Dagur - 12.06.1924, Blaðsíða 1

Dagur - 12.06.1924, Blaðsíða 1
DAGUR Kemur úf á hverjum flmtudegi, Kostar kr. 6.00 árg Ojalddag fyrlr 1. júlí. Innhelmtuna annast Árnl Jóhannsson í Kaupfél. Eyf. AFOREIÐSLAN er hjí Jónl t>. t»6rr NorðDTgðtu 3. Talsími 112 Uppsögn, hundln við áramót «é komln tll afgrelðslnmanns fyrir 1. dei. VII. ár. Akureyri, 12. júní 1924. 23. blaö S-ö-l-u-b-ú-ð-i-r til leigu. Útsala á vínum frá Áfengisverzlun rfkis- ins verður bráðlega flutt í Strandgötu 35 (fyrverand Havsteensbúð), Búðin, þar sem útsalan hefir verið, er því til leigu. Enn- fremur er til leigu sölubúð sú er Gottfred Hjaltalln hefir verzlað í undanfarið. Báðar búðirnar em við fjölfarnasta svæði bæjarins (rétt við Torfunefsbryggjuna) eru bjartar og rúmgóðar og þægilegt að afgreiða I þeim. Lysthafendur snúi sér til undirritaðs sem fyrst. Jón Stefánsson Strandgötu 35. Slmi 23. Stefnumunur í bjargráðamálunum. Fyrir nokkru var þess getið hér í blaöinu að síðar nyndi verða gerð grein fyrir þeim stefnumun sem verið hefir i afskiftum hinna tveggja meginflokka i landinu af bjargráðamálunum. Eins og kunnugt er má greina skuldir þjóðarinnar i tvo flokka, skuldir rikissjóðs og skuldir einstak- linga. Hvorartveggja þessara skulda verka mjög lamandi á fjárhagsað- stööu rikisins út á við, valda óáiiti, lánstraustsspjöllum og gengishruni krónunnar. Um það mun ötlum bera saman. Stefnumunurinn feist í þvi, að menn eru eigi á eitt sáttir um hvorar þessara skulda séu hættu- legri fyrir fjárhagsaðstöðu landsins út á við yfir höfuð og hvar aðal- áherzlan f viðréttingarstarfinu eigi þvi að koma niður. Þeir sem bezt rök færa fyrir máli sínu íhaldsflokksmegin halda þvi fram, að ríkisskuldirnar verði óbæri- legastar. Á þær verði einkum bent og þær séu því liklegar, til þess að valda mestu álitstjóni og aðstöðu- spjöllum út á viö. Ríkisfjárhagur hverrar þjóðar sé sú grein fjármála hennar, sem mestu skifti um að i lagi sé, ef hún cigi að geta horft með djörfung framan i viðskifta- þjóðir sinar. Þess vegna beri að Ieggja aðaláherzlu á það, aö rétta við ríkisfjárhaginn. Þetta eru að visu einu rökin þeim megin, sem Iftandi er á. Þvi verður ekki neitað, að mjög mikiu skiftir um þessa grein fjárhagsins og ríkisskuldirnar eru mikið böl. Alt til siðustu tfma hefir alls ekk- ert róttækt veriö gert til viðreisnar. Olundroðinn i stjórnmálaliði Iands- ins, máttleysi stjórnanna hefir verið svo mikið, að ekkert hefir verið gert annað en safna skuldum. Nú á síöasta þingi hefir fyrnefnd stefna ráðið. íhaldsflokkurinn hefir hert mjög á tollunum með áður um- getnum Verðtollslögum. Þau eiga að miða til þess, að auka tekjur ríkissjóðs. Framsóknarflokkurinn lítur nokk- uð öðrum augum á þessa hluti. Að visu viðurkennir hann, að ástæð- ur ríkissjóðsins er veigamikið at- riði, en þó er ríkissjóðurinn aðeins ein grein í fjárhagsmálum þjóðar- innar, sem er að mjög miklu leyti háö efnahagsástæðum þjóðarinnar yfir höfuð. Hann getur ekki mælt með þeirri stefnu að leggja atla áherzluna á það, að sópa fé í ríkis- sjóðinn með miskunnarlausri tolla- löggjöf eins og síðasti. þing hefir gert. Slíkt valdi aukinni fátækt ai- mennings i landinu og brjóti niður þann grundvöll, sem efnahagur og framtiðarástæður hvíla vissulega á. Rök Framsóknarflokksins i máli þessu eru í fáum oröum þessi: 1. Ríkissjóðurinn er aðeins ein grein i fjárhagskerfi þjóðarinnar. Tekjur hans velta að lokum alger- lega á gjaldþoli þegnanna. 2. Þessvegna er gjaldþol þegnanna grunnurinn, sem fyrst veröur að treysta. Sé atvinnuvegum landsins og almennum ástæðum íþyngt með tollum og sköttum, biiar grunnurinn. Örbyrgur Iandslýður getur aldrei myndað efnasterkt ríki, það væri svipað og að byggja vonir sinar á tæmdri námu. 3. Samkvæmt öðrum eðlilegum lögum verður að byrja hér við grunninn og ef einstaklingamir eru ekki nógu sterkir til þess aö leggja á sig þau höft, er gætu komið að Iiöi, verður þjóðin að gera það með lögum. 4. Varanleg viðreisn í þessum efnum fæst ekki meö lögum heldur aöeins með þroskun i þjóðarskap- gerðinni. Þessvegna yrðu innflutn- ingshöft aöeins bráðabirgðaráðstaf- anir. Samt væru þær ráðstafanir réttmætar og gætu bjargað þjóðinni, því 5. skuldirnar hlaða utan á sig vöxtum, sem halda þjóðinni í kreppu og svelgja efni hennar. Þessvegna verður hún að leggja áherzlu á að borga aliar skuldir sfnar jafnhliöa. Takist hénni það, eru likur til að ástæður hennar geti orðið góðar. 