Dagur - 17.07.1924, Blaðsíða 4

Dagur - 17.07.1924, Blaðsíða 4
110 DAOUR i 28. tbl. Til skammar bæ og bygð. Það er eitt hús hérna í bsenum, scm ætfð veldur mér hrygðar og gremju að koma inn f. £g (er að vfsu ekki að skæla, þegar eg kém inn íyrir þröskuldinn, en gremjan er svo mikil, að ef eg hefði fyrir mér t einni per- sónu sökudólginn þann, sem hneyksl- unum veldur, gæti eg ekki á mér setið að gefa honum rækilega utan undir, og skamma hann f tilbót duglega. Þetta fruntalega bráðlyndi er senni- lega að kenna áhrifum frá öðrum heimi. (Eg segi nú bara si sonal) Vfst er um það að sökudólgurinn er aldiei viðstaddur. Hér er ekki einn f sök heldur fjölda margir. Þvf hér ræður fjöldinn. (Óþarfi að sækja Bolsévismus til Rússlands.) Húsið sem eg á við er hesthúsið í •Caroline Rest« og þó reyndar öll Stofnunin. En þar af stafar mfn sorg og gremja, að þessi góða stofnun er að komast f svfvirðilegustu niðurnfðslu. Góðir lesarar 1 Hlustið nú á og gángið f lið með mér, ýtið við öllum sem hér eiga hlut að máli (ekki með neinum kjaftshöggum heldur góðu), og við skulum ekki linna látum fyr en stofnunin »Caroline Rest« er aftur orðin eins glæsileg bæjarpiýði eins og hún var, þegar ágætismaðurinn G. H. F. Schrader afhenti hana Akureyr- arbæ til eignar og öllum aðkomu- gestum og öllum aðkomu hestum til afnota og ómetanlegra þæginda. Eg er ekki að skamma hann Olgeir. (Eg hefi áð vfsu gert það stundum >prfvat«.) Sökin er aðeins að litlu leyti hans. Hann ræður svo afar litlu þó hann éigi að heita ráðsmaður stofn- unarinnar. Yfir honum stendur 3ja manna nefnd, en sú nefnd ræður held- ur ekki nema litlu, þvf yfir henni stendur bæjarstjórn (12 menn). Og bæjarstjórninni hefir í rauninni ætfð fundist, að þessi stofnun sé sér svo lftið eða ekkert viðkomandi, það sé öllu heldur sýslunefndin, eyfirzkir bændur eða jafnvel Kaupfélag Eyfirð- inga, sem eigi að hugsa um hana og hlynna að henni, þvf hagnaðinn af henni hafi aðeins þessir aðilar en bærinn alls ekki. Sannleikurinn er, að þessa stofnun eiga allir, sem not hafa af henni, en þó fyrst og fremst Ak- ureyrarbær, hvað sem hver segir, Eftirlitið með stofnuninni er altof lftið, ráðsmanninum er altof illa laun- að til þess að hann geti ætfð verið á varðbergi til að lfta eftir öllum hlutum og þvf sfður kostað til þess sérstakan mann bæði dag og nótt. Fyrir þetta eftirlitsleysi ganga sumir karlarnir hirðulauslegar um en annars væri og það er ekki verið að fást um og engin ábyrgð látin lenda á þeim fyrir það, þó þeir gangi illa um hús- in, rúður séu brotnar, kaðlar slitnir o. s. frv. Og svo er viðhaldið smán- arlega lftið. Safnast þegar saman kem- ur, ef ekki er haldið við hlutunum, og tfmans tönn er iðin f ofanálag við trassaskap mannanna. »Svo má illu venjast að gott þyki«. Eg geri ráð fyrir að sumir kallar og sveitadrengir sem koma með hesta sfna á stall eða gista næturlangt { hörðu rúmunum, með bældu dýnunum og slitnu ábreiðunum ofan á sér, þeir séu vondu vanir frá sfnum fátæku heimilum og svo aivanir hnédjúpri hrossataðsleðju f sfnum eigin dimínu, moldugu hestakofum, að þeim finnist »Caroline Rest« hesthúsið hreint kon- unglegur stallur þrátt fyrir skftinn og óhirðuna þar og ekki tiltökumál þó reiptögl séu slitin, trosnuð eða sam- anhnýtt. (Venjulega þegar eg lft inn um dyrnar er gólfið svo sóðalegt, að eg treysti mér ekki inn, nema f vatns- stfgvélum. Hestarnir