Dagur - 05.06.1924, Blaðsíða 3

Dagur - 05.06.1924, Blaðsíða 3
22. tbl. DAOUR 87 forsetastól ef báðar þingdeildir sam- þykki, hinsvegar víkji hann það ekki fyrir þingmannadeildinni einni. Poincare sagði af sér á sunnudag, alóvíst hver tekur við, kommunistar virðast ráða mestu. Kínverjar hafa viðurkent rússastjórn. Ráðuneytisskifti i Finnlandi. Ing- mann prófessor tilheyrandi Þjóð- ernisflokknum myndar stjórn. Sex miljón malariaveikir í Rúss- landi. Seipel rikiskanslari Austurríkis skotinn gegnum lungun tvfsýnt um Iff hans, tilræðismaðurinn skaut sig. Fiskafli kominn á land á vetrar- vertfð er áætlaður 110 þúsund skippund, þar af eiga togarar 38,6 Vestmannaeyjar 26, Hafnarfjörður 16,7 hér af óútflutt 80 þúsund skippund. Fréttastofan. Náið er nef auga. Steína Jóns Þorlákssonar á sfðasta þingi var sú, að safna fé f rfkiskass- ann, hvað sem það kostaði og hvernig sem það kæmi við pyngjur landsmanna. Af þessum rótum urðu verðtollslögin til. Þá kom Jónás Jónsson fram með frumv. um að verðtollurinn næði einnig til þeirra vara, sem komnar væru inn f landið. Var það kunnugt að heild- salar f Rvfk höfðu miklar birgðir af slfkum vörum og vitanlegt, að þeir myndu færa upp verð þeirra, sem verðtollinum næmi og stinga gróðan- um i sinn eigin vasa alveg óverð- skuldað. Spurði Jónas J. Þ. hvort kassanum myndi veita af þvf fé og hvort það væri ekki betur komið þar en f pyngjum heildsalanna. Þá þótti Jóni Þorlákssyni ekki þörf á meiri peningum f rfkisfjárhirzluna og var heldur ekki hræddur um að heild- salarnir myndu nota sér þetta gróða- bragð. Sfðan var frumv. J. J. iagt að velli og þá um leið fengin trygging fyrir þvf að ekki hækkaði f fjárhirzlu ríkisins og jafnframt vissa fyrir hinu, að ekki lækkaði f fjárhirzlum heild- salanna. Snarfarl. Um taugaveikissmitun. Eftir Stgr. Matthiasson. Eftir að sótthreinsað var á hótel »Goðafossi* um daginn, barst mér til eyrna sá orðrómur, sem gekk um bæ- inn, að sótthreinsunin hefði ekki verið nógu ítarleg, Var þá sérstaklega fundið að því atriði, að hlífst hefði verið við að ónýta 2 tunnur af suru slátri og það fylgdi sögunni, að það hefði ein- mitt verið slátrið sem hefði sóttmeng- ast og geymt í sér bakteríuna. Pað var nú satt, að slátrinu var ekki helt burt. Hvorttveggja var, að eg taldi það meinlaust til átu (og hefði gjarn- an etið það sjálfur raeð góðri lyst) og svo hitt, að það hefði verið mikil só- un á mat, sem valdið hefði eigand- anum ail mikið tjón, að fara að henda öllu slátrinu í sjóinn, ekki sfzt að ástæðulausu. En orðrómurinn hélt áfram þrátt fyrir það sem eg sagði, svo að húsráðendur sáu það fyrir, að þó ekki væri fyrir annað, þá mundi þetta slátur fæla menn frá gistingu á hótelinu, svo lengi sem það væri ekki uppetið eða gert upptækt. Til allrar hamingju fanst það ráð, að sjóða upp alt slátrið svo nú er öllu óhætt. Til þess að standa ekki uppi aleinn með ábyrgðina á skoðuninni um meinleysi slátursins, bar eg málið undir Guð- mund lækni Thoroddsen, sem er for- maður bakteriurannsóknarstofu Háskói- ans, og lýsti hann því yfir, að hann hefði tvímælalaust — alveg eins og eg — talið mönnum taugaveikishættu- laust að eta slátrið, ósoðið, upp úr sýrutunnunum og að engin ástæða væri til að eyðileggja það. Eg skal nú til fróðleiks skýra frá því á hverju við bygðum þessa djörfu skoðun okkar. Sýran sem myndast í mysu og slát- urvökva, myndast þar fyrir