Dagur - 05.06.1924, Blaðsíða 1

Dagur - 05.06.1924, Blaðsíða 1
DAOUR Kemur úf á hverjum fimtudegi. Kostar kr. 6.00 árg Ojalddag fyrlr 1. júli. Innheimtuna annast Árni Jóhannsson í Kaupfél. Eyf. VII. ár. AFOREIÐSLAN er hjá jónt !>. I>dr, Norðorgötu 3. Talsiml 112 Uppsðgn, bundln vlð áramót sé komln tll afgrelðslumanns fyrlr 1. dei. 22. blaö Okkar innilegasta hjartans þakklæti vottum við öllum þeitn sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför okkar ástríku móður og tengdamóður Maríu Jónsdóttur, eða heiðruðu minn- ingu hennar á einn eða annan hátt. Börn og tengdabörn. Pakkalitir mjög góðir og ódýrir, ómissandi við litun í heimahúsum. Línsferkja (Stívelse) í öskjum, pökkum og lausri vigt. pvotfablámi. Sápa alskonar. Brunndæla með kassa yfir stóran brunn, hentug fyrir stórt heimili, ertil sölu fyrir þriðjung verðs. G-j-a-r-u-a-j-á-r-n miklar birgðir, selt i smásölu fyrir nálega innkaupsverð. »Stag:a“-vír i rúllum, handa skipum og vélbátum. Jón Stefánsson (fyrv. Havsteensbúð). Erlend ásœlni. Siglingar íslendinga. Eigi þarf að fjölyrða hér um stofnun Eimskipafélags íslands, til- gang þess og starf að þessu. Þjóð- inni er allkunnugt um það alt. Fé- lagið var snemma ástfóstur flestra íslendinga, enda ávöxtur þess við- bragðs íslenzkrar mannrænu, sem til er i þjóðinni. Varla er hægt að hugsa sér, að ófarnað þess félags- skapar gæti að höndum borið, án þess að af yrði þjóðarharmur. En þvf mun verða svo háttað um allar tilraunir íslendinga, að brjóta nýjar leiðir, að þær þurfa stöðuga athygli, árvekni og trúmensku þeirra fáu raanna, sem byggja þetta stóra og harðbýla land. Fátækt okkar verðum við aö bæta upp með rík- dómi andlegra verðmæta. Gengi Eímskipaféiags íslands er undir þvi komið, að umhyggja okkar fyrir því sé meiri en í orði kveðnu; aö hún verði meira en stundarvið- bragð. Á fjárlögum undanfarinna þinga hefir verið tekjumegin póstur einn — tekjur af hlutaeign ríkissjóðs í Eimskipafélagi íslands. Að vfsu hefir sá póstur brugðist á síðustu árum, af því að félagiö ákvað, að hætta að borga arð. Nú er þessi tekju- póstur nurninn burt af fjárlögum siðasta þings, en aftur á móti eru teknir upp gjaldameginn á fjárlög- unum 45 þús kr. beinn styrkur og heimild fyrir ríkisstjórnina að greiða félaginu þar að auki 60 þús. kr. styrk „ef nauðsyn krefur". Þaö er því á fjárlögunum gert ráð fyrir, að greiöa félaginu styrk af ríkisfé alt að 105 þús. króna. Augljóst verður af þessu, aö Eimskipafélagiö muni eiga i vök að verjast með afkomuna eins og stend- ur og er þá brýn þörf að athuga það rækilega. Félagið er eign Iands- marina og orðið til fyrir samtök þeirra. Engir verja félagiö áföllum aðrir en íslendingar sjálfir. Orsökin er vitanlega sú, að fé- lagið á við að etja harðvítuga sam- kepni erlendra félaga i siglingum hingað til landsins og skulu hér tekin helztu atriðin í þessum sigl- ingamálum, sem gera samkepnina örðuga fyrir Eimskipafélag íslands meðan erlend siglingaféiög færa sig upp á skaftið. 1. Stefna félagsins var upphaflega sú að bæta samgöngur landsmanna og líta meira á þeirra þörf en eigin hag. Þeirri stefnu hefir félagið fylgt þvl nær undantekningarlaust. 2. íslendingar munu vera nokkuð kröfuharðir. Þessvegna verður út- gerðin nokkuð dýr í rekstri, en ís- lendingar eru líka duglegir sjómenn og vinna fyrir kaupi sínu. Samt sem áður veröur reksturinn dýr. 3. íslenzkur almenningur er kröfu- harður. Skipin hafa orðið að sigla sér í stórskaða inn á hverja smá- höfn meðan erlendu skipin fara hraðferðir milli stærstu hafna, þar sem flutningar og fólksstraumur er mestur. Erlendu skipin fleyta því rjómann ofan af siglingum við ís- land. 4. Þess er engin von að farþeg- ar, sem þurfa að fara milli lands- fjórðunga, velji fremur 8—10 daga ferð og dýrari en 2-3 daga hrað- ferð, t. d milli Keykjavíkur og Ak- ureyrar. 