Dagur - 17.07.1924, Blaðsíða 2
108
DAOUR
28. tbl.
0
0
0
0 Tvistdúkar
g á kr. 1.40 til 3.25 pr. mt. jg
j@) — Stórt úrval — 0
0 í 0
0 0
0 Brauns Verzlun. 0
0__________________0
hagmælsku og vegna þess að þau eru
kveðin út úr hjarta íslenzkrar alþýðu.
Af þeim vil eg fyrst og fremst nefna
>Smalakvæði« (to). Fágætir munu
vera jafn ljósir og hreinir drættir f
neinni mynd úr fslenzku þjóðlffi. Dag-
ur telur mikinn vafa á, að nokkurt
málverk okkar ungu listamanna nái
tilgangi sfnum á þann hátt, sem þetta
litla kvæði gerir. Hér eru upphafs-
og niðurlagsvfsurnar:
»Sólin roðar hæstu hnjúka,
hvítir þokubólstrar rjúka
burt úr hlíð og daladrögurn; (
döggin svalar grænum högum.
Upp frá morguneldi reykur
yfir bæjarhúsum leikur.
Smalinn kjassar Krumma-tetur
kvíar féð, í dyrnar setur.
Stúlkur hætta strax að raka,
stytta sig og fötur taka,
ærnar mjalta, hlæja, hjala,
hrósa bæði Krumma og smala.
Af svipuðum kvæðum mætti nefna
»Vakna barn« (6), »Alftin og unginn«
(33)i »Vinnuljóð« (124), »Vinur að
deyja* (86), »Draugar og rukkarar«
(93) 0. fl.
Þvf verður tæplega néitað að ný
stefna er að hefjast f fslenzkri ljóða-
gerð nokkuð ólfk þeirri, sem hófst
með Eggert Ólafssyni og hefir sfðan
þróast fram á þennan dag. Þá var
þjóðin að rfsa á legg. Rómantfkin
hefir verið grunntónn ljóðagerðarinnar
fslenzku allan þann tfma. Þjóðin leit-
aði að mættinum til viðreisnar f fari
sjálfrar sfn og sinnar eigin sögu. Nú
er skift um. Hinn rómantfski þáttur
viðreisnarinnar er á enda og raun-
verulegu verkefnin eru, ef til vill, nokk-
uð á annan veg, en við var búist.
Okkar ungu skáld finna eigi lengur
fullnægju á svipaðan hátt og okkar
eldri skáld. Þets vegná er hin yngri
ljóðagerð fremur leit út á við og svo
margt af kvæðunum aðeins augna-
blikshrifningar yfir einhverjum frá-
munalega' háfleygum skáldsýnum en
vitanlega ákaflega fjarlægum og tor-
skildum, ellegar þau eru bölsýni-
stunur og fálm óánægðra manna.
Páll J. Árdal er einn af hinum sfð-
ustu f þeim eldri skóla. Hann lætur
lftið yfir sér, en er ósvikinn íslend-
ingur. Mörg af ljóðum hans eru vel
gerð og lfk höfundinum. Ef þjóðin
þreytist einhvern tfma á útsækninni
og fálminu og leitar að lffsorkunni f
upphafi sjálfrar sfn og sögu sinni,
mun hún leggja hlustirnar við ljóð-
óminum frá áðurnefndu tfmabili. Páll
á þar einn streng, sem er að vfsu
ekki hátt stiltur eða til þess fallinn,
að gera mikinn gný en er ófalskur og
traustur.
t
Ólafía Jóhannsdóttir.
Hún andaðist í Kristjaníu 20. júní
þ. á. Ólafía var ein af merkustu kon-
um íslendinga fyr og síðar og er hún
því þess verð, að staldrað verði við á
kveðjustund hennar og litið snöggvast
yfir líf hennar og starf.
Æfisaga hennar getur ekki orðið
sögð hér, heldur aðeins bent á stærstu
drættina, sem veittu henni yfirburði
og gáfu henni stórt nafn, víða þekt
og blessað. Hún átti tvö höfuðáhuga-
mál: trúmál og bindindismálið og fyrir
þau lifði hún og starfaði með næstum
dæmalausum dugnaði, trúfesti og djörf-
ung.
