Dagur - 12.06.1924, Blaðsíða 3

Dagur - 12.06.1924, Blaðsíða 3
23. tbl. Símskeyti. Rvík 6. Júni. Dr. Marx hefir tekist að mynda stjórn að nýju á Þýskalandi. Eru ráðherrar hans hinir sömu og áður og stýrir Stresemann utanríkismál- um áfram. Stjórnarblaðið rússneska nIvestiaa hefir ráðist heiftarlega á stjórnir Breta og Frakka og ber þeim á brýn að þær hafi sölsað undir sig þær 58 milj. dollara, sem Rússar greiddu Þjóðverjum, er friðarsamningurinn var getður þeirra i millum í Brest- Litovsk — og þeim peningum hafi ekki verið skilað aftur eða þeir til- færðir sem afborgun á skaðabóta- greiðslum. Peningarnir hafi aðal- lega lent hjá Frökkum. Stjórnarrayndun á Frakklandi enn þá óafgerð. Herriot foringi gerbóta- manna Iíklegastur stjórnarformaður. Stjóí narbyltíng yfirvofandi i Rú- meníu. Hefir herinn tilkynt kon- ungi, að hann verði að láta núver- andi stjórn fara frá völdurn, að öðr- um kosti verði hún knúð til þess með hervaldi. Rvík io. Júní. Ritstjóraskifti við Visi á laugar- daginn tók við Páll Steingrímsson, eigendur hann, Jón Sigurpálsson og Jakob Möller. Millerand hefur árangurslaust skor- að á ýmsa leiðtoga frjálslyndu flokkanna að mynda stjórn, en þeir hafa allir neitað á meðan Millerand hafi forsetavöldin. Heilbrigðismálaráðherra Breta hefir lagt fram húsbyggingafrumvarp stjórnarinnar. Samkvæmt því byggj- ast 21/2 miljón hús, kostnaður áætlaður 1400 miljón sterlingspund, bein útgjöld rikisins 34 miljónir árlega næstu fimtán ár. Frumvarpið samþykt samdægurs í neðri mál- stofu. Járnbrautarmannaverkfall i London, samgöngur lamaðar. Kommunista- óeirðir I landdögunum í Thiringen Mecklenburg Sachen. Rvik 11. júní. Fyrverandi fjármálaráðherra Franc- ois Marsal hefir myndað ráðuneyti i Frakklandi. Hlutverk þess er ein- ungis að upplesa boðskap forseta, þar sem hann tjáist að eins vilja samvinnu við þingið stjórnskipuleg- um grundvelli. Gangi atkvæðagreiðsla þingmannadeildarinnar móti forseta, segir hann af sér og öldungadeildar- forsetinn samankallar þjóðina i Werscilles 13. júnf, til þess að kjósa forseta. Albaníuuppreistin útbreiðlst. Rík- isstjórinn flúinn til Rúmeniu. Fregnir um yfirgang hersins við ráðuneytið bornir til baka. DAOUR 91 Togaraaflinn afbragðsgóður enn. Tiðarfar og fénaðarhöld góð á suð- urlandi, þrátt fyrir óvenjulegt rign- ingaleysi. Fjögur mislingatilfelli hafa komið fyrir i Reykjavík. Fréttastofan. t Jón Guðnason frá Hvarfi; Hvert augnablik tímans, er þrungið af örlagadómum. Fréttirnar koma ýmist góð- ar eða leiðar. Við erum við störf okkar og eigum einkis von, er við fáum þá sorgarfregn, að dauðinn hefir gist eitt heimili enn í gamla-Ljósavatnshreppi því hann hefir verið tíður gestur hér í okkar sveit, nú undanfarinn tíma. En við deilum ekki við dómarann, heldur stöndum hljóð og horfum út í fjarskann, þar til rennur saman haf og himinn. Augað sér ekki lengra. Þá tekur hugurinn við og heldur áfram, þar til hann staðnæmist við þau viðfangsefni, er hann ekki fær skynjað. Það er dimt fyrir hugskotssjónum vorum. En það er eftir einn sterkasti þátturinn í mannlífinu, sem við getum stutt okkur við, og það er trúin. Trúarljósið lýsir oft skærast á sorgarstundinni. Þá verðum við að horfast í augu við alvöruna. En trúin býður að treysta megi hinu góða og guðlega, sem okkur er hulið bak við sjón- deildarhringinn og hugarheiminn. Það er margt, sem kemur í hugann er við stöndum hjá kistu nýlátins vinar, sem hrifinn er bur,t í blóma lífsins. Þegar æsk- an í fullum þroska breiðir blöð sín og leiðir angan frá sér, líkt og blómið, er teygir út krónu sína á ylríkum júlímorgni. Þá finst