Dagur - 12.06.1924, Blaðsíða 2

Dagur - 12.06.1924, Blaðsíða 2
90 DAOUR 23. tbl. t--------------------> G E R F I- : : : : : : : : : : TENNUR töluvert ódýrari en áður. — Plombur (tannfylling) úr gulli, sílfri eða emaille einnig með : : : : niðursettu verði. : : : : Caroline Espholln. V_____________________/ Um taugaveikissmitun. Hftir Stgr. Matthiasson. Frh. Margar sögur ganga af þvf, að taugaveiki geti, svo að segja, gosið upp úr jörðunni, þannig, að menn, aem grafa f gömlum rústum geti tekið veikina við að atast út af moldinni. Og sú skýring fylgir, að taugaveikis- sýkillinn geti lifað jafnvel svo árum akiftir f jörðinni. Þó að máltækið segi: >Sjaldan lýgur aimannarómur*, þá eru iæknar nú á tfmum farnir að hátda að þarna sé krftað liðugt um lffsþrótt taugaveikis- sýklanna. Það hafa verið gerðar fjöldamargar tiiraunir til áð ganga úr skugga um Iffseigju taugaveikissóttkveikjanna utan lfkamans. En þær tilraunir virðast sýna, að ekki haldist lffið f bakterfun- um meira en f hæsta lagi tvo til þrjá mánuði. En frosnar geta þær lifað Iengri tfma og lifnað við á ný. Við athugun bakterfunnár sýnist hún ekki þess-leg, að hún geti verið afar lffseig. Hún er gædd löngum öngum út úr sér, og þessum öngum getur hún baðað til og frá, og hréýft sig all fjörlega úr stað (og undarlegt er að vita miljónagrúa af þeBsum ör- amáu eiturkvikindum á einlægu iði f blóði manns og vfðsvégar innan um frumur lfkamans eins og ffugnávfur f dauðum fiski). Taugaveikiabakterfan er ekki af þeim flokki bakterfanna, er geta myndað um sig hýði til að liggja sfðan f dái. Hún er viðkvæm og veik á svellinu gagnvart eiturlyfjum. En frost sýnist hún þola vel, þvf dæmi eru þess, að hún héfir lifnað við eftir hundrað daga frost. Annars þarfnast hún Btöðugrar næringar, en þar sem nú margar- tegundir rotnunargerla lifa venjulega f mold og vatni innan um taugaveikisbakterfurnar, fer vanaiega svo, að þessir keppinautar hennár éta hana út á húsganginn svo hún deyr út. Fyrrum var haldið, að mikil hætta gæti stafað af lfkum f kirkjugörðum, grunnvatnið gæti sóttmengast og það- an runnið f brunna eða vatnsból. Þess vegna hefir verið vandlega aðgætt, eftir hve langan tfma frá þvf lfkið var jarðað fyndust lifandi bakterfur af ýmsum tégundum. Hvað snertir tauga- veikÍB- og tæringarbakterfuna fundust þær aldrei lifandi eftir þrjá mánuði. Oft hefir verið rannsakað, hve Iengi taugaveikiabakterfurnar geta lifað f vatni, það hefir reynst nokkuð mis- munandi. Þær sýnast deyja þess fyr, ifim vatnið er gruggugra, og er það lfklega að kenna samkepni annara bakterfa. í venjulegu neysluvatni hafa þær getað lifað alt að fjðrar vikur, en sex vlkur f botnleðjunni á brunni.* Hættulegasta taugaveikisfaraldur hlýst af þvf, þegár taugaveikisbakterfur komast f neyzluvatn og ná að þróast þar um tfma, en þar næst er hættan mest, ef sýklarnir komast f matvæli og þá einkum mjólk. Taugaveikisfarsótt, sem hlýst af öðru hvoru þessu tvennu, sóttmengun vatns eða mjólkur, hagar sér svo ein- kennilega, að fljótt verður uppskátt um, hvernig í hlutunum liggur, og tekst þá vanalega að byrgja þá aðal- brunna. En nú bætist hér við, að taugaveikin berst einnig mann frá manni annaðhvort beinlfnis eða með vatni og matvælum sem millilið, og þær smitunarleiðir eru miklu algeng- astar f daglega lffinu. Lang varasamast er þó, að heilbrigðir menn geta smit- að; það eru hinir svonefndu smitberar eða