6. Jafnvel þó það sé satt, að ríkis- skuldirnar séu óbærilegastar eru þær ekki hættulegastar. Ailar eigur þjóð- arinnar standa þar á bak við til tryggingar. Auk þess er lögð sér- stök áherzla á að sjá ráð fyrir greiðslu þeirra. Hinar skuldirnar, sem læðast, duldar i einkaástæðum einstaklinga og fyrirtækja, eru stór- um hættulegri. Þar stendur þjóðin varnarlaus og á alt undir geðþótta og ráðdeild einstaklinga. Fyr en varir getur sá níðhöggur verið búinn að naga sundur rætur þjóð- félagsins. Pingsaga, 15. Breyfing á Iögum um friðun fugla og eggja. (Rjúpur). Guðm. Ólafsson bar fram frumvarp um að lengja friðunartfma rjúpna, sem lög- ákveðinn var, vegna fækkunar fuglsins. Frumvarpið breyttist f meðferðinni þannig, að f stað þess að alfriða rjúp- una 7. hvert ár er hinn árlegi friðun- artfmi lengdur og skulu þær vera ófriðaðar ár hvert frá 15. okt. til 1. janúar, en friðaðar aðra tfma árs. Má því byrja að skjóta rjúpur 15. okt. n. k og var þetta samþykt. Heimilt er stjórninni að setja reglugerð um al- friðun rjúpunnar, ef þurfa þykir vegna fækkunar hennar. 16. Ríkisskuldabréf. Jón Sig. M. Guðm. fluttu frv. um breytingu á lög- um um rikisskuldabréf f þá átt að beimilt vaeri að gefá út smærri bréf en tiðkast hefir: — Með 25 og 50 kr. nafnverði. Samþykt. 17. GengissKráning og gjald- eyrisverzlun- Fjárhagsnefnd Nd. bar fram frumvarp um ofangreint efni. Ennfremur báru Bernharð, Jörundur og Halldór Stefánsson fram frv. um gengisskráningu og var það sameinað frv. fjárhagsnefndar. Skal skipuð 3 manna nefnd, til þess að skrá gengi og hafa eftirlit og stjórn á gjaldeyris- verzlun, þó með undantekningum, sem dregur úr mætti og gildi laganna, Nefni fjarmálaráðherra 1 manninn en bankarnir sinn hvor. Þessar ráðstafanir eru illa séðar hjá bröskurum og hjá fhaldsstjórninni og er því talin iftil von um, að þær komi að liði, þó samþykt væri. Hér hafa verið talin helztu málin, sem fram gengu og þau sem blaðið heflr tök á að skýra frá. Næst skulu taldar nokkrar þingsályktunartillögur, sem gengu fram: 18. Bann gegn innflufningi úf- lendinga í átvinnuskyni. Ásg. Ásg. og Jón Kjartanss. fluttu þingsál. um að skora á rfkisstjórnina að banna með regiugerð samkv. lögum nr. 10, 18. maf 1920 innflutning á útlend- ingum f atvinnuskyni meðan atvinnu- vegir landsins fullnægja ekki atvinnu- þörf landsmanna. Samþ. 19- Kæliskip. Fjáiveitinganefnd Nd. bar fram þingsályktun um kæii- skip. Skal atvinnumálsráðherra skipa 5 manna nefnd. Fjórir nefndarmanna skulu skipaðir þannig: 1 eftir till. stjórnar Búnaðarfélagsins, 1 eftir till. stjórnar Samb. fsl. Samv.fél., 1 eftir till. Verzlunarráðs íslands og 1 eftir till. stjórnsr Fiskifél. ísl. Verkefni nefnd- arinnar skal vera: 1. Að rannsaka verkefni fyrir kæliskip hér við Iand og skilyrðin fyrir þvf, að slfkt skip geti borið sig fjárhagslega. 2. Að beitast fyrir, að aflokinni áðurgreindri rannsókn og að fenginni viðunandi niðurstöðu, að fram fari almenn fjár- söfnun til fyrirhugaðs kæliskips. 3. Að láta undirbúa fyrir . næsta þing áætlun um stærð skipsins, byggingar- kostnað, reksturskostnað og annað, er máli skiftir f þvf efni. Samþykt. 20 Framhaldsnám í Gagnfræða- skólanum á AKureyri- Bernharð og Ásg. Ásg. fluttu þingsályktun svo hljóðandi: »Neðri deild Alþingis á- lyktar að heimila að nota húsrúm og kenslukrafta Gagnfræðaskólans á Akur- eyri, sem af kynni að ganga ef bekkj- um skólans verður ekki tvfskift, til að greiða götu fátækra og efnilegra nemenda úr skólanum við framhalds- nám, með þvf skilyrði að sú breyting auki ekki útgjöld rfkissjóðs til skól- ans. Samþykt. 21. Skattur af ísl. heiðursmerkj- Um- Fjárveitinganefnd Nd. flutti þings- ályktun um að skora á rfkisstjórnina að undirbúa og leggja fyrir næsta þing löggjöf um skatt af fslenzkum heiðursmerfejum. »Verði hæð skattsins og tekjuvon af honum fyrir rfkissjóð við það miðuð, að fullkomlega greið- ist kostnaður sá, sem rfbið hefir og hefir haft af Fálkaorðunni«. Samþykt. (Frh.) Myndir heitir bók eftir Huldu skáldkonu, nýkomin út. Eru það sögur og æfintýri. Bókin er prýdd teikning- um og er frágangur allur prýðilegur. Verður sfðar minst á bók þessa.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.