5. fslendingar eru ekki nógu smáhugulir um að hlýnna að fé- lagi sínu. Mjög mikið af vörum er flutt til og frá Iandinu með erlend- um skipum, af því að marga kaup- mennina skortir þjóðrækni og ást til félagsins og einnig af því, að erlendu skipin fá gótt tækifæri að ná í stórflutninga af beztu höfnum landsins, meðan skip fslendinga eru að tína upp smáhafnirnar. Með þvf nær engurn undantekningum munu kaupfélög landsins láta Eimskipafé- íag íslands sitja fyrir öllum flutn- ingum sínum. Erlend verzlunar- og atvinnufyrir- tæki f Iandinu standa í meira eða minna þjóðræknislegu sambandi við hin erlendu skipafélög og láta þau sitja fyrir flutningura þeirra vara, er þau eiga yfir að ráða. íslendingar hafa enn eigi náð f sínar hendur nema sumu af um- ráöum í verzlun og siglingum. Er- lend ásælni i þessum atvinnugrein- um er mjög eðlileg og alls eigi vítaverð eftir almennum reglum. Svarið við henni er einungis það, að leggja sjálfir undir okkur landið og leiöirnar um hafið að og frá landinu. Mikið er á unnið og alt vinst að lokum ef vel og djarf- mannlega er á haldið en þó drengi- lega. Ef fslendingar hjálpa sér ekki sjálfir, gera ekki aðrir það. Trú- menska við málefni þjóðarinnar er eina ráðið, til þess að reisa þau úr rústum og frá grunni. Hálfvelgja og tómlæli hefnir með stórum ósigrum og niðurlægingu. íslendingar verða sjálfir að bjarga siglingum sfnum. Ásælni á þvi og öðrum atvinnu- sviðum eiga þeir að mæta með dugnaði Og drengskap. Ásælni á stjórnmálasviðinu eiga þeir að mæta með vægðarlausu niöurbroti. Trygð við Eimskipa- félagið. Þegar eg fyrir nokkru var staddur ( höfuðstaðnum, þá bar það við ein- hvern góðan veðurdag, að eg tók eftir óvenjulega mikilli hreyfiugu á fólkinu, og stefndu fiestir til hafnarinnra, þar sem póstskipin eru afgreidd. Eg lét berast með straumnum og fékk fljótt að vita tilefni umferðarinnar. Farþega- skip erlent var þar að hafna sig. Upp- fyllingin döknaði af manngrúanum, og bifreiðir stóðu þar f hópum og biðu væntanlegra farþega, — sem ekki brugðust, þvf innan skamms fóru þeir að Btreyma f iand með farangur sinn. Farmrými skipsins voru uú opnuð og uppskipun byrjaði, og var ekki annað að sjá, en skipið væri með fullfermi af margskonar vörum. Vmsar spurningar vöknuðu hjá mér. Var ekki skamt frá liðið, að eitt af skipum Eimskipafélags Islands kom frí útlöndum. Einmitt sömu höfnum og þetta skip. Gátu ekki flestii þeirra íslendinga sem þarna komu, tekið sér far með þvfí Og hötðu eigendur varn- ingsins sem þarna var verið að skipa Jarðarför konunnar minnar Ólaf- íu Kristjánsdóttur, er andaðist 31. f. m., er ákveðið að fari fram að Lög- mannshiíðarkirkju laugardaginn 14. þ. m. og hefst með húskveðju frá heimili hinnar látnu kl. 12 á hádegi. HrappstöSum 3. júní 1924. Helgi Kolbeinsson. Hjartans þakkir til allra, sem t*eð nærveru sinni og minningar- gjöfum heiðruðu útför okkar kæru móður og tengdamóður Friðriku Guðmundsdóttur frá Sigluvík. Börn og: tengdabörn. < land beðið Eimskipafélagið að flytja hann, en verið neitað um það? Eða var það hið oft umtalaða hverflyndi og kæruleysi landsmanna, sem átti sök þess að hér var gengið framhjá hinu fslenzka félagi og snúið sér til keppinautanna erlendu? Eigi löngu slðar varð mér reikað til Alþingishússins, þar sem löggjafar þjóðarinnar sátu á ráðstefnu, og hlust- aði enn á ræður þeirra. Til meðferð- ar var erindi frá Eimskipafél. íslands um undanþágu frá opinberum gjöld- um á næstu árum meðan það væri að rétta við fjárhag sinn. Fékk málið sem von var góðar undirtektir hjá þingmönnum. Þeim var öllum ljóst að félaginu VtTður þjóðarinnar vegna að farnast vel, og sjálfsögð skylda þinga- ins að styðja það eftir megni. Var þvf bætt við af sumum þingmönnum að auk undanþága frá sköttum yrði að veita félaginu atyrk eins rfflegan og fjárhagur rfkisins leyfði. Þjóðin mætti vart við því að Eimskipafél. hindrað- iat f þvf að vinna hlutverk sitt sem bezt vegna fjárhagserfiðleika. Og sömu dsgana sem þetta hvort- tveggja fór fram, var rætt f þingiau um hinn afar erfiða fjárhag rfkissjóðs og skuldir þjóðarinnar f heild sinni við útlönd, Sumir töldu helzta ráðið til viðreisnar vera algert bann á inn- flutningi þeirra vörutegunda sem með

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.