Dagur - 06.03.1924, Blaðsíða 3

Dagur - 06.03.1924, Blaðsíða 3
9. tbl. DAÖUR 35 Tengdámamma veíSur leikin að forfallalauau laugardaginn 15. og aunnudaginn 16, n. k. eins og aug- Iýst er á öðrum stað f blaðinu. Tíðarfarið. iihlaupabyl af norðri með frosti og fannkomu gerði fyrra fimtudag, og hefir sfðan verið versta tfð. KappskáKil)' Áður vár greint frá aðalniðurstöðu hennar. Hér fara á eftir nöfn keppenda og vinningar: Fyrati flokkur. Akureyringar: Reykvíkingar: v. v. Ari Guðmundss. o Egg. Guðmunds. 1 Jón Sigurðsson V2 Sigurður Jónss. lh Stefán Óiafss. 1 Lúðvfk Guðm. o Halldór Arnórs. 1 Þorl. Ófeigsson o Þ. Þorsteinsson 1 Stefán Kristinss. o Annar flokkur. Sig. Hliðar o Ein. Arnórsson 1 Jóh. Havsteen 1 S. Féidsted o G. Gunnlaugss. o Ágúst Pálmason 1 A. Bjarnason 1/2 Ein. Þorvaldss. V2 Þ. Gislason 1 Br. Jónsson o St. Sveinsson 1 A. Árnason o Vinningar 7 Vmningar 4 Skipafregnir. Esja var á Þórshöfn f morgun, kemur líklega á morgun, Ooðafoss var á Húsavík, kemur í kvöld eða nótt. Villemoes var einnig á Húsavfk, t'er þaðan til Siglufjarðar og svo hingað, Leiörétting. í auglýsingu Sveins Bjarnasonar f síðasta blaði slæddist inn eitirfarandi prentvilla: í þriðju línu stendur »lánar réttarhöld og ann- an kostnað við hvert mál« en á auð- vitað vnra: »lánar réttarg/ötó o. s. frv.« R i t f r e g n i r. Fylkir Ritstj. Frímann B.ArngrímssonÁttunda ár. Akureyri 1924. Fyrsta ritgerð þessa árgangs er »Steina og jarðtegunda rannsóknir gerðar árið 1922 og árangur af þeim«. Er þar saman þjappað feiknar miklum fróðleik um jarðíræðij steinafræði og jarðrækt, og er bert að sú ritgerð hefir kostað höfundinn mjög mikinn lærdóm og fyrirhöfn. Greinin er jafn- framt skýrsla um starfssemi hans í i þessum greinum f þágu hins opinbera. Næst er »Forsmáða erindið*. Er þar enn frásögn höfundar um tilraunir hans fyrir næstum 30 árum siðan að fá Reykjavíkurbúa, til þess að raflýsa bæinn. Frásöguin er nú nokkru fyllri en áður og má þetta teljast brot úr æfisögu höfundar. Ritgerðin er skemti- lega skrifuð en ekki ráðlegt fyrir höf- undinn, að rita oftar um sama efni í bráð. Síðustu kaflar þessar ritgerðar eru, hinn íyrri um athuganir höfundar á orkuvötnum í Eyjafirði og Þingeyjar- sýalu og hinn síðari eru ný og endur- tekin rök um rafhitun fbúða o. fl. Svo tekur við Hringsjá en það eru innlendar og útiendar fréttir, fræði- molar og skarpar athuganir um ýms efni. Enn ritar Frfmann af sama eld- fjöri og áhuga, sem jafnan áður. Séra Pétur Guðmunds- son: Annáll nítjándu aldar. Útg. Hallgr. Pétursson, Ákureyri 1914.' í grein um Grímsey hér f blaðinu var þess getið, að eyjan hefði á sfð- usíu mannsöidum verið all merkilegt fræðaselur. Til þess draga hlið- Btæðar orsakir þeim, er sköpuðu fræði- mensku klaustranna. Rósemi hvers- dagslffsins og lftið samneyti við arg- andi ös umheimsins gefur mannshug- anum færi á, að neyta fylstu krafta sinna f ákveðnar áttir. Sfðustu prest- ar eyjarinnar hafa þvf orðið fræði- menn, annar ssgnfræðingur, en hinn ættfræðingur. Sonur séra Péturs, er var prestur f Grímsey, Hallgrfmur bókbindari á Akureyri, hefir ráðist í að gefa út rstverk föðnr síns: Annál nítjándu aldar, og eru komin út fjögur hefti, sem ná yfir 1. — 27. ár