áhrif súr- gerla á sykur mysunnar og sterkjuefni mjölsins. í þessum súru vökvum úir og grúir af þessum súrgerlum eins og hver getur sannfærst um ef hann horf- ir á dropa af blöndudrykk eða slátur- sýru undir smásjánni. F*ar er svo krökt af súrgerlum eins og af stjörnum á heiðskýrum kveldhimni. Pað er hvort- tveggja bæði sýran og súrgerlarnir sjálfir, sem hjálpast að því að verja allan súrmat frá skemdum, en það vill með öðrum orðum segja, að varna öðrum gerlum (ekki sízt rotnunargerl- um) að ná að þrífast í matnum. Á þessu byggist sú afargamla reynsla hér á landi og tíðar, að geyma mat í súru og geyma smjör og skyr. (Það var t. d. algengt í gamla daga, að raenn áttu 20 ára gamalt súr-smjör, og hefði sjálfsagt mátt geyma það lengur. Pað var eins með súrsmjörið eins og með súra skyrið, að þegar það var orðið nógu gamalt, búið að brjóta sig, þá hélt það sig vel og breyttist ekki frekar, og var talað um »lagnað« smjör, eins og talað er um »brotið« súrt skyr). Á seinni árum eru læknar farnir að gefa mikinn gaum þessari þýðingar- miklu verkun súrgerlanna. Á rannsókn- arstofu heilsuhælisins í Battle Creek í Ameríku, sýndi yfirlæknirinn mér súrt kjöt, sem hann hafði geyrat óskemt í 18 ár í mjólkursýru (eins og þeirri sem hér er notuð til geymslu). Og bæði hann og aðrir læknar víðsvegar um heim nota nú með góðum árangri súrgerla til að lækna ristilbólgu (en ristilgerlarnir er henni valda eru { lífs- háttum að mörgu líkir taugaveikis- bakteríum). Tekst lækningin yfirleitt ágætlega ef súrgerlarnir ná að þróast nógu lengi í þörmunum. En til þess verður bæði að neyta drykkjar með súrgerlum og þeirrar fæðu (sykur og sterkjuefna), sem bjóða súrgerlunum góð lífsskilyrði í þörmunum. Og reynslan sýnir að þar sem mikið er af súrgerlum, þar þrífast ekki aðrar bakteríur að neinum mun. Pað var með hliðsjón þessara rann- sókna, sem bæði eg og Guðmundur læknir Thoroddsen töldum mönnum hættulaust að eta súrt slátur, jafnvel þó það hefði verið á taugaveikisheim- ili. Pó taugaveikisbakterían sé ein af þeim bakteríum sem getur lifað tals- verðan tíma utan líkamans, þá heimt- ar hún þó til þess ákveðin skilyrði, en það er sannreynt að hún á erfitt uppdráttar, þar sem mikið er af öðr- um bakteríum fyrir eins og t. d. sézt á því, að hún lifir aðeins mjög stutt- an tíma í gruggugu vatni, en langt um lengur í tæru vatni. Skal eg nú í næsta blaði skýra nokkuð frá lífsháttum taugaveikis- bakteríunnar og vona eg þá að mönn- um betur skiljist, að hún er ekki eins lífsseig og ódrepandi eins og margur hyggur. Eg vil aðeins taka það strax fram, að mér er áhugamál að fólki fari að skiljast það að aðalsmithœttan stafar oftast frá mönnum en ekki dauðum hlutum. Og það er ekki eins áríðandi að sótthreinsuð séu hús og allskonar munir eins og að sjúku manneskjurnar séu ekki lengur til að sýkja frá sér. Eg er svo sannfærður um að tauga- veikin á hótel »Goðafossi« hafi aðal- lega borist mann frá manni, að eg hefði ekki einasta þorað að eta slátrið þar, heldur hefði eg þorað að búa á hótelinu án þess nokkur sótthreinsun hefði farið fram önnur en á rúmfatn- aði hinna sjúku. Framh. Þingsaga, 6. Mœlifœki og vogaráhöld. Stjórnin lagði fram frv. til laga um mælitæki og vogaráhöld og var það samþykt. Með þvf er lögð niður lög- gildingaskrifstofan, en lögreglustjórum f Rvfk, Ak., ísaf., Seyðisf. og Vest- mannaeyjum er falið að sjá um lög- gildinguna og sjá til þess að löggild tæki séu notuð og skulu þeir og hreppstjórar framkvæma eftirlitið á þriggja ára fresti, Einnig skulu mats- menn og löggildir vigtarmenn hafa stöðugt gát á, að rétt tæki seu notuð. 