okkur tilveran eyðslusöm á okk- ar dýrmæta æskulýð. Ávöxturinn tekinn of fljótt, en ekki Iofað að fegra og betra umhverfi sitt. Það verður því »skarð fyrir skildi« og kanske margt og mikið ógert, sem annars hefði verið afkastað, ef ung- mennins hefði notið lengur við, Jón sál. var stór maður vexti, bæði hár og þrekinn, og því karlmenni að burð- um. Bjartur á hár með blá augu. Greindur vel. Stiltur og hæverskur í allri framkomu og hvers manns hugljúfi. Jón sál. var ekki mentaður maður, sem hægt er að kalla. En hann hafði alla þá kosti til að bera, er prýða þann sem alinn er upp á góðu sveitaheimili. Lífsbók hans er stutt, — en fögur. 23ja ára er hann kallaður burtu, og allan sinn aldur hafði hann alið í heimahúsum hjá ástríkum foreldrum (sínum), er höfðu gnægð og hjartayl til að gera lífsferil hans fagran og bjartann. Fyrir gömlu foreldrana hans er sonar-missirinn sár, þar sem hann fellur frá svo langt fyrir örlög fram. En huggun er það, að sjá á eftir honum, hreinum og saklausum héðan. Endurminningarnar koma og fara — en gleymast ekki. Við höfum verið saman í fjallgöngum, fram á öræfum, frjálsir og glaðir, þótt hríð og frost væri. Þá nutum við Iífsins lausir við áhyggjur komandi tíma. Þá skyldi eg hversu mikið mátti byggja á afl hans og öruggleika. Fann svo vel vinarhugann og einlægnina er hann geymdi, til mín. Þetta gerði mér stundina bjarta, svo eg undi glaður við samfylgd hans. Þessar minningar, ásamt mörgum fleirum, skilja eftir söknuð í hjartanu, en eru Ijúfar samt. Mönnunum gengur oft illa að sætta sig við ýmislegt, sem þó í rauninni er smá- vægilegt. Hvað þá þegar starfhæfur og góður drengur fær ekki að vinna og þroskast með okkur. Þá er veruleik- inn á ferðinni, sem beygir sig ekki fyrir Ritstjóri: Jónas Þorbergsson. Prentsmiðja Odds Björnssonar, neinu valdi. En slíkar stundir eru þroska- ríkar. Okkar dýpstu tilfinningar brjóta af sér allar viðjar, og koma helgar og hrein- ar fram í dagsljósið. Þá erum við öll á valdi þess bezta er í okkur býr. Vinnum öll frá okkar dýrasta manni. Hjörðin er ein og einn hirðir. Við tökum höndum saman, og reynum að Iétta byrðina hjá þeim, sem þungann hafa. Augun tala, því tungan getur vart borið fram mál við- kvæmustu sálarstrengjanna. Svo kveð eg Jón, og þakka fyrir þær stundir, er við nutum saman, Ljósvetningnr. Pakkarorð. Eftir að hafa orðið fyrir þeirri sáru sorg, að missa ástkæran eiginmann minn, Guðlaug Sigurjónsson, er dó af voðaskoti þ. io. jan. sl., og standa þá eftir uppi munaðarlaus með sex ungu börnin mfn, vil eg með nokkr- um orðum fyrir mfna eigin hönd og barna minna, færa öllum þeim mitt bjartans þakklæti, sem sýndu okkur svo innilega hluttekningu og réttu okkur hjálparhönd við þenna sviplega atburð. Sérstaklega þakka eg þó hjón- unum Frfmanni Jakobssyni trésmið og Sigríði Björnsdóttur á Oddeyri, fyrir veglegar hluttekningargjafir okkur til handa. Annars þýðir ei að þylja nöfn- in, en Drottinn þekkir sína. Orðin eru Ifka ónóg, til að lýsa tilfinningum mfnum gagnvart öllu þvf fólki, sem sýndi mér kærleika á einn eða annan hátt, f orði og verki, en eg bið aðeins Guð að launa þvf á þann hátt, sem hann sér bezt henta. Miðkoti 20. maí 1924. Anna Jðnsdðttlr. Skrítin rökfœrsla. A þingmáia- fundi Akureyrar í jan. f vetur var saraþykt tillaga f þá átt að skora á þingið að ieggja niður einkasölu á tóbaki og gefa verzlun á þeirri vöru frjáisa. Þingmaður Akuréyrar var til- lögu þessari eindregið fylgjandi eins og öllum öðrum tillögum, er kaupmenn stóðu á bak við. En þegar á þingið kom, brá svo kynlegá við, að þing- máðurinn talaði á móti þvf, að