aldarinnar. Hann hefir sent Degi heftin til um- sagnar. Frásögninni um hvert ár er skift niður í eftirfarandi kafla: Árferði — ■ Embættismenn dóu — Prestar dóu — Konur embættismanna dóu, — Enn- fremur dóu, — Slysfarir og skaðar — Útskrifaðir úr skóla, — Embættaveit- ingar og lausn, — Prestaköl! veitt — Prófastar urðu, — Aðstoðarpvestar vígðir, — Nafnbætur og heiðurslaun, — Ýms tíðindi. Má af þessu sjá, að all nákvæmlega eru raktir helztu at- burðir ársins, en þó er frásögnin laus við allar málatengingar. í köflunum um lát manna er skotið inn æfisögu- dráttum og frásagnarköflum um þá menn er merkir eru að einhverju og koma meir en aðrir við sögu. Kaflarn- ir: »Ýms tfðindi* cru skemtilegastir og mest við alþýðuhæfi. Annáll þessi er sérlega vel ritaður og hver sem vill íá sér teig af ósvikinni íslenzku í rituðu máli, ætti að lesá þetta rit. Sem sýnishorn af frásagnarstflnum skulu hér tekin upp öríá orð á bls. 339: »Uin þessar mundir var margt uppi af þjófum og öðrum illvirkjum, eigi sfzt f Húna- vatnssýslu; gerðist þar óöld mikil og ránskapur. Voru surastaðaj rofin hús og hirzlur brotnar, teknir peningar og annað og eigi trútt um, að grímu- kiæddir bóiar sætu fyrir vegfarend- um« o. s. frv. Alllengi hefir nú dregist að áfram- hald þessa verks kæmi út og munu valda örðugleikar um útgáfuna. Er á margan hátt ver varið fé til bóka- kaupa, heldur en að styðja að því, að þetta verk komist alt út, með þvf að gerast áskrifendur ritsins. Staka. Löngum sést að léttast er lygi flesta að sanna; er þá bezt að eiga sér aðstoð verstu manna. Símskeyti. Rvík 29. febr. Belgastjórn er fallin. Verkbannið norska vex, 12,000 manns hafa bætst við. Mussoiini vill auka flota (tala vegna aukningar Bretaflota í Mið- jarðarhafinu. Henderson innanríkisráðherra hefir ráðist á friðarsamningana, telur þá tálma viðskiftalífi heimsins. KjöttoIIsmáiið var rætt á Ieynifundi í gær, ekki útrætt enn. Eftirlifsstarfi banka og sparisjóða veitt J akobMöller. Rvík 3. niarz. Andstæðingar Sovjetstjórnarinnar ráðast á Zinoviev, sakandi hann um að hafa eytt þriðjungi guiíforða ríkis- ins til undirróðurs í Suður Ameríku og Suður-Afríku. Kamenoffog fíeiri háttstandandi menn hersins settir af fyrir fylgi við andstæðingana. Þjóð- ernissinnar í Þýzkalandi æskja for- setakosninga jafnframt þingkosning- um, bjóða fram sonarson Bismarks. Neðri málstofa Breta hefir sam- þykt jafnan kosningarrétt kvenna og karla yfir 21 árs, Tyrkir hafa veitt stórfé tii aukn- ingar flotanumi Stríö yfirvofandi milli Jugoslava og Bulgara. Vélbáturinn Qeysir sökk á Fáskrúðs- firði i fyrradag, mannbjörg. Engar þingfréttir. Rvík 4. marz. Formaður strandgæzlu Bandaríkj- anna hefir óskað 10 miijón dollara fjárveitingu til aukinnar gæzlu vegna smyglaranna. Hann skýrir frá, að smyglararnir hafi 34 hafgeng gufu- skip og 132 seglskip auk fjölda af- ar, hraðskreiðra vélbáta til smygl- unar. Hafi þeir síðustu 26 mánuði innsmyglað 1,246,000 spirituskössum frá Norður-Evrópu. Skýrslan vekur feikna athygli í Ameríku. Pólverjastjórn hefir veðsett ríkis- sbógana Fröbkum fyrir 400 miljón franka láni til hervarnar. Rvík 5. marz. Tyrkjastjórn hefir sett kalífann af. Búist við þingrofi f Bretlandi og nýjum kosningum í