Dagur - 19.06.1924, Side 4

Dagur - 19.06.1924, Side 4
96 DAQUR 24. tbl. Halldór Þorsteinsson frá Hjaltastöðum. Svo nú er hann dáinn, horfinn inn á myrkur eða ljósleiðir dauðans, þang- að sem við fáum ekki fylgt, en förum seinna sjálf. Þegar góðvinur er kvaddur á gatna- mótum verður margs að minnast. Samleið liðinnar æfi blasir opin og augljós hugskotsaugum vorum með liðna atburði. Samvistir okkar urðu ekki um neina óravegu né áratugi, þó hefi eg hvergi eignast betri fétaga og föru- naut, en hann. Engan dáði eg svo f æsku fyrir hvatleik og atgjörfi, enda þurftu fáir við hann að þreyta skjót- færi né fimleika Halldór stendur mér Ijóst f huga frá fyrstu sýn: unglingur innan tvftugs f fjölmennum hóp fjatlgöngumanna. Grannur og beinvaxinn, stæltur eins og stálfjöður en um leið dúnmjúkur f hverri hreyfingu. Fríður yfirlits og bjartur með augljós sérkenni heim- alningsins óg eigin upplags; prúður f framgöngu og lftið eitt feiminn, en frægur fyrir brattgengni og skjótteik svo að þar bar enginn af, þeirra er eg þekti. Sjálfur var eg nokkru yngri og virti — sem uDglingum er títt — ekkert meir en fþróttir og afl. Síðar kendi mér lffið meir að meta gott hjarta og göfugt hugarfar og þá fann eg einnig að Halldór átti það hvort- tveggja til. Ekkert tók hann nær sér en að þurfa að synja nokkrum manni bænar eða greiða enda var það sjaldan gert. Til hins var hann boðinn og búinn að leýsa hvers manns vandræði ef fært fanst og sást þá oft eigi fyrir. Þegar mér nú berst dánarfregn þfn um langann veg, er það seint og sfðar en þó alt of fljótt. Eftir nokkur ár og þrjátfu, f hæstum þroska, lagðir þú inn á Iandið ókunna með vinar hug hvers er þér kyntist. Kynleg eru leyndarráð lffsins og engum er það auðráðin gáta, en á endalok þess eða eilffð er þó mest dul dregin. Sfzt vil eg gráta þig vinur, sem horfinn og týndán að fullu og öllu. Svo mælir mér vissublandin von að fram liggi leiðin og hærra. Eg sé þér f anda sökt niður f kalda moldina og grátklökka vandamenn og vini skipa sér hljóða um grafarbarm- inn f höfugri sorg. En horfum lengra. Framvinda lifsins blasir sýnum traust og óbrotin. Sljóskygni vor eygir hana sjáldnast nema f veikri von, hvarflandi milli trúar og efasemda. Eftir þér horfa aldin móðir og ást- kær systkini, en þau munu þar góðan dreng, sem þú varst. Marga mæta menn hefi eg hitt um dagana og ýmsa reynt að vinum, en þar sem þú hvflir er einn af mfnum beztu. Og sveitin þfn, Skagafjörður, sem Ó1 þig úr æsku og átti allan þinn hug, hefir úú byrgt þig við barm sinn. Hana þráðir þú er fjarvistum var dvalið, enda eru æskustöðvar þfnar einn hennar fegursti staður, vel fallinn til að ala dtaumleynda, dula flg göfuga wenn. Nú er þar einum færra en áður. Blönduhlfð góðum manni fátækari en fyr. Halldór Þorsteinsson héfir verið numinn burtu af vettvangi þessa heims og yfir á annan ókunnan. Slfk eru Iffsins lög. Hallgr. /ónasson. Höft og: bann. Lengi máttu kaupsýslumenn og fylgifiskar þeirra ekki heyra innflutn- ingshöft nefnd, svo að þeir ekki kross- uðu sig fyrir þeim ófögnuði. í vetur sýndust þó þessir menn vera búnir að taka skýluna frá áugunum að nokkru leyti og vera farnir að átta sig. Jafnvel sumir f liði kaupmanna á Akureyri létust vera þvf hlyntir, að takmarkaður yrði