Dagur - 25.04.1924, Síða 1

Dagur - 25.04.1924, Síða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtudegi. Kostar kr. 6.00 árg Qjalddagl. » fyrlr 1. júlí. Innheimtuna annast Árnl Jóhannsson í Kaupfél. Eyf VII. ár. Akureyrl, 25. apríl 1924. AFOREIÐSLAN er hjá Jðnl Þ. I>ðr, Norðorgötu 3. Tafsími 112 Uppsögn, bundin við áramót sé komin til afgreiðslumanns fyrlr 1. des. 16, blaö Ofnar og eldastór - Hreins- unardyr. Eldávélahringar — Röroghné. Mó-ofnar, reyndir að gæðum. Terpentinolía œjög ódýr og góð tegund. Bollapör margar teg. hvergi ddýr- ari, og ýmsar aðrar leir- og glervörur. Ennfremur hefi eg til sölu nokkuð af húsgögnum, stóla, borð o. fl. Jón Stefánsson (fyrv, Havsteensbúð). Alþýðuskólamál Þingeyinga. Upptök. Á árinu 1915 gerir fyrst vart við sig í Þingeyjarsýslu hreyfing fyrir því, að stofna alþýðuskóla í sýsl- unni. Sú hugsun hefir vafalaust all- lengi biundað í hugskoti manna þar um slóðir. En á beztu árunum, sem ungmennafélagshreyfingin hefir enn átt, verður sú hugsun hávær. Málið komst á dagskrá þingeyska sambandsins og þá var þegar hafist handa um framkvæmdir og byrjað að safna fé með frjálsum framlög- um. Var fjársöfnun þeirri fylgt fast eftir, en drengilega við brugðist, svo að á skömmum tíma safnaðist mikið fé. Á þessum uppgangsárum málsins varð það ástfóstur æskunnar i sýsl- unni og jafnvel margra eldri manna líka. Þegar örðugleikar striðsafleið- inganna tóku að sverfa að, hljóðn- aði um málið heima fyrir. Samt gat það aldrei dáið. Fyrstu átökin verk- uðu jafnvel á þeim árum, sem ekk- ert verulegt var aðhafst Málið átti sér djúpar rætur í hugarfari fýslu- búa. Það er eitt af þeitn málum, sem vaxa með æskunni og er því ráðið til framgangs. Málið sótt á þíngí. Eftir þann undirbúning, sem mál- ið hafði hlotið í héraöi, var einsætt, að leita til þingsins um fjárstyrk til stofnunar skólans. Er þarflaust, að rekja hér þingsögu málsins. Úrslitin eru kunn: að í fyrra ákvað þingið, að veita 35 þúsundir króna til skóla- stofnunarinnar. Hér skal aðeins minst á afstööu þingsins til slíkra mála sem þessa. Sú regla þyrfti að verða staðföst, að þingið Ieggi þvi aðeins fram fé til slíkra fyrirtækja, að sterkur vilji og manntak hlutaðeigandi héraðs- búa sé á bak við og aö eigi séu verulegar Iíkur til þess, að þeir bregðist málstaðnum, Fjármunalega hliðin á hverju máli er bundin meiri örðugleikum hér á iandi en víðast hvar annarsstaðar. Meginstyrkur til framgangs hverju þjóðþrifamáli verður að koma á einn eða annan hátt beint frá þegn- um landsins, ef verulegur skriður á að geta komist á framfaramálin. En mjög er mikils um það vert, að slíkar innanhéraðshreyfingar hljóti upphvatningar og samúð ríkisins og eru mestar líkur til að ýmsutn mál- efnum þjóðarinnar verði komiö í rétt horf, ef saman fer skilningur og góðvilji alþjóðar til þeirra héraða, er vilja hrinda fram málum, og harðar kröfur um að manntak og alúð sé á bak við siíkar hreyfingar. Mótbyr. Þetta skólamá! Þingeyinga hefir mætt dálítilli mótspyrnu innan hér- aðs. Eigi er talið að sú mótspyrna stafi af meginmun í skoðunum á gildi málsins, heldur af fjármuna- legutn ástæðum. Síðustu ár hafa orðið sýslubúum ærið þung i skauti, eins og öðrum landsbúum. Varfærni í fjármálum er eölileg afleiðing af því. Eigi er trútt um að unnendum hugsjónarinnar hafi þótt gæta hjá sumum sýslubúum hlutfallslega meiri varfærni gagnvart þessu máli en gagnvart öðrum hiutum í framferði manna. Slíkt verður álitamál. Mót- spyrna gegn skólastofnuninni er í sjálfu sér ekki óeðlileg, þegar litið er á allar ásfæður, og hún er ekk- ert hættuleg fyrir málið. Átökin verða því stærri og eftirminnilegri, sem þyngra er fyrir. Margt kemur til greina í sam- bandi við þetta mál, sem eigi er unt að ræða hér nema aðeins laus- lega. Til þess Iiggja drög, sem vel mætti gera grein fyrir, að sýslubú- um mun vera nokkur þörf á því að heykjast ekki á þessu máli af öðrum ástæðum en þeim, sem snerta málið sjálft. Á merkilegum tímamótum í sögu þjóðarinnar áttu Þingeyingar mönnum á að skipa í viðreisnarbaráttunni, er voru meira og minna frábærir og tóku mikinn þátt í forgöngu í þjóömálum. Þessir menn lyftu héraði sinu menningar- lega. Merkiiegasta félagsmenning, sem landið á, átti uppruna