7. 25% gengiíviðauki. Vegna gengisfalls fslenzku krónunnar hækka allar afborganir af lánum erlendis. Þetta kemur hart niður á rfkissjóði og hlýtur að valda honum miklum örðugleikum með að fullnægja til skyldum greiðslum, þegar krónan fellur, Stjórnin bar þvf fram frv. um að heimilt skyldi vera að innheimta alla tolla samkvæmt tolllögum nr. 41, 1921, vörutoll, vitagjald og afgreiðslu skipa samkvæmt 54 gr. aukatekjulaganna með gengisviðauka að upphæð 25%. Þetta skal gilda meðan gengi á Ster- lingspundi er skráð f Rvfk á 25 kr. eða þar yfir. Frv. var samþykt. 8. Yfirsefukvennaskólini). Ásg. Ásg., Jak. M. og Magn. Jónss. báru fram frv. um breytingu á lögum um skólann. Helztu breytingar eru: Skói- inn skal heita Ljósmæðraskóli. Kenslu- tfminn skal vera 9 mánuðir f stað 6 mánaða. Skilyrði fyrir styrk eru að námskona skuldbindi sig til að þjóna Ijósmóðurumdæmi að afloknu prófi eigi skemur en 3 ár samfleytt, nema sérstök forföll hamli. Ýms skilyrði eru sett fyrir inntöku, þar á meðal að innsækjandi sé ekki yngri en 22 ára og eigi eldri en 35 ára. Frv. var samþykt. 9. KirKjugarður í Rvík. Úr rfkis- sjóði hefir verið varið tugum þúsunda af landsfé, til þess að búa til kirkju- garð handa Reykvfkingum, án þess að neitt fengist í aðra hönd. Nú bár stjórnin fram frv. um breytingu á lögum um þetta efni, sem kveður svo á, að legkaup skuli Reykvfkingar greiða í rfkissjóð, 5 kr. fyrir börn yngri en 2 áia, en 10 kr. fyrir aðra. Ýms auka ákvæði eru og um grafreiti, grafhvelf- ingar o. s. frv. og aukin gjöld fyrir slfkt. Frv. var samþykt. 10- Vegalög. Stjórnin lagði fram allstóran lagabálk um vegi. Er eigi unt að greina gerla frá þeim lögum. Megin breyting er sú að eigi eru flutningabrautir taldar í sérstökum vegaflokki heldur falla þær undir þjöðvegi nema brautin fram Eyjafjörð og nokkur hluti af Borgarfjarðarbraut. Falla þær undir sýsluvegi og þykir mörgum ósanngjarnt. Enn fremur eru nokkrar mikilvægar breytingar, sem stafa af færslu þjóðvegarins af öræf- um norður f sveitir á norð-austur hluta landsins. Frv. var samþykt. 11. Erlend fryggingafélög. AUs- herjarnefnd Nd. bar fram frumvarp um útsvarsskyldu erlendra trygginga- félaga, sem starta hér á landi og var það samþykt. 12. Eftirlit með lyfjabúðum. Taiið er að lyfsalar f landinu græði ógrynni fjár, einkum í Reykjavfk. Stjórnin lagði fram frv. um að lyfsalar greiði árlegt gjald að upphæð 250 kr. »vegna kostn- aðar við eftirlit með lyfjabúðum o. fl.« Þetta var samþykt. 13. Kosningalög fyrir Reykjavík. Jak. M., J. Bald., Magn. Jónss. fluttu frv. í þessa átt. Breýtingarnar frá gildandi lögum eru ekki mikilsverðar. Helzti ávinningurinn er sá að sama kjörskrá skal gilda við Alþingiskosn- ingar eins og við kosningar í bæjar- málefnum. En það er sparnaður fyrir bæjarsjóð. Frv. var samþykt. 14. Hundahald í kaupstöðum. M. Jónsson flutti frv. um heimild fyrir bæjarstjórnir og hreppsnefndir að tak- marka eða banna hundahald f kaup- stöðum og kauptúnum. Var það sam- þykt. Ritstjóri: Jónas porbergsson Hafnarstr. 86 a. Sími 178. Prenfsmiöja Odds Björnssonar Aðalstræti 17. Sími 45. _____________r

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.