eru á svipaðri ringulreið og kýrnar f fjósinu, eins og getur um f þjóðsögunum, þegar púk inn hafði bundið þær saman á höl- unum og öllu var umturnað.) En Ak ureyrarbœr, sem völdin hefir til að kippa þessu í lag, á að hafa þá metn- aðargirnd, að láta þetta þarfa ferða mannahœli bera það rnikið af hverjum kotbœ i sveit og hesthúsið vera það framar öllum tryppakofum, að kaup- staðnum sé sómi að og að ötl alþýða megi lœra þar góða siði. Mér er kunnugt um, að Schrader heitinn vildi af heilum hug, að þessi stofnun kæmi að varanlegum notum, yrði öðrum kaupstöðum til eftirbreytni (sem lfka er orðið) og bann ætlaðist til, að hér væri haldið góðri reglu og þrifnaði. Það er eins og mér finnist hann hvað .eftir annað hvfsla að mér (þó hann að vfsu hafi ekki vitrast mér) að honum mislfki stdrum hversu smáð hefir verið og smánuð tilraun hans til að lfkna íslenzkum hestum og eigendum þeirra. Og hér læt eg al- menning heyra hans hrópandi rödd. Þvf er borið við að fé vanti til að halda stofnuninni við eins og skyldi. Eg þekki þessa viðbáru (þvf eg var sjálfur f nefndinni fyrst framan af, en skoraðist undan endurkosningu fyrir það að eg fékk ekki að ráða eins miklu og eg vildi). Sumir hafa leyft sér að gera lítið úr Schrader heitnum fyrir það að hann lét ekki sjóðinn, sem hann gaf stofnuninni, vera miklu stærri en hann er. * Þessi svívirðilegi gikksháttur minnir mig á það sem Schrader sagði eitt sinn við mig: »Það er sjaldan vel þakkað að gefa gjafir, sém ekki eru þvf meira verð- skuldaðar. Míkið vill meira. Gefir þú mánni gullhring, þá segir hann: »Þvf f skollanum léstu ekki vera demant í hringnum* ?« Ef fé vantar, þá er að útvega það og þeir eiga að leggja það fram, sem nota stofnunina, en bæjarsjóður á að byrja. Það þarf hið bráðasta að athuga vandlega hvað allar þær gagngerðu endurbætur mundu kosta, sem stofnunin þarfnast. Lfklega væri bezt að loka henni alveg um stund. Þá mundu flest- ir sjá og skilja hve vel hún er þess verð að hver og einn, sem á henni gott að gjalda, ofíri nokkrum aurum úr sfnum vasa. Lungbezt að loka þar tll féð er fenglð. Stgr. Matth. * Aðgætandi er að sjóðurinn var nægi- legur þegar hann var gefinn, en síðan hefir dýrtíð þrefaldast og þyrfti hann því nú að vera a. m. k. þrefalt stærri. Ritstjóri Jónas Þorbergsson. Prentsmiðja Odds Björnssonar, Þvottaefnið ,NÍx‘ er bezí og ódýrasi Hefir alstaðar, þar sem það hefir verið notað, hlotið einróma lof. Sambandið annast um panfanir. Smásöluverð má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegund- um, en hér segir: Rjóltóbak (frá B. B. og Obel) Kr. 11.28 pr. »/2 kg, do. (Strengberg) — 10.73 — — — Munntóbak (Mellem.) (frá B. B., Obel, Aug , Krug ) — 24,20 — 1 — do. (Smal) (frá sömu fírmum) — 27,50 — 1 — Mix, reyktóbak frá Strengberg — 15.55 — 1 — Louisiana do. — Obel — 1725 — 1 — Moss Rose do. — Obel — 16.68 — 1 — Qolden Shag do. — Obel — 1725 — 1 — Utan Reykjavikur má verðið vera því hærra, sem nemur flutningskostn- aði frá Reykjavik til sölustaðar, en þó ekki yfir 2% Landsverzlun Islands. Alfa-Laval skilvindur reynast bezt. Pantanir annast kaupfélög út um land, og Sambandísl samv.féí. K j a r a k a u p. Sláttuvélar frá útlöndum kosta nú kr. 700. \ Notið því tækifærið og kaupið hinar viður- kendu Milwaukee sláttuvélar*' sem kosta að eins kr. 550 hjá Sambandi ísl. samv.fél.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.