maí. Vélskipið Rán frá Seyðisfirði sökk f Hornafjarðarmynni á föstudags- morgun, mannbjörg. Vélbát, Óðinn frá Seyðisfirði, vantar síðan á mið- vikudag. Fylla handtók þýzkan tog- ara frá Berlin, var hann dæmdur f 10,000 kr. sekt. J. J. og Guðmundur Ólafsson bera fram þingsályktun um skipun sparnaðarnefndar til að rann- saka möguleika sparnaðar í starfs- mannahaldi, einkum i Reykjavik. Stjórnarfráför yfirvofandi. Fréttastofan, Á víðavangi. íhaldsflokkur. Loks hafa andatæð- ingar Framsóknarflokksins tekið sér flokksnafnið »íhaIdsflokkur«. Þokast nú í áttina til þess, sem Framsóknar- flokkurinn hefir unnið að og haldið hefir verið fram í blöðum hans, að þjóðin skipi sér í tvær eða fleiri að- greindar sveitir með ákveðnum nöfn- um og stefnum. Verður að telja vel farið að andstæðingarnir hafa sýnt þá djörfung og þann skilning á þörfum þjóðarinnar í þessa átt, sem ákvörð- un þessi ber vott um. Nú eru aðeins eftir í þinginu örfáir stefnulausir spekú- lantar, sem vaka yfir hverju færi, að selja fylgi sitt við menn og málefni fyrir völd og fríðindi. Þeir menn verða stjórnmálalega aldrei nógu harðlega v/ttir og er vonandi að meginflokkar þingsins verði samtaka um að þrysta þeim til skipulegra vinnubragða, hvoru megin hryggjar, sem þeir liggja að lokum. »Forseta«-skÍffIn. Það verður að telja mjög vel farið, að Fiskifélag ís- lands hefir ekki lengur talið sig geta haft fyrir forseta slíkan pólitískan vindbelg, sem Jón E. Bergsveinsson er. Hann hefir eftir mætti lagt sig fram um að tortryggja og skaða einka- sölu ríkisins á steinolfu og hefir ekki virzt hafa áhuga á öðrum málum við- komandi sjávarútveginum svo orð sé á gerandi. Nú hefir Fiskifélagið látið uppi álit sitt á þessu brölti hans, með því að kjósa annan mann í atað hana og með því að samþykkja tillögur þvert ofan f það, sém hann hefir haldið fram. Frá Grœnlandl. Sig. Sig. búnað- armálastjóri er fyrir nokkru kominn heim úr Giænlandsför, sem hann tókst á hendur fyrir tilmæli dönBku stjórn- arinnar, til þess að athuga jarðræktar- og búnaðarskilyrði þar. Hann hefir nú flutt fyrirlestra f Reykjavík og skýrt frá árangri rannsókna sinna. Hann ferðaðist aðeins um Eystribygð. Þar hefir verið látið einna mest af land- kostum og ákafiegum grasvexti, svo f mjöðm tæki og mitti. Sigurði segist öðruvísi frá. Hann telur grasvöxt ákaf- iega sjaldgæfan þar og rýran. Af stærsta túninu fengust 480 pund af töðu sfðastiiðið sumar. Jarðveg segir hann mjög grunnan og hvarvetna grýttan og því mjög slæm skilyrði fyrir jarðrækt og kvikfjárrækt. Aðal- gróðurinn er krækiberjalyng og lág- vaxið kjarr er á sumum stöðum. En þar er kjarngóð beit, svo að þær fáu kindur, sem þar eru, fitna mjög á sumrum, en vetrarfóðurs er mjög örð- ugt að áfla handa kúm og kindum. Aftur er veiðiskspur þar mikill. Sela- veiðar hafa verið aðalatvinnuvegur Grænlendinga. En þeir veiða einnig þorsk og heiiagfiski. Á vissum tfmum árs fyllir loðna hvern fjörð, svo að henni má ausa upp úr fiæðarmáli. Sig- urður bar Grænlendingum vel söguna. Starfsmenn stjórnarinnar höfðu fengið fyrirmæli um að greiða götu hans. Fagurt þótti honum að litast um í náttúrunni, þegar slept var jarðar- gróðri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.