. og 2. bekkjar hefst 8. maí. Gagnfrœðapróf byrjar 19. maí. Sig. Suðmundsson. Hjartans pakkir til ykkar allra, sem sýnduð samúð við fráfall Jóhanns frá Víðivöllum. Aðstandendurnir. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að jarðarför Kristínar Eggertsdóttur, sem andaðist 27. febr. síðastl. fer fram á MöðruvöIIum í Hörgárdal priðjudaginn 11. marz n. k., kl. 1 e. h. Húskveðja verður á heimili hinnar Iátnu í Strandgötu 7 daginn áður, mánudag 10. og hefst kl. 1 e. h. Fyrir hönd foreldranna. Kristján Sigurðsson. Svendborg eldfæri. Miklar birgðir komu með s.s. nísland" síðast. »Scandia"-eIdavélar 5 stærðir. „Dan" ofnar, 3 stærðir. Þvottapottar, sjálfstæðir. Ennfremur útvega eg. ef óskað ér, ódýrari eld- færi, en sem auðvitað eru ekki eins traust og endingargóð og eldfærin frá Svendborg. Jón Stefánsson (fyrv. Havsteensbúð). Rikisverzlug. V. Þessu næst er rétt að athuga Htil- lega þessa summu allra þeirra öfga og vitleysu, sem haldið hefir verið fram í þessu einkasölumáli og sem birtist í Hæni 8. og 9. tbl. 1923 og 1. tbl. 1924. Blaðiö byrjar ræðu sína á þann hátt, er mjög grunnfærum mönnum er tftt: með skilyrðislausum fordómi á því, sem það ætlar að fara að ræða um. Orð eins og »kúgun,« „áþján" og wbölvun," „svikráða- klær," „hrammar" og „heljargreip- ar,“ „viðskiftaþrælar," „hryllilegasta hungurvofa þjóðaræfinnar" og „ó- freskjur" í upphafi máls, eru orð samboðin málstaðnum, sem fyrir er unnið og þeim vitsmunum, sem eru þarna að verki og þau lofa ekki litlu um framhaldið. Höf. segir: „Pað hefir verið sýnt fram á það hér í blaðinu fyr, að sjávarútvegur íslánds verður að bera 700 þús. krónum þyngri byrða en hann annars þyrfti, vegna steinolíueinok- unarinnar. Og það sem verst er, að þetta fé verður ekki að gagni nemaþeim, sem af þessari þokkalegu verzlunaratvinnu lifa. Hinn svokallaði arður geugur að öðru leyti í sjálft sig fyrir kostnaðar sakir.« Þessi furðulega niðurstaða er bygð á rakalausum fullyrðingum Ásgeirs Péturssonar útgerðarmanns og kaup- manns, sem hann fór með á fram- boðsfundi á Akureyri sfðastl. haust og sem Hænir hefir ginið við og gleypt athyglislaust. Þegar hér er komið, hvarflar lesaranum í hug yfirlýsing blaðsins um þann grund- völl, er það þykist byggja á um- ræður sfnar um þjóðmál: „Að hugsa rétt og vilja vel." Hvernig stendur sá maður við slíkar yfirlýsingar, sem alls ekki hugsar, heldur gleypir gagnrýnislaust við því, sem æstir menn halda fram f pólitískum hita og geta síðan ekki rökstutt? „Vill sá maður vel" i [einhverju máli, sem reynir ekki að hugsa né skilja neitt í því af eigin ramleik, en byggir gífurlega dóma á aðfengnum full- yrðingum, sem hann getur ekki vitað hvort eru réttar eða rangar? Yfirlýsingarnar veröa þeim manni til háðunar, þær verða hræsni. Þær sýna það eitt, að hann hefir hæfi- Ieika til að gala i hlustir almennings en finnur ekki til ábyrgðar á þvf, hvort hann fer með rétt mál eða rangt. Viðbótarskýring blaðsins sjálfs um að þessar 700 þús. krónur gangi til vissra manna „sem lifa af þessari þokkalegu verzlun" er sömu ættari