Dagur - 19.06.1924, Blaðsíða 1

Dagur - 19.06.1924, Blaðsíða 1
DAGUR Kemur úf á hverjum flmtudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrlr 1. júlí. Innhelnituna annast Árnl Jóhannsson í Kaupfél. Eyf VII. ár. J Akureyrl, 19. júní 1924. AFOREIÐSLAN er hjá Jónl í>. I>ór. Norðurgðtu 3. Talsiml 112 Uppsögn, hundln vlð áramót sé komln til afgrelðslumanns tyrlr 1. dei. 24. blaö NÝTT! efni sem notað er sam- an við sement í gljáhúð á steinbyggingar, útvegar lón Stefánsson. Strandgötu 35. Sími 23. íhaldið og sparnaðurinn. Enn munu nokkrir minnast þess, að Jón Þorláksson, nú fjármálaráð- herra, ferðaöist á sfðastliðnu hausti milli nokkurra helztu bæja Iandsins, til þess að flytjafyrirlestra umstjórnmál rétt fyrir kosningarnar. Lagði hann þá einkum út af »sparnaðarbanda!aginua svokallaða, en það voru samtök nokkurra þingmanna um, að gera yfirlýsingu um það, að þeir vildu spara fé ríkissjóös. Hann breiddi sem mest úr þessu »sparnaðarbanda- lagi" að unt var; þandi það blátt áfram út og fylti hlustir kjósend- anna með smjaðrandi lofmælgi um þetta svokailaða »sparnaðarbanda- lag". Þingmannaefni íhaldsflokksins á síðastliðnu hausti voru öll samtaka um, að hefja sparnaðarsóninn. Viö- reisn á fjárhag landsins átti að verða í þvi fólgin, að færa saman embætti stórkostlega, skera niður bitlinga miskunarlaust. Björn Líndal bauð sig, til dæmis að taka, fram upp á þá skoðun, að það þyrfti að spara 2 milljónir árlega af gjöldum rikis- sjóðs og íhaldsliðið kaus Björn, þó hann hefði ekki þá, né hafi siðan fengið, neina hugmynd um, hvernig ætti að fara að því, að spara þessar 2 milljónir. Væri nú fróðlegt að Iíta yfir sparn- aðarafrek þessa sæla bandalags og þeirra þingmanna, sem urðu fyrir þeirri náð, að Jón Þoriáksson breiddi yfir þá blessun sparnaðarsamtakanna á siðastliðnu hausti. Nú skyldu menn ætla, að þessir sparnaðarvík- ingar hefðu hvarvetna átt frumkvæði i þessum viðreisnarmálum og barist blóðugum hnefum fyrir framgangi þéirra. En þessu hefir samt á nokkr- um ekki lítilvægum atriðum viljað víkja við á annan hátt, eins og nú skal sýnt: 1. Stjórnarskrármálið. Áður hefir ver- ið sýnt rækilega fratn á svik og óheil- indi »sparnaðar«mannanna i því máli og hefir íhaldsmálgagnið hér nyrðra ekki treyst sér til að mæla flokknum bót i því máli. Var sýnt hvtírnig flokkurinn Iét sína eigin menn drepa máliö fyrir sinum eigin ráðherra. Framskóknarflokkurinn studdi Jón Magnússon að því að spara þinghaldskostnaðinn annað- hvort ár, en »sparnaðarbandalagið« varð sterkara og drap málið. 2. Hcestlréttur. Jón Þorláksson var þó sparnaðarhugsjóninni trúr, er hann bar fram frumv. um fækkun dómara i Hæstarétti. Allur Fram- sóknarflokkurinn í báðum deildum studdi Jón, en »sparnaðarbandalagið“ vildi heldur bregðast. Lá nærri að því tækist að eyða málinu fyrir for- ingja sinum og lá grunur á, að i þvi máli væri fyrirhugaður sami svikaleikurinn eins og í stjórnar- skrármálinu. 3. f-járlögin frá síðasta þingi eru gætilegri en fjárlög nokkuð margra síöustu ára. Kl. Jónsson tók ákveðna sparnaðarstefnu, þegar hann lagði fram fjárlagafrumvarpiö og hefir einkum verið Iögð áherzla á að verjast tekjuhalla, en hinsvegar ekki gert ráð fyrir að hlífa skattþegnum Iandsins við þungum útgjöldum. f Efri deild er íhaldsfl. i greinilegum meirihluta og hefði þvf »sparnaöar- bandalagið0 átt að geta sniöið út- gjöldin til f hendi sér eftir sfnu rótgróna sparnaðarinnræti. En hvað skeður? Sparnaðarsnið fjárlaganna minkaði mikið í Efri deild. 4. Sendiherrann. Blessað »Sparnað- arbandalagið" hefir haft tækifæri, til þess að sýna rögg af sér f því, að fella niöur þetta dýra embætti og spara tugi þúsunda. Neðrí deild samþykti Iög í þá átt með atbeina Framsóknarflokksins og sumra í- haldsmanna. Björn Lfndal, sem sumir kjósendur Akureyrar töldu á sfðastliðnu hausti að mundi verða tveggja milljóna króna virði fyrir ríkissjóð, barðist á móti þessum sparnaði og flutti sina jómfrúræðu í þvi máli. í Efri deild settist íhalds- flokkurinn gersamlega á málið. Var talið að þeir göfugu menn hefðu bæði bliknaö og blánað, er þeir sáu framan f konungsritara og að þeir hefðu þá gleymt sinni sparn- aðarhugsjón. íhaldsliðið ber nú á- byrgð á þessari og margri annari óspilunarsemi i fjárhag landsins. 