tóbaks- einkasalan yrði afnumin, og varð ís- lendingi hverft við, sem von var til. En rök þingmánnsins fyrir þvf að tóbakseinkasalan ætti að halda áfram voru dálftið skrftin. Þau voru á þá leið, að einkasalan væri þjóðinni til bölvunar og þess vegna þýrfti að lofa mönnum að þreifa enn betur én orðið væri á þeirri óhamingju, er einkasala á tóbaki hefði f för með sér. Verður fróðlegt að sjá, hvort þessi perla þingmannsins skfn f Al- þingistfðindunum, eða hvort hann hefir eitthvað lagfært hana þar. Ef til vill varpar þetta Ijósi yfir ákafa Björns Lfndals f það, að hætt væri að prenta umræðupart þingtfðindanna, hefir að lfkindum haft eitthvert óljóst hugboð um það, að sumt f þingræðum hans yrði honum vafasamur heiður. Snarfarl. Höggið, sem hátt var reitt. Mikið stóð til. Jón Bergsveinsson varði löngum tfma á sfnum dýrmætu forsetaárum, til þess að leiða kjós- endur Akureyrar f allan sannleika um skaðsemi einkásölu rfkisins á stein- olfu. Að vfsu varð þessi fórnfýsi hans f þarfir fósturjarðarinnar til þess, að hann valt úr forsetasætinu, en laun hins synduga heims fyrir góðverkin eru oftast vanþakklæti. Sannaðist það á ættjarðarvini þessum og pfslarvotti sannleikans. Þá má ekki gleýma Ragn- ari Bretakonsúl. Á þingmálafundinum í vetur hélt hann éina af sfnum mælsku þrungnu ræðum og gerði harða árás gegn einkasölu á steinolfu. Fór svo lángur tfmi f þetta, að ekki komust af nema 4 mál af 10, ér á dagskrá voru. Einkasöluóvinir fengu samþykta harðorða tillögu, þar sem skorað var á Alþingi að leggja einka- söluna niður og henni fundið alt ilt til foráttu. Hinn nýdubbaði þingmað- ur Akureyrar, Björn Lfndal, var mjög gunnreifur, óg var þó fullyrt, að ekki hefði dropi af whisky komið inn fyrir hans varir þann dag. Yfir höfuð var mikið umstang gert og reynt að týgja þingmanninn sem bezt til herfarar gegn einkasölunni, til þess að honum mætti auðnast að frelsa landið úr klóm hennar. Eftir allar þessar »AnstaItir«, þar sem svo hátt hafði verið reitt til höggs, áttu menn von á að þingmað- urinn myndi verða ærið aðsúgsmikill á þíngi f garð einkasölunnar, en högg- ið varð minna en til var stofnað. Menn gerðu jafnvel ráð fyrir, að B. L. mundi koma blár og blóðrisa úr þeim hildarleik, en nú kvað hann vera heim kominn skrámulaus og ómarinn. Hið eina afrek hans f máli þessu er það, að hann vottaði eftir að suður kom, að Ragnpr Ólafsson, vinur hans, hefði haft rangt fyrir sér f einu af kappdeiluatriðunum út af einkasölu- málinu; var það drengiléga gert. Að öðru leyti hefir Björn Lfndal setið á friðstóli í máli þessu frá byrjun þings- ins til enda og hvorki hreyft legg eða lið í þá átt að bregða fæti fyrir einká- sölu rfkisins á steinolfu, og hafa þó vinir hans á Akureyri verið heldur langeygðir eftir þvf. Snarýarí. .....1 = A víðavangi. Ellibilui) B. Kr. er farin að taka kynduga stefnu. Hann fiytur f þinginu stórt frumvarp, sem virðist eiga að vera tiiraun að smíða hæfilega umgerð um hans eigin virðulegu persónu. Seðlaútgáfa rfkisins, sem hánn lagði til að stofnuð yrði, virðist hafa átt að miða að þess. Þar er talað um i frv. að skipa skuli roskinn og reyndan mann, til þess að veita þessum höf- uðbanka forstöðu. Er eigi ólfklegt, að B. Kr. hafi dottið f hug við samningu frv., eins og öðrum nafnkendum manni datt f hug f öðru sambandi: »Þar ætla eg mér pálmann*. Magnús Jónsson og hundarnir. Magnús Jónsson alþm. fiutti frumv. um takmörkun á hundahaldi f kaup- stöðum og kauptúnum. Flutningur docentsins á þessu máli var g tt sýn- horn af meðferð sumra manna á tfma

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.