sýklaberar. Á sfðustu tveimur áratugum hefur þetta orðið æ ljósara og hafa um leið ráðist margar gátur um háttalag taugaveikinnar, svo að ekki þarf lengur að grfpa til gömlu kenningarinnar, um margra ára lffsæfi bakterfunnar f mold og saur. í sérhverjum meiriháttar taugaveikis- faraldri smitast miklu fieiri en veikjast. Sýklarnir komast f meltingarfæri manna og geta f sumum aukist og marg- faldast, án þess að þessir menn sýkist sjálfir, en þeir geta hins vegar verið hættulegir afsýkjendur fyrir aðra. Og stöku sinnum kemur fyrir að sýklarnir lifi f mönnum langan tfma eftir að þeir hafa haft taugaveiki. í saurnum má þá finna sýkilinn ef til vill árum saman á eftir, jafnvel f 50 ár eða mejra. Sýkillinn hefst við f þörmunum, en þó einkum f gall- blöðrunni. Þangað getur hann komist úr þörmunum beina lefð, eða óbein- lfnis með blóðrásinni. Með gallinu streyma bakterfurnar út og blandast við saurinn f görnunum, en tfmaskifti virðast vera að þvf hve vel þær þróast, stundum ber lftið eða ekkert á þeim en stundum mikið. Það hefir enn ekki tekist með. nein- um lyíjum að losa sýklaberana við sýkla sfna, jafnvel ekki með þvf að skera úr þeim gallblöðruna. Nú skyldu menn ætla að feiknar- hætta stafaði ætíð af sýklaberum. En það má fullyrða, að fjöldi sýklabera gengur um án þess að vera öðrum hættulegir. Aðeins þeir sýklaberar eru verulega hættulegir, sem fást við matreiðslu eða fara með drykkjarföng einkum mjólk, og þá ekki sfzt ef þeir jafnframt eru sóðar. Það vill sjaldan til að sýklaberi smiti menn beinlfnis, heldur skeður það vanalega óbeinlfnis þannig, að sýklarnir frá honum berast f vatn eða mat, tfmgast þar og sýkja neyt- endur. Taugaveiki er langt frá þvf eins næm eins og alment er haldið. Marg- oft sést f taugaveikisfaraldri að menn smitast fyrst eftir að hafa verið út- * Sbr. Rubner: Handbuch der Hygiené lwIv- bi“di- settir fyrir smitun svo vikunum skiftir. Jafnvel þó sýklarnir séu f mjólk eða vatni, þarf það ekki ætið að koma að sök fyr en nokkur tfmi lfður, magasýran vinnur lengi á sýklunum. Og til þess að maður smitist beint af sjúklingi, sem vitanlegt er um að hafi tauga- veiki, þarf talsverðan sóðaskap, þvf sóttkveikjuna er Htið að óttast, nema frá saur eða þvagi. En meðan að engan grunar að um taugaveiki sé að ræða, þá fara menn óvarlega og þá er viðbúið að sýklarnir geti borist með höndum sjúklings eða þeirra sem hjúkra, f mat eða drykk. Sfðan gamlá kenningin um lffsseigju taugaveikis bakterfunnar fór að ganga úr gildi og ljóst var orðið um þýð- ingu sýklaberanna fyrir útbreíðslu veikinnar, hefir baráttan gegn tauga- veikinni orðið miklu sigursælli en áð- ur. Þar til hefir varnárlyfsinnspýtingin einnig stuðlað, sem nú er alment notuð. En einkum hefir það ráð gefist bezt að leita uppi sýklaberana og várna þvf að þeir sýki frá sér. Með þvf móti hefir tekist að útrýma tauga- veiki algjörlega úr ýmsum héruðum erlendis, þar sem hún áður vár land- læg og hættuleg. Þó ekki hafi hepnast að losa sýkla- béra við sýklana, þá má venjulega takast að gera þá ósaknæma með þvf að kenna þeim það hreiniæti, sem nægir til þess að þeir ekki smiti, og þarf ekki til þess annað en tfðan handaþvott og almennan þrifnað. Einnig má fullyrða að mesta hættan sé úr Bögunni ef sýklaberi fæst ekkert við matreiðslu. Alþýða manna heldur að við i«ka- sótthreinsun eftir taugaveiki rfði afar- mikið á að dauðir munir séu sótthreins- aðir með