5. Embœttafœkkanir. íhaldsliðið eða »sparnaðarbandalagið« hefir yfirleitt verið á móti embættafækkunum. Það barðist á móti sendiherraafnámi, dómarafækkun, samfærslu Háskólans, niðurfellingu prófessorsembættis í hagnýtri sálarfræði, docentsins í klassiskum fræðum, afnámi aðstoð- arlæknisembættis á ísafiröi (B. L. flutti þá einu breytingartillögu við frjárlögin að hækka laun þess góða manns), afnámi aðstoðarmanna vega- málastjóra og vitamálastjóra og af- námi skógræktarstjóraembættisins. Enn baröist það á móti og kyrkti í greip sinni sitt eigið höfuðsparn- aðarmál, fækkun þinga. Hvernig mætti það annars verða, að kúluvembdir embættismenn i Reykjavik gerist forsprakkar í sparn- aðarmálum. Þeim mun Iáta margt betur en sparnaöur. Reynslan sýnir iika hið sanna innræti mannanna. En þess mun langt að bfða að nokkur flokkur stjórnmálamanna i landinu verði svo slysinn, að velja sér svo háðulegt heiti eins og »sparn- aöarbandalagið" sæla. Fótafæðíngf. Ekki verður með sauni. Bagt að slðasta þingi hðfi farist sérstaklega höndulega f sparnaðarmálunum. í stað þess að íhaldsflokkurinn féllist á inn- flutningsbannsfrumvarp það, er menn úr Framsóknarflokknum báru fram, réði hann því að verðtollurinn var f lög leiddur. Verðtollurinn átti að vinna tvent: ganga af innflutningsbanninu dauðu og afla rfkissjóði tekna. Hið fyrra tókst, og var þá kipt sterkustu stoðinni undan almennum sparnaði f landinu. Um hið sfðara atriðið er það að segja, að nú hefir landstjórnin gefið út reglugerð, þar sem bannaður er innflutuingur þeirra vara, sem verðtollurinn hafði verið á lagður. Það cr því ekki annað sýnilegt, en að tilgangur verðtollslaganna sé að mestu leyti að engu orðinn með fæð-' ingu fyrnefndrar reglugerðar, svo framarlega sem hún f reyndinni á að verða nokkuð annað og meira en tómt psppfrsgagn. Það hefði . verið vit f þvf, eða að minsta kosti fult samræmi, að banna fyrst innflutning á vörum og leggja sfðan verðtoll á óbannsettar vörur, en nú hefir verið farið öfugt að: verðtollur settur á vörur, sem sfðan er bannað að flytja inn f landið. Þessi vinnubrögð eru svipuð þvf að neyta sxarinnar & þann hátt að halda um blaðið og höggva með skaftinu, Snarfarl. Pingsaga. 22. Sparnaður við ríkisrekstur- inn. Jónas Jónsson og Guðm. Ólafs- son fluttu svohljóðandi þingsályktun: »Efri deild Alþingis ályktar að fela rfkisstjórninni að taka til rækilegrar yfirvegunar, hversu spara megi út- gjöld rfkissjóðs við starfsrækslu f binum ýmsu greinum rfkisrekstrarins, svo sem f umboðs- og dómsmálum, heilbrigðismálum, kirkju- og kenslu- málum og samgöngumálum. Telur déildin æskilegt að stjórnin neyti til þessa aðstoðar nefndar eða nefnda og væntir hún, að það geti orðið án nokkurs verulegs kostnaðar fyrir rfkis- sjóð«. Samþykt. 23- Endurheimta skjala og hand- rita. Tryggvi Þórhallsson og Bene- dikt Sveinsson fluttu svolátandi till. til þingsályktunar: »Neðri deild Al- þingis ályktar að skora á rfkisstjórn- ina, að gera ráðstafanir til þess, að skilað verði landinu aftur öllum þeim skjölum og hándritum, sem fyrrum hafa verið léð Árna Magnússyni, eða af öðrum svipuðum ástæðum hafa lent f söfnum f Kaupmannahöfn, en eru úr skjalasöfnum biskupa, kirkna, klaustra eða annara embætta eða stofnana hér á lsndi, en hefir ekki verið skilað til þessa*. Samþykt. Næst skulu talin nokkur mál, sém vfsað var til stjórnarinnar: 24. Vinnutími á skrifstofum rlk- isins Þóiarinn Jónsson flutti frv. til laga um ofangreint efni: »i. gr. í öllum skrifstofum rfkisins skal vera minst 8 stunda vinnutfmi á dag. z. gr. Rfkisstjórnin skal annast um, að ekki séu fleiri menn á skrifstofum rfkisins, en þörf gerist samkvæmt þessari ákvörðun «. Vtsað til stjórnar- innar. 25. Um skrifstofur landsins. Jónas Jónsson og Ingvar Pálmason fluttu þingsályktunartillögu um flutning á eftir töldum skrifstofum rfkisins f Landsbankahúsið, Pósthúsið eða hús- eign landsins f Bröttugötu: Skrifstofu lögreglustjóra, bæjarfógeta, skáttstof- unni, veðurfræðisstofnuninni, skrifst. vegamálastjóra, vitamálastjóra og húsa- meistara rfkisins. Tiliaga sáma efnis var flutt á þingi f fyrra en eigi hefir orðið á framkvæmdum. Embættismenn- irnir, sem hafa skrifstofurnar i heima- húsum vilja leigja rfkinu, þykir það betri leigjandi og lfklega refjaminni en aðrir leigendur. í fyrra var tillagan samþykt, þó eigi hafi orðið af fram- kvæmdum. Nú var þeim mun íjær

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.