en sýnir aðeins einskonar yfirburð, höfundarins í því að fara með heimskuleg ósannindi og glæpsam- legar aðdróttanir, þvi i þessu felast dylgjur um það, að þeir, sem að þessari verzlun vinna, stingi í sinn vasa hundruðum þúsunda króna, sem annars kæmu fram í Iækkuðu olfuveröi. Þetta er nú ein meginástæða höf. fyrir kröfunni um afnám einkasölu- Iaganna. önnur er sú fullyrðing, að svo og svo mikið af fé ríkissjóðs sé bundið í Landsverzluninni. Sem sýnishorn af röksemdunum og prúð- mensku blaðsins skulu hér tekin upp úr greininni eftirfarandi ummæli: »Hvað skeði á síðasta sumri? Beinlínis vegna þess hve mikið fé er bundið I ein- okunarverzluninni varð stjórnin að neyðast til að taka víxlalán, til þess að greiða starfs- mönnum ríkisins laun sín og um Ieið varð ríkið að hætta við vegagerðir og aðrar fram- kvæmdir, af sömu ástæðum, bæði sér sjálfu og öðrum til ómetanlegs tjóns. Það er því að minsta kosti óhætt að segja það, að slíkt glapræði, sem einokunarverzlun’n, er blátt áfram leikaraskapur með fjármál ríkis- ins, leikaraskapur óvandaðra sérgæðinga o. s. frv.* Hvað eftir annað fullyrðir höfund- urinn að „milljón eftir milljón" sé bundin í „einokunarverzlun rikisins og það sé skoplegt að Iáta svo búið standa, en kveina þó jafnframt um fjármunaskort ríkissjóðs." Svipað er háttað með þessa stað- hæfingu og hina fyrnefndu, að hún er bygð á algerlegu þekkingarleysi og jafnframt hirðuleysi um að vita og segja satt um málið. Kemur það illa heim við það „að hugsa rétt og vilja vel." Síðustu reikningar Lands- verzlunarinnar, sem þegar Iágu fyrir, er um rædd grein hefir verið rituð, sýna, að í árslok 1922 hefir tíkis- sjóður átt inni i verzluninni rúm- lega Vh milljón kr. eða 1556 þús. í ágúst siðastl. var þessi upphæð komin ofan fyrir fulla milljón og búast má við, að nú utn siðustu áramót hafi hún ekki numið meiru en 3U milljónar eða ef til vinna. Þessar staðhæfingar um að milljón eftir milljón sé bundin í Landsverzl- uninni, er því tómur hiröuleysis þvættingur þess manns, sem veit ekki upp né niður í máli þvi, er hann ritar um, en tekur á sig yfir- skyn sannleiksástarinnar með yfir- lýsingunni um „að hugsa rétt og vilja vel" AUar röksemdir andmælenda einka- sölu á steinoliu eru faldar í þessum tveimur höfuðataðleysum um að Landsverzlun selji dýrari oliu en ella myndi hún verða og skattleggi þvi oliunotendur landsins og að fé rikissjóðs sé til störra drátta bundið i verzluninni. Auk þeirra má og telja þennan allsherjar óhugsaða fordóm á allri einkasölu, sem and- stæðingarnir halda sífelt á lofti. í næsta kafla verða þessar stað- hæfingar teknar til nokkurrar at- hugunar. VI. Lítum nú á þær Iíkur, sem benda til þess, að olía yrði seld ódýrari i frjálsri verzlun en hún er nú seld. Ásg. Pétursson fullyrti, að hægt væri að selja hana 20 kr. ódýrari hverja tunnu. Á þeim fullyrðingum hefir Hænir bygt þrátt fyrir það, að þær höfðu við engin sönnunargögn að styðjast. Fyrir striðið kostaði steinolfa 9 aura pundið. Nú kostar hún um 18

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.