innflutningur á ó- þörfum vörum. Þeir báru meira að segja fram tillögu f þessa átt á þipgmálafundi hér f bæ. Þeir kváðust ekki láta sér nægja néitt kák éða hálfverk f þessu bjargráðamáli, fult innflutningsbann sögðust þeir vilja, án allrar undanþágu. Þessvegna máttu þeir ekki heyra nefnd innflutningshöft, þvf að það gæti skilist svo sem um undanþágur væri að ræða, en það væru einmitt þær, sem bæri að forðast, það væri reynslan búin að sýna. Um þetta var nú ekki annað en gott að segja, en þó sannaðist það á mönnum þessum, að ekki skal fsinn lofa fyr en yfir er komið. Nú vfkur sögunni til þess, þegar Klemens gaf út reglugerðina og Fram- sóknarmenn báru fram frumvarp sitt f þinginu. Var þar um algert inn- fiutningsbann að ræða og þvf f anda fyrnefndra höfðingja. Hefði þvf mátt ætla að nú íögnuðu þeir yfir þvf, hvaða stefnu málið hefði tekið. En þetta fór á annan veg. Þeirra eigið málgagn »íslendingur«, fitjaði upp á trýnið og urraði. Þá þóttust menn sjá þess greinileg merki, að fyrri framkomu íslendingsliðsins hefði ekki verið af heilindum gérð. Nú er enn komin ný reglugerð frá íhaldsstjórninni, sem að vfsu bannar innflutning á fjöldamörgum vörum, en er að öðru leyti svo úr garði gerð, að hún er f raun og veru ein stór undanþága á öllu innflutningsbanni. Ef nokkur snefill af samræmi hefði verið f framkomu íslendingsmanna, hlutu þeir nú að verða hamstola af reiði, þvf til þeirra mátti nú heimfæra gamla verspártinn: »Það, sem að helzt hann varast vann, varð nú að koma yfir hann«. En það er svo langt frá þvf að reynslan hafi orðið þessi, að íslendingur blessar þessa und- anþágureglugerð, má þá nærri um það fara, hvort hún fellur ekki vel f geð húsbændanna, hvort sem þeir eru fslenzkir, eða danskir. Snarfari. Ritstjóri: Jónas þorbergsson Hafnarstr, 86 a. Sími 178. Prenfsmiöja Odds Björnssonar Aðalstræti 17, Sínii 45. SZ__________________r Smásöluverð má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegund- um, en hér segir: VINDLAR: Lloyd Kr. 1495 pr. lh ks. Hermes — 12 35 — >/2 - Terminus — 12.10 — ’/2 - Advokat — 2415 — 1/2 _ Lopez y Lopez — 23.00 — »/2 — Phonix (Horw. & Kattentid) — 2300 — l/2 _ Times — 18.40 — ]/2 — Cervantes 25 90 — >/2 _ Utan Réykjavíkur má veröið vera þvi hærra, sem nemur flutningskostn- aöi frá Reykjavik til sölustaðar, en þó ekki yfir 2%. Landsverzlun Islands. Sam vinn uféla^ a hefir fyrirliggjandi og útvegar alls konar LANDBÚN AÐARVERKFÆRI: Sláttuvélar, Milwaukee. Rakstrarvélar, Milwaukee. Snúningsvélar, Milwaukee. Brýnsluvélar fyrir sláttuvélaljái. Plóga frá Kyllingstad Plogfabrik, er hlutu fyrstu viður- | kenningu á landbúnaðarsýningunni í Rvík 1921. Garðplóga, Pinneberger. Rótherfi, Pinneberger. # Tindaherfi, Pinneberger. Arfaplóga, Pinneberger, með tilheyrandi hlújárnum, sem hlutu sérstaka viðurkenningu á fyrnefndri sýningu. Rófna sáðvélar. Forardælur. Vagnhjól frá Moelven Brug, Skilvindur, Alfa Laval. Strokka, Alfa Laval o. fl. o. fl. Ennfremur verkfæraskápa með öllum algengum smíðatólum. Tilbúinn áburð, gaddavír o. m. fl. Flest verkfærin hlutu viöurkenningu á landbúnaðarsýn- Ingunni i Reykjavík 1921 og eru valin i samráði við Búnaðarfélag fslands, sem efnnig gefur upplýsingar um pau.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.