Bókin hennar »De ulykkeligste*
segir nokkuð frá störfum hennar þeim,
sem hafa vakið athygli í mörgum lönd-
um. Starf hennar var að bjarga svo-
nefndum föllnum konum. Hún var
endurlausnari á takmörkuðu, en mjög
raunalegu sviði Iífsins. Hún gekk og
leitaði á þeim leiðum, sem telja má
»í myrkrinu fyrir utan«, til þess að
bjarga örpíndum, magnþrota kvensál-
um og koma þeim til lækninga í sól-
bað mannkærleika og starfs. Og end-
urlausnarstarf hennar var ekki bundið
neinu skilyrði öðru en því, að hinar
örmagna sálir vildu þiggja hvíid
þreyttu höfði við brjóst hennar.
Bók Ólafíu var ágætlega rituð svo
að þar komu í ljós verulegir rithöf-
undarhæfileikar. En styrkur bókarinnar
var runninn frá trúleik persónunnar,
sem á bak við stóð, hjartahita hennar
og djúþu lífsalvöru.
Sagt er, að jafnvel hin mestu svola-
menni hafi verið henni auðsveip þegar
hún, á hvaða tíma sólarhrings sem var,
gekk um hættulegustu úthverfi Krist-
janiuborgar, til þess að vinna mann-
úðarstarf sitt. Slíkt vald öðlast þeir,
sem eru sterkir og veilulausir. Yfir-
burðir Ólafíu lágu ekki í hennar mikla
mannkærleika, ekki heldur í þreki
hennar. Þeir voru einkum í því fólgn-
ir, að ekkert misræmi var milli sálar-
lífs og breytni. Persóna hennar var
ein samrærad heild. Pað sem hún
hugsaði, það var hún.
Símskeyti.
Rvík 11. júlf.
Demókratar i Bandarikjunum geta
ekki sameinað sig um forsetaefni.
Hefir útnefningarfundur staðið á aðra
viku og 89 prófkosningar farið fram,
en enginn fengið nægilegan meiri
hiuta til útnefningar. Flest atkvæði
hefir fengið Ál. E. Smith ríkisstjóri
í New York og næstur honum Wm.
Mac Adoo, tengdasonur Wtisons
forseta. Hiram Johnson senator frá
California, sem er frjálsiyndur Re-
púbiikkani, er þriðji i röðinni. Upp-
runaiega voru forsetaefnin 23, en
20 eru nú gengnir úr skaftinu. —
Bænda- og verkamanna-flokkurinn
hefir útnefnt UFollette fr£ Wiscon-
s;n sem forsetaefni, hann er frjáis-
iyndur Repubiikki. Aftur hefir‘Re-
publikkaflokkurinn sjálfur útnefnt
Coolidge forsetaefni og Dawes hers-
höfðingja sem varaforsetaefni við
kosningarnar i haust.
Ludendorff hershöfðingi hefir tek-
ið við forustu Facista flokksins á
Pýzkaiandi eftir að Hitler var fang-
elsaður.
Fundur þeirra MacDonalds og
Herriots í París hefir orðið hinn
vinsamlegasti. Hafa þeir gefið út
yfirlýsingu viðvíkjandi fundinum,
sem haldinn verður 16. júlí, þess
efnis, að tillögur sérfræðinganefnd-
arinnar fái fylgi þéirra í aðalatrið-
unum og að skaðabótanefndin skuii
ákveða og leggja fyrir fundinn, hve-
nær yfirráðunum f Ruhr skuli hætt.
Rvlk 15. júlí.
Herriot hefir fengið traustsyfir-
lýsing frönsku öldungadeildarinnar
eftir að hafa skýrt frá árangrinum
af iviðræðum við MacDonald, með
246 atdvæðum gegn 18.
Wiliiam Davies tilnefndur forseta-
efni Demokrata i Bandarikjunun.
Enskir fjármálamenn neita ián-
veitingum tii Pýzkalands, nema til-
lögur skaðabótanefndarinnar verði
samþyktar f ölium atriðum.
Rvlk 16. júll.
Herriot er farinn á Lundúnafund-
inn með fjöruttu manna, þar á með-
al Foch marskálk, Nollet hershöfð-
ingja. Ameríkumenn undirbúa kapp-
samlega þátttöku á fundinum og
taka iíklega samvinnu viö Evrópu-
menn á næstunni, ef sérfræð-
ingatillögurnar verða samþyktar.
Óvist hvort Pýzkaland tekur þátt i
Lundúnafundinum vegna mótstöðu
Frakka.
Uppreisn sögð í San Paoio f
Brasilíu.
Fiugmennirnir eru væntanlegir til
London í dag.
Norsku söngmennirnir 40 að tölu
hafa haldið hér 4 hljómleika eru
gestir bæjarins til Þingvalla i dag
fara f kvöld með Merkur.