sinn og vöggu í sýslunni. Áhugaöldur og framsóknarhreyfingar áttu þar upp- tök sín. Þetta straumrót veitti þeim frábærleik, sem til er hjá ýmsum einstaklingum þjóöanna, hagkvæm skilyrði að ná töluverðum þroska. Enda hefir sýslan alið og átt nokk- uð marga gáfaða og sjálfmentaða menn. Slíkar staðreyndir, þó góðar séu, hafa jafnan nokkra hættu í för með sér. Bæði Þingeyingar sjálfir og þó einkum aðrir landsmenn hafa dregið óspart fram þessar ástæður. Auk þess sem rismiklum öldutn fylgir jafnan tilsvarandi öldudalur, er sér- stök hætta á að þesskonar bakföll verði bæði stór og alvarleg, ef sjálfs- ánægja og hvað þá heldur ofmetn- aður nær að rótfestast í hugum manna. Liklega er umbótanna aldrei meiri þörf, heldur en þegar menn eru að hætta að þrá þær og hætta að skilja gildi þeirra. Undangengnir atburðir hafa lagt þesskonar hættu á ieið Þingeyinga. Það er einmitt mjög hætt við að þeim verði gjarnt til að skoða þá örðugleika, sem þeir eiga við að stríða, eigi sem afleið- ingar af brestum og bilunum í fari þeirra sjálfra, heldur sem örlaga- vald, er jafnvel þeir fái eigi rönd við reist. Varla mun á öðru meiri þörf, ef unt á að verða að bægja frá aðsteðjandi hættu íyrir menningu sýslunnar, heldur en að sýslubúar hljóti meiri djörfung til sjálfsrann- sóknar og um leið meiri skilning á því, að margir þeirra fremstu menn eru fallnir í valinn, án þess að aðrir, þeirra jafnokar, hafi gengið fram í skörðin, að brjóstfylking þeirra stend- ur þunnskipuð og undir áföllum, en meginliðið að baki er deigt til framgöngunnar og biður átekta. Andlegur arfur Þingeyinga er þess eðlis, að hann verður ekki varöveittur né ávaxtaður öðruvísi en með sjálfu lífi þeirra manna, er bera af. Átök og ekkett annað en átök veita þá orku, er þarf til stærri átaka. Orkan blundar djúpt í fari manna og eftir henni veröur að kafa svo að jafnvel þar rísi alda, er dalur myndi ella. Bjargráð þingeyskrar menningar verður það, að Þingeyingar drýgi jafnan stór álök til framgangs þeim málum, sem eru meira og minna hugræns eðlis. En taki þeir þaö ráð að Iáta hendur falla í skaut og bíða átekta, mun langt að bíða góðra hluta en skamt til ófarnaðar. Ef sýslubúar heykjast á þessu skóla- máli, eftir þann undirbúning, sem það hefir hlotið i héraði og á þingi, eru það ekkert annað en dauðamörk þingeyskrar menningar og mun þess þá skamt að bíða, að á eftir fari önnur jafnvel enn alvarlegri. j Sleðiiegt sumar! j Skólasetur. Miklu skiftir, er byggja skal til langrar frambúðar uppeldisstofnun, að staður sé vel valinn. Koma þar til álita báðar hliðar þær, sem horfa til fegurðar og gagnsemdar. For- göngumenn máls þessa hafa verið á hnotskógi eftir góðu jarðnæði til handa skólanum, þar sem hann væri einnig að öðru leyti vel í sveit settur. Var því máli svo langt kom- ið, aö samningar voru fullgerðir milli umráðamanna skólamálsins og prestsins á Qrenjaðarstöðum um allstórt tún og afnotarétt í Grenj- aðarstaðalandi. Voru samningarnir sendir suður til staðfestingar yfir- valdanna en eru nú, að því er virð- ist, gersamlega komnir i strand. Þau úrslit eru allkynleg og frásagn- arverð. Orsök svo þýðingarmikils atburðar f sögu skólamálsins þarf að verða kunn þegar í upphafi. Presturinn á Grenjaðarstööum setti undarlegan hlut á odd í samn- ingagerð sinni. Hann gerði kröfu um það, að svo skyldi á kveðið í samningnum, að Grenjaðarstaða- prestur skyldi jafnan vera skyldur til að sitja í skólanefndinni. Kirkju- stjórnin vildi ekki ganga lengra en það, að prestinum væri það heim- ilt. Hún mun eigi hafa fundið i lög- um neinn grundvöll undir slíkri skipan og mun eigi hafa talið að með þessari samningagerð væri feng- in ástæða til þess að fastbinda þessa kvöð við embættið. Forráðamenn skólans sættu sig mjög vel við þessi úrslit, en presturinn notaði þetta at- riði fyrir átyllu til þess að setja fyrir^ sig fætur. Mun svo við horfa, að eigi sé við hann semjandi meira en orðið er og að fremur muni verða snúist að þvi ráði, að leita annars staðar, þar sem góövilji manna til málsins væri svo mikill, að eigi þyrfti að stranda á vafasömum auka- atriðum. Landsnytjar eru miklar og góðar á Grenjaðarstöðum og náttúrufegurð

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.