sterkum sótthreinsunarlyfjum og Bumir halda að ekkert dugi nema brenna upp jafnvel heil hús. Þetta nær engri átt. Þáð eru manneskjurn- ár sem einkum og sérflagi þurfa að sótthreinsast og þvf sér náttúran venjulega fyrir með batanum sem veikinni fylgir, þó undantekningar verði stundum frá þeirri reglu eins og nú hefir verið sagt. Dauðu hlut- irnir eru hættuminni. Allur sá áustur af dýrum sótthreins- unar-lyfjum, sem hér á landi á sér stað eftir taugaveiki, mætti algjörlega detta úr sögunni ef aðeins er gætt hreinlætis með saur og þvag. En var- legast er að sótthreinsa hvorttveggja með kalki eða klórkalki og ef ekki er sjórinn við hendina til að taka við því, þá er bezt að nota djúpa gryfju á óhultum stað. En alla bruðlunar- semina með karból og kresól um loft og veggi og bæjargöng út á hlað, mætti algjörlega spara. Enda eru aðrar þjóðir farnar að spara sér slfka vitleysu, bæði við loka sótthreinsun eftir taugaveiki og ýmsar aðrar sóttir. Danir hafá t. d. hætt lyfjasótthreins- un eftir skarlatssðtt og barnaveikl. Herbergjaþvottur og lfnþvottur er látinn nægja. En Þjóðverjar sleppa lyfjasótthreinsun bæði eftir berklaveiki, barnaveiki, heilabðlgufarsótt, skarlats- sðtt, blððsðtt, taugaveiki o. fl. En f stáð þess éru settar nákvæmar var- úðarreglur um meðferð og hjúkrun. Með suðuhita og sápuþvotti má spara • •• •• z •• z ** ** z •• •• z •• • •••••••••*••••• •••!••«•• •••••••«***••••• • Ef þið vissuð hve tnarga : sjúkdóma má rekja til tann- ; leysis og tannskemda, þá j mynduö þið hirða tennurn- : ar ykkar betur, og láta gera í við skemdir í tíma. : • « j Friðjón Jensson. i ► • • • • • • •••.•••••••••-••••• ••••.«••• *••••.••** • • .! •• •• • •• •• • •• •• • •• »••• ••••••••*•••••••••*•••••••••*•••• • • • • • • o • Stormjakkar, : Sportbuxur, j Leggvefjur, y* ►• Bakpokar, fást í Sijjk* ! 7., : jg Brauns verzlun. jg sóttvarnarlyf feykilega mikið. En mest veltur á, að allar næmar sóttir séu þektar í tæka tfð og varúðar gætt með einangrun og hreinlæti. Pab eru sjúklingar eg sýklaberar, sem sýkja frá sér en mjög sjaldan dauðir munlr. F r é_f_t i r. Frú Guðrún Þ. Björnsdóttir skólastýra á Blönduósi, kom hingað til bæjarins með Goðafossi, mun hún ætla að dvelja hér f sumar. Þá fór héðan til Englands, Guðm. G. Bárðarson kennari. SHoni). Poseidon kom hingað á mánud, var með timburfarm til Kaupfél. Eyfirðinga. G s. Kadolna fyrir sfðustu helgi með saltfarm til Jakobs Kárlssonar, Kaupfél. Eyfirðinga o. fl. j\Aeð sfðustu ferð Esju fór alfarin héðan úr bænum frú Steinunn Frf- mannsdóttir ekkja Stefáns sál. skóla- meistara. Flytur hún að Þingeyrum tii Huldu dóttur sinnar. Hugheilar þakkir og beztu hamingju- óskir fylgja frú Steinunni héðan úr bænum og héraðinu, þar sem hún hefir dvalið og starfað mikinn hluta æfi sinnar. Héðan fór þá Kka til Borðeyrar frú Helga Finusdóttir og börn hennar þrjú. Tíðin köld ennþá, svo að segja stöð- ugir kuldanæðingar, sólfar að vfsu á daginn, en frost oftast á nóttunni og gróðri fer mjög seint fram. Slys. Maður að nafni Friðrik Jóns- son frá Sauðárkrók hrapaði til bana f Drangey nú nýlega. Vel gefinn at- gjörfismaður á bezta aldri. Nýlega er látin hér f bænum Krist- fn Gísladóttir verzlunarmær. Bezti þorskafli hér úti f firðinum, bæði vélbátar og árabátar, hafa fengið meiri afla á land nú, en nokkuru sinni nú á sfðari árum, um þetta leiti árs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.