Fréttastofan.
Fyliri frásögn.. »Siglfirðíngur« 25.
tbl. segir: »Það hefir tekist að ná
mynd af öllum Framsóknarflokknum,
15 mönnum I einum hóp og er hún
birt f »Tímanum«. Þykir þetta benda
á meiri »samvinnu« en menn hafa
átt að venjast icnan flokksins«. Vill
ekki Siglfirðingur vera svo vænn, að
bæta við írásögn þessa þvf, sem hér
íer á eftir: Aftur á móti tókst ekki
þrátt fyrir talsverðar tilraunir, að ná
mynd af íhaldsflokknum öllum f einu
lagi. Þykir það benda nákvæmlega á
þá samvinnu, er menn hafa átt að
venjast í því liði.
A víðavangi.
VanþakKIœtí? Þingmaður Björn
Lfndal skýrði nokkuð ftarlega frá ket-
tollsmálinu á leiðarþinginu. Þó þagði
hann um sum atriði eins og til dæmis
að taka það, að stjórnin gekk á móti
sinum flokki og um leið meirihlu'an-
um I þinginu, þegar hann vildi stefna
samningunum f strand. Þá sendi
hún orðsendingu til Norðmanna, sem
héit opinni leið til samninga, samkv.
tillögu Framsóknaiflokksins. Enn hann
skýrði frá annari tillögu, sem kom
fram f málinu og sem hann sagði að
ekki myndi verða skýrt frá i Tíman-
um eða Degi, af þvf að þakklæti
þeirra blaða til sjávarútvegsins hefði
aldrei verið sérlega mikið. En tillaga
sú var á þá leið, að sérstakt útflutn-
ingsgjald yrði lagt á sjávarafurðir
einskonar aukaskattur á sjávarútveg-
inn og það fé notað, til þess að bæta
bændum upp hallan, sem þeir yrðu
fyrir við kettollinn. Þessi tillaga var
slfk lausn á málinu, í augum þing-
mannsins, að eigi voru lfkur til, að
Fiamsóknarmenn og bændur myndu
þakka hana eins og vert væri. —
Mörgum er vafalaust minnisstætt
nuddið í flestum sjávarútvegsmönnum,
sem á undanförnum árum hafa haft
afskifti af opinberum málum, út af
misrétti þvf, er sjávarútvegurinn væri
beittur f samanburði við landbúnað.Eink-
um hefir þá verið tekið til saman-
burðar útflutningsgjald á keti og sfld.
Jón E. Bergsveinsson, talaði með
ógurlegum hávaða á framboðsfundum
á siðastliðnu hsusti um þetta misrétti.
Hann lagði og út af jarðræktarlögun-
um og vildi sýna fram á, að sjávar-
útvegurinn bæri raunar alla skatta og
þvf nær alla tolla en svo væri fénu
ausið úr ríkissjóðnum f bændurna til
þess að byggja hlandforir. Þannig
væri brauðið tekið frá sjávárútvegs-
börnunum og kastað fyrir hundana f
sveitunum. Þessar ræður Jóns virtust
falla vel f geð þeim mönnum, sem
eru þó, að þvf er þeir segja, ákaflega
hræddir við stéttarfg. Þannig hafa
ýmsir þessara manna hrinið undanfarin
ár og þar á meðal Björn Lfndal. En
nú kemur fram tillaga um það, að
gera landbúnaðinn beinlfnis að gustuka-
skepnu sjávarútvegsins. Sú tillaga var
bæði óviturleg og íll fyrir báða aðila.
í fyrsta lagi er öldungis óvfst, hvað
sjávarútvegurinn verður fær um að
borga f framtfðinni. í öðru lagi myndi
uppljósta margauknu ramaópi sjávar-
útvegsmanna yfir ranglæti þvf. í þriðja
lagi væri það niðurlægjandi fyrir land-
búnaðinn. í fjórða lagi myndi það
auka úlfúð milii atvinnustéttanna. Til-
lagan er þvf fremur vftaverð en þakkar-
verð.
Leiöbeiningar í búnaðarumbót-
um. Það má telja nýmæli, er Freyr
skýrir frá, að upp hefir verið tekin,
með nýjum hætti, leiðbeiningarstarf-
semi ( búnaðarumbótum f Svfnavatns-
hreppi f Húnavatnssýslu. Leiðbeining-
ar þessar hafa verið gerðar eitir hug-
mynd og fýrir tilmæli hins duglega
og áhugasama bónda, Jóns Jónssonar (
Stóradal. Starfsemin hefir farið framá